Morgunblaðið - 27.03.1990, Síða 25

Morgunblaðið - 27.03.1990, Síða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Mikilvægi varnar- stöðvarinnar eykst átttaka í varnarsamstarfi vestrænna þjóða hefur verið einn af hornsteinum utanríkis- stefnu íslands. Atburðir síðustu mánaða og missera í Austur-Evr- ópu sýna að stefnan sem mörkuð var undir forystu Bjarna Bene- diktssonar, þáverandi utanríkis- ráðherra, árið 1949 þegar ísland gerðist aðili að Atlantshafs- bandalaginu var rétt og skynsam- leg. Allir eftirmenn hans hafa fylgt henni nær undantekningar- laust. Vinstri menn hafa alla tíð reynt að gera samstarf vest- rænna ríkja tortyggilegt. Þannig áformaði vinstri stjórn Fram- sóknarflokks, Alþýðubandalags og Samtaka fijálslyndra og vinstri manna að vísa varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli úr landi, en varð ekkert úr verki. Þannig ætluðu þessir flokkar að ijúfa samstöðu vestrænna ríkja gegn yfirgangi og ógnun Sovétríkj- anna. Hefði það tekist og friðar- hreyfingunum svonefndu á síðari hluta áttunda og í byijun níunda áratugarins orðið ágengt í bar- áttu sinni fyrir einhliða afvopnun Vesturlanda, er næsta víst að þróunin í Austur-Evrópu hefði orðið á annan veg en raun hefur orðið. Þá hefði almenningi ekki tekist, þrátt fyrir kjark, að velta kúgunarstjórnum kommúnista úr sessi. Og þá hefði viðleitni Vest- urlanda til að sannfæra Kremlar- herra að draga úr hermætti sínum og taka þátt i sameigin- legri afvopnun borið lítinn árang- ur. Með hliðsjón af þessu er vert að skoða skýrslu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra til Alþingis um utanríkis- mál. Þar talar ráðherra vinstri stjórnar Steingríms Hermanns- sonar og samstarfsmaður Al- þýðubandalagsins, flokks sem ætíð hefur reynt að reka fleyg milli íslands og annarra lýðræðis- þjóða. Utanríkisráðherra segir meðal annars: „Höfuðástæða þess að Islendingar gengu í Atl- antshafsbandalagið og gerðu varnarsamninginn við Bandaríkin var sú, að þeir gerðu sér grein fyrir að landið hafði öðlast hern- aðarlegt mikilvægi, sem ekki var hægt að sniðganga. Einhver veigamesti þáttur þessa mikil- vægis var staða landsins gagn- vart flutningsleiðunum yfir Atl- antshafið. Aðstaða hér á landi er áhrifamikil, hvort sem er til varnar eða sóknar gegn þeim. A þessu hefur engin breyting orð- ið.“ Hernaðarlegt mikilvægi ís- lands á fremur eftir að aukast en hitt í náinni framtíð. Breyting- arnar í Austur-Evrópu kalla á að eftirlitshlutverk varnarstöðvar- innar í Keflavík verði virkt eftir sem áður, þvert á það sem þeir, sem áður studdu leynt og ljóst fyrrum valdhafa kommúnistaríkj- anna, halda fram. Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hefur brugðist hart við frelsisbaráttu Eystra- saltsþjóðanna. Ástæðurnar eru margar. Umbótastefna Gorb- atsjovs í efnahagsmálum virðist ekki aðeins hafa beðið skipsbrot og lífskjör almennings versnað heldur geta afleiðingar frelsunar Eystrasaltsríkjanna haft veruleg áhrif á sovéska heimsveldið. Tak- ist Eistlandi, Lettlandi og Litháen að bijótast undan járnaga Moskvustjórnarinnar, gæti það orðið fyrsti þátturinn í sundurlið- un Sovétríkjanna. Smáríkin við Eystrasalt eru ekki aðeins mikilvæg pólitískt heldur einnig hernaðarlega fyrir sovéska flotann. Aðgangur sov- éska flotans að sjó hefur þrengst verulega en yfirráð Sovétríkjanna yfir Eystrasaltsríkjunum eru mikilvæg þar sem þau tryggja sovéska flotanum aðgang að sjó. Verði breytingar þar á hefur það mikil áhrif á stöðu íslands. Mikilvægi Kola-skaga, sem er stærsta víghreiður jarðar, mun aukast verulega ef og þegar Eystrasaltsríkin verða að fullu sjálfstæð. Og mikilvægi sjóleið- anna í kringum ísland eykst að sama skapi. Utanríkisráðherra bendir réttilega á það í skýrslu sinni að öryggi sjóleiðanna verði að skoða í ljósi þess herstyrks sem beinist að þeim: „Sovéski flotinn í norðurhöfum, ekki síst hinn kjarnorkuknúni floti árás- arkafbáta, hefur löngum verið helsta ógnin við siglingaleiðirnar. Ekki verður fram hjá því litið að ekki virðist fullkomið samræmi milli þeirrar þróunar, sem nú á sér stað í vígbúnaðarmálum í Mið-Evrópu, og áframhaldandi endurnýjunar og uppbyggingar sovéska Norðurflotans á Kola- skaga. Þótt dregið hafi úr hern- aðarumsvifum flotans og tölu- verður fjöldi eldri skipa og kaf- báta hafi verið tekinn úr umferð, hefur, vegna endurnýjunar og uppbyggingar ekki dregið úr hernaðarlegum styrk hans nema síður sé. Einnig eru æfingar flot- ans í Barentshafi markvissari og tíðari en áður. Fyrirhuguð viðbót nýs 65.000 tonna flugmóðurskips við Norðurflotann árið 1992- 1993 er dæmi um slíka uppbygg- ingu.“ Af þessu er ljóst að engin ástæða er til að breyta stefnu íslands í varnar- og öryggismál- um. Tel að Eimskip ráði Flugleiðnm algjörlega Sigurður Helgason stjórnarformaður Flugleiða í viðtali við Morgunblaðið SIGURÐUR Helgason var endurkjörinn stjórnarformaður Flugleiða á aðalfundi félagsins síðastliðinn fimmtudag. Eins og fram hefiir komið í Morgunblaðinu var þrýst á Sigurð af sljórnarmönnum Eimskips í Flugleiðum að láta af stjórnarformennsku, en hann hafhaði því. Sigurður ræðir hér við blaðamann Morgunblaðsins um rekstur félagsins, framtíðarhorfur og þau valdaátök sem átt hafa sér stað að undanfornu og undirrót þeirra. - Nú gerði Boston Consulting úttekt-á 'rekstri ykkar og lagði fram tillögur um úrbætur. Þið eruð þegar byijaðir að hrinda tillögum ráðgjafarfyrirtækisins í fram- kvæmd, bæði hvað varðar sam- drátt í Norður-Atlantshafsfluginu og að reyna að laða til ykkar far- þega sem greiða hærri fargjöld. Hefur það sýnt sig að þetta sé rétt stefna? „Það varð að ráði seinni part árs 1987 að við fengjum Boston Consulting, sem er mjög viður- kennt ráðgjafarfyrirtæki, til þess að skoða með okkur þann vanda, sem við þá stóðum frammi fyrir. Það var ljóst þá, að við vorum ekkert nálægt því áð ná þeim markmiðum sem við höfðum sett okkur um reksturinn. Þeir unnu hér með okkur í nokkuð marga mánuði og svo var það í ársbyijun 1988 sem við fengum skýrslurnar frá þeim. Þeir gerðu tillögur um að við drægjum saman Atlants- hafsflugið, vegna þess að sá rekst- ur hafði ekki gengið nógu vel og afkoman fór hríðversnandi. Fyrir því voru margar ástæður, en meginástæðan var sú að við vorum ekki samkeppnishæfir lengur. Því var dregið eitthvað úr umfangi þessa rekstrar haustið 1988, en það var í raun og veru of seint, þar sem allar áætlanir höfðu verið ákveðnar vegna reksturs sumarið 1988. En þessar breytingar komu svo til framkvæmda með fullum þunga 1989. Að vísu lögðu þeir til enn meiri samdrátt en við ákváðum að fara út í, því þeir vildu að við flygjum aðeins á einn áfangastað í Bandaríkjunum.“ Hefðum átt að draga seglin meira saman „Eftir á að hyggja, þá er líklegt að þeir hafi haft rétt fyrir sér. Við áttum að draga ennþá meira saman, en það var ákveðið að halda áfram með Orlando til við- bótar við New York, en Orlando hefur því miður ekki skilað þeim árangri sem menn gerðu sér vonir um.“ - Hvers vegna var ekki farið að ráðum Boston Consulting með enn meiri samdrátt? „Það var mat framkvæmda- stjórnar félagsins á þeim tíma (framkvæmdastjórn samanstend- ur af forstjóra og framkvæmda- stjórum fyrirtækisins - innskot blm.) að hér væri um svo mikinn niðurskurð að ræða, að það væri ekki skynsamlegt að ganga svona langt. Stjórn Flugleiða féllst á þessi sjónarmið framkvæmda- stjórnarinnar.“ - En ef þú lítur á Atlantshafs- flugið nú. Telur þú að sá rekstrar- þáttur, að flytja farþega milli Bandaríkjanna og Evrópu í þetta ríkum mæli, eigi framtíð fyrir sér, þegar reksturinn skilar engum hagnaði? „Svarið við þvi er einfaldlega það að þessi aðstaða sem við áður höfðum til þess að ná viðunandi árangri, er ekki lengur fyrir hendi. Við erum mun lakar settir nú. Prófsteinninn á framtíð Atlants- hafsflugsins verður núna á sumri komanda, hvort okkur tekst með þessum nýju vélum að ná til far- þeganna. Það eru í raun og veru nýju vélarnar sem munu skera úr um það hvort þarna er grundvöllur fyrir hendi.“ Verðum að hafa samgöngur milli Islands og Bandaríkjanna „Hitt er svo aftur ljóst að við verðum að vera með samgöngur á milli íslands og Bandaríkjanna og að mínu mati má tíðni ferða á milli íslands og Bandaríkjanna ekki vera minni en þijár til fjórar ferðir á viku. Minni tíðni er vart ásættanleg. Auðvitað er aukin tíðni enn betri og daglegar ferðir væni það ákjósanlega, en það get- um við ekki gert nema með teng- ingum við aðra staði. Þá erum við að tala um Lúxemborg og Norður- löndin. Nú stendur fyrir dyrum að auka þessar tengingar við Skand- inavíu. Við erum að gera tilraun með Baltimore og verðum með fjórar til fimm ferðir á viku í sum- ar. Þær vélar fljúga á milli Balti- more og Stokkhólms, en tengjast Lúxemborgarfluginu í Keflavík og öðrum áfangastöðum. Þessi til- raun er að minu mati prófsteinninn á það hvort þetta tekst eða ekki.“ - Hvað með markmiðið að laða í auknum mæli til ykkar þá far- þega sem greiða fullt fargjald, þ.e. þá sem ferðast í viðskiptaer- indum? „Eitt af þeim markmiðum sem Boston Consulting taldi æskilegt að stefnt væri að var að auka hlut fullborgandi farþega. Til þess að svo mætti verða, lögðum við í umtalsverðar fjárfestingar. Til dæmis voru sett ný sæti í DC 8- vélarnar. Sama gildir um Evrópu- leiðirnar. Þar var lögð meiri áhersla á þessa tegund farþega, þjónustan aukin og bætt og lagt í þann kostnað að setja upp svo- kallaðar Saga Class-setustofur fyrir slíka farþega, eða tryggja farþegum annars staðar aðgang að slíkum setustofum. Nú er þetta auðvitað langtimamarkmið, þann- ig að ekki er á þessu stigi hægt að segja að okkur hafi mistekist, en ég hef hins vegar bent á það, og gerði það í minni skýrslu á aðalfundinum, að hér er markað- urinn miklu minni fyrir þessa teg- und af farþegum, en víðast hvar annars staðar. Hann er einhvers staðar á milli 10% og 15% á með- an að hann er á bilinu 30% til 50% hjá nágrannaflugfélögum hér í kringum okkur. Við erum aðallega að flytja fólk sem ekki er í við- skiptaerindum. Það er að segja fólk sem ferðast í einkaerindum, er að fara í frí og svo framvegis." Sigurður Helgason, stjórnar- formaður Flugleiða. Erfitt að skera niður kostnað „Það er á hinn bóginn alveg ljóst að ekki hefur tekist að ná þeim markmiðum sem sett vora nægj- anlega fljótt og það er auðvitað ein af ástæðum þess að afkoman á síðastliðnu ári varð lakari en stefnt var að. Við höfum verið að draga úr umfangi félagsins og minnka um- svif, en staðreyndin er nú einu sinni sú, að það er alltaf erfitt að skera niður kostnað í hlutfalli við minnkun umsvifa. Við sitjum því uppi með hærri kostnað í ákveðn- um greinum. Þar nefni ég almenn- an rekstrarkostnað, sölu- og aug- lýsingakostnað, sem ekki hefur lækkað hlutfallslega miðað við minnkun umsvifa." Afkoma félagsins mikið áhyggjuefiii - Það liggur fyrir að rekstur Flugleiða hefur gengið illa i þijú ár og eini hagnaðurinn sem félag- ið hefur skilað hefur verið af flug- vélasölu, sem ekki hefur einu sinni náð því að mæta rekstrartapi. Er einhver brestur í rekstri félags ykkar? „Það er að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni hver afkoma félagsins hefur verið undanfarin ár og þann- ig getur þetta ekki gengið. Þarna verður að verða breyting á. Það má að vísu segja að þetta hefur verið yfirgangstímabil. Við höfum verið að losa okkur við þessar eldri vélar sem eru mjög óhagkvæmar. Það á sérstaklega við þessar DC 8-vélar, sem við höfum notað í 20 ár, eða allt frá árinu 1970. Þær eru hreinlega ekki samkeppnis- hæfar og sérstaklega hafa verið auknir erfiðleikar í rekstri þeirra hvað varðar viðhald. Það eru bók- staflega engir með þessar vélar lengur í farþegaflutningum. Það hefur verið mikið um seinkanir hjá okkur með þessar vélar, sem hefur að sjálfsögðu skemmt markaðinn alveg gífurlega fyrir okkur, sér- staklega okkar aðalmarkað í Lúx- emborg. Það er alveg ljóst að þessu verð- ur að snúa við, þannig að við náum hagnaði af rekstri okkar. Við höf- um nú þegar selt allar þessar eign- ir, þannig að það er ekki um meiri eignasölu að ræða til þess að vega eitthvað upp á móti taprekstri." Þarf að greiða á annan milljarð á ári í vexti - Nú þegar þið standið frammi fyrir þessum gríðarlegu fjárfest- ingum, hvarflar það aldrei að ykk- ur að hér geti verið um mikið hættuspil að ræða? Hvernig á reksturinn að geta skilað ykkur slíkum hagnaði að félagið ráði við það að greiða á annan milljarð króna á ári, einungis í fjármagns- kostnað, að ekki sé nú talað um afborganir af lánum, eða alla hina gjaldaliðina? „Nú er það þannig, þegar við tölum um þessa liðlega 16 millj- arða fjárfestingu, að inni í þeirri tölu era einnig tvær flugvélar sem ekki eru til afgreiðslu fyrr en á næsta ári. Eins og markaðurinn er í dag, þá höfum við raunveru- lega ekki þörf fyrir þær vélar i rekstri okkar. Það er aðeins undir þeim kringumstæðum að markað- urinn stækki, eða að við höfum tækifæri til þess að nýta þessar vélar á einn eða annan hátt, að við tökum þær í notkun. Hinsveg- ar er þetta mjög góð fjárfesting, vegna þess að þessar vélar eru mjög eftirsóttar. Ef _ við komum ekki til með að nýta þær í rekstri, þá getum við hugsanlega nýtt þær annars staðar og haft þannig ein- hvern hagnað af rekstri þeirra, eða að við getum selt þær. Við getum líka leigt þær einhveijum öðrum. Auðvitað er þetta mikil fjárfest- ing og vaxtabyrðin er mjög þung, en á móti kemur aukin hag- kvæmni í rekstrinum. Eldsneytis- sparnaður er sennilega nálægt 50%, þegar bæði Boeing 737 og Boeing 757 eru teknar, samanbor- ið við gömlu vélarnar og þetta eru náttúrlega gífurlegar fjárhæðir. Auk þess verður viðhald á nýju vélunum miklu minna en á þeim gömlu.“ Vorum framsýnir við flugvélakaupin - Hversu mikil áhætta fylgir því að veðja á flugvélasölu ef í harðbakkann slær? Er ekki verð á flugvélum breytilegt, þannig að þær gætu fallið í verði einn góðan veðurdag, kannski einmitt þegar þið væruð knúnir til þess að selja? „Við vorum það framsýnir að við pöntuðum þessar vélar á þeim tíma, þegar verksmiðjurnar höfðu verulegan áhuga á að selja vélar, því það var hörgull á pöntunum þá. Staðan er á hinn bóginn þann- ig nú að ef flugfélag vill panta slíkar vélar í dag, þá verður hið sama flugfélag að bíða eftir af- greiðslu til ársins 1996 eða 1997. Þannig liggja fyrir pantanir á þessum vélum, sennilega í hundr- uðum fyrir þetta tímabil, og verð- fall því ósennilegt. Hins vegar er staðan sú að mik- ið verðfall hefur orðið og er enn á gömlum vélum og þar held ég líka að um mikla framsýni hafi verið að ræða hjá okkur, þegar við seldum þær á sínum tíma, við mjög góðu verði, en leigðum þær svo fyrir reksturinn hjá okkur, þar til nýju vélarnar koma.“ Get ekki svarað fyrir Eimskip - Hvað segir þú um stóra hlut- hafann, Eimskip, sem á 34% í Flugleiðum. Segjum svo að illa fari hjá ykkur og þið ráðið engan veginn við þessar gríðarlegu fiár- festingar, telur þú þá að Eimskip frændi hefði bolmagn til þess að hlaupa undir bagga? Hér er Sigurði greinilega skemmt, því hann hlær við áður en hann segir: „Ég get náttúrlega ekki svarað fyrir Eimskip, en hér er um það miklar fjárhæðir að ræða að ég er ekki sannfærður um að nokkur einn hluthafi myndi eða gæti hlaupið undir bagga. Ég bendi líka á að þess era dæmi hér á landi að gjaldþrot hafa átt sér stað hjá hlutafélögum, þar sem stórfyrirtæki hafa verið hluthafar. Þá má líka hafa í huga að efna- hagsreikningur Flugleiða er stærri en Eimskips. Ég held að ef eitt- hvað verulega bjátaði á, þá hefðum við þann kost einan að selja eitt- hvað af þessum vélum, en auðvitað vona ég að til þess komi ekki.“ - Sigurður, ef við rifjum aðeins upp, þegar hann nafni þinn var ráðinn sem forstjóri árið 1985. Þú náðir þá meirhluta innan stjórnar- innar og tryggðir þar með ráðn- ingu hans. Eimskipafélagsmenn í stjórn Flugleiða vildu aftur á móti ráða Sigurgeir Jónsson sem for- stjóra. Hvernig stendur á því að sá meirihluti stjórnar sem þér tókst þá að ná samstöðu með stendur ekki með þér lengur og Eimskip hefur náð undirtökunum í stjórn Flugleiða? „Það sem hefur gerst er það að fyrir fimm árum átti Eimskip ekki nema um 20% eignarhlut í Flugleiðum og hafði aðeins tvo fulltrúa í stjórn. Ríkið átti á sama tíma 20%, en seldi skömmu síðar hluthöfum og starfsfólki Flugleiða sinn hlut. Það er frá þessum tíma sem Eimskip fer að auka hlut sinn í Flugleiðum, sem í dag er 34%. Á aðalfundi félagsins fyrir ári bætt- ist þriðji fulltrúi Eimskips við í stjórn Flugleiða, sem var Indriði Pálsson, en Jóhannes Markússon féll þá niður í varastjórn. Á aðal- fundinum nú á fimmtudag bættist einn stjórnarmaður Eimskips í varastjórn Flugleiða, en auk þess var Ólafur Ó. Johnson kosinn í aðalstjórnina, en Eimskipafélags- menn lögðu mikla áherslu á að hann færi í aðalstjórn, sem varð, þrátt fyrir að hans eignarhlutur í félaginu sé mun minni en tveggja varastjórnarmanna síðustu stjórn- ar. Annar þeirra, Jóhannes Mark- ússon, var endurkjörinn í vara- stjórn, en Dagfinnur Stefánsson hvarf úr varastjórn og Benedikt Sveinsson, stjórnarmaður í Eim- skip, tók hans sæti.“ Eimskip hefur styrkt stöðu sína í stjórn Flugleiða - Er það eðlilegt í þínum aug- um að Eimskip leggi jafnmikla áherslu á að ná meirihlutaítökum í stjórn Flugleiða og raun ber vitni? „Menn verða að draga sínar ályktanir af því, en það er auðvit- að alveg ljóst að Éimskip hefur með þessu kjöri enn styrkt sinn hlut í stjórn Flugleiða." - Ertu þeirrar skoðunar að stærð Eimskips sem eignaraðili í Flugleiðum geti orðið Flugleiðum til framdráttar? „Það er nú sjálfsagt erfitt að alhæfa um það, en eins og ég benti á í skýrslu minni til aðalfund- ar, þá tel ég að ein af ástæðunum fyrir því að hlutabréf Flugleiða hafa fallið í verði sé þessi sam- þjöppun í hlutabréfaeign og ég vísa í því sambandi til reynslu annarra markaða. Auk þess bendi ég á að í flestum öðrum löndum eru reglur um það að ef einn eig- andi er kominn upp í vissan hluta af heildarhlutafé viðkomandi fé- lags, þá beri þessum eiganda að bjóðast til þess að kaupa af öðrum hluthöfum á verði sem ekki er lægra en meðalverð undanfarinna mánaða. Þetta er gert eingöngu frá því sjónarmiði, að þegar hlut- hafar eru orðnir svona stórir, þá geti verið hætta á því að hlutur annarra hluthafa sé fyrir borð borinn. í Bretlandi miðast þessar reglur til dæmis við 30% eignarað- ild eins hluthafans. Það er kannski engin tilviljun að miðað er við þessa tölu, því ég tel að með 34% eignaraðild Eimskips í Flugleiðum ráði Eimskip Flugleiðum algjör- lega. Út frá þessu sjónarmiði teldi ég rétt að slíkar reglur yrðu settar hér.“ Svona samþjöppun hluta- fjáreignar óæskileg „Ég hef sjálfur lýst því yfir að ég telji svona mikla samþjöppun óæskilega og ég telji ákjósanlegra að það væri meiri dreifing á hluta- fjáreign. Það þekkist bæði hér á landi og annars staðar þegar þjóð- hagslega mikilvæg fyrirtæki hafa lent í erfiðleikum, að ríkisvaldið hefur komið tímabundið til aðstoð- ar, og er einfaldast að vísa til aðstoðar ríkisins við Flugleiðir 1980. Ég velti því fyrir mér hvort viðhorf ríkisvaldsins yrði hið sama til fyrirtækis með jafn samþjapp- aða hlutafjáreign og Flugleiðir og hlutafélags með dreifðari eignar- aðild.“ - Það hefur ekki farið á milli mála að undanförnu að römm átök hafa verið á milli þín og Eimskipa- félagsarmsins. Hvernig sérð þú fyrir þér samstarfið í stjórn Flug- leiða næsta árið? „Ég vona svo sannarlega að okkur takist að halda vel á málum þessa félags. Það er jú verkefni stjórnarinnar og ég mun beita mér í þeim efnum. Ég held að það skipti öllu máli að við horfum fram á við en ekki til baka og gleymum þeim ágreiningi sem uppi hefur verið.“ Hafiiaði því að binda hendur mínar að nokkru leyti - Var um eftirgjöf að ræða hjá þér, þegar þú samþykktir að fjölga um einn í stjórnskipuðu nefndinni sem starfar á milli stjórnarfunda, þannig að Indriði Pálsson kemur nú í nefndina sem þú og Hörður Sigurgestsson, varaformaður, haf- ið skipað tveir? „Ég hef ekkert út á þetta að setja. Það eru mjög veigamikil mál framundan hjá stjórninni að íjalla um. Það er nú oft þannig í stóram stjórnum, að gagnlegt get- ur verið að geta rætt mál í þrengri hópum, og við þetta hef ég ekkert að athuga. Reyndar hafði ég verið með samskonar hugmynd, áður en þessi hugmynd kom fram hjá Eimskipafélagsmönnunum, þ.e. að fjölga í nefndinni úr tveimur í þijá. Ég hafði að vísu annan mann í huga en Indriða, þ.e. úr annarri átt en frá Eimskip. Mitt sjónarmið var einfaldlega það að eðlilegt væri að Eimskip, sem á um þriðj- ung í Flugleiðum, ætti einn mann í nefndinni, eða þriðjung, en aðrir hluthafar ættu hina tvo. Eimskip vildi eindregið að þetta yrði svona og ég féllst á það.“ - Hvað gerist svo að ári? Upp- hefst valdabaráttan á nýjan leik, eða hefur þú hugsað þér að selja þinn hlut í Flugleiðum? „Ég skal engu um það spá, en ég vona að okkur takist að vinna vel saman að því að leysa þau stóru vandamál sem félagið á nú við að glima. Ég hef engar ákvarðanir tekið um það hvað ég geri, hvort ég sel minn hlut eða ekki. Ég vil hafa fijálsar hendur í þeim efnum og ég hafnaði því að binda hendur mínar að nokkru leyti.“ Viðtal Agnes Bragadóttir Jeanette Greenfield um handritamálið í nýútkominni bók: Gott dæmi um hvernig leysa má ágreining „HANDRITAMÁLIÐ er nijög sér- stætt. Ég tel að íslendingar hafi fengið þessi fornu handrit aftur heim vegna þess að ahncnningur í Danmörku var á þeirra bandi og einnig vegna sérstaks sam- bands Norðurlandanna," sagði Jeanette Greenfield, doktor í al- þjóðalögum, í samtali við Morgun- blaðið. Nýlega kom út í Bretlandi bók hennar „The return of cultur- al treasures", sem fjallar um end- urheimt menningarverðmæta ýmissa ríkja. í fyrsta kafla bókar- innar er rakin forsaga þess að Danir afhcntu Islendingum Flat- eyjarbók og Konungsbók Eddu- kvæða árið 1971. Jeanette Greenfield kvaðst telja handritamálið gott dæmi um hvernig leysa megi erfið ágreiningsefni, sem kunni að rísa vegna kröfu ríkis um endurheimt menningarverðmæta. „í bókinni fjalla ég fyrst og fremst um þau lögfræðilegu vandamál sem glímt var við,“ sagði hún. „Eftir að stjórnvöld í Danmörku höfðu tekið þá ákvörðun að handritunum yrði skilað til íslands fór málið fyrir rétt í Danmörku, því Arnamagnaean- stofnunin (Stofnun Árna Magnús- sonar) í Kaupmannahöfn vildi ekki fallast á að henni bæri að skila ritun- um og höfðaði mál gegn danska menntamálaráðuneytinu. Því var haldið fram að lög, sem kváðu á um að handritunum skyldi skilað, væru andstæð ákvæðum stjórnarskrárinn- ar um verndun eignarréttar. Það ágreiningsefni urðu Danir því að leysa heima fyrir, áður en hægt var að framfylgja vilja stjórnvalda. Það sem er einstakt við þetta mál er að íslendingar sjálfir leituðu aldrei rétt- ar síns gagnvart Danmörku fyrir dómstólum. Þeir nutu velvildar í þessu máli og almenningur í Dan- mörku var á þeirra bandi. Sérstakt og náið samband Norðurlandaþjóð- anna hafði einnig sitt að segja.“ Jeanette Greenfield kvaðst hafa Jeanette Greenfield, myndin er tekin af bókarkápu. lagt mikla vinnu í bókina. Hún sagði að það hefði tekið sig nokkur ár að ljúka henni, en við heimildasöfnun fyrir kaflann um íslensku handritin hefði hún notið mikillar aðstoðar Jónasar Kristjánssonar, forstöðu- manns Árnastofnunar og Magnúsar Magnússonar, sjónvarpsmanns og rithöfundar í Skotlandi. „Þeir hjálp- uðu mér að safna saman ýmsum gögnum frá Danmörku," sagði hún. „Ég lét þýða gögnin á ensku, en þessi vinna var afskaplega tímafrek." Jeanette hefur komið einu sinni til Islands; fyrir sjö árum. Hún er nú að vinna að riti um afstöðu Kína til alþjóðlegra laga um hafréttindi. Bókin „The return of cultural treasures" hefur hlotið lofsamlega dóma í The Times, The New York Times Book Review, The Times Lit- erary Review og The Scotsman. Bókin er tæpar fjögur hundruð blaðsíður, með fjölda mynda. Þá fylgja henni ijórar örfilmur, sem hafa að geyma tæplega 300 blaðsíð- ur úr heimildaritum, s.s. dönskum dómum vegna handritamálsins. Skyndimóttaka í fæðingaheimilinu: Stefiian bætt þjón- usta við sjúklinga — segir Eggert Jónsson læknir FYRIR SKEMMSTU tók til starfa skyndimóttaka í gamla fæðinga- heimilinu við Eiríksgötu. Eggert Jónsson læknir, eigandi skyndi- móttökunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að þar væri tekið á móti fólki sem þarfnaðist skjótrar umönnunar, og væri ætlunin að anna sjúklingum án fyrirvara. Eggert sagði markmið fyrii-tækis- ins vera bætta þjónustu við sjúkl- inga í virkri samvinnu við heil- brigðisstofnanir, en hann er einnig meðeigandi í skurðstofu sem er í sama húsi. „Það er hér aðstaða til að annast minni háttar aðgerðir, sauma sár, ganga frá brotum, leiðbeina um tognanir og ekki síst veita fólki ráð- gjöf um hvert best sé að leita, þar sem fólk hér er hnútum kunnugt í heilbrigðisþjónustunni," sagði hann. Aðspurður um þann kostnað sem sjúklingar þyrftu að bera af þjónustu fyrirtækisins sagði Éggert að honum væri stillt af megni í hóf. „Almenn þjónusta hér kostar á bilinu 1500 til 2000 krónur. Við reynum að halda pappirsvinnu í lág- marki, auk þess sem sjúklingar fá undir eins samband við lækninn, og milliliðir eru eins fáir og kostur er. Þannig verður kostnaður í lágmarki, Eggert Jónsson, læknir. jafnframt því að þjónusta verðúr' persónulegri og skjótari en fólk á að venjast." Eggert sagði, að fyrir- tækið myndi leggja sig i líma við að fólk gæti fengið aðgerðir gerðar þeg- ar því hentaði, en ekki einhveijum lækni eða stofnun úti í bæ. „Það er ætlun okkar að spyrna fótum gegn því ástandi að bílar fái oft á tíðum skjótari þjónustu en eigendur þeirra," sagði hann að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.