Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 Eldur í frystiskáp: Báðir slökkvibílarnir festust á leið á eldstað ELDUR kom upp í frystiskáp í geymslu við Stóragerði á laugardagsmorgun og átti slökkvilið í nokkrum erlíðleik- um með að komast á staðinn vegna ófærðar. Skemmdir vegna eldsins urðu þó óveru- legar. Slökkvilið var kallað út klukk- an rúmlega tíu á iaugardags- morgun, en þá hafði kviknað í mótor frystiskápsins. Færð var erfið og festust báðir slökkvi- bílarnir á leiðinni'. Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri sagði að tekist hefði að losa ann- an bílinn fljótt, en snjórinn hrundi niður undan hinum bílnum og datt hann niður í hita- veitubrunn. Hann þurfti að draga í burtu. Veður var einnig leiðinlegt og erfitt að athafna sig, að sögn Tómasar. Vel gekk að slökkva eldinn þegar á staðinn var komið og urðu skemmdir í kjölfar hans óverulegar. Slökkviliðið hefur verið kallað út 17 sinnum það sem af er árs- ins, sem er jafn mikið og var á sama tíma á síðasta ári, en Tóm- as sagði að í þau skipti sem eld- ur hefði komið upp á þessu ári hefði fólk verið í meiri hættu og jafnvel sloppið út úr núsum á nærklæðunum á síðustu stundu. Auður Hjaltadóttir, flokki. Morgunblaðið/Rúnar Þór Akureyri sigraði í kvenna- Jóhann V. Gunnarsson, Akureyri, sigraði í ungl- ingaflokki undir 70 kg þyngd. íslandsmót í vaxtarrækt: Hörð og tvísýn keppni í öllum flokkum ÍSLANDSMÓT unglinga og B- íslandsmót í flokki fullorðinna luoðdýrarækt í Eyjafírði: Hrynur eins og spilaborg ef fleiri bændur hætta - segir Jón Hjaltason formaður Loð- dýraræktarfélags Eyjaflarðar LOÐDYRABÆNDUM í Eyjafirði hefur fækkað um tæplega helin- ing á síðustu tveimur árum og segir Jón Hjaltason formaður Ólafsgörður: Norskur tog- ari landar rækju NORSKI togarinn, Drotholm, landaði 185 léstum af rækju í Ól- afsfirði í gær, en rækjuvinnsla hefst hjá Hraðírystihúsi Ólafs- fjai'ðar eftir páska. Finnbogi Baldvinsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafs- fjarðar sagði að ætlunin væri að setja rækjuvinnsluna af stað eftir nokkrar vikur, eða einhvern tíma eftir páska. Rækjan sem norski tog- arinn landaði hjá HÓ í gær fer til endurvinnslu í rækjuvinnslunni. Frá því í haust hefur ekki verið unnin rækja hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarð- ar. ■* Nokkur hráefnisskortur hefur verið í frystingunni, en Finnbogi sagði að þó hefðu ekki dottið niður margir vinnudagar. „Það er eins með okkur og velflest frystihús landsins, það hefur verið nokkur hráefnisskortur hér. Það hefur vant- að í þetta dálftið meiri kraft,“ sagði Finnbogi. Loðnubræðsla HÓ hefur tekið á móti um 6.000 tonnum af loðnu frá áramótum, en þar hefur verið stopp um nokkum tíma. „Það var þokka- legt að gera í loðnubræðslunni, en nú er botninn dottin úr henni og við 'trum hráefnislausir." Loðdýraræktarfélags Eyjafjarðar að bændur hafi verið að gefast upp hver á fætur öðrum. Verði fækkunin hins vegar öllu meiri sé hætta á að loðdýraræktin hrynji eins og spilaborg. Margir bændur hugleiði að hætta búskap með loðdýr, en þráist við því að með því kippi þeir fótunum undan þeim sem eftir standa. Jón Hjaltason formaður Loðdýra- ræktarfélags Eyjafjarðar sagði að nú ylti framtíðin á því hvernig tekið yrði á málum loðdýrabænda og fóð- urstöðva hjá stjórnvöldum og kvaðst hann- vonast til að mál myndu skýr- ast í þessari viku. Stjórn félagsins fundaði fyrir skömmu en ákvarðanir um framhaldið voru ekki teknar og var ákveðið að fresta frekari funda- höldum þar til eitthvað lægi fyrir um aðgerðir. Jón sagði að yrði bænd- um komið til aðstoðar gæti hluti þeirra skrimt áfram, að því tilskyidu að þeir gætu náð sér í aukatekjur. „Loðdýrabændur eru djúpt sokkn- ir, en nokkuð misjafnlega þó. Stærsti óvissuþátturinn nú er málefni fóður- stöðvanna, en ef bændum yrði kom- ið til aðstoðar gætu þeir haldið ein- hverju af stofninum eftir og siglt lygnan sjó um tíma. Við bíðum eftir því hvort einhver botn fáist í þessi mál, hvort greinin er búin að vera eða ekki,“ sagði Jón. Hann sagði að á síðustu tveimur árum, en einkum þó á því síðasta hefði verið mikil fækkun í greininni eða á bilinu 40-50%, en mestu munaði um lokun Böggvisstaðabúsins. Bændum mætti ekki fækka mikið meira á svæðinu, en töluverður hópur hefði hug á að hætta. Menn þraukuðu þó áfram þar sem þeir vilja ekki kippa fótunum undan hinum, því hættu mikið fleiri bændur blasti ekkert annað en hrun við. „Menn eru á fullu í að para þessa dagana upp á von og óvon. Það er auðvitað ömurlegt að vera að standa í því og vita svo ekkert hvort þetta endi með að dýrin verði drepin og allt unnið fyrir gýg,“ sagði Jón. Hann sagði einnig að víða væri málum þannig háttað að þó menn hættu loðdýrabúskap væri ekkert annað framundan, þar sem menn byggju langt frá vinnumarkaði og hefðu afsalað sér öðrum framleiðslu- rétti. Stjórn Loðdýrafélags Eyjaljarðar hefur farið fram á það við Byggða- stofnun að gerð verði úttekt á fóður- stöðvunum á Dalvík og á Sauðár- króki og hafði þá í huga hvort unnt yrði að loka annarri stöðinni, en Jón sagði að engin svör hafi borist við þeirri málaleitan. í vaxtarrækt var haldið í Sjal- lanum á Akureyri á sunnudag. Keppt var í 7 flokkum og voru þátttakendur um 30. Keppnin var hörð í flestum flokkum og tvísýnt um úrslit, bæði í kvenna- flokki og í karlaflokki yfir 80 kíló. íslandsmeistari í unglingaflokki undir 70 kg varð Jóhann V. Gunn- arsson Akureyri, Elmar Þ. Diego Reykjavík varð í öðru sæti og Jón Guðmundsson Reykjavík í þriðja. í unglingaflekki undir 80 kg varð Páll Valdimarsson Reykavík ís- landsmeistari og Kristján Jónsson og Sölvi Fannar Viðarsson urðu í örðu og þriðja sæti, en þeir eru báðir úr Reykjavík. í unglinga- flokki yfir 80 kg. varð Magnús Bess Hafnarfirði íslandsmeistari og Oskar Svanur Barkarson Reykjavík í öðru sæti. í opnum unglingaflokki sigraði Magnús Bess nokkuð örugglega, Óskar Svanur Barkarson Reykjavík varð annar, Páll Valdimarsson Reykjavík þriðji. í kvennaflokki sigraði Auður Hjaltadóttir Akureyri, Inga S. Steingrímsdóttir Reykjavík varð önnur, Þórdís Anna Pétursdóttir Akureyri varð þriðja. í karlaflokki undir 80 kg sigr- aði Kristján Ársælsson, Sveinn Helgi Geirsson varð annar og Þór- hallur Guðmundsson þriðji^ en þeir eru allir úr Reykjavík. I karla- flokki yfir 80 kg. var háð hörð keppni á milli þeirra Guðmundar Marteinssonar Akureyri og ívars Haukssonar Reykjavík, en Guð- mundur hafði betur og lenti í fyrsta sæti, en ívar í öðru. Ekiðá ungan mann EKIÐ var á ungan mann við gatnamót Þingvallastrætis og Mýrarvegar aðfarnótt sunnu- dags og slasaðist hann lítilshátt- ar. Ökumaður stakk af eftir ákeyrsluna, en gaf sig fram við lögreglu skömmu síðar. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Þá var brotin stór rúða í útibúi íslandsbanka við Geislagötu að- faranótt laugardags og fánastöng við Landsbankann. Lögregla hefur haft upp á þeim sem þar voru að verki. TIL LEIGU Stórt raðhús á Akureyri til leigu frá 15. júní 1990 til 1 árs. Húsgögn geta fylgt. Upplýsingar í síma 96-26488 eftir kl. 18.00. Húsavík: Hugmynd um stofiiun kynbótastöðvar fyrir tré Húsavík. Á gróðurverndarráðstefn- unni sem Húsgull á Húsavík hélt, kom fram hugmynd um stofnun kynbótastöðvar fyrir tré. Þessi hugmynd kom fram í erindi sem Þröstur Eysteins- son flutti, en hann er nú í fram- haldsnámi i Bandaríkjunum í plöntulífeðlisfræði og fæst sér- staklega við kynbætur lerk- itrjáa. Þröstur er mikill áhuga- maður um alla gróðurvernd og talar 6 ára verk hans við skrúð- garðinn á Húsavík sínu máli. Þröstur kom frá Bandaríkjun- um til að sitja þessa ráðstefnu og flutti þar athyglisvert erindi um kynbætur barrtrjáa. Hann sagði að íslendingum hefði vel tekist við kynbætur á búfé, og eins gætu þeir kynbætt tré. Sagði að margt hefði verið gott gert í sambandi við skóg- Þröstur Eysteinsson Morgunblaðið/Silli ræktina og með nútíma tækni væri verið að vinna að því að auka vaxtarhraða trjánna og væri það eitt af verkefnum hans nú, að vinna aðallega við lerki en einn- ig hefði hann verið að fást við greni, þarna við háskólann sem hann er við vestra. En þetta tæki allt sinn tíma og að fullvinna slíkar tilreunir tæki 7—8 ár. Þröstur taldi að árangur feng- ist í því að auka vaxtarhraðann og þar með að gera skógræktina meira arðberandi. „Eins og við vissum væri íslenzka birkið okkar kræklótt, en ég tel að með kynbót- um sé hægt að bæta það, láta það vaxa bæði hraðar og beinna." Hann varpaði fram þeirri hug- mynd að stofnuð yrði kynbótastöð fyrir tré á íslandi og undir það tóku fleiri ráðstefnugestir. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.