Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990
VEÐUR
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri •v2 snjóél
Reykjavík í-3 snjóél
Bergen 6 skýjað
Helsinki 4 hálfskýjað
Kaupmannah. 6 hálfskýjað
Narssarssuaq vantar
Nuuk +6 snjókoma
Osló 10 léttskýjað
Stokkhólmur 6 skýjað
Þórshöfn 8 skýjað
Algarve 20 heiðskírt
Amsterdam 8 skúr
Barcelona 14 léttskýjað
Berlín 7 skýjað
Chicago 0 léttskýjað
Feneyjar 5 rigning
Frankfurt 9 skýjað
Glasgow 10 skýjað
Hamborg 7 skýjað
Las Palmas 21 léttskýjað
London 8 skýjað
Los Angeles 13 mistur
Lúxemborg 6 skýjað
Madrfd 11 léttskýjað
Malaga 19 hálfskýjað
Mallorca 8 skúr
Montreal 0 snjóél
New York 6 heiðskírt
Orlando 17 alskýjað
Parfs 7 skýjað
Róm 14 skýjað
Vín 7 skýjað
Washlngton 2 léttskýjað
Winnlpeg +16 skýjað
Viðskiptaráðherra:
Bankamir hafa nærst
á verðbólgimni
JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra mun á ríkisstjórnarfundi í dag
kynna áfangaskýrslu nefhdar sem skoðað hefur að undanförnu
starfskilyrði bankanna með það fyrir augum að auka hagræðingu
og dreifa álagstoppum. í þessari nefhd eiga sæti fulltrúar viðskipta-
bankanna, Seðlabankans, sparisjóðanna og ráðuneytisstjóri við-
skiptaráðuneytisins, Björn Friðfinnsson, sem er formaður nefndar-
innar.
„Starfsfé innlánsstofnana fæst
að miklu leyti af vaxtamun og það
má halda því fram að bankamir
hafi með nokkrum hætti nærst af
verðbólgunni. Þegar sú bólga
hjaðnar, þá lenda þeir í aðlögunar-
erfiðleikum. Meiningin með þessu
starfi er að draga úr þeim erfið-
leikum,“ sagði Jón Sigurðsson,
ráðherra, í samtali við Morgun-
blaðið.
Nefndin hefur kannað starfs-
skilyrði bankanna í ljósi þess að
íslenski fjármagnsmarkaðurinn er
að opnast gagnvart útlöndum. Því
er talið óhjákvæmilegt að sam-
ræma starfsskilyrði og afnema
ýmis gjöld sem eru á bankastarf-
seminni hér, sem ekki þekkist
annars staðar.
Jafnframt hefur það verið rætt
í nefndinni með hvaða hætti bank-
arnir geti jafnað út álagstopp þann
sem er í bankaafgreiðslunni, en
raunar má segja að hann taki
ekki nema til þriggja daga í mán-
uði, eins og nú er háttað. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins miðast starfsmannahald
bankanna að miklu leyti við þenn-
an álagstopp, og ef hægt verður
að jafna hann út til muna frá því
sem nú er, hefur það í för með
sér möguleikann á umtalsverðri
fækkun bankastarfsmanna.
Sveinbjöm Sig’urjóns-
son skólasljóri látinn
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Samningarnir undirritaðir:Frá vinstri: Sigurgeir Hannesson, Jóhann Guðmundsson, Sigurjón Lárusson,
Ófeigur Gestsson og Hilmar Kristjánsson. Á hinni myndinni eru Torfi Jónsson, Jónatan Sveinsson og
Páll Þórðarson.
Viðaukasamningur um Blönduvirkjun:
Rúmar 35 milljónir greiddar
fyrir breytingu á veituleið
Blönduósi.
Samningar um breytta veitu-
leið vegna Blönduvirkjunar
voru undirritaðir á Hótel
Blönduósi sl. laugardag. Sam-
kvæmt sammngunum greiðir
Landsvirkjun Svínavatns- og
Torfalækjarhreppum rúmar 35
milljónir króna. Inni í þessari
upphæð eru rúmar Qórtán millj-
ónir króna sem Landsvirkjun
greiðir Blönduósbæ fyrir 10%
eignarhluta Blönduóss í Auðk-
úluheiði. Jaíhframt þessu greið-
ir Landsvirkjun Torfalækjar- og
Svínavatnshreppum rúmlega
5,3 milljónir króna vegna frest-
unar á ýmsum framkvæmdalið-
um fyrri samnings um Blöndu-
virkjun.
I framangreindum samningi
kemur fram að Landsvirkjun greið-
ir Blönduósbæ kr. 14.027.200 fyrir
10% eignarhluta í Auðkúluheiði og
framselur þann hluta til Torfalækj-
ar- og Svínavatnshreppa. Auk þessa
greiðir Landsvirkjun vegna veiði-
réttar og röskunar á landi kr.
9.351.400. Vegna sundlaugarbygg-
ingar á Húnavöllum fara 8.767.000
krónur og í atvinnumál í viðkom-
andi sveitarhreppum fara
2.922.000 kr. Vegna frestunar á
framkvæmdum sem samningur frá
1982 um Blönduvirkjun kveður á
um, greiðir Landsvirkjun Torfa-
lækjar- og Svínavatnshreppum kr.
5.305.000 sem skiptast þannig:
Frestun á Kjalargirðingu um 5 ár
605 þúsund kr., frestun á upp-
græðslu 1,1 milljón kr. og vegna
þess að hætt hefur verið við brúar-
gerð yfir Seyðisá kr. 3,6 milljónir
króna. Jafnframt þessum samningi
var undirritaður samningur á milli
Blönduósbæjar annars vegar og
Torfalækjar- og Svínavatnshreppa
hins vegar um beitarafnot fyrir
búfé Blönduósinga.
í samningum þeim sem undirrit-
aðir voru er talið að 80,5 ha lands
spillist vegna þessarar breytingar á
veituleiðinni þannig að Landsvirkj-
un greiðir um 435 þúsund fyrir
hvern hektara lands.
Helgi Bjarnason verkfræðingur,
Ólafur Jensson verkfræðingur og
Jónatan Sveinsson lögfræðingur
komu með samningana norður yfir
heiðar undirritaða af Halldóri Jón-
atanssyni forstjóra Landsvirkjunar.
Fyrir hönd Svínavatnshrepps undir-
rituðu samninginn þeir Siguijón
Lárusson oddviti, Sigurgeir Hann-
esson og Jóhann Guðmundsson.
Fulltrúar fyrir Torfalækjarhrepp
voru Torfi Jónsson oddviti og Páll
Þórðarson og fyrir Blönduós hönd
undirrituðu samninginn þeir Ófeig-
ur Gestsson bæjarstjóri og Hilmar
Kristjánsson forseti bæjarstjórnar.
Jón Sig.
SVEINBJÖRN Sigurjónsson,
fyrrverandi skólastjóri Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar, lést á
Vifilsstaðaspítala í gærmorgun,
90 ára að aldri.
Sveinbjörn var fæddur 5. október
1899 á Efra-Sýrlæk í Villingaholts-
hreppi. Foreldrar hans voru Sigur-
jón Einarsson bóndi þar og Guðrún
ísleifsdóttir kona hans. Sveinbjörn
varð stúdent frá Menntaskólanum
í Reykjavík og mag. art. í íslenskum
fræðum frá Háskóla íslands 1926.
Að loknu námi dvaldist hann í
Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð
til að kynnast kennslu í framhalds-
skólum og við bókmenntaiðkanir,
fór meðal annars á kennaranám-
skeið við Uppsalaháskóía 1928.
Sveinbjörn var stundakennari í
íslensku við ýmsa framhaldsskóla á
námsárunum og kenndi sænsku við
Samvinnuskólann og þýsku við Iðn-
skólann 1928-30. Hann var kennari
við Gagnfræðaskólann í Reykjavík
(síðar Gagnfræðaskóla Austurbæj-
ar) 1930-55, þar af yfirkennari
síðustu 6 árin. Hann var skólastjóri
sama skóla 1956-69. Sveinbjörn var
um tíma formaður skólanefndar
Austurbæjarbarnaskólans, próf-
dómari í íslensku á studentsprófi, í
landsprófsnefnd og í stjórn
Ríkisútgáfu námsbóka. Hann tók
einnig þátt í starfi Norræna félags-
ins.
Heimild: Veðurstofa l'slands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
Sveinbjörn Siguijónsson.
Sveinbjörn samdi kennslubækur
í íslensku og bragfræði og gaf út
Númarímur og Ljóðasafn Sigurðar
Breiðfjörð.
Eftirlifandi kona Sveinbjörns er
Soffía Ingvarsdóttir frá Skeggja-
stöðum í Bakkafirði, fyrrum bæjar-
fulltrúi í Reykjavík og varaþing-
maður Alþýðuflokksins. Þau eign-
uðust tvær dætur, Júlíu leiðsögu-
mann sem er látin og Guðrúnu við-
skiptafræðing.
ÍDAGkl. 12.00:
VEÐURHORFUR í DAG, 27. MARZ
YFIRLIT í GÆR: Hvöss suðvestan- og vestanátt um allt land. Þó
var hvassast suðvestan- og vestanlands og á annesjum norðan-
lands. Austan- og suðaustanlands var úrkomulaust, en él í öðrum
landshlutum.
SPÁ:Vestan- og suðvestanátt. Kaldi eða stinningskaldi. Smáél á
annesjum vestan- og norðvestanlands, en bjartviðri um austanvert
landið.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUOAG OG FIMMTUDAG: Suðvestan- og vest-
anstinningskaldi með allhvössum éljum. Frost 1-5 stig.
TAKN:
•Q ► Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
a Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r f
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
•J0° Hrtastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V El
— Þoka
— Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Nlistur
—|- Skafrenningur
[~<^ Þrumuveður