Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 39
39 Það er með ljóði Hannesar Pét- urssonar, Söknuði, sem ég kveð afa. Fjallið sem þögult fylgdi mér eftir hvert skref hvert fótmál sem ég steig, nú er það horfið. Á beru svæði leita augu mín athvarfs. Um eilífð á burtu fjallið sem fylgdi mér eftir til ijærstu vega, gnæfði traust mér að baki. Horfið mitt skjól og hreinu, svalandi skuggar. Nú hélar kuldinn hár mitt þegar ég sef og hvarmar mínir brenna þegar ég vaki. Ólafur Tr. Mathiesen, Ithaca. Á kveðjustund er mér ljúft að þakka fyrir þá dýrmætu reynslu, að fá að kynnast Sveinbirni Árna- syni og þær minningar sem hann skilur eftir. Nú munu vera liðin 70 ár frá því Sveinbjörn steig sín fyrstu spor við verslunarstörf í höfuðborginni, í Haraldarbúð við Austurstræti, og þau spor voru gæfuspor eins og önnur spor hans á ævinni, þar sem hann kynntjst sínum lífsförunaut, Súsönnu Maríu Grímsdóttur, en hún lést fyrir tæpum þremur árum. Saman skópu þau heimili sem er ógleymanlegt þeim er því kynntust. Með krafti sínum og dugnaði lauk hann lengri starfsævi en al- mennt gerist, nánast fram á síðasta dag, og með hjálpsemi sinni og greiðvikni varð hann að úrvals verslunarmanni, sem hafði að leið- arljósi „að hafa góðar vörur á boð- stólum á sanngjörnu verði, að þú kaupir ekki köttinn í sekknum", eins og hann sagði sjálfur. Sveinbjörn var ákveðinn en sann- gjafn og tókst það sem hann ætlaði sér, uppgjöf var ekki til. Svo hraust- ur var hann að honum varð vart misdægurt allt sitt líf, þó að nokk- urn skugga bæri þar á nú undir það síðasta. Með sínu jákvæða hug- arfari, bjartsýni og léttu lund tókst hann á við erfiðan sjúkdóm nú síðustu misserin og gerði þannig sér og sínum nánustu lífið léttara, þegar kveðjustundin nálgaðist. Á sínum yngri árum stundaði Sveinbjörn verslunarnám í London, með gluggaútstillingar se_m sérsvið og mun hann vera fyrsti íslending- urinn sem lauk þannig námi. Þegar heim kom fékkst hann við að skreyta glugga ýmissa verslana og þegar skammdegið færðist yfir og jólin nálguðust tóku gluggaútstill- ingarnar á sig hátíðlegan blæ og fólkið skrapp í bæinn til að líta dýrðina augum. Þarna var svo sannarlega réttur maður á réttum stað, en Sveinbjörn hafði afar næmt auga fyrir því sem fallegt var og sérstakt lag á að fá aðra til að hrífast með sér. Mér er minnisstætt stutt ferðalag sem við fórum hér fyrir austan einn fagran sumardag og horfðum yfir Suðurlandsundirlendið baðað sól- skini og það sem mér þótti hvers- dagslegt breyttist á augabragði í einhvern ævintýraheim með jöklana í hásæti. Þannig var Sveinbjörn, hann hafði eitthvað við sig sem hafði góð áhrif á aðra og líkt og sumardagurinn forðum er minning- in um hann, björt og hlý. Hans er gott að minnast. Far þú í friúi, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdemar Briem.) Tryggvi Steinarsson MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 Mhming': Jón V. Guðvarðsson Fæddur 17. júní 1905 Dáinn 15. mars 1990 í dag er borinn til hvílu afi minn og uppeldisfaðir, Jón Víglund Guð- varðsson. Jón var fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann var sonur hjón- anna Guðvarðar Vigfússonar frá Hróarsholti í Flóa og Guðlínar Helgadóttur frá Ytri-Galtalæk í Skilmannahreppi. Systkinin voru alls sex en nú er aðeins ein systir eftirlifandi, Jóna, en hún býr á Akranesi. Jón byijaði á unga aldri að vinna fyrir s'ér, enda tíðarandinn þá annar en nú er, hann stundaði meðal ann- ars sjósókn á skútum, en síðar rak hann fiskbúð og um tíma fiskimjöls- verksmiðjuna á Kletti. Jón kvæntist Þuríði Guðmundsdóttur, mikilli prýðiskonu, 15. júlí 1933 ogeignuð- ust þau einn son, Walter Helga, en hún var ekkja og átti þijár dætur frá fyrra hjónabandi, Guðmundu, Jónheiði og Guðjónu Guðjónsdætur. Fyrstu ár hjúskapar síns bjuggu þau á Njálsgötunni, en síðar keyptu þau húseignir ásamt húsgagna- verslun og bólstrun á Hverfisgötu 82 þar sem þau bjuggu til dauða- dags. Eg á margar góðar minningar frá æskuárunum, kemut' meðal ann- ars upp í huga mér hvað hann lagði sig eftir að hafa jákvæð og upp- byggjandi áhrif á mig, en jafnframt var hann ákveðinn uppalandi, hon- um var alltaf umhugað um velferð mína og entist það meðan hann lifði. Vil ég í því sambandi minnast þess hve dyggilega hann studdi við bakið á mér er ég var að byggja, en án hans hjálpar hefði sá draum- ur trauðla ot'ðið að veruleika. Umhyggja hans og kærleikur náði einnig til fjölskyldu minnat' og hafði hann sérstakt dálæti á dætr- um mínum, enda fögnuðu þær hon- um ávallt er þær hittu hann eða þegar hann kom í heimsókn og ef einhver tími hafði liðið frá því að þær höfðu séð hann- spurðu þær einatt hvort langafi færi ekki að koma í heimsókn. Blessuð sé minning afa míns. Honum færi ég kærar þakkit' fyrir allt og allt. Jórt V. Pétursson t Innilegar þakkir faerum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar, ÁRNÝJAR ÖNNU JÓNSDÓTTUR, Meðalholti 12. Ástriður Jónsdóttir, Jónatan Jónsson. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, I. SVÖLU JÓNSDÓTTUR frá Engey, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heimahlynningar Krabbameinsfé- lagsins og deildar 11A Landspítala fyrir þá miklu alúð sem það veitti henni í veikindum hennar. Ómar Runólfsson, Auður Eiríksdóttir, Margrét Runólfsdóttir, Sigurður Rafn Jóhannsson, Dagmar Svala Runólfsdóttir, Ari Tryggvason og barnabörn. Sími 688500 Sérfræöingar í blómaskreytingum viö öll tækifæri blómaverkstæði SlNNA Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaöastrætis sími 19090 GALDURINN VIÐ GÓÐAN DAG leik og starfi LUMCOLN / NORWELD Rafsuðuheimurinn í tveimur orðum Ameríska stórfyrirtækið Lincoln og evrópska Norweld samsteypan sameinuðu krafta sína 1989. Sameining þessara risa í rafsuðuiðnaðinum þýðir einfaldlega að við í Sindra-Stáli erum nú enn betur í stakk búnir til að þjóna viðskiptavinum með ailt er snertir rafsuðu og plasmaskurð. Það þarf bara að muna tvö orð: Lincoln Norweid. SINDRa/vÁSTÁLHF BORGARTÚNI 31 • SÍMAR: 627222 - 21684

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.