Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 37
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 37 * * Björn O. Agústsson skipsljórí - Minning Fæddur 26. janúar 1916 Dáinn 18. mars 1990 í dag verður gerð frá Akranes- kirkju útför föðurbróður míns Björns Ó. Ágústssonar, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness þann 18. mars. Björn Ólafsson Ágústsson, eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Teig á Akranesi þann 26. janúar 1916, eldri sonur hjónanna Björn- fríðar Sigríðar Björnsdóttur og Ágústs Sigurbjörns Ásbjörnssonar, er reistu húsið Sigurvelli við Mel- teig á Akranesi og bjuggu þar síðan. Yngri bróðir Björns var faðir minn, Valdimar, sem lést fyrir réttu ári. Björnfríður var ættuð frá Odds- bæ á Akranesi, dóttir Björns Ólafs- sonar formanns og Sigríðar Mel- kjörníar Jónsdóttur. Ágúst Sigur- björn var frá Melshúsum á Akra- nesi, sonur þeirra Asbjörns Jóns- sonar og Sigríðar Árnadóttur. Ás- björn og Ágúst voru miklir afla- menn og eftirsóttir formenn. Eins og nærri má geta snerist hugur Bjössa fljótt til sjómennsku ■ LEIFUR Blumenstein bygg- ingafræðingur flytur opinberan fyr- irlestur um varðveislu gamalla timbur- og bárujárnshúsa á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals, í dag, þriðjudaginn 27. mars, í stofu 101 í _Odda, hugvísindahúsi Há- skóla íslands, kl. 17.15. í fyrir- lestrinum, sem nefnist „Hvers vegna ættum við að varðveita göm- ul hús?“, mun Leifur fjalla um hús- verndun, sérstaklega viðgerðir á húsinu Þingholtsstræti 29, sem er aðsetur Stofnunar Sigurðar Nor- dals, en Leifur hefur séð um þær. og fór hann til sjós aðeins 15 ára gamall með Axel 'Sveinbjörnssyni, fyrst á Sæfara og síðan á Sjöfninni. Árið 1935 útskrifaðist Bjössi úr Stýrimannaskólanum, en árið 1937 hófst fengsæll skipstjóraferill hans er hann var með Úðafoss eina vertíð. Árið 1938 kaupir hann 29 tonna bát, mb. Frigg, og gerði hana út í rúm tvö ár. Árið 1943 létu bræðurnir, Björn og Valdimar, smíða fyrir sig bát á ísafirði, Ás- björn Ak, sem þeir gerðu út næstu árin. Eftir það var Bjössi með báta frá Haraldi Björnssyni & Co. um ára- bil, s.s. Svaninn, Keili og Höfrung- ana báða. Síðasta fiskiskipið, sem Bjössi stjórnaði var Sif Ak, 82. tonna bátur sem hann átti í félagi við annan. Þegar þeir hættu útgerð Sifjar var lokið fjörutíu ára sam- felldum skipstjóraferli Björn Ó. Ágústssonar. Síðustu starfsár sín var.n hann við Akraneshöfn, hafði hann m.a. stjórn lóðsbátsins með höndum. Á sjómannsferli sínum var Bjössi mjög farsæll, aldrei missti hann mann eða varð fyrir alvarlegum slysum, þó svo fast hafi verið sótt í þá daga sem nú. Þóttist hver sá heppinn, sem hlaut skiprúm hjá honum. Mesta gæfuspor í lífi sínu steig hann er hann gekk að eiga unnustu sína, Elínu Elíasdóttur, þann 30. nóvember 1939. Elín var dóttir hjónanna Ólínar Ólafsdóttur og Elí- asar Benediktssonar skipstjóra. Hófu þau búskap á Sigurvöllum og bjuggu þar í tæpa tvo áratugi, eða þar til þau fluttu að Vallholti 17 og bjuggu þar til ársins 1979 er Elín lést fyrir aldur fram. Björn bjó síðan á Skarðsbraut 13 þar til í febrúar 1988 er hann flutti á Dval- arheimilið Höfða. Varð þeim firnrn dætra auðið og eru fjórar þeirra á lífi. Þær eru: Björnfríður Sigríður, fædd 7. októ- ber 1947, gift Oddi Gíslasyni skip- stjóra. Þeirra börn eru: Ingileif, Björn Ólafsson, Gísli Páll og Arnór Steinar og eiga Björnfríður og Odd- ur eitt barnabarn, Óskar Þorgils. Næstelst dætranna er Ágústa Sig- urbirna, fædd 2. apríl 1958, gift Magnúsi Inga Hannessyni bónda í Leirárgörðum í Leirársveit. Þeirra börn eru: Hannes Adólf, Björn Ágúst, Elín Málmfríður og Davíð lngi. Þriðja í röðinni er Ólína Sig- þóra, fædd 19. nóvember 1959, gift Ólafi Jónssyni flugvirkja og eru þeirra börn Elín, Ólafur Jón og Jakob. Yngst systranna er Ólöf Guðrún, fædd 29. nóvember 1960, fyrrum sambýlismaður hennar er Magnús Theodórsson sjómaður. Sonur þeirra er Björn Aron. Að lokum bið ég Guð að blessa minningu þessa góða manns. Að- standendum öllum sendi ég og fjöl- skylda mín innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hans. Sigríður K. Valdimarsdóttir fmmmm vimmh ■— ' \ i — • • Afþessumjeppa hafa íslend-. . I ingar mjög mikla og góða reynslu bæði sem fyrirtaks " - ' fjölskyldu- og ferðabíl og • —öflugum vinnuþjark. • N Nú eiga bændur og rekstrar-. N aðilar kost á þvf að draga virð- • \ isaukaskattinn frá bílverði. _ Tökum gamla bílinn upp í nýjan og semjum um eftirstöðvar. •\ ' \ / ~i . 1 . . ^ — Opid laugardaga frá kl. 10-14. \ _______, \ • . \ \ . VerúlistiLM Staðgr.verð 1300 SAFÍR4G.........371.269,- 1500 STATION 4G......424.932,- 1500 STATI0N LUX5G...461.292,- 1600 LUX5G...........454.992,- * 1500 SAMARA 5G, 3D.490.485,- *1500 SAMARA 5G, 5D..518.524 - 1600 SP0RT4G.........661.620 - 1600 SP0RT 5G........723.289,- *„Metallic“ litir kr. 11.000,- Ofangreint veró er miðað við að bifreiðarnar séu ryðvarðar og tilbún- ar til skróningar. Innifalin er einnig 6 óra ryðvarnaróbyrgð samkvæmt skilmólum ryðvarnarstöðvor. / " ' / \ og allir af stað.J Það er stórkostlegt skemmtanalíf í Fríklúbbnum, íþróttir, uppákomur! Hópurinn fer saman út að borða,á diskótek, skellir sér á seglbretti eða í jeppasafarí og.. og og..og.. alveg pottþétt! 2ja vikna ferð til |L» Æg* %/)/}* Costa del Sol frá Hfl ■f’Q*# l/l/f “ og 156.800,- fyrir alla fjölskylduna, tvo fullorðna og tvö börn, 2 -11 ára 3ja vikna ferð 1-« ÆQ til Mallorka frá fmfa TviSrl/I//1 2ja vikna ferð til \muá AH til Portúgal frá ImH Hf/« 01/1// “ *Staðgreiðsluverö miðað við 4 - 6 i ibúð og 1000 króna innlegg i ferðasjóöinn. Sjá innleggsmiða á öörum stað i blaðinu. URVAL'UTSYN ZBSn Álfabakka 16, simi 60 30 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.