Morgunblaðið - 13.03.1990, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990
TVINNI ■ At JCJI YNI\J(GAR
Starfsmaður
á læknastofu
Heilsugæslan í Mjódd sf. óskar eftir aðstoð-
armanni til starfa við síma og sjúklingamót-
töku. Vinnutími reglulega óreglulegur í 50%
starfi. Starfið verður aukið í 70-80% í júní
nk. Laun skv. kjarasamningi V.R.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist Heilsugæslunni í Mjódd
sf., Álfabakka 12, 109 R., fyrir 24. mars nk.
Nánari upplýsingar í síma 670440 frá kl.
9.00-10.00 og 11.00-12.00.
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Fóstrur
Okkur á Öldukoti vantar áhugasamar fóstrur
til starfa í vor eða sumar. Öldukot er nýlegt
barnaheimili og er staðsett í gömlu, hlýlegu
húsi við Öldugötu. Á barnaheimilinu eru tvær
deildir með börn á aldrinum 2ja-4ra og 4ra-7
ára.
Þeir, sem hafa áhuga, hafið samband við
forstöðumann í síma 604365 milli kl. 9 og 14.
Vélavörður
Vélavörð vantar á togbát
frá Vestmannaeyjum.
Upplýsingar í síma 98-12108.
Kerfisforritari
á tæknisviði
Laus er til umsóknar staða kerfisforritara á
tæknisviði.
Helstu verkefni: >
Kerfisforritari annast í samvinnu við aðra
innsetningu, aðlögun og stillingu á netstýri-
kerfum fyrir stærsta og umfangsmesta tölvu-
net landsins og tekur þátt í að greina vanda-
mál og leita lausna á þeim. Ennfremur veitir
hann tæknilega ráðgjöf.
Hæfniskröfur:
Kerfisforritari skal hafa háskólamenntun í
raungreinum, svo sem tölvunarfræði, raf-
magnsverkfræði, tæknifræði eða aðra sam-
bærilega menntun eða starfsreynslu.
Nánari upplýsingar veitir Douglas Brotchie,
framkvæmdastjóri tæknisviðs.
Umsóknum skal skila til SKÝRR fyrir 17.
mars á umsóknareyðublöðum, sem afhent
eru hjá starfsmannastjóra eða í afgreiðslu
SKÝRR.
Skýrsluvélar ríkisins
og Reykjavíkurborgar.
Stýrimann
vantar á bát
sem gerður er út frá Flateyri.
Upplýsingar í símum 94-7700 og 94-7729
31 árs karlmaður
óskar eftir atvinnu. Er vanur bókhalds-, versl-
unar- og lagerstörfum, menntaður skrifstofu-
tæknir og hefur meirapróf.
Allt kemur til greina.
Upplýsingar í síma 91-38613.
Starfskraftur óskast
á fasteignasölu
Fasteignasalan Kjöreign, Ármúla 21,
Reykjavík, auglýsir eftir starfskrafti í fullt
starf. Starfið er margþætt en felst aðallega
í skjalagerð og útreikningi veðskulda. Lögð
er áhersla á stundvfsi, nákvæmni, góða
fslenskukunnáttu og tölvukunnáttu.
Farjð verður með umsóknir sem trúnaðar-
mál. Góð laun fyrir hæfan starfskraft.
Skriflegar umsóknir, er greini frá aldri og
fyrri störfum, leggist inn á auglýsingadeild
Mbl. fyrir 20. mars merktar: „Kjöreign -
4128“.
A TVINNUHÚSNÆÐI
Hafnarstræti
Til leigu 50 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð.
Sanngjörn leiga.
Upplýsingar í síma 672121.
Til leigu
á Suðurlandsbraut 4
Um er að ræða 4 rúmgóð skrifstofuherbergi
í norðurhlið 5. hæðar og hluti 8. hæðar, efsta
hæð hússins.
Upplýsingar veittar á skrifstofum okkar, Suð-
urlandsbraut 4, sími 603800.
Skeljungur hf.
Suðurlandsbraut 4.
ÝMISIEGT
Samstarf
við byggingaraðila
Óskum eftir samstarfi við byggingaraðila til
byggingr húss á Skeifusvæðinu.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt:
„Skeifan - 7657", fyrir 19. mars.
Sumarhótel á vinsælum
ferðamannastað
Eigendur hótelsins hafa í hyggju að taka inn
fleiri hluthafa.
Þeir sem áhuga hafa sendi nafn og síma-
númer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Eign
og atvinna - 8943“.
TILKYNNINGAR
Tilkynning
Frá og með 1. mars sl. er skrifstofa stofnun-
arinnar opin alla virka daga kl. 10.00-17.00,
sími 91-11000.
ss
fnmhjólp
hvitasunnumanna,
Hverfisgötu 42, Reykjavik.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á Eyrarvegi 17, Grundarfriði, þinglýstri eign Óskars Ásgeirssonar,
fer fram eftir kröfum Þórunnar Guðmundsdóttur, hrl., Andra Árnason-
ar, hdl., ínnheimtu ríkissjóðs, Tryggingastofnunar ríkisins, Búna.ðar-
banka íslands, veðdeildar Landsbanka Islands, Ásgeirs Thoroddsen,
hdl., Innheimtustofnunar sveitarfélaga og Árna Einarssonar, hdl., á
eigninni sjálfri, mánudaginn 19. mars 1990 kl. 15.30.
Sýslumaður Snæfellsness- og Hnappadalssýslu.
Bæjarfógetinn i Ólafsvík. \
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum eignum fer fram fimmtudaginn 15. mars 1990 á eign-
unum sjálfum:
Kl. 10.00: Aðalgötu 10,' Sauðárkróki, þingl. eigendur Steindór Árna-
son og Gunnar Ingi Árnason. Uppboðsbeiðendur eru veðdeild Lands-
banka íslands, bæjarsjóður Sauðárkróks, Tómas Gunnarsson hdl.,
Guðjón Ármann Jónsson hdl., Lifeyrissjóður stéttarfélaga í Skaga-
firði og Steingrímur Þormóðsson hdl.
Þriðja og síðasta sala.
Kl. 14.00: Hvassafelli, Hofsósi, þingl. eigendur Hólmgeir Einarsson
og Þorleif Friðriksdóttir, talinn eigandi Marteinn Einarsson. Uppboðs-
beiðendur eru Lífeyrissjóður stéttarfélaga í Skagafirði, veðdeild
Landsbanka islands og Jóhann Pétur Sveinsson hdl. Þriðja og
siðasta sala.
Kl. 14.15: Sætúni 7, Hofsósi, þingl. eigandi stjórn Verkamannabú-
staða, en talinn eigandi Guðbjörg Björnsdóttir. Uppboðsbeiðandi er
Árni Pálsson hdl. Þriðja og síðasta sala.
Sýslumaðurinn í Skagafjarðarsýslu.
Bæjarfógetinn á Sauðárkróki.
F F 1, A G S S T A R F
Kópavogur - spilakvöld
Spilakvöld sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður í Sjálfstæðishús-
inu, Hamraborg 1, 3. hæð, þriðjudaginn 13. mars, kl. 21.00
stundvíslega. Mætum öll.
Stjórnin.
Kópavogur - opið hús
Opið hús verður i Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, 3. hæð, miðviku-
daginn 14. mars milli kl. 17 og 19.
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins! Leggið ykkar af mörkum í
mótun kosningabaráttunnar. Verið velkomin. Heitt á könnunni.
Sjálfstæðisfélögin i Kópavogi.
Baldur, Kópavogi
Aðalfundur Baldurs í Kópavogi verður haldinn þriðjudaginn 13. mars
nk. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins i
Hamraborg 1, 3. hæð, og hefst kl. 20.30 stundvíslega.
Á dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál. Stjórnin.
Sandgerði
Sjálfstæðisfélag Miðneshrepps heldur almennan félagsfund miðviku-
daginn 14. mars kl. 20.30 í Slysavarnafélagshúsinu, Sandgerði.
Fundarefni:
1. Sveitarstjórnakosningar 1990.
2. Önnur mál.
Allt sjálfstæðisfólk hvatt til þess að mæta.
Stjórnin.
Fulltrúaráð sjálfstæðis-
félaganna í Kelfavík
Fulltrúaráðsfundur verður sunnudaginn 18. mars nk. kl. 15.00 á
Hringbraut 92.
Fundarefni: Fjáhagsáætlun Keflavíkurbæjar 1990.
Bæjarfulltrúar og frambjóðendur taka þátt í umræðum.
Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Keflavík.
Kópavogur
Skemmtikvöld eldri borgara í Kópavogi verður haldið fimmtudaginn
15. mars nk. í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins, Hamraborg 1, 3.
hæð kl. 20.00. Ýmislegt til skemmtunar að venju. Kaffiveitingar og
dans.
Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi.