Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 fAl 1#| 1 11 #1 UFB li iH iMr nwi » 'HJF M. JÍJP^PlPÉfl flP% HnOlPPI lO Ivl ■"" SSiPiflik /rá Múlalundi... þar er tölvupappírinn vel geymdur. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 Tölvu- og viðskiptanám Fjárfestu í sjálfum þér og komdu a tölvu- og viðskiptanámskeið. í náminn era kenndar eftnfarandi greJnar. Almenn tðhrafræði, stýiikerfi, rttvimwla, töflureiknar og áætianagerS, gagnasamsftæði, tölvufjarakipti, bókfeerala, tölvubófiiald, verahmart og toD- og veroóbttíkningar Nðmfð tekur níu vikur oe er fyrir fölk ð ölium aldrl. Hafðu samband við o]da»r 1 gfma 687590. Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúní 28. S:687590 C3 n TÖLVUFRÆÐSfeA Arto Noras og Krystyna Cortes Tónlist_____________ JónÁsgeirsson Sjöttu tónleikar Tónlistarfé- lagsins í Reykjavík voru haldnir í Islensku óperunni sl. laugardag en þar léku saman sellósnillingur- inn Arto Noras og Krystyna Cort- es píanóleikari. Á efnisskránni voru verk eftir Schumann, Schu- bert, Brahms og Paganini. Tónleikarnir hófust á Adagio og Allegro eftir Schumann en það verk og tvö næstu, „Arpeggi- one“-sónatan eftir Sehubert og Sónata nr. 2 eftir Brahms, eru eiginleg samleiksverk. Síðasta verkið, tilbrigði Paganinis yfir þema úr „Mose“, eftir Rossini, en hins vegar „bravura-verk“ fyrir selló, með smá „dúlli“ fyrir píanó, svona rétt til að auka á „dillandi" hljóðfall verksins. Atro Noras er frábær sellóleik- ari, bæði hvað tækni snertir og túlkun, svo sem heyra mátti í báðum sónötuverkum og tvíþátt- ungi Schumanns. Þar leikur á milli stórbrotinna átaka og fíngerðrar viðkvæmni og voru þessar andstæður einkar skýrar í túlkun beggja listamannanna. Ljóðrænn hægi þátturinn hjá Schumann, fíngerðir tónbogar hjá Schubert, sem bera í sér klassíska ögun og rómantíska viðkvæmni og stórbrotin byggingatæknin og Arto Noras dulúðin hjá Brahms, blómstraði í samleik þeirra. Síðasta verkið á efnisskránni, sem segja má að Paganini hafi samið til að sýna tækni sína, er, þrátt fyrir öll tæknimarkmið, skemmtileg tónsmíð en aðeins í höndum þeirra er geta leikið slíka tónlist sem létt lag væri. Allt lék þetta í hendi hjá Arto Noras og víða frábærlega. Samleikari var Krystyna Cortes en hún er frábær píanóleikari og mættu tónlistarmenn horfa til Krystyna Cortes hennar varðandi flutning á kam- mertónlist, því bæði ræður hún yfir góðri tækni og hefur sterka tilfinningu fyrir þeim innviðum tónlistar er snerta blæbrigði og byggingu tónverka. Samleik þarf að rækta í langri samvinnu og því er frammistaða Krystynar Cortes athyglisverð. í allegro-kaf- lanum í verki Schumanns og í Brahms var leikur hennar, þegar til heildarinnar er litið, frábær og segir það nokkuð um hana sem píanóleikara. Háskólakórinn Háskólakórinn, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, hélt tónleika í menningarmiðstöð Hafnaríjarðar sl. sunnudag. Tón- leikarnir hófust á Hver á sér fegra föðurland, eftir Emil Thoroddsen og mátti þá strax heyra að kórinn er góður og Guðmundi lætur vel að stjórna og leggur mikið upp úr skýrum framburði, jafnvel svo, að við liggur að framburðurinn verði nær því sem gerist í tali en í söng. Þetta var einkum áberandi í þjóðlagaraddsetningum Hjálm- ars H. Ragnarssonar en auðheyrt var að stjórnandinn beitti þessari aðferð til að auka á hrynskerpu laganna. í þjóðlagaraddsetningum eftir Jónas Tómasson, Atla Ingólfsson, Jakob Hallgrímsson og Gunnar Reyni Sveinsson var raddmótunin öll önnur og einnig það sem eftir af tónleikunum. Þrír trúarlegir söngvar, Gamalt vers eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson, Heyr himna- smiður eftir Þorkel Sigurbjörns- son og altarisgöngusálmur eftir Oliver Messiaen voru mjög vel fluttir. Talkórslag efir Ernst Toch, þar sem leikið er með alls konar orð og orðasambönd, var feikna- lega vel flutt. Fjögur þjóðlög Árna Harðar- sonar og tvö lög eftir Ingunni Bjarnadóttur í raddsetningu Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar voru og vel flutt, sérstaklega lag- ið Um glókoll og sumartunglið, við texta eftir Þorstein Valdimars- son, sem kórinn flutti af innileik. Eitthvað skakkskondrast það fyrir undirrituðum, er íslenskir tónhöfundar sækja sér erlend við- fangsefni. Því hefur verið haldið fram af mætum mönnum, að ásókn Norðurlandabúa í að semja lög við ljóð eftir snillinga heims- málanna, sé í raun tilraun til að komast í áheyrn sér meiri manna og það takist oftast ekki. Sapient- ia eftir Þorstein Hauksson við kvæði Prundetíusar, var hér frum- flutt. Þorsteinn leggur áherslu á kyrrstætt tónferli en leikur þar á móti með styrkleikabreytingar, nema nærri niðurlaginu, þá fitjar hann upp á „kaótískri" fjölröddun. Kórinn söng verkið virkilega vel. Lorca-svítan eftir Rautavaara er ágætlega samin og sérstaklega Tataraljóðið, sem kórinn söng mjög vel._ Tónleikunum lauk með lagi Páls ísólfssonar, Úr útsæ rísa íslands ijöll, sem ásamt fyrsta laginu mætti túlka sem hugleið- ingu og ábendingu um að varð- veita skuli íslenskan menningar- arf og tungu. Guðmundur Óli Gunnarsson kemur hér fram sem afburðaefni- legur kórstjóri, sem ekki er aðeins laginn við að „slá“, heldur sérlega fundvís á alls konar útfærslur í styrk og hraðabreytingum og blæ- brigðum, er tengjast 'innihaldi textans. Bankaráð og bankasljórn Seðlabanka: Eðlileg' afskipti af Ávöxtun sf. BANKARÁÐ og bankastjórn Seðlabankans telja að bankaeftirlitið hafi rækt skyldur sínar vegna eftirlits með Ávöxtun sf. og verðbréfa- sjóðum fyrirteekisins með eðlilegum hætti. Bankaráð og bankastjórn eru ósammála umboðsmanni Alþingis, en hann hefur komizt að þeirri niðurstöðu að bankaeftirlitið hafi ekki slaðið í stykkinu. Yíir- stjórn Seðlabankans Iýsir því fullu trausti á störfum og starfsmönn- um bankaeftirlitsins. „Lengst af þann tíma, sem Ávöxtun sf. starfaði, giltu ekki nein lög um fjármálastarfsemi af þessu tagi og bankaeftirlitið hafði því engar sérstakar heimildir eða skyld- ur til þess að hafa afskipti af eða eftirlit með rekstrinum,“ segja seðlabankamenn í áliti, sem þeir hafa sent frá sér. „Hins vegar kærði bankaeftirlitið Ávöxtun sf. í febrúar 1986 til ríkissaksóknara vegna meints brots á lögum um innláns- stofnanir en málið var látið niður falla af hálfu ákæruvaldsins." Seðlabankamenn segja að frá 1. júní 1986 og síðan allan þann tíma, sem Ávöxtun hafi starfað, hafi ver- ið gildandi lög um verðbréfamiðlun, sem verið hafi ófullkomin, eins og reyndar komi einnig fram hjá um- boðsmanni Alþingis. „Virðist um- boðsmaður þó túlka heimildir bankaeftirlitsins til afskipta á þessu tímabili miklu víðtækar en eðlilegt getur talizt. Jafnframt er ljóst að bankaeftirlitið hafði engu _að síður mikil afskipti af starfsemi Ávöxtun- ar sf. og verðbréfasjóða þess og átti fundi með forstöðumönnum fyrirtækisins árið 1988, þar á með- al með stjórnarformanni og löggilt- um endurskoðanda. Var á þessu tímabili þráfaldlega á það bent af hálfu Seðlabankans, að þörf væri víðtækrar heildarlöggjafar um þessi efni,“ segir í álitinu. Bent er á að samstarfsnefnd Seðlabankans og viðskiptaráðu- neytisins um starfsemi bankaeftir- litsins telji eftirlitið hafa gegnt hlut- verki sínu með eðlilegum hætti. Loks er tekið fram að hvað varðar hvatningu umboðsmanns um að tekið verði tillit til ábendinga hans um starf bankaeftirlitsins í fram- tíðinni, þá verði þær hafðar til hlið- sjónar. Bessastaðahreppur: Listi sjálf- stæðismanna samþykktur Sjálfstæðisfélag Bessastaða- hrepps hefur samþykkt, fram- boðslista félagsins íyrir sveitar- stjórnarkosningar í vor. Eftirtaldir skipa iistann: Guð- mundur G. Gunnarsson, María Sveinsdóttir, Birgir Guðmundsson, Guðmundur Ingvi Sverrisson, Jón G. Gunnlaugsson, Sigurður G. Thoroddsen, Guðrún Eggertsdóttir, Ársæll Hauksson, Einar Ólafsson og Erla Siguijónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.