Morgunblaðið - 13.03.1990, Qupperneq 22
22 ______________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990
UM VEIÐILEYFA-
SÖLU OG SÓSÍALISMA
Fáeinar ábendingar til Hannesar H. Gissurarsonar
eftir Markús Möller
Hannes H. Gissurarson skrifaði
grein hér í Morgunblaðið 7. feb. um
fiskveiðistjómun. Þótt greininni
væri formlega beint gegn Gylfa Þ.
Gíslasyni, þá var henni ætlað
víðtækara markmið: Að stimpla þá
alla bolsa, sem ekki eru tilbúnir að
afhenda Kristjáni Ragnarssyni og
umbjóðendum hans íslensku fiski-
stofnana til ótakmarkaðrar ráðstöf-
unar. Ég tel slíka afhendingu hreint
ekki sjálfsagða, og álít mig þó jafn-
góðan iýðræðis- og einkarekstrar-
sinna og hvern annan. Ýmislegt
reynist líka athugavert við röksemd-
ir Hannesar, og er ekki seinna
vænna að finna að áður en boðað
ritverk hans um nýtingu fískistofn-
anna tekur á sig endanlega mynd.
Fyrst er að festa hugtökin: í þess-
um línum kalla ég það almanna-
kvóta ef veiðiréttur er seldur á eðli-
legu markaðsverði og andvirðið
rennur með einum eða öðrum hætti
til almennings, en fámenniskvóta
ef takmörkuðum hópi er úthlutaður
veiðirétturinn til eignar.
Þýðir almannakvóti
ríkisrekstur?
Hannes heldur því fram að í al-
mannakvóta ráðstafi ríkið veiðileyf-
unum. Það eru vægast sagt stór-
brotnar ýkjur. í almannakvótanum
einskorðast hlutverk opinberrar
kvótasölu við að ákveða heildarafla
og bjóða hann upp eða koma í verð
á markaði eftir ströngustu reglum.
Allar rekstrar- og fjárfestingar-
ákvarðanir verða í höndum sjávarút-
vegsfyrirtækja, og allt verð er
ákveðið af framboði og eftirspurn.
Þetta þýðir meðal annars að samlík-
ingin sem Hannes telur sig sjá við
markaðssósíalisma Óskars Lange
er missýning: Lange gerði ráð fyrir
að allt verð og allar fjárfestingar
yrðu ákveðnar af hinu opinbera
nema hvað á vinnumarkaði og
markaði fyrir endanlegar neysluvör-
ur skyldi ríkja nokkurt frelsi. Raun-
ar má leiða að því rök, að ákvarð-
anataka verði dreifðari í almannak-
vóta en fámenniskvóta, því ef út-
gerðarmenn fá óskoruð yfírráð yfír
fískistofnunum, þá kallar það á sam-
ráð, t.d. um heildarafla, sem hætt
er við að leiði til hringamyndunar
og einokunar á fleiri sviðum. Það
er svo alkunna að samkeppni gefst
betur en einokun, og samkeppnin
verður trúlega virkari í almannak-
vóta en fámennis.
Hannes segir að í almannakvóta
verði útgerðarmenn leiguliðar ríkis-
ins, vegna þess að þeir verða að
greiða sannvirði fyrir veiðirétt sem
þeir eignast, en mér er spurn: Eru
þeir þá klafabundnir skipasmiðjum
og netagerðum? Hvort tveggja er
auðvitað bábilja. Það er alger mis-
skilningur hjá Hannesi að sam-
keppni og einkarekstur byggist á
því að fyrirtækin eigi ævarandi til-
kall til framleiðsluþátta sinna. Það
er meginregla fremur en undan-
tekning, að aðföng eru keypt á
markaði. Styrkur frjáls atvinnulífs
er einmitt fólginn í því hvernig
markaðsöflin samhæfa gróðásókn
fjölmargra einstaklinga og virkja
hana nauðungarlaust til hagsbóta
fyrir allan almenning. Bóndi, skóg-
arhöggsmaður, smiður og verslun-
armaður, sem vinna hver í sínu lagi
en koma þó í sameiningu smíðisgrip
til neytanda, eru lýsandi dæmi um
undravél markaðsskipulagsins.
Samnjörvun allra framleiðslustiga
er miklu fremur einkenni á austræn-
um framleiðsluháttum en vestræn-
um.
Jafiigildir almannakvótinn
skattheimtu?
Hannes skrifar að sala veiðileyfa
og þar með almannakvótinn jafn-
gildi skattheimtu á sjávarútveg. Svo
er ekki. Ég hef gert þessu máli
nokkur skil í nýjasta hefti Stefnis
og fer því hratt yfír sögu hér. Skatt-
ur er lögþvingað gjald, en veiði-
leyfasalan yrði nauðungarlaus. Eng-
inn myndi kaupa kvóta nema hann
teldi sig hagnast á því. Verð veiði-
leyfa yrði ekki hærra en við fámenn-
iskvóta heldur sennilega lægra, og
umbun dugmikilla manna í sjávarút-
vegi myndi sízt minnka. Það sem
hefur skilað sumum útgerðarmönn-
um hagnaði í gegnum tíðina er
dugnaður og góð stjómun, en ekki
að þeir hafi haft einkarétt á að
gera út. Það verður áfram gróða-
vænlegt að vera góður stjórnandi,
þótt kvótinn verði seldur. Þeir sem
standa sig best nú, munu dafna í
almannakvóta og stækka fyrirtæki
sín mun hraðar en í fámenniskvóta,
þar sem hinir slakari eiga þess kost
að dóla áfram og láta kvótaeign
sína borga upp rekstrartapið. Þeir,
sem hafa keypt skip sín langt yfir
sannvirði, munu að sönnu tapa ef
skipin Iækka í verði meðan flotinn
minnkar niður í hagkvæmustu
stærð. Slíkt tjón er tæplega bóta-
skylt. Verðmæti veiðiréttarins er þó
svo mikið, að hægt er að gera vel
við alla. Leiða má að því sterk rök
að verðmæti framseljanlegs kvóta
sé 10-15 miiljarðar króna á ári. Því
er auðvelt að bæta eignatjón vegna
verðfalls á tækjum og gott betur
með því að framlengja núverandi
kvótakerfi með auknum framsals-
rétti í svo sem 5 ár.
Ríkisbrestur?
Hannes segir að ríkið hafi svikist
um að koma á skynsamlegu fyrir-
komulagi í fiskveiðum á borð við
það sem gilti um landareignir og
annað. Hann svíkst sjálfur um að
gera grein fyrir hvers vegna eignar-
réttur nær yfír sum verðmæti en
ekki önnur. Hvers vegna hefur hér
á landi þróast einkaeignarréttur á
bújörðum en ekki á afréttum og
fiskimiðum? Líklegasta skýringin er
erfíðleikar við gæslu. Það svaraði
ekki kostnaði að stúka sundur há-
lendið eða halda úti gæsluskipum.
En með fullyrðingunni um ríkisbrest
fiettir Hannes ofan af staðreynd,
sem er málstað hans heldur óþægi-
leg: Almannavaldið er forsenda
eignarréttarins, og fískistofnamir
við landið eru mun meira virði þeg-
ar skipulegar eignarreglur eru í gildi
en þegar veiðar em óheftar. Þá er
spurningin þessi: Hver eða hverjir
eiga þá tilkall til þess viðbótarverð-
mætis sem myndast við það að eign-
arrétti er komið á fískistofnana?
Útgerðarmennimir, sem fyrir em,
hófu starfsemi ótilneyddir þegar
veiðar vom óheftar og hljóta því að
hafa talið sig skaðlausa af að heija
rekstur við þau skilyrði: Arðurinn
eða tapið af óheftum veiðum er því
eðlilegt afgjald fyrir íjárfestingu
þeirra og fyrirhöfn. Þau verðmæti
sem almannavaldið skapar með því
að koma eignarrétti yfír fiskistofn-
ana em því fundið fé, rétt eins og
fyndist gull í Vatnajökli fyrir tilvilj-
un og heppni.
Ég get ekki setið á mér að riija
upp orð sem Hannes lét falla á fundi
sem Landsmálafélagið Vörður hélt
um fiskveiðastjórnun skömmu fyrir
jól. Hann sagði þá að hægt væri
að úthluta réttlátlega verðmætum
sem enginn ætti með a.m.k. tvennu
móti og talaði um réttlæti uppboðs
annars vegar og réttlæti biðraða
hins vegar: Þegar menn hefðu kost-
að nokkru til, staðið í biðröð, væri
ekki óeðlilegt að úthluta eftir því
hve mikið þeir hefðu lagt á sig.
Þegar um væri að ræða fundið fé,
svo sem gull í Vatnajökli eða olíu á
sjávarbotni, þá væri ekkert að at-
huga við að bjóða upp eignina og
dreifa afrakstrinum til Iandsmanna.
„Það er alger misskiln-
ingur hjá Hannesi að
samkeppni og einka-
rekstur byggist á því
að fyrirtækin eigi ævar-
andi tilka.ll til fram-
leiðsluþátta sinna. Það
er meginregla fremur
en undantekning, að
aðfong eru keypt á
markaði. Styrkur frjáls
atvinnulífs er einmitt
fólginn í því hvernig
markaðsöflin samhæfa
gróðasókn fjölmargra
einstaklinga og virkja
hana nauðungarlaust til
hagsbóta fyrir allan al-
menning.“
Ég tel mig hafa leitt hér tvímæla-
laus rök að því að verðmætin sem
sköpuð eru með því að koma veiði-
réttinum í verð séu fundið fé. Þá
hef ég fyrir því orð Hannesar sjálfs,
að almenningi sé frjálst og átölu-
laust að selja góssið á uppboði og
úthluta sjálfum sér andvirðinu.
Áhrif á þjóðarhag
Þótt almenningi sé heimilt að
hirða arðinn sem skapast við mynd-
un eignarréttar, kemur fámennis-
kvótinn samt til álita ef hann trygg-
ir jafngóð lífskjör og/eða meiri vald-
dreifíngu en almannakvótinn. Hann-
es skrifar: „Þótt fískistofnarnir við
landið séu sameign þjóðarinnar,
hafa núverandi veiðimenn öðlast
veiðiréttindi í krafti sögulegrar
hefðar, og aðrir Islendingar skaðast
ekkert á því að þessi réttindi verði
viðurkennd." Fyrri hluta þessarar
málsgreinar tel ég mig hafa hrakið
hér að framan, og reyndar í lengra
máli í nýútkomnu hefti Stefnis.
Raunar er sérstök ástæða til að
vekja athygli á að þegar Hannes
talar um hefðarrétt veiðimanna, þá
á hann alltaf við útgerðarmenn en
ekki sjómenn. Væri í meira lagi fróð-
legt að fá hann til að útskýra af
hveiju annar hópurinn hefur allan
rétt en hinn engan. Það er sejnni
hluti tilvitnaðrar málsgreinar, um
áhrif á kjör almennings, sem líklega
ræður mestu um hvað þjóðin myndi
kjósa, væri hún spurð. Sá hluti
stenst ekki skoðun fremur en hinn
fyrri. Það fer ekki milli mála að
tekjur alls almennings verða lægri
í fámenniskvóta heldur en í al-
mannakvóta, þótt tekjur útgerðar-
manna verði að sjálfsögðu mun
hærri. Hér mætti kveða fastar að:
Það er fullvíst að lífskjör almenn-
ings munu batna ef komið verður á
almannakvóta, en hreint ekki útilok-
að að þau versni frá því sem nú er
ef fámenniskvótinn verður ofan á.
Það væri því ekki einasta óskylt,
heldur beinlínis gálaust af íslenskum
kjósendum að sætta sig við að veiði-
rétturinn verði afhentur útgerðar-
mönnum um aldur og ævi, nema
þá að leidd verði að því sterk rök
að sáralitlu muni í lífskjörum á al-
mannakvóta og fámenniskvóta. Mér
fínnst það aldeilis með ólíkindum,
að nú skuli vera búið að leggja fyr-
ir Alþingi frumvarp um eilífan fá-
menniskvóta án þess að ábyrgðar-
menn þess og þá einkum sjávarút-
vegsráðherra sjáist hafa af þessu
minnstu áhyggjur, hvað þá sýni til-
burði til að grennslast fyrir um
heildaráhrif fámenniskvótans. Er
þeim þó líklega ljósara en mörgum
öðrum, hvílík undirstaða sjávarút-
vegurinn er í íslensku efnahagslífí.
Ég trúi því í lengstu lög að þarna
ráði yfirsjón en ekki ásetningur, og
að með rökum megi fá ráðherrann
til að fara gætilegar. Það mál verð-
ur vitaskuld að eiga við ráðherrann
og alþingi, en ekki holdgervinga
fijálshyggjunnar.
Þrjú smáatriði
Ýmislegt annað er sérkennilegt,
missagt eða vafasamt í grein Hann-
esar. Lokakaflinn um bann við sölu
veiðileyfa úr landi og skyldun út-
gerðarmanna til að selja almenningi
hlut í kvótanum á niðursettu verði
kemur eins og skrattinn úr sauðar-
leggnum. Ég get tæplega túlkað
hann öðru vísi en sem undanhald
og merki um vonda samvisku. í
öðru lagi sýnist það alrangt sem
haldið er fram í greininni, að auð-
lindaarður í sjávarútvegi muni
lækka ef tekinn verður upp fámenn-
iskvóti, þar eð aðrir atvinnuvegir
styrkist: Styrking annarra atvinnu-
vega í kjölfar fámenniskvóta stafar
þvert á móti af lægra raungengi sem
hækkar auðlindarentuna. í þriðja
lagi er það sem sagt er um ranga
gengisskráningu byggt á sams kon-
ar misskilningi. Hátt raungengi hef-
ur fremur haldið aftur af offjárfest-
ingum í sjávarútvegi. Það er hins
vegar óeðlileg lánafyrirgreiðsla sem
útgerðin hefur kríað út, sem hefur
leitt til kaupa á þeim skipum sem
falla í verði þegar eign kemst á
veiðiréttinn.
Stalínisminn og frjálshyggjan
Norðmaðurinn Otto Larsen var
sósíalisti á yngri árum, en læknað-
ist eftir nokkra dvöl á þeim spítölum
sem Stalín rak í Gúlaginu. Hann
segir frá því í bók sinni, Nytsömum
sakleysingja, að hann og fleiri Norð-
menn áttu tal við heldur vitgrannan
Rússa, sem batnaði seint og taldi
að allur hryllingurinn væri svo sem
ójöfnur og aurbleyta á veginum til
fyrirheitna landsins. Aðspurður
hvernig hið fullkomna samfélag só-
síalismans yrði, svaraði Rússinn:
Þar fá allir nóg að borða og þak
yfir höfuðið. Norðmennimir sögðu
honum að þessu marki væri löngu
náð í Noregi. Rússinn þagði við svo-
litla stund, en sagði svo: Það er nú
samt ekki sósíalismi. Ég er ekki frá
því að Hannesi sé farið eins og
Rússanum í Gúlaginu: Honum dug-
ar ekki að almannakvótinn leiðir til
betri lífskjara en fámenniskvótinn,
dreifðari ákvarðanatöku og virkari
samkeppni, því það er samt ekki
kapítalismi og samt ekki fijáls-
hyggja. Þá gleymir hann því sem
er aðalatriðið, og varð sósíalisman-
um að falli í Austur-Evrópu: Þegar
upp er staðið er gildi stjórnarhátta
ekki metið eftir stimplum og vöru-
merkjum, heldur hinu, hvernig þeir
tryggja frelsi og farsæld fólks.
Höfundur er hagfrædingur.
NAVtSUMiNASIOt Nl \
Lesörk um
stríð og frið
komin út
Hjá Námsgagnastofnun er kom-
in út lesörkin Stríð og friður.
Lesörkin er þemakver, nýjasta
útgáfan í flokki lesarka sem stofin-
unin hefúr gefið út á undanförn-
um árum.
Fjöldi höfunda sem á efni í lesörk-
inni er á ljórða tug og er efnið dreg-
ið saman úr ýmsum áttum: Innlend-
ir textar og þýddir, bundnir og
óbundnir, fornir og nýir. Textar bók-
arinnar fy'alla allir um stríð eða frið
í einhveijum skilningi. Lesörkin er
einkum ætluð 7.-9. bekk grunn-
skóla.
Kennararnir Ásmundur Sverrir
Pálsson og Steingrímur Þórðarson
völdu efnið og Ingiberg Magnússon
teiknaði myndir. Bókin er 144 blaðs-
íður og sá Námsgagnastofnun um
setningu og umbrot. Steinholt hf.
prentaði en bókband annaðist Fé-
lagsbókbandið Bókfell hf.
Sjötta versl-
un Grundar-
kjörs opnuð
GRUNDARKJÖR opnaði í gær-
morgun sína sjöttu verslun á höf-
uðborgarsvæðinu. Nýja verslunin
er í Eddufelli í Breiðholti, en fyrir-
tækið festi fyrir helgi kaup á fyrr-
um verslun Kaupfélags
Reykjavíkur og nágrennis þar.
Jens Ólafsson kaupmaður í
Grundarkjörum sagðist ekki vilja
spá um frekari stækkun fyrirtæk-
isins.
„Ég er þeirrar skoðunar að í
Breiðholti sé mikill óplægður akur í
verslunarmálum," sagði Jens í sam-
tali við Morgunblaðið um ástæður
kaupanna. „Ég hef haft augastað á
þessari verslun í rúmt ár, og hafði
reyndar hugsað mér að hún yrði
Grundarkjaraverslun númer tvö.“
Aðspurður sagðist hann ekki vilja
tjá sig um möguleika á frekari
stækkun fyrirtækisins. „Við eigum
nú verslanir í öllum hverfum bæjar-
ins að austurbænum og Árbæ und-
anskildum. Það er aldrei að vita
hvað framtíðin ber í skauti sér,“
sagði Jens.
Höfin í Hornafírði:
Jafiiaðarmenn
stofiia félag
STOFNAÐ verður félag jafnaðar-
og félagshyggjufólks á Höfn í
Hornafirði á miðvikudagskvöldið.
Að félaginu standa sömu aðilar
og buðu fram H-Iista óháðra í
síðustu sveitarstjórnarkosningum
sem fékk 3 fúlltrúa af 7.
Björn Grétar Sveinsson formaður
verkalýðsfélagsins Jökuls og fyrrum
ritari Alþýðubandalagsins er meðal
framsögumanna á fundinum. Þegar
hann var spurður hvort það þýddi
að tengsl hans við Alþýðubandalagið
væru að rofna sagði hann svo ekki
vera.