Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 Norðurlöndin og ný skipan mála í Evrópu effir Uffe Ellemann-Jensen Norðurlöndin hafa í mörg ár verið svolítið fjarri sviðsljósinu í Evrópu, frá því að svo ógæfulega tókst til að álfunni var skipt og öll skipan mála í henni riðlaðist. Nú er verið að teikna Evrópukortið upp á nýtt. Og Norðurlöndin hafa góða möguleika á að öðlast að nýju eðli- legan sess í Evrópu, færast nær vettvanginum þar sem ákvarðanir eru teknar, ekki aðeins landfræði- lega þegar skiptingin heyrir sög- unni til heldur einnig efnahagslega og með tiiliti til stjórnmálanna. Það er að segja ef íbúar Norðurlanda vilja þetta sjálfir. Það _er alveg ljóst hvers ég vænti. Ég álít að öll Norðurlönd eigi að feta í fótspor Dana: Taka afstöðu til framtíðar Evrópu — og láta til sín taka í samræmi við þá afstöðu með öllu sem því fylgir. Þetta er hægt að segja með skýrum hætti: Það er eðlilegt að Norður- löndin hasli sér völl innan Evrópu- bandalagsins (EB) í framtíðinni. Þar geta þau í sameiningu haft áhrif á þróun mála í álfunni, þar getur norræn samvinna þvi aftur öðlast þrótt og raunhæft markmið. Forsendan er sú að menn viður- kenni að vilji þeir áhrif verða þeir að einnig að deila ábyrgðinni. Það er þetta sem Norðurlandabúar verða nú takast á við. • Þróun mála í Evrópu undanfama mánuði hefur verið gífurlega hröð. Það er hægt að hafa áhyggjur af þessu en við á Norðurlöndunum, hægfara og tómlát í eðli okkar, getum ekki gert neitt við því. Við getum þó huggað okkar við það að það verður ekki hægt að ljúka við koma á nýrri skipan í efna- hags- og stjómmálum auk öryggis- mála í Evrópu á fáeinum mánuðum. Við megum samt ekki horfa fram hjá því að það er núna sem verið er að taka örlagaríkar ákvarðanir um framtíðina. Ég tel að þrennt muni einkenna þróun Evrópumála á næstunni: —Sameiningin í Vestur-Evrópu mun halda áfram af fullum krafti; EB vinnur ótrautt að því að hrinda innri markaðnum í framkvæmd. í kjölfar þess mun m.a. koma æ nánara samstarf á sviði efnahags- mála og í gjaldeyrismálum. Félags- legi þátturinn í þessari þróun mun svo hafa í för með sér frekari sam- einingu á öðrum sviðum. —Sameining Þýskalands er í vændum. Enginn efast um að hún muni verða og það muni gerast hratt. Þetta eykur enn áhugann á sameiningu Evrópu til að hægt verði að varðveita núverandi tengsl Þýskalands við önnur Evrópuríki. —Afram verður stefnt að fjöl- flokkakerfi og markaðsbúskap í Austur- og Mið-Evrópu. Þegargrár hversdagsleikinn tekur við í lönd- unum eftir fyrstu fijálsu kosning- amar verður knúið á um víðtækan stuðning vestrænna ríkja. Og „gömlu“ lýðræðisþjóðimar geta ekki skilið þær nýju eftir á köldum klaka. Þessi gmndvallaratriði í þróun- inni sýna með skýrum hætti að EB er sú þungamiðja sem þróun Evrópu mun taka mið af á kom- andi ámm. Nú þegar er EB orðið segullinn, helsti hvatinn að auknum samein- ingartilraunum í Evrópu. Og það er enginn vafi á að EB mun hafa úrslitaáhrif á pólitíska og efna- hagslega framtíð álfunnar. Ríki Fríverslunarbandalags Evr- ópu (EFTA) hafa gert sér grein fyrir þessu. Við sjáum að mikil áhersla er lögð á að ná árangri í viðræðum EFTA og EB um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES). Þjóðir Austur-og Mið-Evrópu hafa skilið þetta. Þrýst er á um að gera samninga um samstarf sem verði fyrsta skrefið á veginum til sífellt nánari tengsla. Mörg ríkjanna hafa lýst því yfir að loka- takmarkið sé full aðild að EB. Utan Evrópu sjáum við að lönd- in við Miðjarðarhaf reyna að styrkja sambandið við EB, banda- lagið, sem verður driffjöðrin í efna- hagslegri og pólitískri þróun í okk- ar heimshluta næstu áratugina. Öryggismálin — og þá ekki síst í sambandi við sameiningu Þýska- lands — em ofarlega á baugi. Og við emm þegar .byijuð að ræða mótun heildarlausnar á þessu sviði fyrir alla Evrópu. Þegar rætt er um mótun framtíðarstefnu í efnahags- og stjómmálum Evrópu, sem vinna verður að á næstu ámm, er það aðeins EB sem getur með mark- vissum hætti samræmt óskir Evr- ópumanna, jafnt í austri sem vestri, sem uppfylltar verða á gmndvelli víðtækrar og ábyrgðarfullrar sam- vinnu. Vegna þessa þarf EB einnig að svara kallinu: Bandalagið verður að sinna Evrópu allri. Til allrar hamingju er vaxandi skilningur á nauðsyn þess hjá þeim 12 þjóðum sem nú eru í EB. • Vilji Norðurlöndin hafa áhrif á þróun mála verða þau að taka af fullum krafti þátt í öllu starfinu, alls staðar þar sem teknar em mikilvægar ákvarðanir um nýskip- an mála í Evrópu. Viðræður EFTA og EB gefa til kynna að þau hafi hug á því. Danir hafa frá upphafi unnið ötullega að því að árangur náist í þessum viðræðum. Við höf- um reynt að leggja fram okkar skerf, bæði hvað snertir tæknileg atriði viðræðnanna og stjómmála- lega þáttinn. Þetta geram við sum- part vegna þess að norrænir vinir okkar æskja þess, sumpart vegna þess að Danmörk á sjálf augljósra hagsmuna að gæta. En á sama hátt og við ræðum af hreinskilni um framtíð norrænn- ar samvinnu tel ég að við verðum einnig að segja álit okkar á mögu- legri framvindu viðræðna EFTA og EB. / Ég skal ekki tala neina tæpi- tungu: Ég tel það mjög vafasamt að hægt verði að uppfylla þær væntingar sem mörg EFTA-ríki hafa um árangur viðræðnanna. Mikilvægasta atriðið verður möguleiki landa utan EB til að hafa áhrif á ákvarðanir sem teknar em í bandalaginu. í þessu sam- hengi er nauðsynlegt að tjá sig skýrt. Það er ekki hægt að gera hið ómögulega. Raunveruleg áhrif er aðeins hægt að hafa með aðild. Öðruvísi getur þetta ekki orðið. Ef við reyndum að sjá fyrir okk- ur fyrirmynd að lausn þar sem uppfylltar yrðu óskir EFTA-ríkj- anna er óhjákvæmilegt að hún yrði til að veikja samstarf EB-þjóðanna sem byggist á gagnkvæmum skyld- um. Það verður að hafa í huga að eitt brýnasta hagsmunamál EB er að innri þróttur bandalagsins fari ekki forgörðum'— og honum er m.a. haldið við með því kerfi sem notað er til að taka ákvarðanir. Styrkurinn út á við byggist á innri þrótti bandalagsins. • Tillagan um EES-viðræðumar kom frá Jacques Delors, forseta framkvæmdastjórnar EB og það er aðeins rúmt ár síðan hann setti hana fram, í janúar 1989. En ein- mitt þetta tímabil er mjög langt í Evrópu nútímans. Sviðið hefur gjörbreyst, Evrópa er ekki söm og fyrr. Þess vegna verðum við að spyija okkur hvort hugmyndin, sem lá að baki er Delors setti fram tillöguna um framtíð Evrópusam- starfsins, sé ekki þegar orðin úrelt vegna rásar atburðanna. Þess vegna segi ég að Norður- löndin verða nú að fara að huga að aðild að EB. Þetta geri ég vegna þess að ég er sannfærður um að löndunum sé eðlilegt að heyra til þessum sam- tökum vegna uppbyggingar efna- hagslífsins í löndum okkar og þró- Uffe Ellemann-Jensen, utanrík- isráðherra Danmerkur. aðs lýðræðisskipulags. Og ég geri þetta vegna þess að ég óttast að of miklar væntingar um árangur EB-EFTA viðræðnanna geti leitt okkur inn í blindgötu. Per Kleppe, fyrmm fram- kvæmdastjóri ÉFTA, komst eitt sinn hnyttilega að orði er hann lýsti samtökunum sem „biðstofu EB.“ Árangur viðræðna EFTA og EB getur orðið til að búa löndin undir aðild að EB síðar. Og líkja má þeim fórnum sem EFTA-löndin þurfa að færa, við fyrstu útborgun á EB-aðild. Hvers vegna? Vegna þess að mér sýnist að Norðurlöndin hUóti að fara þá leið, vegna eigin hagsmuna sinna. Ella munu þau eiga á hættu að efnahagslíf þeirra verði smám saman dæmt til útkjál- katilveru í Evrópu, auk þess sem þau munu ekki hafa raunveruleg áhrif á gang mála í álfunni um langa hríð. Fram til þessa hefur það valdið raunverulegum vanda að sum EFTA-löndin eru hlutlaus. Einnig að þessu leyti eru viðhorfín breytt. Að sjálfsögðu hljóta þessar þjóðir að ákveða sjálfar hvort hlutleysið samrýmist aðild að EB. Það er aðeins á þeirra valdi. Þetta höfum við sagt við Austurríkismenn. Þeir hafa sótt um aðild og þess vegna þegar svarað spurningunni. Hlutleysishugtakið mun einnig breyta um inntak í Evrópu fram- tíðarinnar. Innan skamms mun núverandi Austur-Þýskaland verða hluti EB og sama er að segja um Austurríki. Vonandi og að öllum líkindum munum við verða vitni að því er hugtökin austur og vestur verða ekki meginmálið. Þetta mun valda því að hlutleysi nýrra aðild- arríkja verður ekki áhyggjuefni fyrir EB. Spurningin uin aðild er mun af- drifaríkari en svo að hún snerti eingöngu innri markaðinn eða hlut- leysi. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst hún um það að koma á lagg- irnar evrópsku skipulagi sem styrk- ir samstarf allra lýðræðislanda. Þjóðir EB-ríkjanna og Norðurland- anna —hvort sem þær eru hlut- lausar eða ekki — hljóta í þeim efnum að eiga sameiginlegra hags- muna að gæta og styðja slíka þró- un. Og hvað verður þá um norræna samvinnu? Við verðum að viður- kenna að Norðurlandasamvinnan hefur ekki reynst nægilega áhrifarík til að leysa vanda efna- hagsmálanna. Tilraunir, sem gerð- ar hafa verið til að koma á sameig- inlegum markaði landanna, hafa allar runnið út í sandinn, verið fórn- að á altari smásmugulegrar vernd- arstefnu. í reynd er það svo að sameiginlegur, norrænn markaður mun aðeins komast á vegna þess að löndin verða að aðlaga sig innri markaði EB. Og jafnframt því sem evrópskt samstarf tekur framför- um mun verða sjálfsagt að auka norrænt samstarf. Norræn samvinna mun gegna hlutverki í Evrópu framtíðarinnar. Skilyrðið er að menn beini sjónum sínum í ríkari mæli að þeirri nýskip- an Evrópumála sem nú hillir undir. Við Norðurlandabúar eigum í sam- einingu gildi sem em þess virði að hiúð sé að þeim, að þau séu látin dafna. Margar þjóðir líta á þjóðfé- lag qkkar sem það er stefna beri að. Á ýmsum sviðum verður hægt að leita til samfélaga okkar um fyrirmyndir, til lýðræðishefða okk- ar og stofnana, til að fá innblástur þegar framtíð Evrópu verður mót- uð. Við lifum á tímum alþjóðlegra samskipta. Það hefur í för með sér að við verðum að leysa æ fleiri samfélagsverkefni með alþjóðas- amvinnu. Eðli þeirra vandamála, sem leysa skal og sá vettvangur sem valinn er í hvert sinn, taka sífelldum breytingum. En þetta merkir ekki að framvegis verði ekki þörf fyrir skipulegt samstarf þjóðahópa á borð við norræna sam- starfið. Öðm nær. Við Norðurlandabúar getum lagt fram ákveðinn skerf til hinnar nýju Evrópu. En ef við ætlum að láta vemlega til okkar taka hljótum við að gera það innan marka hennar. • Þessar hugleiðingar mínar em tilraun í þá átt að gefa norrænu samstarfi inntak í Evrópu framtíð- arinnar. Boðskapur minn er þessi: Styrkjum þátt Norðurlandanna í mótun nýrrar samvinnu í Evrópu. Styrkjum rödd Norðurlanda í evr- ópsku samstarfi. Við skulum með þessum hætti gefa norrænni sam- vinnu raunhæft inntak og algjör- lega nýja vídd í evrópsku samstarfi. Við megum ekki treysta á tál- vonir. Við verðum að nýta okkur þau tækifæri sem gefast. Ný Evr- ópa er í burðarliðnum. Þungamiðja hennar er í samstarfi EB, þar sem allir deila með sér skyldum og ábyrgð. Þeir sem vilja hafa áhrif hljóta að taka þátt í samstarfinu — heils hugar og að fullu. Höfundur er utanríkisráðherra Danmerkur og grein þessi birtist einnig í norska dagbiaðinu Aftenposten, Dagens Nyheterí Svíþjóð, Hufvudstadsbladetí Finnlandi og Politiken í Danmörku. Afmæliskveðja: Ólína I. Jónsdóttir frá Skipanesi Þegar ‘hún Ólína frá Skipanesi verður á vegi mínum eða kemur fram í huga minn, vakna þau oft í vitund minni þessi orð Frelsarans: „Það sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Svo oft hefi ég orðið hennar var á þeim slóðum, þar sem sjúkir og ein- stæðir em. Þangað er hún knúin af þeim mannkærleika, sem er svo snar og sterkur þáttur í lífsstefnu hennar. Og nú er Ólína áttræð í dag. Hún fæddist á páskadagsmorgni hinn 27. mars árið 1910 á Kaðalsstöðum í Stafholtstungum. Foreldrar hennar vom Jón Ólafsson Þorbjamarsonar af Helgavatnsætt og Guðrún Krist- jánsdóttir frá Bjargasteini í Staf- holtstungum. Ólína var heitin eftir móðursystur sinni, sem flutti til Kanada aldamótaárið. Tíu vikna gömul var Ólína tekin í fóstur af Árna Guðmundssyni og Rannveigu Pétursdóttur í Stóm- Skógum í Stafholtstungum. Þau reyndust henni sem bestu foreldrar og minnist hún þeirra með miklum hlýhug og einlægu þakklæti. Rann- veig lést árið 1917. Þremur áram síðar fór Ólína frá Stóru-Skógum að Húsafelli til hjónanna Þorsteins Þor- steinssonar og Ingibjargar Kristleifs- dóttur, sem þá voru að hefja búskap þar. Á Húsafelli átti Ólína svo heimiiis- festi þangað til hún fór að búa sjálf og undi þar hag sínum hið besta. Hún átti þau Þorstein og Ingibjörgu bæði að foreldrum og vinum. Um nokkurt skeið átti Ingibjörg við heilsuleysi að stríða. Þá annaðist Ólína um heimilið og fórst það vel úr hendi. Haustið 1930 hóf Ólína nám við Héraðsskólann á Laugarvatni. Var hún þar í tvo vetur og sóttist námið vel, enda námsmanneskja góð og prýðisvel gefin. „Þar var gott að vera og mikið lært,“ segir hún sjálf um námdvöl sína á Laugarvatni. Haustið 1933 flytur Ólína frá Húsafelli, en á þar þó lögheimili áfram fyrst um sinn. Hún var einn vetur við störf í Reykjavík og eftir það starfaði hún á ýmsum stöðum í Borgarfírðinum. Vorið 1936 hóf hún svo búskap með unnusta sínum, Stefáni Gunn- arssyni, og haustið 1937 gengu þau í hjónaband. Þau bjuggu á Akranesi til vors 1941. Þá fluttu þau að Skipa- nesi í Leirár- og Melasveit og hófu búskap þar. Þau eignuðust 4 börn. Elstur er Gunnar, starfsmaður á Gmndartanga, f: 1940, býr á Akra- nesi, þá er Ármann Ámi, skipstjóri, f. 1942, búsettur á Akranesi, Svandís Guðrún, húsmóðir í Skipanesi, f. 1946 og yngst er Jóhanna Gunnhild- ur, býr í Hafnarfírði, f. 1948, stund- ar nám við textíldeild Handíða- og myndlistaskólans í Reykjavík. Árið 1970 hættu þau Ólína og Stefán búskap að mestu, en Svandís dóttir þeirra tók við. Næstu árin var þó heimili þeirra í Skipanesi. Þá réðst Ólína til starfa við heimilishjálp á vegum Kvenfélags Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. í því hlutverki naut hún sín framúrskarandi vel og vann, af sinni eðlilægu fómfýsi og mannkær- leika, mikið og dáðríkt blessunar- starf á þeim vettvangi, sem þörfin var allra mest og brýnust. Árið 1975 fluttu þau hjónin til Akraness. Þar hélt Ólína áfram að starfa við heimilishjálpina. Um 11 ára skeið vann hún hálfan daginn, síðdegis, í Akrapijóni, en árdegis sinnti hún köllun sinni meðal þeirra sem á hjálp hennar og liðsinni þurftu að halda. Þá hefur hún einnig verið mjög virk í Sjúkravinafélaginu á Akranesi. Þeir munu fáir meðal Ak- urnesinga sem oftar leggja leið sína á Sjúkrahúsið á heimsóknartímum, til þess að heimsækja vandalausa, sitja hjá þeim og lesa fyrir þá en Ólína Jónsdóttir. í ágústmánuði 1984 fluttu þau hjónin að Höfðagrund 4 á Akranesi. Þar hafa þau búið sér fagurt, hlýtt og friðsælt athvarf. Þangað er gott að koma og njóta óbrigðullar gest- risni húsráðanda. Enn í dag starfar Ólína af lifandi áhuga í Sjúkravinafélaginu og Góð- templarareglunni. En bindindis- og bræðralagshugsjónin hefir alla tíð verið hennar hjartans mál. Þessi orð skáldsins gætu verið einkunnarorð hennar: Vektu þeim vonir í hjarta, sem veturinn særir. Skapaðu gleði úr gráti og geisla úr skuggum. Guð blessi þig, Ólína mín, á merkum tímamótum ævi þinnar. Heill og gifta fylgi þér héðan í frá sem hingað til. Þess skal að lokum getið, að Ólína tekur á móti gestum í tilefni afmælisins í Oddfellowheimilinu á Kirkjubraut 54 á Akranesi laugar- daginn 31. mars kl. 14-18. Björn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.