Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 Listahátíð: Grænu blökkukonurn- ar og Salif Keita koma ÁKVEÐIÐ hefur verið að franska hljómsveitin Grænu blökkukon- urnar og hljómsveit Salif Keita frá Malí í Vestur-Afríku taki þátt í Listahátíð í sumar. Báðar sveit- irnar eru mannmargar, Salif Keita kemur með 17 manna flokk tónlistarmanna og dansara. Hann flytur blöndu af Afiríkutón- list og vestrænu tæknipoppi. r\KBm-§<5-§> Þ.ÞORGRÍMSSON &C0 mm RUTLAND mm ÞÉTTIEFNI ÁÞÖK-VEGGI-GÓLF ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Tónleikarnir verða haldnir á Hót- el Islandi að sögn Egils Helgason- ar, blaðafulltrúa Listahátíðar. Grænu blökkukonurnar spila líklega 14. júní og tónleikar Salif Keita verða eitthvað fyrr. Egill seg- ir að litlar líkur séu nú á að fleiri tónlistarmenn láti í sér heyra á lista- poppi Listahátíðar, það sé þó ekki útilokað. Reynt var að fá B.B. King til að halda hér tónleika, en að sögn Eg- ils kemst hann ekki. Þá kom til greina að Gypsy Kings kæmu á Listahátíð, en ekkert varð úr því þar sem þeir vildu fá 5 milljónir króna í þóknun. Hljómsveitirnar tvær sem samið hefur verið við, taka ekki eins mikið fyrir að koma fram, Grænu blökkukonurnar vilja rúmlega 350 þúsund krónur fyrir viðvikið og Salif Keita tekur enn minna fyrir sinn snúð. SVR fær nýja vagna Morgunblaðið/JúlSus Þrír fyrstu vagnarnir af tuttugu, sem Strætisvagnar Reykjavíkur hafa samið um kaup á, eru komnir á götuna. Aka tveir þeirra á leiðum 13 og 14 um Breiðholtið og einn um Grafarvogshverfin. Að sögn Sveins Björnssonar framkvæmdastjóra, er þetta í þriðja sinn sem samið er um kaup á vögnmu sem afhendast eiga á fjórum árum. Vagnarnir taka 90 manns í sæti og stæði og kosta um 10,5 millj. hver. í haust er von á þremur til viðbótar sömu tegundar. Japan: Islenskur hljómdisk- ur í hópi tólfþeirra eftirtektar- verðustu JAPANSKA tímaritið Geijutusu valdi hljómdiskinn Kveðið í bjarg, með Hamrahliðarkórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, einn af tólf eftirtektarverðustu diskunum frá Norðurlöndunum árið 1989. Tónlistin sem kórinn flytur á þessum hljómdiski er eft- ir íslensk tónskáld. í umfjöllun sem fylgdi tilnefning- unni segir Shozo Ohisuka meðal annars, undir fyrirsögninni Tærir tónar skapa einstaka stemmningu: „Við getum sagt að ísland sé mjög langt frá Japan og í hugum okkar virðist það oft vera enn fjarlægara en hin Norðurlöndin. Við heyrum því miður íslenska tónlist ekki oft hér í Japan, en á ísjandi er tónlist- arlíf mjög blómlegt. íslendingar eiga mikið af frábærum tónskáldum og tónverkum, góða sinfóníuhljómsveit, hljóðfæraleikara og kóra. Hamrahlíðarkórinn sem flytur tónlistina á hljómdiskinum Kveðið í bjarg er mjög góður kór og gefur góða hugmynd um flutningsmáta og gæði sem einkenna marga nor- ræna kóra. Tónn kórsins er sam- bærilegur við þau gæði sem ein- kenna sænsku og finnsku kórana. Á þessum diski með verkum íslenskra tónskálda geur að heyra einstakan tónblæ og stemmningu sem leiðir hug okkar til hinar fjarlægu eyjar í norðri." Tólf eftirtektarverðustu hljóm- diskarnir voru valdir úr miklum fjölda diska frá þekktum norrænum útgáfufyrirtækjum eins og Finl- andia, Bis og Caprice, en útgefandi disks Hamrahlíðarkórsins er ís- lenska tónverkamiðstöðin. IBM PS/2 Þar sem hraði skiptir máli í öllum rekstri skiptir hraði máli. Tími skiptir máli og sá tími sem varið er í að sitja auðum höndum fyrir framan tölvuskjá er að eilífu glataður. Með PS/2 einmenningstölvunum, OS/2 stýrikerfinu og micro channel tengibrautinni fór IBM byltingakennda leið til að auka hraða við tölvuvinnslu. PS/2 tölvunni var gert kleift að vinna að mörgum verkum samtímis. Þannig var ekki nóg með að hraðinn ykist um eitthvert hlutfall: hann margfaldaðist! Nú er ekki eftir neinu að bíða PS/2 einmenningstölvurnar hafa fyrir löngu sannað yfirburði sína jafnt fyrir einstaklinga sem stærstu fyrirtæki. PS/2 er hraðvirk, öflug, skemmtileg í notkun og jafnvíg bæði sem einkastöð og í neti. Tryggðu þér IBM PS/2. Láttu aðra um að bíða. FYRST OG FREMST SKAFTAHLÍÐ 24 REYKJAVlK SlMI 697700 ARGUS/SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.