Morgunblaðið - 13.03.1990, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990
KAFARAR
igum áv'allt á lager úr-
val af köfunarvörum frá
DACOR og US DIVERS
t.d. lungu, kúta, gler-
augu, fit, mæla, Ijós, blý,
belti, hnífa, vettlinga,
sokka o.fl.
Útvegum með stuttum
fyrirvara búninga frá
NORTHERN DIVERS.
Sérverslun meö
kafaravörur.
ÍÞRÓTTABÚÐIN
Borgartúni 20
sími 91-20011
INGÖLFSSTRETI
-1r ..
Nú er Ljósmyndabúðin fiutt af
Laugavegi 118 og
býður þig velkominn í nýja verslun að
ingólfsstræti 8 þar sem þú færð
allar þær Ijósmyndavörur sem
þig gæti vantað, og okkar landsþekktu
gæðaframköllun. Sama góða þjónustan
á nýjum og betri stað.
-
ÆBE’ Hlgi
LIÓSMYNDABÚDIN
Ingólfsstræti 8
Sími27744
Reykhólasveit:
Dvalarheimilið Barmahlíð
Morgunbladið/Sveinn Guðmundsson
Dvalarheimilið Barmahlíð, Reykhólum.
Reykhólasveit.
FYRIR tæpum tveimur árum eða
11. mars 1988 var Dvalarheimilið
Barmahlíð tekið í notkun.
Barmahlíð stendur á fögrum stað á
Reykhólum, þar sem víðsýni er mik-
ið. I .suðvestri blasir við í góðu
skyggni Snæfellsjökull, og hinum
meg in Breiðafjarðar sjáum við
Skor, en það örnefni gerði Matthías
Jochumsson frægt með kvæði sínu
um Eggert Ólafsson.
Sagt er að eyjarnar á Breiðafirði
séu nær óteljandi, en þær blasa við
úr gluggum Barmahlíðar eins og
fagurt mynstur í glitvefnaði.
Þegar horft er í suður sjáum við
tignarleg fjöll og ber Hafratind
þeirra Saurbæinga hátt. Hann var
líka eyktamark hér áður fyrr. Einn-
ig blasir við Búðardalur, sá eini og
sanni í hugum þeirra eldri. Þar bjó
til dæmis Magnús Ketilsson sýslu-
maður (f. 1723). Magnús var langt
á undan sínum samtíma og Þor-
steinn Karlsson bóndi í Búðardal
segir að þar vaxi í varpa kúmen
er Magnús sáði til. Hann reyndi líka
að rækta tóbaksjurtina, en það
dæmi gekk ekki upp. Innar í dalnum
eru leifar af skógi er Magnús plant-
aði og er hann sennilega fyrsti
skógræktarmaður á Islandi.
Frá Barmahlíð sést í mynni Gils-
fjarðar og þar glyttir í Ólafsdal, en
hann var þekktur fyrir að hýsa
fyrsta búnaðarskólann (1880-
1915). Þar fengu margir gott vega-
nesti út í lífið.
Nú verður aðeins litið í áttina
að Geiradalnum og til Króksfjarðar-
ness. Einnig er litið til Innsveitar
Reykhólahrepps og augun stöðvast
við Bjartmarsstein þar sem fólk
trúði því að væri kaupstaður álfa.
Hér hefur verið farið hratt yfir.
Frá Dvalarheimilinu Barmahlíð
blasa við forn og ný minni og ekki
má gleyma fegurðinni.
I samtali við Ingibjörgu Krist-
jánsdóttur, hjúkrunarfræðing, í
Gaipsdal, en hún er . formaður
stjórnar Dvalarheimilisins Barma-
hlíðar, kom fram að margt hefur
verið gert á árinu en margt er líka
eftir.
Tilbúin eru vistrými fyrir 10 ein-
staklinga og hjúkrunarleyfi að
hluta. Hægt er að auka við vist-
rými, en það fer eftir fjármagni og
þörfum.
Vakt er allan sólarhringinn og
mötuneyti er á staðnum. Húsnæði
sem búið er að taka í notkun er
vistlegt. Búið er að steypa stétt í
kringum húsið og í henni eru rör
með heitu vatni. Nærri er búið að
ganga frá lóð hússins og gróður-
setja plöntur til skjóls. Einnig er
búið að setja upp fánastöng. Vísir
er að félagsstarfi fyrir aldraða og
þar er starfrækt föndurkennsla,
sem margt eldra fólk nýtir sér.
Ingibjörg biður fyrir áramóta-
kveðjur til vistfólks, starfsfólks og
meðstjómenda Barmahlíðar. Einnig
sendir hún fýrir hönd stjórnar þakk-
ir heiinilisins til allra velunnara
stofnunarinnar og þakkar fyrir hin-
ar mörgu gjafir er Barmahlíð hafa
borist.
F'orstöðumaður Barmahlíðar er
Sólrún Gestsdóttir, Reykhólum.
- Sveinn
Fréttapistill úr Meðallandi:
Togaraflakið á Skarðsflöru horfið
Hnausum, Meðallandi.
FYRIR jól gat ég þess í fréttabréfi að spáð væri versnandi tíð með
febrúar. Var þetta ekki á vegum veðurstofunnar og mundum við hér
ekki treysta henni til slíkra hluta. Nú er þetta komið fram og spá-
menn hinir hressustu sem fiill ástæða er til.
Ekki er sömu sögu að segja með
þorrablótsnefndina hérna. Ovíst er
hvað gerist hjá henni og mun hún
líta alvarlegum augum á tíðarfarið.
Ekki er glæsilegt ef nefndin sæti
uppi með allan matinn óétinn í
blindbyl. Gæti slíkt verið óþarflega
mikil freisting, nú á tímum offítu
og svo óþrotlegir drykkir með matn-
um. Nú hafa verið hér tvö þorra-
blót á milli sanda, í Kirkjuhvoli og
Tunguseli. Þóttu bæði mjög vel
heppnuð. Varð því blótið hér að
færast fram á góuna því ekki þykir
fært að hafa minna en tvær vikur
milli slíkra skemmtana.
Ofsaveður af austri var á dögun-
um. Þá voru 12 vindstig á Fagur-
hólsmýri. Frá því um jól hafa kom-
ið hér mikil sterkviðri. I einu þeirra
hefur togaraflakið á Skarðsfjörunni
horfið í hafíð. Þetta var belgískur
togari, Van der Veyden, frá Oost-
ende í Belgíu, og strandaði 1957.
Reynt var að bjarga honum en hann
rak upp á annnað togaraflak sem
var þar á kafi í sjó og sandi og gat
því ekki sokkið. Smátt og smátt
reif brimið skipið niður og núna
fyrir jól var ketillinn eftir og aðeins
sást á undirstöðuna undir brúnni.
En líklega hefur það verið í veðr-
inu, þegar mestu sjávarflóðin urðu,
að Ægir hafði það af að velta katl-
inum út af flakinu og því sem eftir
var af skipinu. En togarinn sem
undir var hefur liklega strandað
skömmu eftir síðustu aldamót. Nú
er þarna eftir nokkuð af járnflökum
sem brimið hefur tætt upp á fjöruna
og aðeins sést bijóta á skipsflökun-
um þar sem þau hafa lagst til hinstu
hvíldar. Hefði belgíski togarinn ekki
rekið ofan á hinn væri hann löngu
horfínn.
Það mun hafa komið fyrir að
gömlum, ónýtum skipum hefur ver-
ið sökkt í hafíð. Væri ekki miklu
betri lausn á því máli að láta þau
reka hér upp í sandinn? Mundi
Ægir ekki telja eftir sér að grafa
þau. Nóg er plássið hér í skipa-
kirkjugarðinum þótt ótrúlega mörg
skip séu grafin á Meðallandsfjöru.
- Vilhjálmur
Sjálfstæðismenn á Akranesi:
Benedikt Jónmunds-
son í efsta sæti
FRAMBOÐSLISTI sjálfstæðismanna á Akranesi fyrir bæjarstjórnai
kosningarnar i vor var samþykktur á fundi fúlltrúaráðs sjálfstæðit
félaganna íyrir skömmu. I efsta sæti listans verður Benedikt Jór
mundsson.
Níu efstu sætin á lista Sjálfstæðis-
flokksins við bæjarstjórnarkosning-
arnar á Akranesi verða þannig skip-
uð:
1. Benedikt Jónmundsson, útibús-
stjóri og bæjarfulltrúi.
2. Sigurbjörg Ragnarsdóttir, augn-
þjálfí.
á. Gunnar Valur Gíslason, verk-
fræðingur.
4. Herdís Þórðardóttir, húsmóðir.
5. Guðmundur Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri.
6. Ellert Ingvarsson, raftæknir.
7. Elín Sigurbjörnsdóttir, ljósmóðir.
8. Hjörtur Gunnarsson, tæknifræð-
ingpr.
9. Olafur Grétar Olafsson, skrifstofu-
maður.
Sjálfstæðisflokkurinn á nú tvo
fulltnáa af níu í bæjarstjórn Akra-
nes.
Ritvinnsla -Töflurei
) stundir, frábært
;mr
verð
l Tölvuskóli íslands
. - - J-lt SS’JSES™ mÍmm,
~ ' J