Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGÚR 13. MARZ 1990
«U9
Reykvíkinga.
Og hvað var gert?
Bæjarverkfræðingur og starfs-
menn hans teknir frá öðrum nauð-
synlegum störfum og látnir sinna
þessu einvörðungu.
Gömul pökkunarstöð keypt, flutt
til Kópavogs, sett upp tvívegis,
raftengd og prófuð.
Orkustofnun falið að kanna jarð-
veg og grunnvatnsrennsli í Leirdal,
þar sem urða skyldi sorpið.
Verktaki ráðinn til að bora til-
raunaholur í. Leirdal.
Iðntæknistofnun falið að annast
„markaðsþáttinn".
Húsnæði keypt eða leigt við Fífu-
hvammsveg til að hýsa pökkunar-
stöðina.
Hvað kostaði allt umstangið?
Hefur það verið birt?
Hver sem kostnaðurinn varð var
hér um vítaverða, heimildarlausa
og gjörsamlega þarflausa sóun að
ræða. Aðeins til að þjóna skapbrest-
um misviturra bæjarfulltrúa.
Þið vissuð hvað þið voruð að
gera. Ekkert orkaði tvímælis. Þið
höfðuð verið vöruð við.
Leggið spilin á borðið.
Hver var fórnarkostnaðurinn?
Og nú sækist þið Guðmundur
Oddsson eftir endurkjöri.
Dómgreindarleysi ykkar ríður
ekki við einteyming.
Svo var sængin uppreidd
í fundargerð nefndarinnar sem
skikkuð var til að undirbúa og koma
í gang eigin sorpmóttöku er bókað
að aukinn kostnaður, fyrir utan
stofnkostnað, yrði yfir 20 milljónir
á einu ári. Greinilegt er að ritari
þeirrar fundargerðar hefur ekki
verið par hrifinn af þessari ráðs-
mennsku því hann nefnir þetta
„fórnarkostnað".
Var það þetta sem loksins kom
fyrir ykkur vitinu. Þið fóruð norður
fyrir læk og sömduð um framhald-
andi samvinnu við Reykjavík um
sorpmóttöku. Ef til vill hafa fleiri
„öldungar“ látið í sér heyra. Bágt
á ég með að trúa öðru.
En hvað kostaði þetta gönuhlaup
ykkar Kópavogskaupstað?
Hver var „fórnarkostnaðurinn!"
Skiptir hann tugum, hundruðum
eða milljónum króna?
En hvers vegna hefur enginn
gagnrýnt þessa ráðsmennsku?
Hvar var minnihluti Bæjarstjórn-
ar Kópavogs. A hann ekki að veita
meirihlutanum aðhald?
Vissulega, en hann brást ekki
síður. Fulltrúi Framsóknarflokksins
saug sig fastan við meirihlutann
eins og hrognkelsi við stein. Bæjar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru
eins og kettir á heitu blikkþaki.
Vissu aldrei í hverja löppina þeir
áttu að stíga. Óttuðust ekkert meir
en verða stimplaðir vikapiltar
Davíðs Oddssonar. Þeir bera því
fulla ábyrgð.
Þessvegna þegja allir. Stjórnmál-
aflokkarnir eru allir samsekir, mál-
ið átti að þegja í hel.
Er þeim treystandi?
Er þörf á nýju afli í bæjarmálum
Kópavogs?
Höfundur er fyrrverandi
bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins
í Kópavogi.
Heimsljós Halldórs Lax-
ness gefíð út í kiljuformi
Viö getum með sanni sagt að
HYUNDAI tölvurnar hafi slegið í
gegn á íslandi, því að frá því að við
hófum innflutning á þeim í fyrra hef-
ur okkur aldrei tekist að anna eftir-
spurn !
HYUNDAI er eitt af stærstu fyrir-
tækjum heims með yfir 600 þúsund
starfsmenn og fara tölvurnar frá
þeim sigurför um heiminn. Þær eru
nú þegar með þeim mest seldu í
Bandaríkjunum og söluhæstar í
mörgum Evrópulöndum. Einstaklega
góð reynsla hefur fengist af þeim,
þær eru fallegar, vandaðar, sterkar
og einfaldar í notkun.
Við höfum nú náð samningum við
HYUNDAI um magninnkaup á þessu
ári á einstaklega lágu verði, mun
lægra en gerist á öðrum tölvum í
sambærilegum gæðaflokki:
Dæmi:
GERÐ 16 TE (PC) Vinnsluminni 640 KB, vinnsluhraði 10 Mhz. Ve 6 rð frá kr. 4.900,,
GERÐ 286 E (AT) Vinnsluminni 1 MB, vinnsluhraöi 12 Mhz. Verð frá kr. 107.400..
GERÐ 386 SX Vinnsluminni 1 MB, vinnsluhraöi 16 Mhz. Verð frá kr. 135.700»
GERÐ 386 C Vinnsluminni 2 MB, vinnsluhraði 20 Mhz. Verð frá kr. 199.800..
Tæknival er rótgróið, öflugt fyrirtæki með
um 20 manna starfslið, sem leggur metnað
sinn í 1. flokks þjónustu. Þú-ert því ( góð-
um höndum hjá okkur!
TÆKNIVAL
SKEIFAN 17 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-681665 / 687175
Söluaðilar: Tölvuvörur, Skeifunni 17, R.
Einkatölvan, Hverfisgötu 103, R.
Tölvutæki/Bókval, Akureyri.
Víkurhugbúnaður, Keflavík.
BÓKAFORLAGIÐ Vaka-
Helgafell hefúr gefið út
bókina Heimsljós eftir Hall-
dór Laxness í kiljuformi,
en þetta skáldverk hefur
til þessa einungis verið til
í hefðbundinni útgáfu í rit-
safni Nóbelsskáldsins.
Fyrstu tvö bindi þessa
sagnabálks birtast á þessari
bók, Ljós heimsins, sem kom
út 1937, og Höll sumarlands-
ins (1938). Hér er um áð
ræða þá tvo hluta Héimsljóss
sem fluttir hafa verið í Borg-
arleikhúsinu í vetur í leikgerð
Kjartans Ragnarssonar.
I kynningu Vöku-
Helgafells á bókarkápu segir
meðal annars: „Heimsljós er
eitt öndvegisrita heimsbók-
menntanna á þessari öld og
ein ástsælasta skáldsaga
íslensku þjóðarinnar. I
Heimsljósi er glímt við fiestar
þær gnindvallarspurningar er
varða líf mannsins á jörðinni, Halldór Laxness
örlög hans og tengsl við
almættið, ástina, trúna, fegurðina, fells af Heimsljósi er fimmta út-
fórnina og þjáninguna.“ gáfa verksins. Kápumynd bókar-
Þessi nýja útgáfa Vöku-Helga- innar er eftir Jón Reykdal listmál-
Ný útgáfa Vöku-Helgafells
ara. Prentvinnslu annaðist G. Ben.
Prentstofa hf. Heimsljós er 314
blaðsíður.