Morgunblaðið - 13.03.1990, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990
53
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
681282 KL. 10-12
FRÁJMÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
uu0uudu*jusUUL
Kynlegar þýðingar í sjónvarpi
Til Velvakanda.
Fyrir um þrem árum sagði einn
þýðenda sjónvarps í viðtali: „Þýð-
ingar í sjónvarpi eru oft býsna góð-
ar.“ Ég lagði við hlustir, því ég,
ásamt fleiri kunningjum mínum, hef
nánast með öllu misst af þessum
góðu og tíðu þýðingum, en hef hins
vegar séð margar býsna lélegar
þýðingar í sama miðli. Þessi slælegu
vinnubrögð virðast stafa af ýmsum
orsökum, svo sem fáfræði, stundum
svo furðulegri að tekur út yfir allan
þjófabálk, hirðuleysi og ónákvæmni
eða jafnvel „skemmdarstarfsemi",
eins og ein skólanemi komst að
orði, en hann vili eins og margir
fleiri auka þekkingu sína á erlend-
um tungum er hann horfir á sjón-
varp.
Fáfræði sumra þýðenda er svo
furðuleg að hún myndi henta einkar
vel í gríndálka dagblaða. Ég tek
hér tvö dæmi. Eitt sinn skemmtu
sjóliðar sér í landi. Einn sagði að
hann ætlaði ekki að fara að aka
barnavögnum og notaði þá orðið
pram (stytting) úr perambulator:
barnavagn. En pram þýðir reyndar
einnig prammi og á því flaskaði
þýðandi. Lát hann sjóliða segja: Ég
ætla ekki að fara að aka prömm-
um.“ Annað dæmi: Læknir mætti
kunningja sínum á leið til sjúklings.
Kunninginn heilsaði honum svo-
hljóðandi: Hi, doe: halló doktor.
Þýðandi sneri þessu þannig: Hæ,
ertu með önd. Hann hélt sem sagt
að doc (stytting úr doctor) væri
duck, önd. Fleiri dæmi um rangþýð-
ingar: ignore: þrjóskast við (rétt:
hundsa, leiða hjá sér). fraud: galla-
gripur (rétt: svik, svikari), critic:
andófsmaður (rétt: gagnrýnandi).
Dæmi um hirðuleysislegar þýð-
ingar eða jafnvel afbakanir af ráðn-
um hug: Famous: þekktur (r.: fræg-
ur); charming: fögur (r: hrífandi,
'heillandi), do you like it: ertu með
(r: geðjast þér að því, kanntu við
það), relax: láttu ekki svona (r: slak-
aðu á), attractive hefur ýmist verið
þýtt sem laglegur, myndarlegur,
eggjandi eða réttilega aðlaðandi.
Þessi orð, relax og attractive (sum-
ir krakkar í grunnskólum skilja
þau), eru svo algeng að slíkar rang-
þýðingar geta vart stafað af van-
kunnáttu. Menn kynnu því að
spytja, hvort hér gæti verið um
„skemmdarstarfsemi" að ræða (til
að torvelda mönnum að bæta kunn-
áttu sína í ensku) eins og fyrrnefnd-
ur skólanemi komst að orði. En
sumir virðast hafa illan bifur á
ensku og telja hana hinn mesta
bölvald gagnvart íslenskri tungu.
Ofangreind dæmi hafa öll verið
um enskar þýðingar í sjónvarpi. En
eru þýðingar þar á öðrum tungum
eitthvað betri? Ef til vill. En þó
gengur þar ýmislegt á tréfótum.
Dæmi: (Spænska) — a veces: oft
(r: stundum), indígena: indíáni (r:
frumbyggi), mina abandonda: göm-
ul náma (r: yfirgefin náma). (ít-
alska) — conosco: mig rámar í það
(r: ég þekki); Dáccordo: allt í lagi
(r: samþykkur); Non sei solo: þú
átt stuðning vísan (r: þú ert ekki
einn).
(Rússneska) — Zakon: skuld-
binding (r: lög). (Franska) — Frat-
emité: skyldleiki (r: bræðralag),
(þýska) — Klassenkammerat: skóla-
bróðir (r: bekkjarbróðir); In meinem
Lage: í mínum málum r: í minni
aðstöðu), Unterwegs: í bænum (r:
á leiðinni); Anwalt: Veijandi (R:
lögmaður).
íslendingar virðast haldnir þeirri
áráttu (lítt þekktri meðal annarra
þjóða) að geta aldrei þýtt titla beint
og eðlilega, umhverfa þeim oft gjör-
samlega og hnýta einhveijum hala
við þá líkt og þeir teldu skynsemi
venjulegs fólks litlu þroskaðri en
ómálga barns. Þannig hafa margir
fáránlegir titlar bóka og kvikmynda
orðið til á íslensku.
Dæmi um einn slíkan titil í sjón-
varpi má nefna ítalska mynd, „Cu-
ore“: Hjarta. Þýðandi virtist telja
að hjarta eitt saman hrykki skammt
til skilnings venjulegu fólki. Réði
bót á því og bætti slaufu framan
við: „Af heitu hjarta" — óþroskuð-
um íýð (að hans dórni) til frekari
glöggvunar.
Leikmaður
Um eðli drauma
Til Velvakanda.
Þegar „allir eru sammála" og
einkum þó, ef þeir eru mjög mikið
sammála, hef ég stundum þóst
mega hafa það fyrir einskonar var-
úðarbjöllu, að nú hefðu þeir einmitt
ekki rétt fyrir sér. Mér kom þetta
í hug, þegar góður maður benti
mér á, að minnst hefði verið á eðli
drauma þannig í blaðagrein, að
hvað sem iiði hinum fjölmörgu og
misjöfnu kenningum um það efni,
þá væri það eitt sem „allir væru
sammála um“ — allar kenningar
um eðli drauma kæmu þar í einn
stað, og væri þar engin undantekn-
ing, nefnilega á þann veg, að
draumar ættu að öllu leyti og alfar-
ið upptök sín í heilanum sjálfum.
„Heilinn framleiðir draumana sjálf-
ur,“ segja þeir hver við annan, þeir
allra snjöllustu, og þykjast vita allra
manna best, það sem allir ættu að
vita.
Þetta var því athyglisverðara
sem sjá mátti á því, hvernig blaða-
kona þessi (GG) skrifaði, að hún
hafði raunverulegan, fræðilegan
áhuga á því hvað draumar væru.
Hún furðar sig á þeim, dreymir
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga
til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir,
auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn,
nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó
að höfundur óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir Iáti sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
sennilega í skýrara lagi og langar
til að vita hvað draumar eru. En
það fær hún ekki að vita, því að
það sem „allir eru sammála um“,
ertekki nein skýring.
Fyrir rúmum fjörutíu árum stóð
ég í líkum sporum og blaðakona
þessi gerir nú. Mig langaði til að
vita. Mér varð dálítið líkt og Hringi
kóngssyni í ævintýrinu, að ég heyrði
rödd innan úr myrkrinu sem sagði:
„Kjóstu mig!“ Ég kaus, tók mér bók
í hönd og las, og þar fékk ég skýr-
ingar, sem ekki eru af því tagi sem
„allir eru sammála um“. Lengra er
ég ekki kominn en þetta.
En hvar og hvenær sem ég hef
reynt á það, hvort alvitendur teldu
sig geta fullyrt, að fjarsambönd
meðvitunda (ÉSP o.s.frv.) ættu sér
ekki stað, hafa þeir vikið sér undan
því að svara. „Ég útiloka enga
möguleika,“ segja þeir. Lengra eru
þeir ekki komnir, blessaðir.
Svo er til önnur manngerð, hinir
svonefndu dulrænumenn, stundum
kallaðir dulspekingar með vafasöm-
um rétti, og var einn þeirra um
daginn að reyna að leggja undir sig
hugtakið draumgjafi, og blanda því
saman við gamla hjátrú um „brjóst-
búa“ (hjartavörð) og þessháttar.
En þetta mun þeim ekki takast, því
að hugtakið draumgjafi er vísinda-
legt, og á aðeins heima þar sem
verið er að leita skilnings.
Hin rétta draumakepning er á
þann veg, að með orku þeirri sem
streymir í líkamann í svefni, berast
þesskonar áhrif frá lifandi og vak-
andi manni, einhversstaðar, að
samskonar hugar- og heilaástand
verður í þeim báðum. Þessvegna
eru draumskynjanirnar svona skýr-
ar stundum, og líkar vökureynslu.
Hver sem athugar drauma sína með
þetta í huga, mun finna margvís-
legt samræmi þar sem áður voru
mótsagnir.
Þorsteinn Guðjónsson
utsala
SkóvcrsLutt Pórdtax
íCirkjustrastí s s.pa&i
HITABLÁSARAR
á lækkuðu verói
Rafmagnshitablásarar
Steinolíuhitablásarar
Fallar hf.
VINNUPALLAR - STIGAR - VÉLAR - VERKFÆRI
DALVEGI 16, FÍFUHVAMMI, KÓPAVOGI, SÍMI 641020
INNIHURÐIR
• Með hagkvæmum innkaupum og góðu samstarfi við
framleiðendur hefur BÚSTOFNI hf. tekist að lækka
verulega verð á innihurðum. Samt sem áður er
hvergi slegið af vörugæðum.
• Með því að eiga stóran og góðan birgðalager getum-
við venjulega afgreitt hurðirnar samdægurs.
• Hurðirnar fást m.a. í beyki, keilueik, koto og álmi
og að sjálfsögðu einnig hvítmálaðar eða ómálaðar.
• Allar breiddir eru fáanlegar í íslenskum staðli.
• Og einnig getum við boðið hinar vinsælu
IDÉ-fulningahurðir.
• Og verðið vitaskuld hagstætt eins og á öllu öðru hjá
Bústofni hf.
Biðjið um bækling.
Ármúla 1, Reykjavík. Sími 82555