Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 ATVINNUA(JGL YSINGAR Garðabær Yfirverkstjóri SIJÓSEFSSPÍTAU SÍÍ3 Blaðbera vantar á Móaflöt og Tjarnarflöt. Upplýsingar í síma 656146. ESPPsll Viljum ráða afgreiðslustúlku sem fyrst. Æski- legur aldur 18-25 ára. Reynsla af afgreiðslu- störfum æskileg. Umsækjendur komi til viðtals í verslunina, Laugavegi 101, þriðjudaginn 27. mars. „Au pair“ Vantar „au pair“, ekki yngri en 20 ára, til Boston í eitt ár til að annast 5 ára stelpu og eins árs strák. Þarf að tala góða ensku, hafa bílfróf og reynslu í umönnun barna. Frítt fæði og húsnæði og laun vikulega. Fær tækifæri til að ferðast. Þarf að byrja í lok maí. Upplýsingar í síma 680509. Stokkseyri Morgunblaðið óskar eftir umboðsmanni á Stokkseyri. Upplýsingar í síma 83033 eða 691201. JltargmtMaMfe Iðnfyrirtæki á Stór-Reykjavíkursvæðinu óskar að ráða yfirverkstjóra til starfa sem allra fyrst. Skilyrði er að umsækjandi hafi reynslu af stjórnunarstörfum og hafi til að bera lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknum með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, leggist inn á auglýs- ingadeild Mbl., merktar: „Yfirverkstjóri - 7678“. Skipstjórnarmenn Þróunarsamvinnustofnun íslands áformar að taka að sér rekstur hafrann- sóknaskips fyrir stjórnvöld í Namibíu. Skipið er á stærð við r/s Árna Friðriksson, með tvær 800 ha vélar. Stofnunin auglýsir hér með eftir skipstjóra, tveimur stýrimönnum og tveimur vélstjórum á þetta skip. Umsækjendur verða að hafa full alþjóðleg réttindi til starfanna og reynslu af fiskveiðum á stærri fiskiskipum. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Laun og ráðn- ingarkjör eru skv. launakerfi Sameinuðu þjóð- anna. Æskilegur ráðningartími er tvö ár, með þriggja mánaða reynslutíma. Miðað er við að starfið hefjist í júní nk. að undangengnu þriggja til fjögurra vikna undirbúningsnám- skeiði. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sé skilað fyrir 15. apríi á skrif- stofu Þróunarsamvinnustofnunar íslands, Rauðarárstíg 25, Reykjavík, sfmi 622000. HAFNARFIRÐI Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarfræðings við lyflækninga- deild er laus nú þegar eða eftir samkomu- lagi. Deildin er 29 sjúkrarúm. Starfsemi deild- arinnar er mjög fjölbreytt auk þess sem við erum með bráðamóttöku fyrir Hafnarfjörð og nágrenni. Þróun hjúkrunar er góð, bæði hvað varðar fræðslu til sjúklinga og skrán- inga hjúkrunarmeðferðar. Einnig óskast hjúkrunarfræðingar og/eða hjúkrunarnemar til sumarafleysinga. Boðið er uppá góða aðlögun sem felur í sér fræðslu og ganga vaktir með vönum hjúkr- unarfræðingum. Sjúkraliðar Staða sjúkraliða við lyflækningadeild er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Einnig óskast sjúkraliðartil sumarafleysinga. Boðið er uppá góða aðlögun og fræðslu. Röntgentæknar Staða röntgentæknis við röntgendeild spítal- ans er laus nú þegfr eða eftir samkomu- lagi. Deildin er búin nýjum tækjum og hefur góða starfsaðstöðu. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir hjúkrunarforstjóri, Gunnhildur Sigurðardótt- ir, í síma 54325. AUGLYSINGAR BÁTAR — SKIP Þorskkvóti óskast Óskum eftir ca. 20 tonna kvóta fyrir mb. Gullfara. Staðgreiðsla eða skipti gegn ýsu og/eða ufsa. Getum einnig veitt fyrir aðra. Upplýsingarveittarísíma 54617 eða 53995. TILKYNNINGAR Frá menntamálaráðuneytinu Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á erlendum bókmenntum Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr. 638/1982 um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku mqli. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almenn- um gæðakröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1990 nemur 5.780.000 krónum. Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í afgreiðslu menntamálaráðu- neytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, og skulu umsóknir hafa borist ráðuneytinu fyrir 25. apríl nk. Reykjavík, 22. mars 1990. Menntamálaráðuneytið. L „' A TVINNUHÚSNÆÐI Til leigu á horni Ármúla og Selmúla 190 m2 skrifstofuhúsnæði á 2. hæð. Einnig 330 m2á 3. hæð, sem leigist út í einu lagieða 50 m2,120m2og 160 m2einingum. Upplýsingar í síma 617045 á skrifstofutíma. NAUÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð fara fram á eftirtöldum fasteignum í skrifstofu embættisins, Bjólfs- götu 7, Seyðisfirði, föstudaginn 30. mars 1990: Kl. 9:00 Vélbáturinn Sæfari NS-2, þingl. eign Jóns Þorsteinssonar, eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs. Annað og síðara. Kl. 9:10 Miðfell 5, e.h., Fellabæ, þingl. eign Björns Sveinssonar, eftir kröfum Reynis Karlssonar hdl. og Byggingarsjóös ríkisins. Ann- að og síðara. Kl. 9:20 Lagarbraut 7, Fellabæ, þingl. eign Yls hf., eftir kröfum innheimtumanns ríkissjóðs og Iðnlánasjóðs. Annað og síðara. Kl. 9:40 Múlavegur 2, Seyöisfiröi, þingl. eign Jóhanns P. Hansson- ar, eftir kröfum Tryggingastofnunar ríkisins, Byggingarsjóðs ríkisins og Iðnlánasjóðs. Kl. 10:00 Lónabraut 34, Voþnafirði, þingl. eign Sveins Karlssonar, eftir kröfu Jóns Eiríkssonar hdl. Kl. 10:10 Hamrabakki 10, Seyðisfirði, þingl. eign Hrafnhildar Borg- þórsdóttur, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins. Kl. 10:10 Holtsgata 1, Vopnafirði, þingl. eign Björns Pálssonar, eftir kröfum Byggingarsjóðs ríkisins, Jóns Ingólfssonar hdl. og Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. Kl. 10:20 Árbakki, Tunguhreppi, þingl. eign Kára Ólafssonar. Upp- boðsbeiðandi er Gunnar Sólnes hrl. Kl. 10:30 Múlavegur 17, Seyðisfirði, þingl. eign Lilju Kristinsdóttur og Magnúsar Stefánssonar. Uppboðsbeiðendur eru Magnús M. Norðdahl hdl., Ólafur Axelsson hrl, Jón Sigfús Sigurjónsson lögfr. og Byggingarsjóður ríkisins. Annað og síðara. Kl. 10:40 Lónabraut 32, Vopnafirði, þingl. eign Jóns Þórs Guðmunds- sonar. Uppboðsbeiöandi er Byggingarsjóður ríkisins. Kl. 11:20 Höfn að 1/3 hluta, Skeggjastaðahreppi, þingl. eign Vest- ars Lúðvíkssonar og Birgitu D. Lúðvíksdóttur, eftir kröfu Ólafar Finns- dóttur lögfr., Þórunnar Guðmundsdóttur hrl. og Ingólfs Friðjónsson- ar hdl. Kl. 11:40 Austurvegur 51, Seyðisfirði, þingl. eign Magnúsar Stefáns- sonar, eftir kröfu Magnúsar M. Norðdahl hdl. Sýslumaður Norður-Múlasýslu. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði. TILBOÐ - ÚTBOÐ Gámar - útboð Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins bs. óskar eftir tilboðum í 15 stk. 30 m3 gáma. Útboðsgögn eru afhent hjá Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf., Laufásvegi 12. Tilboð verða opnuð 2. maí 1990 á skrifstofu Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins bs. í Gufunesi. Útboð 1. Tilboð óskast í undirbyggingu gatna og lagnir í Tjarnarhverfi á Selfossi. Heildarlengd gatna 600 m. 2. Tilboð óskast í byggingu rótþróar við Ár- tún, ásamt jarðvinnu og lögnum að og frá þrónni. Stærð þróar 130 m3 Útþoðsgögn verða afhent á Tæknideild Sel- foss, Austurvegi 10, Selfossi, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 3. apríl 1990 að viðstöddum þeim bjóð- endum er þess óska. Tilboð í gatnagerð verða opnuð kl. 11.00 og tilboð í rotþró kl. 11.30. Forstöðumaður tæknideildar Selfoss. SJÁLFSTJEDISFLOKHCURINN F F I. A (i S S T A R F Sauðárkrókur - sjálfstæðisflólk Sameiginlegur fundur sjálfstæðisfélaganna á Sauðárkróki verður haldinn í Sæberg í dag þriðjudaginn 27. mars, 1990 kl. 21.00. Fundarefni: Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins til bæjar- stjórnarkosninga vorið 1990. Önnur mál. Stjórnirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.