Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990, HLJÓDKÚTAR 06 PÚSTRðR frá viðurkenndum framleiðendum í Ameríku og Evrópu í flestar gerðir bíla, t.d.: ★ VOLVO ★ DAIHATSU ★ NISSAN ★ ESCORT ★ HONDA ★ SKODA ★ O.FL. O.FL. GÆBAVARA - GOTT VERO PÖSTSENDUM Opið laugardaga kl. 10-13 Bílavörubúðin FJÖÐRIN Skeifan 2 simi 82944 --------------\ HITASTILLT MORATERM blöndunar- tæki með sjálfvirkri hita- stillingu og öryggis- hnapp, sem takmarkar hitastig við 38 C. Mora sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. <!§) rTTeiriánægja Bókhalds- nám Tölvuskóli Reykjavíkur býður nú uppá bókhaldsnám íyrir fólk sem vill ná tökum á bókhaldi fyrirtækja. Markmið námsins er að þátt- takendur verði fullfærir um að starfa sjálfstætt við bók- haldið og annast það allt árið. fieútt áettt, e&ái áaýz áynH&t 6oáAaécU yeþX áoátu'i d &énátóáu <puuuuuú*tááeaU. A námskcíðinu verður eftírfarandí kennt: * RAUNHÆF BÓRHALDS- VERKEFNI * LAUNABÓKHALD * VIRÐISAUKASKATTUR OG AÐRIR SKATTAR * VÍXLAR OG SKULDABRÉF * LÖG OG REGLUGERÐIR * YTARLEG VERKEFNI, FYLGISKJÖL OG AFSTEMMINGAR * TÖLVUBÓKHALD: FJÁR- HAGS- OG VIÐSKIPTA- MANNABÓKHALD Námskeiðið er 72 klst. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. i fli vusköli Reykiavíkur Borgartúni 28. S:687590 TÖLVUFRÆÐSLA Á MARKAÐI Bjarni Sigtryggsson Hvað er svona hættulegt við fjölskyldurnar fíinmtán ? Það sem menn óttast helst í íslenska samfélaginu í dag er það að völd séu að safnast á hendur hluthafa. Með öðrum orðum; of fáar Ijolskyldur eiga fyrirtæki sem er of ráðandi í samgöngumálum. Það versta við slíkan ótta er það að hann stríðir gegn þörf lítillar þjóðar á því að sameina krafta sína, eink- anlega þegar- hún stendur frammi fyrir því að taka virkari þátt í sam- keppni evrópskrar atvinnuheildar. Menn geta haft horn í síðu Eim- skips af ýmsum ástæðum og þeim getur fallið misvel þeir einstakling- ar sem eru oddvitar fjármagnsins að baki þeirrar starfsemi. Þar getur líka verið um hreina öfund að ræða eða pólitíska andúð. En það er ekki kjarni málsins. Sá er tvíþættur; völd og ábyrgð hluthafa annars vegar og einokunarhætta hins veg- ar. Skapar velferð Það er augljóslega eftirsóknar- vert að arður sé lagður til hliðar og fé sparað og þannig myndaðir sjóðir sem færir séu um að ráðast í atvinnurekstur. Ella væri atvinnu- leysi taisvert meira en orðið er. Þess háttar fé hefur verið nefnt „afl þeirra hluta sem gera skal“. Vitaskuld færir það eigendum sínum völd, enda gæta þeir hags- muna sjóða sinna, hvort sem þeir eru samvinnuhreyfing, verkalýðsfé- lög, einstaklingar eða fjölskyldur. Hið góða sem af því hlýst eru störf handa öllum og blómlegt neyslusamfélag í velferðarríki. Samvinnuhreyfingunni hefur lengi verið þökkuð margvísleg atvinnu- þró- un víða um land, en sjaldnast er þeim frumkvöðlum þakkað, sem af eigin atorku lögðu sitt af mörkum, né fjölskyldum þeirra sem gætt hafa þess að varðveita þá fjárfest- ingu og ávaxta hana. Einokun Eimskips? Það sem er íhugunarefni þegar stærsta skipafélag landsins krefst áhrifa sem stærsti hluthafi í stærsta „Vitaskuld gæta eigendur fjármagns hagsmuna sinna, hvort sem þeir eru samvinnu- hreyfing, verkalýðsfélög eða einstakl- ingar og fjöl- skyldur.“ flugfélagi landsins er hvort stjórn- endur þess kunni að misneyta valds síns. Með öðrum orðum; kemst Eim- skip í einokunaraðstöðu? Þar hlýtur ábyrgðinni að vera velt á ríkisvald- ið, sem hefur það hlutverk að gæta þess að leikreglum samfélagsins sé hlýtt, setja þær og laga að breyttum tímum. Ekki að vasast að öðru leyti í atvinnurekstri. Ríkisvaldið, ráðu- neyti þess og stofnanir verða því í hlutverki dómarans á leikvanginum; túlka reglur og gæta hlutleysis. Hlutafé brennur Hvers vegna skyldu Eimskips- menn annars hafa svo mikinn áhuga á að ná meiri áhrifum í stjórn Flugleiða? Skýringin er ofureinföld. Þeir eiga þar hagsmuna að gæta. Félagið á þriðjung hlutaíjár. Verð- gildi hlutabréfa á opnum markaði hrapaði á síðasta ári. Eimskip tap- aði þannig hundruðum milljóna á markaðsverði, en telur fyrirtækið eiga mikla möguleika á því að end- urheimta það. Því vilja Eimskipafé- lagsmenn, eigendur fjármagnsins, fá að taka í taumana og tryggja sinn hag. Slíkt er ofur eðlilegt. Hver myndi t.d. í dag horfa án orða og athafna á sparifé sitt brenna á nýju verðbólgubáli? Svipað er með fjárfestingu í fyrirtækjum. Fjöl- skyldurnar fimmtán vilja eflaust frekar sjá atvinnulífið ávaxta sparnað sinn í efnahagsþróun sem leiðir af sér störf og velmegun frem- ur en lána hann ríkinu til að fjár- magna hallann og senda ófæddum börnum reikninginn. Leiðrétting Velta Góðs fólksgefín upp SÓLVEIG Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sambands ísl. aug- lýsinga hefur óskað eftir leiðrétt- ingu vegna fréttar í viðskipta- blaði sl. fimmtudag. „í umræddri frétt sem bar yfir- skriftina „Islenska auglýsingastof- an orðin stærst segir m.a. svo: „Þessar þijár stofur skera sig nokk- uð úr varðandi veltu en þar á eftir kemur Gott fólk með 20 starfsmenn en gefur ekki upp veltutölur, þó að kunnugir telji sig geta áætlað veltu stofunnar í kringum 110 milljónir." Það er rangt sem fram kemur í þessum texta, að Auglýsingastofan Gott fólk gefi ekki upp veltutölur. Stofan hefur alltaf gefið allar um- beðnar upplýsingar til skrifstofu SIA, þ.á. m. veltutölur, en á sl. ári var heildarvelta stofunnar 143 milljónir króna. Að því er varðar starfsmannaljölda stofunnar var hann að meðaltali 11,5 á sl. ári en er nú 20 manns. Þá skal þess einn- ig getið að á Auglýsingastofu P&Ó eru 4 stöður en ekki 5, eins og seg- ir í fréttinni. Árlegt kynningarrit SÍA-stofa kemur út í lok apríl og verður þar að finna ýmsan fróðleik um auglýs- ingastofunar innan SÍA.“ Innflutningur Flestir vöru- bílar af Volvo gerð ALLS voru fluttar inn 20 vörubif- reiðar fyrstu tvo mánuði ársins og voru 12 af þeim af Volvo gerð. Hefur Volvo því enn aukið hlut- deild sína á vörubílamarkaðnum, að því er segir í frétt frá Brim- borg hf. Ennfremur er tekið fram að I janúar hafi íyrirtækið haft 54,5% markaðshlutdeild vöru- bíla. Brimborg hf. sem er innflytjandi Volvo hefur lagt mjög aukna áherslu á sölu vörubifreiða og er skemmst að minnast hringferðar fyrirtækisins um landið undir nafn- inu Brimbogarlestin. Einnig hefur verið boðið upp á aukna þjónustu fyrir vörubifreiðar í þjónustumið- stöð fyrirtækisins. TOLLSKJOI 0 G ViRÐÚTREIKNINGAR Þekking á núgildandi lögum, reglugeröum og kerfum og þjálfun í notkun þeirra er algjör nauðsyn fyrir þá sem starfa að gerð tollskjala og verðútreikninga. Leiðbeinandi er Karl F. Garðarsson, viðskiptafræðingur og yfirmaður rekstrarsviðs Tollstjóraembættisins. Næsto nómslceið verður holdið 3.-5. npril oð Ánonoustum 15, kl. 9-13. Skráning stendur yfir í simn 621066. Ómissandi þáttur í þjálfun og endurþjálfun starfsmanna. Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15, sími 621066

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.