Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
72. tbl. 78. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Ungverjaland:
Þreyta talningamanna
tefiir fyrir úrslitum
Búdapest. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladsins.
YFIRKJÖRSTJÓRN þingkosninganna i Ungverjalandi gat ekki birt
endanleg úrslit kosninganna í gær, en samkvæmt lögum bar henni
að birta úrslit innan sólarhrings eftir að kjörstaðir lokuðu á sunnu-
dagskvöld. Hún tilkynnti í gærkvöldi að talningamenn á nokkrum
kjörstöðum væru farnir heim frá óloknu verki vegna þreytu. Endan-
leg úrslit myndu því ekki liggja fyrir íyrr en í dag, þriðjudag.
Reuter
Sovésk herþyrla dreifir flugritum yfir Vil-
nius í gær þar sem hvatt er til mótmæla
gegn ríkisstjórn Litháens í dag. A innfelldu
myndinni sjást sovéskir hermenn við inn-
gang menntaskóla kommúnistaflokksins í
Vilnius í gær. Sovéski herinn hefur skólann
og nokkrar aðrar opinberar byggingar í
borginni á valdi sínu. Hafa yfirnienn hersins
neitað að hverfa á brott úr þeim.
Rúmlega 80% atkvæða höfðu ver-
ið talin í gærkvöldi og voru hægri
flokkarnir ótvíræðir sigurvegarar
kosninganna. Lýðræðisvettvangur
Ungvetjalands hafði hlotið 24,5%
atkvæða og ftjálsir demókratar
21,18%, Bændaflokkurinn 12,16%,
Sósíalistaflokkurinn, flokkur um-
bótasinna úr gamla kommúnista-
flokkurinn, 10,65%, Ungir demó-
kratar 8,57% og Kristilegir demó-
kratar 6,43%.
í gærkvöldi var aðeins vitað um
fimm menn sem náð höfðu kjöri í
fyrri umferðinni en samkvæmt hinni
flóknu kosningalöggjöf landsins átti
að kjósa 176 þingmenn af 386
beinni kosningu. Seinni umferðin
verður 8. apríl. Miklos Nemeth, for-
sætísráðherra, sem bauð sig fram
sem óháð, er einn þeirra sem hafa
náð kjöri en Lýðræðivettvangurinn
studdi hina fjóra.
Listar flokkanna 12 sem buðu
fram á landsvísu þurftu minnst 4%
atkvæða til að ná þingsæti og höfðu
sex flokkar náð því marki. Jafnaðar-
Gorbatsjov útilokar ekki valdbeitingu í Litháen:
Herþyrlur notaðar við boð-
un útiíimdar gegn sjálfetæði
Talsmenn Sajudis óttast að fiindurinn verði hernum tilefni til valdbeitingar
Moskvu. Reuter og Daily Telegraph.
SOVÉSKAR herþyrlur voru not-
aðar í gær til að dreifa miðum
þar sem boðað er til fjöldafundar
í Vilnius, höfuðborg Litháens, í
dag kl. 16.00 að staðartíma (13.00
að íslenskum tíma). A miðunum
sem undirritaðir eru af samtökum
rússneska og pólska minnihlutans
í lýðveldinu stendur m.a.: „Spyrjið
okkar nýju leiðtoga hvar sé nú
viðurkenning erlendra ríkja á
fullveldi Litháens sem þeir lofuðu
og hvar sé efnahagsaðstoðin?"
Talsmenn Sajudis, sjálfstæðis-
hreyfingar Litháens, sögðust í
gær óttast að herinn myndi sker-
ast í leikinn ef til óeirða kæmi
fyrir utan þinghúsið þar sem fund-
urinn verður haldinn.
Viðræöur hófust í gær milli hátt-
settra yfírmanna sovéska hersins í
Vilnius og stjórnvalda þar. Rom-
ualdas Ozolas, aðstoðarforsætisráð-
herra Litháens, sagði að loknum
fundinum í gær að hann hefði verið
„lítið skref í þá átt að taka upp við-
ræður við Moskvustjórnina". Frekari
fundahöld eru áformuð í dag. Carla
Gruodis, talsmaður upplýsingaskrif-
stofu þings Litháens, sagði hins veg-
ar í samtali við Reuters-fréttastof-
una að viðræðurnar féllu nokkuð í
skuggann af útifundi andstæðinga
sjálfstæðis Litháens. Enn er spenna
í lofti í Vilnius eftir að aukinn her-
styrkur var sendur inn í borgina
aðfaranótt laugardags og í kjölfar
þess að herinn tók fjórar opinberar
byggingar á sitt vald á sunnudag.
Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov-
étríkjanna, hitti Edward Kennedy,
öldungadeildarþingmann frá Banda-
ríkjunum, að máli í gær. Þar lét
Gorbatsjov í ljós ósk um friðsamlega
lausn deilunnar um sjálfstæði Lithá-
ens en útilokaði ekki valdbeitingu
ef mannslífum væri ógnað.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjastjórnar, lýsti því yfir í
gær að „frekari aðgerðir" Moskvu-
stjórnarinnar gegn Litháum gætu
komið niður á samskiptum Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna.
Sjá viðtal við fréttamann út-
varpsins í Vilnius á bls. 22.
mannaflokkurinn hlaut aðeins 3,5%
fylgi og gamli kommúnistaflokkur-
inn 3,6%.
Joszef Antall, formaður Lýðræð-
vettvangs, var sigurviss í gærdag.
Hann sagði að flokkar smábænda
og kristilegra demókrata væru eðli-
legir samstarfsaðilar hreyfingarinn-
ar í samsteypustjórn. Jaspar Kis,
förmaður ftjálsra demókrata, var
ekki reiðubúinn að viðurkenna ósig-
ur fyrir Lýðræðisvettvangnum.
Danir spilla
samningum
EB og EFTA
Utanríkisráðherrar þriggja
Norðurlanda, sem eiga aðild að
Fríverslunarbandalagi Evrópu
(EFTA), Finnlands, íslands og
Svíþjóðar, hafa brugðist hart við
blaðagrein Uffe Ellemann-Jen-
sens, utanríkisráðherra Dana, um
málefni Evrópubandalagsins (EB)
og EFTA. Að sögn Ríkisútvarps-
ins saka ráðherrarnir þrír starfs-
bróður sinn frá Danmörku um
„skemmdarverkastarfsemi".
Talsmaður Ellemann-Jensens
skýrði Morgunblaðinu frá því að í
viðtölum við norræna fjölmiðla hefði
ráðherrann furðað sig á þessum
hörðu viðbrögðum við greininni. „Ég
er í sömu stöðu og litli drengurinn
í ævintýri H.C. Andersens um Nýju
fötin keisarans," sagði Ellemann-
Jensen. „Ég er viss um að litli dreng-
urinn sem hrópaði um keisarann:
„Hann er ekki i neinu!“ var flengdur
þegar hann kom heim og var sendur
beint í rúmið.“
Sjá grein Ellemann-Jensens á
bls. 18.
Talsmaður pólska utanríkisráðuneytisins:
Sameinað Þýskaland verði
í Atlantshafsbandalaginu
Varsjá. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
PÓLSKA rikisstjórnin telur að öryggishagsmunir Evrópuríkja
og stöðugleiki í álfunni verði best tryggður með því að sameinað
Þýskaland verði aðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Kom
þetta fram í samtali Morgunblaðsins við Vladislav Klaczynski,
talsmann pólska utanríkisráðuneytisins, í gær.
Klaczynski sagði Pólvetja
hlynnta sameiningu Þýskalands,
hins vegar væri enn óljóst hvernig
staðið skyldi að samruna ríkjanna.
Pólveijar vildu í fyrsta lagi að
gerður yrði bindandi samningur
um að vesturlandamæri Póllands
yrðu óbreytt en um þriðjungur
landsins heyrði Þýskalandi til er
heimsstyrjöídinni síðari lauk.
Hafa Pólverjar óttast að Þjóðveij-
ar geri tilkall til þessara land-
svæða eftir að þýsku ríkin tvö
hafa sameinast, þótt yfirlýsingar
Helmuts Kohls, kanslara Vestur-
Þýskalands, að undanförnu hafi
sýnilega dregið úr þeim efasemd-
um. I öðru lagi sagði Klaczynski
að Pólveijar vildu að tryggt yrði
að hið nýja Þýskaland yrði lýð-
ræðislegt Evrópuríki sem ekki
ógnaði öryggishagsmunum ná-
granna sinna.
í þriðja lagi kvað Klaczynski
pólsku ríkisstjórnina sannfærða
um nauðsyn þess að Þýskaland
yrði aðili að NATO. Breyta bæri
hlutverki NATO og Varsjárbanda-
lagsins þannig að þessar stofnan-
ir yrðu fyrst og fremst pólitískur
vettvangur. Síðar bæri að stefna
að því að leysa bæði bandalögin
upp um leið og skapaður yrði nýr
öryggisvettvangur með þátttöku
allra Evrópuríkja. Tilgangurinn
yrði þá fyrst og fremst sá, að
skapa traust og aukinn stöðug-
leika á vettvangi öryggismála í
álfunni. „Við lítum svo á að sam-
einuð Evrópa sé besta leiðin til
að tryggja öryggi Póllands og um
leið annarra ríkja,“ sagði Klacz-
ynski. Hann sagði þetta vera í
samræmi við utanríkisstefnu sam-
steypustjórnarinnar, sem mynduð
var eftir þingkosningarnar í Póll-
andi í fyrra. Hann sagði einn horn-
stein þeirrar stefnu vera þann að
samskipti við vestræn ríki yrðu
stórlega aukin auk þess sem vin-
samlegt samstarf yrði tryggt við
nágrannann volduga í Austri.