Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 Minning: Haukur Þorleifsson fv. aðalbókari Kveðja frá Lionsklúbbnum Þór Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama, en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. (Hávamál.) Haukur Þorleifsson, fyrrverandi aðalbókari Búnaðarbanka íslands, andaðist 15. mars sl. Hann var fæddur 31. desember 1903 og var aldursforseti í Lionsklúbbnum Þór. Hann varð félagi í Þór í ársbyrjun 1958. Lionsklúbburinn Þór var stofnaður 6. janúar 1956, er hann næstelsti Lionsklúbbur á landinu. Haukur var ritari Þórs, 1962-1963, og formaður 1969-1970. Hann gegndi mörgum nefndar- og trún- aðarstörfum fyrir Þór. Öll störf fyr- ir klúbbinn vann hann með jákvæð- um huga, skyldurækni og öryggi. t GUÐMUNDUR JÓNSSON frá Steinsvaði, sem andaðist 17. mars verður jarðsunginn frá Kirkjubæjarkirkju miðvikudaginn 28. mars. Vandamenn t Móðir okkar, GUÐNÝ JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR frá Skálmardal, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 28. mars kl. 13.30. Böðvar Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Ingvi Guðmundsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi SVEINBJÖRN K. ÁRNASON, kaupmaður, Hávallagötu 35, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 27. mars kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag- ið. Stefanía Sveinbjörnsdóttir, Karólína B. Sveinbjörnsdóttir, Erna S. Mathiesen, Einar Þ. Mathiesen, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför HARALDAR RUNÓLFSSONAR bónda, Hólum, Rangárvöllum. Guðrún Ófeigsdóttir, börn og aðrir vandamenn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför ást- kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og tengda- sonar, JÚLÍUSAR HAFSTEINS SVEINBJÖRNSSONAR, stórkaupmanns. Þóra Kristjánsdóttir, Kristín Júlíusdóttir, Hilmar Andrésson, Júlíus Þór Júlíusson, Viktoria Dagbjartsdóttir, Hafsteinn Þór Hilmarsson, Hilmar K. Hilmarsson, Andrés Einar Hilmarsson, Sveinbjörn S. Hilmarsson, Árni Björn Hilmarsson, Þóra Dögg Júlíusdóttir, Sonja Ósk Júlíusdóttir, Árnbjörg Árnadóttir. t Okkar hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGILEIFAR EYLEIFSDÓTTUR, Vesturgötu 161, Akranesi. Fyrir hönd sona, tengdadætra, barnabarna og annarra vanda- manna. Einar Kristjánsson. Haukur var tillögugóður á fund- um, tekið var tillit til þess er hann lagði til mála. Hann bar hag klúbbs- ins fyrir brjósti. Lionsklúbburinn Þór hefur átt því láni að fagna að láta gott af sér leiða í líknar- og mannúðarmálum. Haukur naut þess að vera virkur í því starfi. Hann gekk hljóðlega til starfa að þeim verkefnum klúbbsins. Hann sótti vel fundi, og fékk árum saman við- urkenningu fyrir góða mætingu á þeim. Eftir að hann lét af störfum i Búnaðarbankanum fyrir aldurs sakir dvaldi hann oft langdvölum yfir vetrarmánuðina á Mallorka, þar sótti hann reglulega fundi hjá Li- onsklúbbum og kynntist Lionsfélög- um frá mörgum þjóðum. Fundi sótti hann hjá Þór meðan heilsa og kraft- ar leyfðu. Við Þórsfélagar þökkum fyrir góða viðkynningu, samfylgd- ina og öll störfin sem hann vann fyrir Lionsklúbbinn Þór. Og sendum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. f.h. Lionsklúbbins Þór, Helgi Ólafsson. Kær vinur minn, Haukur Þor- leifsson, fyrrverandi yfirbókari Búnaðarbanka íslands, lést á Landakotsspítala 15. þessa mánað- ar, eftir langvarandi veikindi. Ald- urinn var orðinn hár, svo fregnin um andlát hans kom ekki á óvart. Hauki kynntist ég á æskuárum mínum og tel ég það eitt mesta lán sem mig hefur hent í lífinu að eign- ast slíkan vin. Það er margt að þakka og margs að minnast. Hann var mér og fjölskyldu minni stoð og stytta þegar á þurfti að halda og leysti úr öllum vanda þegar ég leitaði til hans og það var ekki sjald- an. Haukur var sérstakur persónu- leiki sem lét ekki mikið yfir sér en vakti því meiri athygli þeirra er áttu við hann einhver samskipti. Honum lá lágt rómur, fas hans bar vott um menntaðan öðlingsmann sem erft hafði í ríkum mæli það besta úr bændamenningu þessa iands og höfðingslund foreldra sinna. Haukur verður mér og fjöl- skyldu minni ógleymanlegur. Að- standendum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Rögnvaldur Sigurjónsson Helga Finnboga- dóttir - Minning Helga Vogey Finnbogadóttir lést í Gautaborg 8. mars sl. Foreldrar Helgu voru móðir okkar, Jóna Bjarney Jónsdóttir frá Hvestu í Arnarfirði, fædd 11. október 1896, dó í apríl 1985, og fyrri maður hennar, Finnbogi Helgi Finnboga- son, fæddur 5. nóvember 1897, dáinn 10. júlí 1968. Systir mín Helga fæddist í Hvestu í Arnarfirði 17. apríl 1924. Hún lifði og lék sér þar með systkinum sínum Jónínu Bjamey, fædd 12. ágúst 1922, gift Magnúsi Baldvinssyni múrara- meistara, og Sverri rafvirkjameist- ara, fæddur 4. nóvember 1920, gift- ur Ingunni Árnadóttur kennara. Helga mun hafa flust með foreldr- um sínum til Reykjavíkur um 1930. Ári seinna skildu foreldrarnir. Haustið 1932 flutti Helga með móður okkar, systkinum og föður mínum, V aldimar Össurarsyni kennara, fæddur 1. mai 1896, dáinn 29. júní 1956, til Sandgerðis, en faðir minn tók þá við skólastjóra- stöðu þar. Á næstu árum bættust í systkinahópinn 3 systkini, börn foreldra minna, undirrituð, fædd 9. september 1933 og er gift Þor- varði Lárussyni skipstjóra, Valdi- mar, fæddur 7. júlí 1935 giftur í Noregi og Anna Magnea, fædd. 1. október 1938 gift Birni Einarssyni. Árin liðu við skólagöngu, vinnu og gleði í vinahóp. Og þegar rifjuð voru upp unglingsáiin minntist Helga best Sirrýar, sem lést á síðasta ári, og Ástu Árnadætra frá Landakoti en vissulega voru æsku- vinirnir fleiri. I maí 1942 giftist Helga fyrri manni_ sínum, Arne Perry Tafjord frá Álasundi. Hann var hermaður í norska hernum. 24. júlí 1942 fæddist þeim sonurinn Petter Amadeus sem giftur er Höllu Jóhannesdóttur og eiga þau 4 börn. Jóhannes, Kristján, Birnu og Pétur. Áður átti Pétur dótturina Rósu. Þau voru búsett í Reykjavík. Helga og Árni bjuggu í Sandgerði þar til þau fóru til Noregs 18. maí 1945 með fiskiskipinu Go-Po sem hafði verið á veiðum hér við land. Vissulega voru fagnaðarfundir er þau komu til Álasunds er foreldrarnir tóku á móti syni með konu og barn en Árni hafði verið talinn af í tvö ár. Helga bjó í Álasundi með manni sínum og börnum í tvö ár, en á þeim tíma eignuðust þau dótturina Jónu Valdísi, fædd 3. október 1945, gift Birgi Vilhjálmssyni. Börn þeirra eru Margrét Sigríður, Helga Vogey, tvíburarnir Árni og Vilhjálmur og Magnús. Árið 1948 flytur Helga ein upp fráskilin með börn sín tvö með sama fiskibát og flutti hana út til Noregs. Valdís dóttir hennar fór til foreldra minna fljótlega og ólst upp hjá þeim á meðan faðir minn lifði. Árið 1952 giftist Helga seinni manni sínum, Guðmundi J.R. Guðmundssyni, og eignuðust þau tvö böm, Guðmund R.J. Guðmunds- son, fæddur 19. september, 1954 giftur Sólveigu Þórðardóttur ljós- myndara, þau eiga eina dóttur, Sólrúnu. Þau eru búsett í Keflavík. dóttirin Helga Andrea fædd 31. janúar 1957, hún á 12 ára son, Daníel. Hún er búsett í Svíþjóð. Helga og Guðmundur bjuggu lengst af í Keflavík en árið 1978 fluttu þau til Svíþjóðar og bjuggu í Gauta- borg. Þau slitu hjúskap og bjó Helga áfram í Gautaborg en Guð- mundur flutti aftur heim til ís- lands. Guðmundur dó í febrúar sl. Helga var með afbrigðum hand- lagin og byijaði snemma að sauma á sjálfa sig og aðra og hafði at- vinnu af því jafnframt annarri vinnu en hún tók sér svo mörg og ólík störf um ævina. Eftir að Helga kom heim frá Noregi vann hún í Tívolí meðan það var og hét. Hún fór á sjóinn sem kokkur á síld og í Norð,- ursjónum á fiskibát. í Svíþjóð vann hún lengst af sem byrti hjá sænsku járnbrautinni. Minningarnar flykkjast að meðan ég skrifa þessar línur og ég finn að af mörgu er að taka, endalaust hægt að skrifa upp orð og atvik, læt samt flest óhreyft en þó vil ég rifja upp að veturinn 1945-46 þegar Helga var í Álasundi rann henni til riija fátæk, og allsleysi í mat og fatnaði ekki síst barnanna sem gengu um götur illa klædd og gátu jafnvel ekki klæðst vegna fataleys- is. Hún skrifaði föður mínum bréf og lýsti fyrir honum ástandinu, hann skrifaði til baka og bað hana að koma bréfi til skólastjóra barna- skólans í Álasundi og atvikin urðu þau að send voru nöfn 500 barna til hans og var þeim skipt á milli skóla á Reykjanessvæðinu og safn- í dag er til moldar borinn Hauk- ur Þorleifsson fyrrverandi aðalbók- ari Búnaðarbanka íslands. Haukur fæddist á Hólum í Hornafirði 31. desember 1903 og var næstyngstur 10 barna Þorleifs Jónssonar alþing- ismanns Austur-Skaftfellinga og konu hans, Sigurborgar Sigurðar- dóttur. Hann ólst upp á miklu menning- ar- og myndarheimili og var í miklu afhaldi bæði foreldra og systkina. Það heyrði ég oft hjá föður mínum, sem dáði og virti Hauk bróður sinn. Haukur gekk í Menntaskólann á Akureyri og var í hópi fyrstu stúd- enta 1928. Hann stundaði stærð- fræði- og hagfræðinám í Þýzka- landi frá 1928 til 1932. Hann hóf störf í Búnaðarbanka íslands síðla árs 1932, fyrst í Kreppulánasjóði, en varð síðan aðalbókari bankans. Búnaðarbankinn naut starfskrafta þessa mikilhæfa manns alla starfs- ævi hans. Um mörg ár starfaði hann mjög náið með Hilmari Stef- ánssyni bankastjóra og var hans hægri hönd. Hann var settur banka- stjóri um eins árs skeið 1957 í veik- indaforföllum Hilmars. Haukur var mikill stærðfræðingur og agaður í öllum vinnubrögðum. Voru ráð hans mikils metin í vinnu og meðal vina og ættingja og oft til hans leitað. Veit ég, að margir hugsa til hans með þakklæti fyrir holl ráð. Slíkum mönnum er gott a kynnast og eiga að vini. Haukur hafði næmt auga fyrir listum, og sá hann um kaup bank- ans á listaverkum um árabil. Einnig sá hann um byggingarframkvæmd- að mat og klæðum og man ég að margur lét skömmtunarseðla sína glaður fyrir fæði og klæði til að senda bágstöddum börnum og fjöl- skyldum þeirra og mörg gleðitár voru felld þegar sendingarnar komu til Álasunds því vissulega átti Helga sinn þátt í þessu öllu með bréfa- skriftum sínum. Svona var Helga. Hún gaf á meðan hún átti til. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum en alltaf stóð hún upp aftur ef eitt- hvað var að beygja hana. Ég á Helgu sjálf svo margs góðs að gjalda. Við vorum ekki bara systur, heldur líka vinir og oft var gott að flýja til hennar þegar eitt- hvað var að. Það var alltaf kært á milli Helgu og föður míns og hefí ég hennar orð fyrir því að hann hafi reynst sér sem besti faðir og vinur og börnum hennar góður afi og ætíð tilbúinn að rétta henni hjálpandi hönd þegar eitthvað bját- aði á. Helga var vissulega rík, þó ekki væri af heimsins gæðum, hún átti góð og elskuleg börn og fjöl- skyldur þeirra sem alltaf voru til- búnar að veita henni ástúð og yl og ekki má gleyma barnabörnum og langömmubömum sem eiga eftir að sakna ömmu og langömmu. Ekki síst Helga Andrea dóttir henn- ar sem var við hlið móður sinnar og létti henni síðustu stundirnar og ömmudrengirnir fjórir, Árni, Billi, Jóhannes og Kristján, sem ekki komust heim til að fylgja ömmu sinni síðasta spölinn. Guð styrki ykkur vinir mínir, börn Helgu og fjölskyldur ykkar. Ég og börn mín þökkum Helgu fyrir allt, hvíli hún í friði. Ásdís Valdimarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.