Morgunblaðið - 13.03.1990, Síða 24
24
’ÖÖRGl.'NBLADÍÐ ÞlíÍÐJÚDÍGUR í'l MARZ 1990
Verkamannaflokkurinn í ísrael:
Forystan fær heim
ild til stjórnarslita
Kfar Saba í ísrael. Reuter.
MIÐSTJÓRN Verkamanna-
flokksins I ísrael samþykkti í gær
að heimila forystumönnum
flokksins að slíta stjórnarsam-
starfinu við Likud-flokk Yitzhaks
Shamirs forsætisráðherra. Var
120 manna framkvæmdastjórn
flokksins veitt heimild til að
grípa til nauðsynlegra aðgerða
til að tryggja friðarviðræður við
Avrilflýr
fráHaiti
Port-Au-Prince. Reuter.
PROPER Avril, forseti Haiti,
flýði land í gær og var búist við
því að hæstaréttardómarinn
Herta Trouillot tæki við forseta-
starfinu í dag.
Ýms samtök stjórnarandstæð-
inga á Haiti bundust í gær samtök-
um og mynduðu nýja bráðabirgða-
stjóm. Megin hlutverk hennar verð-
ur að efna til þingkosninga. Verða
þær líklegast haldnar með vor-
inu.ar. Útnefndu samtökin Trouillot
sem forsetaefni sitt en hún er eina
konan meðal 12 hæstaréttardómara
landsins.
Til óeirða kom á Haiti um helg-
ina og beið a.m.k. 21 maður bana.
Neyddist Avril til að segja af sér
vegna þrýstings heima fyrir og frá
útlöndum. Hann komst til valda í
herbyltingu í 'september 1988. Fór
hann í gær með bandarískri her-
flutningaflugvél til Flórída.
Palestínumenn, sem hafa verið
þrætuepli stjórnarflokkanna að
undanfornu.
„Shamir reyndi að komast hjá
því að taka ákvörðun og dró okkur
út í eyðimörk ráðaleysis,“ sagði
Shimon Peres, varaforsætisráð-
herra og leiðtogi Verkamanna-
flokksins, í harðorðri ræðu sem
hann flutti á fundi miðstjórnarinn-
ar. Hann gagnrýndi einnig Banda-
ríkjastjórn fyrir andstöðu hennar
við áform Israelsstjórnar um að
Lytja gyðinga í hverfi araba _í aust-
urhluta Jerúsalem-borgar. í ræð-
unni kom ekkert fram sem benti
til þess að Peres myndi reyna að
jafna ágreining stjórnarflokkanna
og afstýra stjórnarslitum á elleftu
stundu. Framkvæmdastjórn flokks-
ins hyggst ekki taka ákvörðun um
hvort flokkurinn segi skilið við
stjórnina þar til á fimmtudag, en
þá kemur þing landsins saman til
að ræða tillögu um vantraust á
ríkisstjórnina.
Ráðherrar Verkamannaflokksins
gengu af fundi innra ráðs ríkis-
stjórnarinnar á sunnudag þegar
Shamir forsætisráðherra neitaði að
fallast á tillögu James Bakers, ut-
anríkisráðherra_ Bandaríkjanna, um
friðarviðræður ísraela og Palestínu-
manna í Kaíró. Stjórnarflokkana
greinir á um hvort fulltrúar araba
í Austur-Jerúsalem megi taka þátt
í viðræðunum. Likud-flokkurinn
tekur slíkt ekki í mál og er einnig
andvígur beinni eða óbeinni þátt-
töku Frelsissamtaka Palestínu-
manna, PLO. Verkamannaflokkur-
inn vill hins vegar að fulltrúum
Palestínumanna verði það í sjálfs-
vald sett hvort þeir hafi samráð við
PLO.
Reuter
Mandela í Svíþjóð
Suður-afríski blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela kom í gær til
Svíþjóðar til fundar við Oliver Tambo, forseta Afríska þjóðarráðsins
(ANC) og er það í fyrsta sinn í 28 ár að þeir hittast. Munu þeir
ræða framtíð samtakanna og hlutverk þeirra í þeim breytingum sem
eiga sér stað í Suður-Afríku. Tekið var á móti Mandela sem þjóð-
höfðingja við komuna til Svíþjóðar. Til marks um stuðning Svía við
ANC sagði Ingvar Carlsson forsætisráðherra við opinbera mótttökuat-
höfn að það væru sérstök forréttindi að fá að bjóða Mandela velkom-
inn til landsins. í Stokkhólmi hitti blökkumannaleiðtoginn Lisbeth
ekkju Olofs Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, o'g var mynd-
in tekin við það tækifæri. Á morgun, miðvikudag, mun Mandela
snæða hádegisverð með utanríkisráðherrum Norðurlandanna.
Ítalía:
Nýtt nafn á
kommúnista-
flokkinn
Róm. Reuter.
AUKAÞING ítalska kommúnista-
flokksins samþykkti á sunnudag
að segja skilið við kommúnisma
og að breyta flokknum í jafnaðar-
mannaflokk.
Til harðra. deilna kom á auka-
þinginu um tillögu Achille Occhetto
flokksleiðtoga, sem átti hugmynd-
ina að því að segja skilið við komm-
únismann. Var tillaga hans sam-
þykkt með 67% atkvæða. Flokks-
þingið var haldið í Bologna, einu
helsta vígi kommúnista á Ítalíu, og
stóð það í fjóra daga. Ákvörðun
þessi er sögð hin róttækasta í 69
ára sögu flokksins.
Stofnþings hins nýja jafnaðar-
mannaflokks fer fram síðar á árinu.
Þar fær kommúnistaflokkurinn nýtt
nafn og merki. Hermt er að í því
verði hvorki að finna hamar né sigð.
Jafiit hjá Karp-
ov og Timman
Kuala Lunipur. Reuter.
ANATOLIJ Karpov, fyrrverandi
heimsmeistari í skák, og Hollend-
ingurinn Jan Timman sömdu um
jafntefli í þriðju skákinni í áskor-
endaeinvíginu í Kuala Lumpur á
sunnudag.
Timman var með hvítt og tefld
var Nimzó-indversk vörn. Karpov
vann peð í 24. leik og styrkti stöðu
sína jafnt og þétt en skákskýrendur
segja að hann hafi síðan leikið af
sér í tímaþröng. Skákmennirnir
sömdu um jafntefli eftir 61 leik.
Annarri skákinni lauk með jafn-
tefli á föstudag. Karpov er með tvo
vinninga en Timman einn. Fjórða
skákin verður tefld í dag.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir KRISTJÁN JÓNSSON
Míkhaíl S. Gorbatsjov hefur verið fímm ár við stýrið:
Frumkvöðull umbótanna
dregur til sín æ meiri völd
FYRIR réttum fimm árum var 54 ára gamall maður kjörinn eftirmað-
ur Konstantíns Tsjernenkos í embætti aðalritara sovéska kommúnista-
flokksins. Það sem umheimurinn tók fyrst eftir var að nýi maðurinn,
Míkhaíl Sergejvítsj Gorbatsjov, var mun bragglegri en fýrirrennarar
hans, fyrsti sovéski leiðtoginn um margra ára bif sem gat gengið
óstuddur. Fljótlega kom í ljós að Gorbatsjov hugðist hrista upp í valda-
kerfinu, bijóta á bak afitur ofúrtök afturhaldsaflanna. Hann boðaði
einnig stefiiubreytingu í utanríkismálum og bætti sambúðina við Vest-
urveldin til að losa efnahaginn við ofurfarg vígbúnaðarkapphlaupsins
er var að sliga ríkið. Slagorð Gorbatsjovs, perestrojka og glasnost,
endurskipulagning ásamt frjálsari umræðu og auknu upplýsinga-
streymi, voru senn á hvers manns vörum, ekki aðeins í Sovétríkjun-
um. Vesturlandamenn urðu líka gripnir af „Gorba-æðinu“, vonir glædd-
ust um að veldi gömlu, þreytulegu ísjakanna í Kreml væri loks á enda.
Völdintreyst
Sjónvarpsáhorfendur um víða ver-
öld sáu Gorbatsjov heilsa Jó-
hannesi Páh páfa í Róm á sögulegum
sáttafundi, heyrðu Sovétleiðtogann
og George Bush Bandaríkjaforseta
lýsa því yfir að Kalda stríðinu væri
að ljúka. Lýðræðisbyltingin í A-
Evrópuríkjunum á síðasta ári hefði
ekki verið möguleg án yfírlýsinga
Gorbatsjovs um að Brezhnev-kenn-
ingin væri úr gildi fallin, að Sovét-
menn myndu ekki grípa inn með
vopnavaldi. En hvernig hefur Gorb-
atsjov styrkt stöðu sína í Sovétríkjun-
um sjálfum, þar sem innanlands-
ástandið fer hríðversnandi?
Gorbatsjov reyndi frá upphafi að
tryggja sig gegn öllum tegundum
hallarbyltinga. Hann var lærisveinn
Júrís Ándrópovs, sem um hríð var
Sovétleiðtogi en þar áður yfirmaður
leyniþjónustunnar, KGB, er ræður
m.a. yfír mörg hundruð þúsund
manna eigin herliði ásamt bryn-
vögnum. A þessum vettvangi treysti
Gorbatsjov fljótlega tök sín, m.a.
með mannaskiptum, og hið sama
gilti um yfirstjórn Rauða hersins.
Hann losaði um tökin á fjölmiðlum
og kom á laggirnar fulltrúaþingi með
rösklega 2.000 fulltrúum. Þeir voru
kosnir með lýðræðislegri hætti en
fyrr hafði tíðkast þótt þorri frambjóð-
enda væri eftir sem áður í kommúni-
staflokknum. Þetta þing kaus síðan
úr eigin röðum nýtt Æðsta ráð eða
sitjandi þing. Lýðræðisbyltingin kom
þó öll að ofan og það var ekki einu
sinni reynt að draga fjöður yfir þá
staðreynd.
Ráðgátan Gorbatsjov
Margir umbótasinnar, í hópi þeirra
var Andrej heitinn Sakharov, hafa
líkt Gorbatsjov við ráðgátu. Hann
hefur hrundið úr vör meiri og sneggri
lýðræðisumbótum en nokkur annar
Sovétleiðtogi en jafnframt sankað
að sér meiri völdum en nokkur þeirra.
Er Gorbatsjov settist á valdastól
var hann sannfærður um að líkja
mætti Sovétríkjunum við hripleka
skútu sem hrakist hefði af leið. Styrk
stjórn og viðgerðir myndu bæta
ástandið. Því betur sem kann kynnti
sér ástand fleytunnar þeim mun
meiri fúi kom í ljós.
Meira en 70 ára alræði kommúni-
staflokksins hafði mistekist, þjóðin
hafði ekki einu sinni nóg að borða.
Skortur var á ótrúlegustu vörum,
framleiðslutækin í iðnaðinum voru
úrelt, landbúnaðarmálin í óleysanleg-
um hnút og framtíðarhorfur almenn-
ings voru allar ömurlegar. Margra
áratuga kúgun, falsanir og stans-
lausar fullyrðingar um að paradís
hefði verið endurheimt hafði gert
almenning kaldlyndan, óttasleginn
eða einfaldlega áhugalausan. Gorb-
atsjov sá að hann var æðstiprestur
trúarbragða sem áttu sér fáa fylgis-
menn; vald og lögmæti flokksins
voru á undanhaldi í hugum manna.
Gorbatsjov kenndi ofstæki Stalíns
og stöðnun Brezhnev-tímans um
ástandið. En væri 30 ára valdaferli
Stalíns bætt við 18 ár Brezhnevs
varð ljóst að meirihluti valdaferils
kommúnista hafði haft í för með sér
skelfilegar þjáningar og sóun, sæl-
uríki kommúnismans hafði aðeins
orðið hlutskipti nýju yfirstéttarinnar.
Bókstafstrúarmenn muldruðu að
Gorbatsjov væri trúvillingur þegar
hann fordæmdi fyrirrennarana.
Hentistefna eða raunsæi?
Á síðasta ári vörpuðu róttækir
umbótasinnar fram hugmyndum um
fjöl’flokkakerfi og afnám greinar sex
Reuter
Míkhaíl S. Gorbatsjov ávarpar
fund fulltrúaþingsins sem hófst í
Moskvu í gær. Síðastliðinn
sunnudag voru fimm ár síðan
Gorbatsjov var kjörinn aðalritari
sovéska kommúnistaflokksins.
í stjórnarskránni sem kveður á um
forystuhlutverk kommúnistaflokks-
ins. Gorbatsjov vísaði þessum hug-
myndum harkalega á bug, sagði um
þá fyrri að hún væri fjarstæða og
hina síðari að hún væri ekki tíma-
bær. Á fundi í febrúar sneri hann
við blaðinu og þröngvaði 249 manna
miðstjórn flokksins til að samþykkja
að grein sex yrði felld niður. Al-
mennt er talið að þar með sé brautin
rudd fyrir fjölflokkakerfi. Þegar
þetta er skrifað er hafínn fundur í
Moskvu þar sem fulltrúaþingið verð-
ur beðið að leggja blessun sína yfir
nýtt og mjög valdamikið embætti
forseta Sovétríkjanna. Gorbatjsov
ætlar sjálfum sér þetta embætti og
verður þá formlega með meiri völd
en nokkur forveri hans.
Kollsteypa Gorbatsjovs í sambandi
við grein sex var dæmigerð fyrir
stjórnarferii hans en vafasamt hvort