Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Sljórnarformaður Flugleiða: Vill lög sem tryggi hlut minni hluthafa SIGURÐUR Helgason, stjórnarformaður Flugleiða, segist telja að með 34% eignarhlut Eimskips í Flugleiðum, ráði Eimskip Flugleiðum algjör- lega. Hann telur eðlilegt að hér verði sett löggjöf, sambærileg við það sem tíðkast í öðrum löndum, svo sem Bretlandi, þar sem eignaraðila sem á 30% eða meira í hlutafélagi, sé skyit að bjóðast til þess að kaupa aðra hluthafa út, á meðalverði undanfarinna mánaða. Þetta kemur fram í viðtali sem Morgunblaðið á við Sigurð Helgason, og birtist á miðopnu blaðsins. Sigurður segir jafnframt að af- koma félagsins undanfarin ár sé mikið áhyggjuefni og þessari óheilla- vænlegu þróun verði að snúa við. Hann telur að tilkoma nýju vélanna og flug þeirra milli Bandaríkjanna og Evrópu í sumar verði prófsteinn- inn á það hvort grundvöllur sé fyrir Atlantshafsfluginu í þeim mæli sem nú er. Sigurður segist engu vilja um það spá hvort til nýrra átaka komi innan stjórnar Flugleiða að ári, milii hans og Eimskipafélagsarms stjórnarinn- ar. Hann hafi hins vegar hafnað því að binda hendur sínar á nokkurn hátt hvað varðar hugsanlega sölu á eignarhlut hans í Flugleiðum. Sjá: „Tel að Eimskip ráði Flug- leiðum algjörlega" í miðopnu. Fiskeldi: Framleiðsluverð- mæti eykst um 48% Morgunblaðið/Rúnar Þór Átök á skautasvellinu Áhugi á skautaíþóttinni hefúr vaxið mjög á Akureyri með tilkomu vélfrysta skautasvellsins og tals- verður hópur æfir reglulega. Á'laugardagskvöld, þegar þessi mynd var tekin, var keppni þriggja liða sem skipuð voru Akureyringum og nokkrum Reykvíkingum og var hart barist eins og sjá má. Landsbankinn: 16 afgreiðslustaðir af 40 skila hagnaði Yfírvinnutímum fækkaði um 40 þúsund á síðasta ári HÆKKUN launakostnaðar Landsbanka íslands á milli ára, frá 1988 til 1989, var einungis liðlega 8%, stöðugildum fækkaði um milli 40 og 50 og samdráttur varð í yfirvinnu um 40 þúsund klukkustundir. Sverr- ir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, segir að þessum aðhalds- aðgerðum Landsbankans verði haldið áfram og í tengslum við sam- runa Samvinnubanka og Landsbanka verði gert stórkostlegt átak í þessum efhum. Af liðlega 40 afgreiðslustöðum Landsbankans á ís- landi voru einungis 16 sem skiluðu hagnaði. Þetta er Landsbanka- mönnum mikið áhyggjueíhi, og telja þeir því þörf á ýtrustu aðhaldsað- gerðum, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. FRAMLEIÐSLUVERÐMÆTI í fiskeldi á síðasta ári var 2.351 Rannsókn vegna láts á skurðstofu Sjúkrahúsyfirvöld á Landspít- ala hafa farið fram á lögreglu- rannsókn vegna andláts sjúklings sem gekkst undir aðgerð á spítal- anum. Sjúklingurinn var skorinn upp við brjósklosi en við aðgerð- ina fór eitthvað úrskeiðis með þeim afleiðingum að sjúklingnum blæddi út á skurðarborðinu. Skúli G. Johnsen borgarlæknir segir að yfirlæknir við spítala eigi rétt á að fara þess á leit að rannsókn- arlögreglan rannsaki slík mál sem hlutlaus aðili og einnig sé eðlilegt að heilbrigðisyfirvöld kanni læknis- fræðilega hlið málsins. Sú rannsókn er í höndum embættis borgariæknis. Mannskaðarannsókn hefur einu sinni áður farið fram vegna svipaðs atviks, árið 1964. milljón kr. samkvæmt áætlun Veiðimálastofhunar og er það 48% aukning frá árinu 1988. Mestu verðmætin eru í matfisk- eldi á laxi, þar sem framleidd voru um 4 þúsund tonn að verð- mæti 1,2 milljarðar kr. Hluta af þessum laxi var slátrað, eða alls 1.598 tonnum að verðmæti 480 milljónir kr. Tæplega 200 tonnum af silungi að verðmæti 54 millj. kr. var slátrað. Um 1.238 tonn af laxi og silungi voru flutt út, samtals að verð- mæti um 380 milljónir kr. Veiðimálastofnun áætlar að á árinu 1990 verði framleidd 4 þús- und tonn af laxi til slátrunar í eld- isstöðvum og á bilinu 400 til 760 tonn komi úr hafbeit, samtals um 4,4 þúsund tonn, en á síðasta ári var 1.598 tonnum slátrað. Áætlað er að 430 tonnum af silungi verði slátrað í ár en í fyrra var 197 tonnum af silungi slátrað. Veiði- málastofnun telur að 10-11 milljón gönguseiði verði framleidd í ár, í fyrra voru framleidd 7,6 milljón gönguseiði og 2,4 milljón stórseiði. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins stefnir Landsbankinn að því að fækka um nálægt 300 starfs- mönnum á næstu tveimur til þremur árum. Landsbankinn ræður ekki í nýjar stöður sem losna og hefur ekki gert að undanförnu. Forsvars- menn Landsbankans munu telja að hægt verði að fækka starfsmönnum umtalsvert á næstunni, án þess að grípa þurfi til uppsagna í stórum stíl. Benda þeir á að miklar hreyf- ingar séu meðal bankastarfsmanna og því sé alltaf mögulegt að grípa til hagræðingar og ákveða að ráða ekki í stöður sem losna. Reyndar hefur verið talið að ákjósanlegt sé að heildarstarfsmannafjöldi bank- ans sé um 800 manns, en nú starfa við bankann nálægt 1.100 manns. Þessi áætlun miðast við starfs- mannafjölda Landsbankans, fyrir sameiningu við Samvinnubankann. Eftir að Landsbanki og Samvinnu- banki hafa sameinast, fjölgar starfs- mönnum um 200 til 300 manns. Landsbankinn hefur liðlega 40 afgreiðslustaði á íslandi og sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins voru það einungis 16 afgreiðslu- staðir sem skiluðu hagnaði á liðnu ári. Tap varð á öllum hinum. Lands- bankinn bindur miklar vonir við aukna hagræðingu og betri afkomu við samrunann við Samvinnubank- ann og sameiningu útibúakerfis bankanna. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, segist eiga von á því að hann samþykki samruna Landsbanka og Samvinnubanka, en ekki liggi fyrir hvenær það verði. Málið sé í athug- un. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er það til skoðunar í við- skiptaráðuneytinu með hvaða hætti útibúaskipting viðskiptabankanna úti á landi getur orðið með hag- kvæmustum hætti. Þar er átt við skiptingu milli Landsbanka, Búnað- arbanka og hugsanlega íslands- banka. Mikið fannfergi norðanlands: Jarðbönn fyrir hross í 2 mánuði ALGER jarðbönn hafa verið í mörgum sveitum Norðurlands í tvo mánuði. Fannfergi er víða meira en verið hefur í áratugi. Oddvit- ar, forðagæslumenn og ráðunautar hafa fylgjast með fóðurbirgðum og í einstaka tilvikum hefúr þurft að miðla heyi á milli bæja, en ekki er talið að neyðarástand skapist nema vorið verði þeim mun harðara. Mikill snjór er í Austur-Húna- vatnssýslu, sérstaklega í Svínadal, Vatnsdal og Þingi, en minni snjór er í Blöndudal og yst á Skaga. Búnaðarsambandið hefur beðið oddvita sveitahreppanna að hraða vorskoðun forðagæslumanna. „Hér hefur verið leiðinda tíð frá því rétt eftir áramót og nú er hér meiri snjór en ég man eftir og hef ég þó búið hér lengst af minni ævi,“ sagði Siguijón Lárusson, bóndi og oddviti á Tindum í Svína- vatnshreppi. Hann sagði að algert hagleysi væri í hreppnum og hefði verið frá því í byijun febrúar. „Mín hross hafa verið á fullri gjöf frá 4. febrúar," sagði Siguijón. Hann sagði að bændur þyldu hag- leysið misvel en ekki hefði enn komið til þess að þurft hefði að miðla heyjum. Næg hey væru í sveitinni en miðlun erfið vegna hættu á riðusmiti. Samgöngur eru erfiðar í Svína- vatnshreppi og oft orðið ófært daginn eftir að mokað er. Sagði Siguijón að í hluta hreppsins væru orðin svo mikil snjógöng með veg- um að erfitt væri að moka þá. „Við berum okkur sæmilega vel, þráumst við fram á páska. Von- andi lagast þetta þá,“ sagði hann. í Skagafirði er mikill snjór, sér- staklega út með firðinum að aust- anverðu, t.d. í Viðvíkursveit, Hofs- hreppi og Fljótum. Víkingur Gunnarsson, ráðunautur á Sauð- árkróki, sagði að jarðbönn hefðu verið fyrir hross í tvo mánuði og veturinn því óvanalega gjafafrek- ur. Taldi hann að einstaka bændur væru að komast í þrot með fóður og yrði heyjum miðlað innan sveit- anna eftir þörfum, en almennt væru menn vel settir. Bjarni Maronsson, bóndi á Ás- geirsbrekku og oddviti Viðvíkur- hrepps, sagði að það sem ein- kenndi veturinn væri hvað snjór- inn væri jafnfallinn og samfrosinn yfir allt, lítið stæði uppúr. Því hefðu verið alger jarðbönn frá því um mánaðamótin janúar og febrú- ar og bændur þurft að gefa hross- um fulla gjöf. Venjulega væri hrossum gefið úti, en nú þyrftu þau aukaskammt. Bjarni sagði að við þetta gengi á fóðurforða bænda en ekki væri útlit fyrir neitt neyðarástand enda hefðu hey verið í góðu meðallagi eftir síðasta sumar. Bjarni sagði að mikill snjór hefði líka verið í fyrravetur en þessir tveir vetur væru líklega þeir verstu að þessu leyti í þijátíu ár. Hann sagðist ekki vera búinn að fá reikning frá Vegagerðinni fyrir snjómokstur í Viðvíkursveit, en bjóst við að sá reikningur yrði hærri en hann hefði áður séð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.