Morgunblaðið - 13.03.1990, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990
____U_______í----!---------------<-
23
Gasolían lækkar en verð
á bensíni er stöðugra
VERÐ á gasolíu hefur farið
hríðlækkandi á Rotterdam-
markaði, samkvæmt upplýsing-
um, sem Morgunblaðið fékk hjá
einu olíufyrirtækjanna. I árs-
byrjun kostaði tonn af gasolíu
233.25 bandaríkjadali, en er nú
komið niður í 167 dali. Útsölu-
verð á gasolíu hér var lækkað
í samræmi við þetta um síðustu
mánaðamót. Bensínverð er svip-
að nú og í ársbyijun, var þá
209.25 bandaríkjadalir hvert
tonn af súper-bensíni, en er nú
211,50 dalir. Verð á blýlausu
bensíni er nær hið sama nú og
í ársbyijun, eða 199 bandaríkja-
dalir á móti 198,50 dölum hvert
tonn. Nokkrar verðsveiflur hafa
verið á bensíni á tímabilinu, en
ekki í líkingu við verðbreyting-
ar á gasolíu.
Bensín- og olíubirgðir í landinu
eru með venjulegum hætti, til 2-3
mánaða. Sending af súper-bensíni
ér nýkomin til landsins og venju-
legar birgðir eru af blýlausu
bensíni. Blýlaust bensín kostar hér
49,90 krónur. Stærsti hluti verðs-
ins, 33,17 krónur eða 66%, rennur
til ríkisins vegna ýmissa gjalda
s.s. bensíngjalds og virðisauka-
skatts. Innkaupsverðið er 9,67
krónur, dreifingarkostnaður 6,93
krónur og flutningsjöfnunargjald
0,85 krónur. Samanlagt gerir
Samsetning eldsneytis-
verðsins 1 á íslandi
Bensínlítrínn:
kr. 49,90
‘Dreifingarkostnaður, flutningsjöfnunar-
gjald, framlag úr innkaupajöfnunarsjóði
Hráolíulítrinn:
kr. 21,10
*Dreifingarkostnaður, flutningsjöfnunar
gjaid, tillag úr innkaupajöfnunarsjóði
þetta 50,62 krónur, en 72 aura
framlag úr innkaupajöfnunarsjóði
ÚR DAGBÓK
LÖGREGLUIMNAR í REYKJAVÍK:
9.-11. mars 1990
Mjög þungfært var í og við
borgina um helgina vegna snjóa,
sérstaklega á laugardeginum. Til-
kynnt var um 45 árekstra. Víst
má telja að árekstrar hafi orðið
miklu fleiri og eignartjónið því
umtalsvert. Þá urðu 4 umferðar-
slys. Ungur drengur varð fyrir
bifreið á Suðurfelli við Nönnufelli
um klukkan sex á föstudagskvöld.
Ökumaðurinn ók af vettvangi, en
fannst síðar um nóttina. Um miðj-
an dag á laugardag slösuðust tveir
farþegar og ökumaður í árekstri
fimm bifreiða á Vesturlandsvegi
við Grafarholt. Síðar þann dag
slasaðist ökumaður í árekstri
þriggja bifreiða á Vesturlandsvegi
við Nesti. Snemma á sunnudags-
morgun var tvennt flutt á slysa-
deild eftir árekstur tveggja bif-
reiða á gatnamótum Grensásveg-
ar og Miklubrautar.
Rúmlega 50 ökumenn voru
kærðir fyrir umferðarlagabrot um
hefgina, flestir fyrir að aka á
móti rauðu ljósi. Skráningarnúm-
er voru tekin af allmörgum bif-
reiðum vegna vanrækslu eigend-
anna að færa þær til skoðunar.
18 bifreiðir voru fjarlægðar með
kranabifreið vegna hættulegrar
stöðu þeirra.
14 ökumenn voru stöðvaðir í
akstri og grunaðir um að vera
undir áhrifum áfengis. Auk þeirra
eru þrír aðrir, sem lent höfðu í
umferðaróhöppum, grunaðir um
ölvun við akstur um helgina.
Tilkynnt var um 9 innbrot og
4 þjófnaði á gæslusvæðinu. Brot-
ist var inn í verslun, hesthús,
skóla, söluturn og bíla. Nokkrir
voru staðnir að verki við iðju sína.
Ávísanahefti var stolið úr íbúð og
veskjum í íþróttaaðstöðum. Þjóf-
arnir höfðu í öllum tilvikum lítið
upp úr krafsinu.
Minniháttar skemmdarverk
voru unnin á tveimur stöðum og
3 rúðubrot voru tilkynnt til lög-
reglu. Á einum stað höfðu tveir
ungir drengir í óvitaskap brotið
allmargar rúður í nýbyggingu.
24 einstaklingum var veitt að-
stoð, ýmist við að. komast inn í
læstar bifreiðir, íbúðir eða á ann-
an hátt.
85 ölvaðir einstaklingar, sem
lögreglan þurfti að hafa afskipti
af, kunnu ekki fótum sínum for-
ráð. 47 gistu fangageymslurnar,
20 á föstudagsnótt, 16 á laugar-
dagsnótt og 11 á sunnudagsnótt.
5 þeirra, sem sýnt höfðu af sér
sérstaka ókurteisi, voru færðir
fyrir dómara að morgni og boðið
upp á að afgreiða sín mál með
nokkurra þúsunda króna sáttar-
greiðslum. 6 gistu fangageymsl-
urnar um helgina þar sem þeir
áttu hvergi annars staðar höfði
sínu að halla og veðráttan báuð
ekki upp á útivist. Nokkrir ræddu
við áfengisvarnarfulltrúa embætt-
isins eftir vistun í fangageyslun-
um. 3 voru í fangageymslunum
fyrir önnur embætti.
Karlmaður, sem reyndi að
framselja falsaða ávísun í banka,
var handtekinn á föstudag.
Karlmaður var fluttur á slysa-
deild eftir að hfa fallið á hálku á
Frakkastíg.
Karlmaður var handtekinn á
veitingastað eftir að hann hafði
tekið þar greiðslukort ófijálsri
hendi og reynt að nýta sér mögu-
leika þess.
Eldur varð laus í íbúð í húsi
við Kleppsveg aðfaranótt laugar-
dags. Húsráðanda var bjargað og
greiðlega tóks að ráða niðurlögum
eldsins. Skemmdir urðu veruleg-
ar.
Karlmaður var fluttur á slysa-
deild eftir slagsmál tveggja á
vínveitingastað.
Tilkynnt var um slasaðan svan
á Tjörninni. Fuglafræðingur var
fenginn í málið.
lækkar verð hvers lítra í 49,90.
í sumum öðrum Evrópulöndum
er blýlaust bensín dýrara, til dæm-
is í Danmörku, Finnlandi, Frakkl-
andi, Hollandi, írlandi, Ítalíu, Nor-
egi og Portúgal. Ódýrara blýlaust
bensín fæst einnig í Evrópu, svo
sem í Englandi, Grikklandi, Lúx-
emborg, Sviss og á Spáni.
Innkaupsverð á hráolíu er um
helmingur verðs hennar. Hver lítri
kostar hér 21,10 krónur, en inn-
kaupsverðið er 10,49 krónur.
Dreifingarkostnaður er hærri en
opinber gjöld, eða 5,38 krónur á
móti 4,31. Af þeim tuttugu Evróp- '
ulöndum, sem tekin eru dæmi af
í meðfylgjandi töflu, er aðeins eitt
þar sem hráolían er ódýrari, en
það er Grikkland.
Bensínverð í Evrópulöndum
(ífebrúar 1990) Blýlaust Super Diesel
Austurríki 48,60 50,60 43,90
Belgía 48,60 51,70 36,40
Danmörk* 53,30 60,20 40,80
England 39,10 42,20 39,10
Fínnland 58,70 62,90 48,40
Frakkland 52,60 54,80 36,90
Grikkland 32,50 34,30 14,30
Holiand 52,30 55,00 33,50
írland 56,40 59,20 51,60
ÍSLAND* 49,90 54,40 21,10
Ítalía 66,70 69,10 45,20
Júgóslavía 37,90 31,10 25,40
Lúxemborg 34,10 37,90 24,40
Noregur 53,80 56,30 25,40
Portúgal 52,30 53,10 31,50
Sviss 39,40 42,60 41,80
Spánn 44,60 44,00 32,80
Svíþjóð 49,80 52,20 36,90
A-Þýskaland 39,90 43,60 35,30
V-Þýskaland *Verð 8. mars 1990 38,30 41,90 33,60
257 milljónir til Þjóðar-
bókhlöðu ekki skilað sér
RÚMLEGA 501 milljón kr. hafði verið innheimt um síðustu áramót
af 684 milljónum, sem lagðar voru á skattgreiðendur á árunum
1987-’89 vegna þjóðarátaks til byggingar Þjóðarbókhlöðu. Fjár-
hæðin átti lögum samkvæmt að renna óskipt til Þjóðarbókhlöðunnar
en tæplega helmingi hefur verið varið til þeirra hluta. 257 milljónir
króna eru enn í vanskilum, að sögn Finnboga Guðmundssonar form-
anns byggingarnefhdar Þjóðarbókhlöðunnar.
Finnbogi segir að væri farið að
lögum um fjárveitingar væri nú til
nægilegt fé til að ljúka smíðinni.
Hann segir að með þessum hætti
hafi stjórnvöld brotið gegn lands-
lögum.
Enn hefur ekki tekist að inn-
heimta 183 milljónir króna vegna
eignarskattsaukans 1987-’89 og
óvíst hvemig þeir fjármunir skila
sér. í fjárlögum þessa árs er kveðið
á um að ný lög um eignarskatts-
auka skili 270 milljónum króna.
Af þeirri fjárhæð eiga 67 milljónir
að renna til Þjóðarbókhlöðu en auk
þess leggur Háskóli íslands til 53
milljónir af sjálfsaflafé sínu sem
varið verður til að tölvuvæða Þjóð-
arbókhlöðuna.
Finnbogi sagði að í árslok 1990
skorti 754 milljónir króna til að
ljúka byggingu Þjóðarbókhlöðunn-
ar. „Væri farið að lögum um fjár-
veitingar til Þjóðarbókhlöðu og full
skil gerð á innheimtum eignar-
skattsauka áranna 1987-89, eins
og menntamálaráðherra hefur lofað
að gera, skorti um 500 milljónir
króna til að ljúka smíðinni,“ sagði
Finnbogi.
Enn er ólokið þeim framkvæmda-
þáttum sem kostnaðarsamastir em
en meðal þeirra eru allar innrétting-
ar, hengiloft með raflögnum og hill-
ur. Finnbogi sagði að það hefði frá
upphafi verið ljóst að þessi þáttur
byggingarinnar yrði fjárfrekastur.
Samgönguráðuneytið:
Samið við Ungverja um
samskipti í ferðamálum
STEINGRÍMUR J. Sigfússon samgönguráðherra var í opinberri heim-
sókn í Ungverjalandi í boði ungverska ferðamálaráðherrans, Imre
Gellai, dagana 5.-8. mars sl. Á miðvikudag var undirritað samkomulag
í Búdapest, milli viðskiptaráðuneytis Ungverjalands og samgönguráðu-
neytisins, um samskipti landanna á sviði ferðamálk.
Fyrsta tölu-
blað Róms
komið út
TÍMARITIÐ Rómur, 1. tölublað,
er komið út. í blaðinu er að fínna
Ijóð, sögur og önnur hugverk auk
greina um sagnfiræði, tónlist og
heimspeki.
Einnig eru í Rómi viðtöl við frjótt
athafnafólk. Myndir skipa stóran
sess í blaðinu og er eitt markmiða
þess að auka hróður svart-hvítra
ljósmynda. Auk þess vill Rómur
koma róti á skapandi hugmynd-
asmíð og efla innbyrðis tengsl list-
greina.
í fréttatilkynningu frá útgefanda
segir meðal annars að allir höfund-
ar og myndasmiðir séu fagfólk á
sínu sviði.
Ritstjóri tímaritsins Róms er
Charles Egill Hirt. Blaðið er selt í
bókaverslunum víða um land en er
einnig selt í póstkröfu.
í frétt frá samgönguráðuneytinu
kemur fram, að ráðherra heimsótti
alþjóðlega ferðakaupstefnu í Berlín
á sunnudag og sat þar meðal annars
fund ferðamálaráðherra nokkurra
Evrópuríkja. í Ungverjalandsheim-
sókninni ræddi hann við Imre Gellai
ferðamálaráðherra, Sándor Kálnoki
Kiss samgönguráðherra, Támas
Beck viðskiptaráðherra,
er landbúnaðarráðherra og leiðtoga
þriggja stærstu stjórnmálaflokk-
anna.
í samkomulagi ríkjanna um sam-
skipti á sviði ferðamála er gert ráð
fyrir að stjórnvöld í löndunum hvetji
til samvinnu milli ferðaskrifstofa og
annarra aðila í ferðaþjónustu með
það fyrir augum að auka ferðalög
milli landanna. Sérstaka áherslu á
að leggja á skipulagða ferða-
mennsku, t.d. hópferðir. Þá hyggjast
löndin auka samvinnu á alþjóðavett-
vangi og bæta gagnkvæma þekk-
ingu á aðstöðu fyrir ferðamenn,
m.a. með þátttöku í sýningum, sem
skipulagðar eru í löndunum.
Áuk samgönguráðherra var með
í ferðinni eiginkona hans frú Bergný
Marvinsdóttir, Ólafur St. Valdimars-
son ráðuneytisstjóri og Birgir Þorg-
ilsson ferðamálastjóri.
Leigiibílstjórar íhuga
að kæra sendibílstjóra
LEIGUBÍLSTJÓRAR íhuga nú að kæra sendibílstjóra vegna aksturs
þeirra með farþega um helgar. Sendibílstjórar óku fólki endurgjalds-
laust um helgina í mótmælaskyni við reglugerð um verkaskiptingu
leigfu- og sendibíla, og verður þessum aðgerðum fram haldið næstu
helgar, samkvæmt upplýsingum frá samtökum sendibílstjóra. Ekki kom
til árekstra milli sendi- og leigubílsljóra um helgina.
Leigubílstjórar ætla hins vegar
ekki að sitja'þegjandi undir aðgerð-
um sendibílstjóra. Ingólfur M. Ing-
ólfsson, formaður Stéttarfélags
leigubílstjóra, Frama, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að til greina
kæmi að leigubílstjórar legðu fram
kæru á hendur sendibílstjórum fyrir
aðgerðirnar.
Sendibílstjórar eru ósáttir við að
leigubílstjórum skuli leyfast að flytja
pakka án þess að innheimta virðis-
aukaskatt, en sendibílstjórum beri
að greiða virðisaukaskatt af flutn-
ingum sínum. Þeir fá hins vegar
felldan niður virðisaukaskatt af
bílum sinum og aðföngum að þeim,
en leigubilstjórar ekki.