Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 Stjórnvöld: A Ahyggjur vegna þeirra sem ekkí hafa samíð Ríkisstjórnin íhugar lagasetningu RÍKISSTJÓRNIN hefur vaxandi áhyggjur af gangi mála í viðræðum þeirra launaþega við vinnuveitendur, sem enn eiga ósamið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru ráðherrar Framsóknarflokksins, Al- þýðuflokksins og Borgaraflokksins þeirrar skoðunar, að fáist ekki lausn á kjaradeilu ISAL og starfsmanna þess á næstu dögum, sé rétt að grípa til lagasetningar, sem feli í sér framlenginu á samningi síðastlið- ins árs, með þeim breytingum sem samdist um í almennu lqarasamn- ingunum 1. febrúar sl. og VSÍ og geri frekari kröfur. Áhyggjur þeirra munu einkum bein- ast að samningum við flugvirkja, en meiri bjartsýni rikir varðandi samninga við flugmenn og flug- freyjur. Stjórnvöld hafa áhyggjur af því að verði samið á öðrum og hærri nótum við þessa aðila, séu forsend- ur kjarasamninganna frá 1. febrúar sl. þar með brostnar. Stjómvöld hafa iðulega látið að því liggja að lagasetning á aðra samninga kæmi vissulega til greina, svo fremi sem ósk þar að lútandi kæmi frá aðilum vinnumarkaðarins. „Ég hefði talið afar skynsamlegt hjá þessum aðil- um að biðja um það. Ég útiloka ekkert ef þessi forsenda samning- anna er að bregðast. En þá yrði það að vera gert að höfðu samráði við þá aðila sem samningana gerðu,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hann kvaðst á þessu stigi ekkert vilja um það segja hvort möguleiki væri á því að frumkvæðið að lagasetningu kæmi frá ríkisstjórninni sjálfri. Þessu munu ráðherrar Alþýðu- bandalagsins vera andvígir og segja að þeir geti ekki staðið að slíkri lagasetningu, nema til komi ósk Alþýðusambands íslands þar að lút- andi. Eins og kunnugt er, hefur verk- fall verið boðað í álverinu í Straumsvík á miðnætti 30. mars og hefur Morgunblaðið upplýsingar um að forsvarsmenn ÍSAL hyggist í engu gefa eftir og láta fremur koma til lokunar. Þessu hafa stjórn- völd áhyggjur af. Auk þess er bent á að lítið samningahljóð heyrist úr herbúðum Flugleiða, en 1. apríl nk. eru samningar þar lausir. Forsvars- menn Flugleiða munu telja ólíklegt að flugliðar séu reiðubúnir til þess að gangast inn á kjarasamning ASÍ Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Lögreglumenn hafa handtekið einn árásarmannanna við Hallærisplanið aðfaranótt sunnudagsins og leita að bareflunum í bíl piltanna. A inn- felldu myndinni sjást barefli piltanna í höndum Hjartar Sæmundssonar lögregluvarðstjóra. Gengii um miðbæínn vopnaðir bareflum Morgunblaðið/Frímann Óiafsson Sigurður Agústsson, aðal- varðsljóri með bruggtækin sem lögreglan tók í sina vörslu. Grindavík: Fíknieftii og bruggtæki gerð upptæk Grindavik LÖGREGLAN í Grindavík tók 70 lítra af bruggi og nokkuð af spíra ásamt am- fetamíni, hassi og verkfærum til fíkniefnaneyslu í tveimur húsum í Grindavík um helg- ina. Auk þess voru bruggtæki og tæki til suðu gerð upptæk. Sigurður Ágústsson, aðal- varðstjóri, sagði að grunur hefði leikið á að bruggun og fíkniefnaneysla færi fram á þessum stöðum og þegar lög- reglan lét til skarar skríða kom í ljós að svo var. Sjö manns voru færðir til yfirheyrslu hjá lögreglunni. Sigurður kvað þá hafa neitað sölu á bruggi eða fíkniefnum en viðurkenndu að hafa ætlað að selja brugg til þess að fjár- magna fíkniefnakaup. FÓ FIMM piltar, 17-19 ára voru handteknir vopnaðir kylfum og barefl- um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins. Einn þeirra hafði skömmu áður barið mann í hnakkann með kylfú svo sprakk fyrir og þurfti að sauma sex spor í höfúð mannsins á sjúkraliúsi. Áður höfðu piltarnir, sem eru búsettir í Hveragerði og Ölfúsi, gengið um og ógnað fólki með bareflunum en ekki er vitað til að séð hafi á fleirum. Barefli piltanna voru austurlensk bardagakylfa, hornaboltakylfa, er- lend lögreglukylfa og að auki sjálf- lýsandi vegstika sem þeir höfðu vísvitandi keyrt niður á Hellisheiði þar sem einn þeirra vantaði barefli. Þannig fóru piltarnir um bæinn og ógnuðu nokkrum vegfarendum áð- ur en þeir mættu ungum manni á gangi við Hallærisplanið. Einn pilt- anna gekk í veg fyrir manninn en annar kom aftan að honum og sló hann í hnakkann. Maðurinn vank- aðist og féll við en missti ekki með- vitund. Lögreglumenn voru skammt undan, sáu hvað gerðist og fóru strax á staðinn. Piltarnir voru hand- teknir og færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru vistaðir um nóttina. Við yfirheyrslur daginn eftir geng- ust þeir við brotum sínum og voru látnir lausir. Kjaradeilan í álverinu í Straumsvík: Tillögii um að vísa ágrein- ingi til Félagsdóms haíhað Vinnuveitendasamband ís- lands lagði til að ágreiningi um 3. grein síðastgildandi kjara- samnings í Islenska álverinu í Straumsvík yrði vísað til Félags- dóms til úrskurðar, en fyrsti fundur aðila eftir að deilan kom til kasta ríkissáttasemjara var í gær. Gylfi Ingvarsson, aðaltrún- aðarmaður starfsmanna í Straumsvík, segir að vinnuveit- endum geti tæpast verið alvara með þessari tillögu, það geti ekki verið neinn ágreiningur um hvað Sljórnarval í stærri hlutafélögum: Fimmtungxir getur krafizt hlutfalls- eða margfeldiskosningar Frumvarp Eyjólfs Konráðs Jónssonar um margfeldiskosningu í hlutafélögum með 200 eða fleiri hluthafa varð að lögum síðastliðinn föstudag. Samkvæmt hinum nýju lögum geta hluthafar sem ráða yfír einum tíunda hluta hlutafjár eða stærri hlut, krafizt hlutfalls- eða margfeldiskosningar við val sfjórnarmanna í hlutafélögum með 200 eða fleiri hluthöfum. í hlutafélagalögum frá 1978 var kveðið á um að hið minnsta fimmt- ungur hlutafjár þurfi að standa að baki kröfu um hlutfalls- eða marg- feldiskosningu stjórnar. Með hinum nýju lögum er þetta hlutfail lækkað í einn tíunda hlutafjár. I greinar- gerð segir að þetta ákvæði sé „í samræmi við bann við því að leggja hömlur á meðferð hluta í þessum félögum sem margir eiga og gætu talizt almenningshlutafélög". felist í því að framlengja samn- ingum. Annar fundur hefiir verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á fimmtudaginn klukkan 10, en verkfall hefúr verið boðað í álver- inu frá og með laugardeginum 31. mars. Eftir að verkfall skellur á er sam- komulag með aðilum um tveggja vikna aðlögunartíma áður en til framleiðslunastöðvunar kemur. Tíminn er notaður til þess að minnka straum og álhæð í kerum í áföngum til að draga eins og hægt er úr því tjóni sem verður ef til stöðvunar kemur, en mánuði tek- ur að koma framleiðslunni af stað aftur ef álverið stöðvast og kostar hundruðir milljóna. Tekjur Landsvirkjunar af sölu á raforku til til álversins voru tæpar 26 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári, en það jafngildir tæpum 1.600 milljónum íslenskra króna miðað við gengi um síðustu ára- mót. Verðið fyrir raforkuna helst í hendur við álverð og var í hámarki eða 18,5 mills á fyrra helmingi árs- ins. Á þriðja ársíjórðungi lækkaði það aðeins í 18,352 mills og enn frekar á síðasta ársfjórðungi þegar það var 16,966 mills. Álverð lækk- aði þá mjög og fór niður fyrir 1.400 dali tonnið um áramót. Síðan hefur það farið hækkandi aftur og þriggja mánaða verðið er nú rúmir 1.600 dalirtonnið á markaðnum í Lundún- um. Raforkusala Landsvirkjunar til almenningsrafveitna nam 3,4 millj- örðum króna á síðasta ári og bók- færð sala til stóriðju nam 1,9 millj- arði alls, sem jafngildir því að Landsvirkjun hafi um 35% af tekj- um sínum af orkusölu til stóriðju. Þar er ÍSAL langstærsti raforku- kaupandinn, því það kaupir um 1.400 gígawattstundir á ári, ís- lenska járnblendifélagið 600 og Áburðarverksmiðjan 140-50 gíga- wattstundir. Álverið velti rúmum 10 milljörð- um á síðasta ári, samanborið við 7 milljarði á árinu 1988. Um 600 menn starfa í álverinu og nær verk- fallið til um 500 manna í tíu verka- lýðsfélögum ef til þess kemur. REYKINGAFÓLK! Þrotabú Lindalax: Skuldirnar 1.344 millj- ónir við gjaldþrotið FRESTUR til að lýsa kröfum í þrotabú Lindalax rann út í gær, og að sögn Inga H. Sigurðssonar, annars bústjóra þrotabúsins, námu lýstar kröfur samtals 544 milljónum króna. Áður höfðu verið seldar eignir ember. úr þrotabúinu fyrir um 780 milljón- ir með því að yfirteknar voru áhvílandi skuldir á þeim, og er því Ijóst að heildarskuldir Lindalax námu 1.324 milljónum krónaþegar fyrirtækið var lýst gjaldþrota í des- Að sögn Inga verður á næstunni tekin afstaða til þess hvort lýstar kröfur í þrotabúið verði samþykkt- ar, en fyrsti skiptafundur verður haldinn 26. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.