Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 46
-46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 Einn vinningnr skil- ur að 1. og22 ___________Skák_______________ Bragi Kristjánsson Þtjár umferðir voru tefldar á Búnaðarbankamótinu í Faxafeni 12 um helgina. Keppnin er geysi- jöfn og spennandi og skilur aðeins einn vinningur að keppendur í fyrsta og tuttugasta og öðru sæti. Sjötta umferð á föstudagskvöld Helgi Ólafsson var maður dags- ins í skák við undrabarnið 15 ára, Gata Kamsy. Sá síðarnefndi hóf sókn í byijun, án þess að gefa sér tíma til að undirbúa hana. Með nokkrum hnitmiðuðum leikjum sneri Helgi skákinni sér í vil. Hann fórnaði skiptamun, en fékk í stað- inn tvö peð og yfirburðastöðu í endatafli. Kamsky réði ekki við neitt og gafst upp, þegar hann hafði tapað skiptamuninum aftur og þriðja peðinu að auki. Jón L. Árnason varð að gera sér jafntefli að góðu gegn Gausel og Margeir Pétursson mátti þakka fyrir jafn- teflið gegn Nijboer. Karl Þorsteins tapaði fyrir Dreev og með því urðu draumar um stórmeistaraáfanga nokkuð fjarlægir. Halldór Grétar Einarsson tefldi af krafti gegn Arkell og vann. Af öðrum skákum er það helst að segja, að deFirmian vann góða skák af Azmajparasvílí, Ernst vann Benjamin og gamli maðurinn, Bronstein, sýndi snilldartækni, þegar hann vann örlítið betra enda- tafl af landa sínum, Túkmakov. Helstu úrslit 6. umferðar: Pólugajevskíj — Dolmatov, 'A-’A; deFirmian — Azmajpar- asvílí, 1-0; Kamsky — Helgi Öíafs- son, 0-1; Dreev — Karl Þorsteins, 1-0; Geller — Vaganjan, ’A-'A; Bronstein — Túkmakov, 1-0; Ma- karítsev — Wojkiewicz, 1-0; Razúvajev — Wedberg, 1-0; Ernst — Benjamin, 1-0; Seirawan — Tis- dall, 1-0; Nijboer — Margeir Pét- ursson, 'A- 'A; Mortensen — Ivanov, 0-1; Jón L. Árnason — Gausel, 'A- V2; Hannes Hlífar Stefánsson — Browne, 0-1. Sjöunda umferð á laugardag Umferðin var í daufara lagi hjá sterkustu íslendingunum. Helgi og Margeir gerðu átakalítið jafntefli við deFirmian og Wedberg, og Jón L. lét Browne sleppa með skrekk- inn. Karl bjargaði tapaðri stöðu gegn Benjamin, en Halldór Grétar tapaði fyrir Mortensen. Hannes Hlífar vann Jón Garðar og Þröstur Þórhallsson vann nafna sinn Árna- son. Snorri G. Bergsson hefur stað- ið sig vel á mótinu og vann nú Bewersdorff. Guðmundur Gíslason vann Becx og Kristján Guðmunds- son vann Winsnes. Helstu úrslit: Dreev — Pólúgajevskíj, 'A-'A; Helgi Ólafsson — deFirmian, 'A- 'A; Domatov — Makarítsev, 1-0; Ernst — Razúvajev, 0-1; Azmajparasvílí — Geller, 0-1; Vaganjan — Bron- stein, 1-0; Ivanov — Seirawan, 0-1; Sókólov — Kamsky, 'A-'A; Túkmakov — Hellers, 1-0; Browne — Jón L. Árnason, 'A- 'A; Wedberg — Margeir Pétursson, 'A-'A; Karl Þorsteins — Benjamin, '/z-'A; Hall- dór Grétar Einarsson — Mortens- en, 0-1; Þröstur Þórhallsson — . sætið Þröstur Árnason, 1-0; Bewersdorff — Snorri G. Bergsson, 0-1; Guð- mundur Gíslason — Becx, 1-0; Jón Garðar Viðarsson — Hannes Hlífar Stefánsson, 0-1; Kristján Guð- mundsson — Winsnes, 1-0, Levitt — Héðinn Steingrímsson, 'A-'A. Attunda umferð á sunnudag Helgi Ólafsson gerði stutt jafn- tefli við Razúvajev, en Jón L. Árna- son vann Guðmund Gíslason og Margeir Pétursson vann Tisdall auðveldlega. Karl tapaði fyrir Wojkiewicz, og er nú kominn niður í helming mögulegra vinninga, eft- ir að hafa unnið þijár fyrstu skák- irnar í mótinu. Þröstur Þórhallsson tefldi flókna skák við Alexander Ivanov, þann er vann einstaklingsverðlaunin í Stórveldaslagnum. Ivanov missti hrókunarréttinn og var í miklum erfiðleikum, þótt hann kæmist snemma út í endatafl. Þröstur nýtti sér stöðuyfirburðina vel og vann sannfærandi sigur. Snorri G. Bergsson kom enn á óvart með jafntefli við sterkan sænskan al- þjóðameistara, Tom Wedberg, og Halldór Grétar Einarsson gerði jafntefli við annan sterkan Svía, Richard Wessman. Kristján Guð- mundsson sýndi í þessari umferð, að hann kann ýmislegt fleira fyrir sér en að stýra íslenska ólymp- íuská- kliðinu. Hann vann snotran sigur á Höi, dönskum alþjóðameistara. Af öðrum skákum er það helst að segja, að deFirmian missti vinn- ingsstöðu gegn Dolmatov niður í jafntefli og bandaríski ofurstór- meistarinn, Yasser Seirawan, er kominn í mikinn ham, nú var Sov- étmaðurinn, Alexei Dreev, fórnar- lambið. Helstu úrslit í 8. umferð: deFirmian — Dolmatov, 'A-'A; Pólúgajevskíj — Vaganjan, ‘A-'A; Razúvajev — Helgi Ólafsson, ‘A- 'A; Seirawan — Dreev, 1-0; Geller — Sókólov, 0-1; Túkmakov — Ernst, 'A- 'A; Bronstein — Makarítsev, 'A-'A; Nijboer — Azmajparasvílí, 0-1; Mortensen — Browne, 1-0; Margeir Pétursson — Tisdall, 1-0; Karl Þorsteins — Wojkiewicz, 0-1; Þröstur Þórhallsson — Ivanov, 1-0; Jón L. Árnason — Guðmundur Gíslason, 1-0; Snorri G. Bergsson — Wedberg, 'A-'A; Wessman — Halldór Grétar Einarsson, 'A-'A; Krístján Guðmundsson — Höi, 1-0; Hannes Hlífar Stefánsson — Davíð Ólafsson, 1-0; Dan Hansson — K. Arkell, 1-0. Staða efstu manna eftir 8 um- ferðir er þessi: 1.-6. Dolmatov, Pólúgajevskíj, Seirawan, Helgi Ólafsson, deFiiTn- ian og Razúvajev, 6 vinninga hver. 7.-8. Vaganjan og Sókólov, 5‘Av. hvor. 9.-22. Azmajparasvílí, Dreev, Margeir Pétursson, Wojkiewicz, Benjamin, Geller, Makarítsev, Jón L. Árnason, Mortensen, Bronstein, Finegold, Þröstur Þórhallsson, Túkmakov og Ernst, allir 5 vinn- inga. 23.-24. Kamsky og Gausel, 4 '/2- vinning hvor og biðskák. 25.-28. Hannes Hlífar Stefáns- son, Kristján Guðmundsson, Wed- berg og Snorri G. Bergsson, 4 'Av. hver. I gærkveldi var frí, en níunda umferð verður tefld í kvöld í Faxa- feni 12, Reykjavík, og verður ör- ugglega hart barist. Að lokum skulum við sjá glæsilegan sigur Helga Ólafssonar á hinum 15 ára gamla Gata Kamsky. 6. Umferð: Hvítt: Gata Kamsky Svart: Helgi Ólafsson. Kóngsindversk-vörn 1. d4 - RfB, 2. Rf3 - g6, 3. Bg5 — Bg7, 4. Rbd2 - d5. Á Ólympíuskákmótinu á Möltu 1980 vann Helgi frægan sigur með svörtu á einum fremsta stórmeist- ara heims, Jan Timman. Byijunin tefldist þannig: 1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - g6, 3. Bg5 - Bg7, 4. Rbd2 - c5, 5. e3 - cxd4!, 6. exd4 - 0-0, 7. Bd3 - Rc6, 8. c3 - d6, 9. 0-0 - h6, 10. Bh4 - Rh5!, 11. Hel - f5!, 12. d5 - Re5, 13. Bc2 - Rf4, 14. Rxe5 - dxe5, 15. Bg3 - g5, 16. Bxf4 - gxf4 og svartur hafði undirtökin. Hafi Kamsky þekkt þessa skák og lumað á end- urbót, þá kom Helgi í veg fyrir það með síðasta leik. 5. e3 - 0-0, 6. Bd3 - Rbd7, 7. h47! Kamsky leggur til atlögu á kóngsvæng, áður en miðborðið hefur lokast. Helgi er ekki í vand- ræðum með að opna línur á mið- borðinu og hrinda þannig þessari ótímabæru sókn undrabarnsins. Betra hefði verið fyrir hvít að leika 7. 0-0 ásamt c2-c4, Hal-cl og Ddl-b3 o.s.frv. 7. - De8! Hótar e7-e5. 8. Bf4 - c5,9. c3 - Rg4,10. h5 Tilgangslaus leikur. Betra hefði verið að leika 10. De2 - e5, 11. dxeö - Rdxeö, 12. Rxe5 - Rxe5, 13. Bc2 ásamt 14. 0-0-0 o.s.frv. 10. - e5, 11. dxe5 - Rdxe5, 12. Be2 - Bf5, 13. hxg6 - fxg6, 14. Rh4 - Bd3, 15. Rdf3 Eða 15. Bxg4 - Hxf4, 16. Be2 - Bxc2, (16. gxf4? Rf3++ mát; 16. Rdf3 - Bc4), 17. Dxe2 - Hf7 og svartur stendur betur, því hann hefur komið mönnum sínum í ákjósanlegar stöður, hvítur á enn eftir að hróka og riddarinn á h4 stendur illa. 15. - Bxe2, 16. Dxe2 Ekki 16. Dxd5? - Rf7, 17. Kxe2 - Db5+ ásamt 18. - Dxb2 með vinningstöðu fyrir svartan. Daniel Day Lewis og Brenda Fricker í hlutverkum sínum í mynd- inni Vinstri fóturinn. Með vinstri fæti Fyrir land og þjóð Kvikmyndir Arnaldurlndriðason Vinstri fóturinn („My Left Foot“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjórn og handrit: Jim Sheridan. Byggð á samnefhdri sjálfsæfisögu Christy Brown. Aðalhlutverk: Daniel Day Lewis, Ray McAnally og Brenda Fricker. Einhverntímann um miðbik myndarinnar Vinstri fóturinn eftir Jim Sheridan situr hinn fjölfatlaði Christy Brown í veitingahúsi eftir fyrstu málverkasýningu sína. Með honum er læknirinn Eileen Cole sem hvatt hefur hann til dáða sem mál- ara og rithöfund og hann elskar og lifír í voninni um að það sé gagn- kvæmt, galleríeigandinn og eitt annað par. Christy er nýbúinn að lýsa yfir ást sinni á henni í fyllstu einlægni með sínum tilviljunar- kenndu höfuðhreyfingum og mál- helti þegar hún, án þess að taka það alvarlega sem hann segir vegna þess að hann er eins og hann er, segist ætla að giftast galleríeigand- anum. Christy tryllist en það er líka I eina skiptið í allrþ myndinni um þennan merkilega Ira sem hann sýnir ofsareiði gagnvart bæklun sinni og þó sérstaklega því að vera ekki tekið sem fullgildum einstakl- ing í samfélagi manna; að ástaijátn- ingu hans skuli vera tekið eins og hrifningu sjö ára krakka á kennslu- konunni sinni. Niðurlæging hans er algjör. Þetta átakanlega atriði í mynd- inni er lýsandi dæmi og eftirminni- legt um það sem myndin boðar. Ein mesta gæfan í lífi Christy Brown var að fjölskylda hans og sérstaklega móðir neitaði alltaf að meðhöndla hann eins og hann væri öðruvísi og myndin leggur mikla áherslu á það. Fyrr skal hann í kist- una en á hæli, segir eitilharður og strangur faðir hans kráarfélögum sinum. Christy var alltaf einn af fjölskyldunni, bræður hans höfðu hann með í leikjum sínum í hverfinu og hann jafnvel spilaði með þeim fótbolta. Hann var alinn upp eins og einn af þeim og hann þoldi ekki þegar fólk brást við honum eins og hann væri öðruvísi, lakari maður. í fyrstu vissi fjölskyldan ekki hvort hann væri andlega bæklaður líka en í ljós kom að Christy Brown var fullkomlega heilbrigð, mjög við- kvæm og listræn vera í snúnum og undnum líkama lömunarveikinnar, sem hann fæddist með. Hann hafði aðeins hinn dýrmæta vinstri fót undir sinni stjórn en lærði að skrifa með honum og mála og endaði með að kvænast árið 1972 þar sem myndin endar. Ofangreint atriði er líka lýsandi dæmi um þá einstöku kvikmynda- gerð sem býr hér að baki og nær hámarki í afburðaleik Daniel Day Lewis í hlutverki Christy Brown. Sagan er rakin í endurliti þar sem Christy situr með hjúkrunarkonu og bíður eftir að koma fram á góð- gerðarsamkomu en hjúkrunarkon- an gluggar í æfisögu hans á meðan og flytur okkur með sér í fortíðina. Leikstjórn og handrit Sheridans - þetta er hans fyrsta mynd - er hvoru tveggja vel af hendi leyst. Myndin er með öllu yfirlætislaus og alltaf raunsönn og heiðarleg gagnvart viðfangsefninu en líka vægðarlaus og oft grimm. Rík áhersla er lögð á samheldni og hlý- leika fjölskyldunnar í bláfátækt sinni og ást á Christy án þess nokk- urntímann að væmni eða smekk- leysi sé svo mikið sem gefið í skyn. Og einhvernveginn tekst Sherid- an með hjálp frá Lewis að bægja frá óþarfa vorkunnsemi áhorfand- ans gagnvart fötlun Christy; hugur hans er sterkur og yfirvinnur líkam- Iegar takmarkanir hans. Snilld Lewis liggur ekki síst því að sýna okkur inní óbugandi hugarheiminn en túlkunin er auðvitað ekki síður líkamleg; svo mikil áreynsla virðist fara í svo einfalda hluti. Ray McAnally og Brenda Fricker eru frábær í hlutverki foreldra hans. Það kemur ekki fram í myndinni en Christy Brown er nú látinn. Fæddur 4. júlí („Born on the Forth of July“). Sýnd í Laugarás- bíói. Leikstjóri: Oliver Stone. Handrit: Oliver Stone og Ron Kovic. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Willem Dafoe. Víetnamstríðið hefur skilið eftir stærri sár í þjóðarsál Bandaríkjanna en utanaðkomandi aðilar geta gert sér almennilega í hugarlund. Mörg þeirra hafa verið ýfð upp í myndum allt frá Hjartarbana Michael Cimin- os til Stríðsógna Brians De Palma og íjalla þær ýmist um stríðið á vígvellinum eða stríðið heima fyrir, þær bestu á opinskáan, hreinskilinn og gagnrýnan hátt en umfjöllunin hefur í ríkari mæli færst á hendur þeim mönnum sem börðust sjálfir í Víetnam og kynntust stríðinu af eigin raun og eftirmálum þess. í þeim hópi er Fæddur 4. júlí eftir fyrrum Víetnamhermennina Oliver Stone (Herflokkurinn, Wall Street) og Ron Kovic, stórkostlega áhrifamikil og æfintýralega vel leik- in mynd um æfi Kovie og þau líkam- legu og sálrænu ör sem stríði lét honum eftir. Hún er byggð á sjálfsæfisögu hans og rekur þær breytingar sem verða á honum á tíu ára tímabili frá því hann vill ólmur beijast fyrir fánann og föður- landið og góðan málstað innblásinn af orðum landsfeðranna, gömlum stríðsmyndum með John Wayne og saklausum stríðsleikjum æskunnar, til þess að hann særist í Víetnam og lamast frá bijóstkassa og niðr- úr, kemur heim og finnst með tímanum að hann hafi verið blekkt- ur og notaður fyrir rangan málstað og tekur að beijast með mótmæl- endum stríðsins. I bakgrunni eru ólæti og mótmælaöldur í Banda- ríkjunum myndaðar af sömu ringul- reiðinni og stríðið, þjóðfélagsbreyt- ingar hippatímans og gjörbreytt viðhorf til stríðsbrölts frá því Kovic ólst upp. Fæddur 4. júlí er því ekki um Víetnamstríðið sem slíkt heldur stríðið heimafyrir og sálarstríðið í hugum manna eins og Kovic sem sneru heim úr Víetnam lamaðir eða aflimaðir, höfðu farið í stríðið með góðum hug en voru ljóta leyndar- málið þegar þeir komu heim sem enginn vildi viðurkenna eða gera neitt fyrir. Einhver ónotalegustu atriðin í myndinni eru úr sjúkrahúsi uppgjafahermanna í Bandaríkjun- um sem Kovic er fluttur í eftir að hann særist í Víetnam þar sem aðbúnaður hinna særðu er hroða- legur, rottur og sýkingar vaða uppi og ekkert er gert fyrir sjúklingana nema rétt að halda í þeim líftór- unni og varla það. Oliver Stone notar það sem lýsandi dæmi um afskiptaleysið sem Víetnamher- mennirnir mættu heima fyrir. Myndin er eftirminnileg og kraft- mikil ádeila og uppgjör hans og Kovics við Víetnamtímabilið í sögu bandarísku þjóðarinnar og kannski ekki síst virðingarvottur við þá sem sneru aftur. Þetta er saga þeirra. Kovic er dæmigerður smábæjar- strákur, fæddur á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, alinn upp í kaþ- ólskri trú á guð og föðurlandið og hann er uppfullur af rómantískum hugmyndum um stríð og heiður. En þegar hann kemur í Víetnam- stríðið sér hann að það er ekki beint sniðið fyrir unga, rómantíska hug- sjónamenn. Eini bardaginn sem við sjáum hann í er við saklausa borg- ara, konur og börn sem menn hans drepa fyrir misskilning og svo skýt- ur hann félaga sinn til bana í ringul- T _____________________________j i_____________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.