Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ Í990 íímmífí Þetta er ný gerð flugnaveið- ara, sem ég vil fá einkaleyfi á ... Með morgunkaffimi Ég finn brunalykt.. .? HÖGNI HREKKVÍSI Slælega launuð lífgjöf Vel heppnað- ir Sparidagar Kæri Velvakandi Ég má til með að vkja athygli á svonefndum Sparidögum sem voru haldnir á Hótel Örk í Hvera- gerði frá 19 til 22. febrúar undir stjórn Hermanns Ragnars Stef- ánssonar. Það var tekið á móti okkur hjónum mánudaginn 19. febrúar kl. 16 ásmt 130-150 öðr- um „sparigestum“, allt fólk 60 ára og eldra. Byijað var með skemmti- legri kynningu. Þarna var fólk frá Keflavík, Hafnarfirði, Borgar- firði og úr Reykjavík. Þetta stórglæsilega hótel og Hermann Ragnar buðu upp á dá- samlega daga með góðum mat, góðri þjónustu og góðu skemmti- prógrammi frá kl. 8 til 23. Til staðar er sundlaug, gufubað, ljós o. fl. sem gestir geta notað að vild. Þetta er það ódýrasta og langbesta frí sem við hjónin höfum átt hér á landi, hvað þá annars staðar í heiminum. Því skora ég á Hótel Örk og Hermann Ragnar, sem er ómissandi á þessum vett- vangi, að efna til fleiri slíkra sparidaga. Jón Guðmundsson Til Velvakanda. ' Með þessum titli birtist grein í Velvakanda 27. janúar sl. Telur höfundur að án sauðkinda hefðu íslendingar orðið aldauða og lýkur þessu skrifi sínu með svohljóðandi áskorun: „Reisum nú sem fyrst veglega kapellu til heiðurs þessum látnu lífgjöfum okkar, þangað sem við gætum leitað t.d. á Sviðamessu og sameinast í þögulli bæn fyrir sáíum framiiðinna sauðkinda. Gæti Steingrímur Sigfússon emb- ættað þar sem æðsti prestur. Myndi honum þá vel sæma að skrýðast sauðargæru.“ í Sandkorni DV segir fyrir nokkru að Steingrímur landbúnað- arráðherra sé mesti framsóknar- maður hér í heimi. Ennfremur að hann og sauðkindin séu orðin eitt. Ef þessi samruni er orðinn svo náinn mætti með réttu kalla Steingrím tvíeinan. Fér hann þá að slaga hátt upp í heilaga þrenn- ingu. Éljagrímur Óréttlátt reykingabann Til Velvakanda. Ég las í dagblaði fyrir nokkru að mitt uppáhalds flugfélag, Flug- leiðir, íhugi að setja á reykinga- bann í vélum í millilandafiugi. Vafakust áhrif frá Bandaríkjun- um. Ég er smáhluthafi í Flugleið- um og er mjög annt um allan hag félagsins. En að fara að banna fullorðnu fólki að fá sér sígarettu um leið og það fær sér hressingu er mjög alvarlegt brot á mannréttindum hins almenna borgara, og ég veit ekki betur en að stór hluti flugvéla sé reyklaus. Ég spyr, á ofstækisfólk á móti reykingum að ráða ferðinni í rekstri Flugleiða. Og ég spyr, erum við sem reykjum réttlausir? Ég skora á forráðamenn flugleiða að hugleiða að þetta bann gæti skaðað félagið. Ég mun fljúga með SAS eða Arnarflugi ef of- stækismenn á móti reykingum ráða ferðinni í rekstri Flugleiða. Ég veit líka að ef slíkt bann verður sett á mun öll sala á varn- ingi stórminnka um borð í flugvél- unum. Færri munu fá sér drykk ef ekki má reykja. Ég óska Flug- leiðum alls góðs og vona að jafn- rétti ríki milli allra farþega á öllum leiðum millilandaflugs. Ég skora á fólk sem reykir að láta skoðun sína í ljós. Flugfarþegi Víkyerji skrifar Mikið hefur verið rætt um hlutabréf að undanförnu og fer vel á því. Þessar umræður eiga áreiðanlega eftir að örva mjög áhuga almennings á hlutabréfa- kaupum og ýta undir hlutabréfa- viðskipti almennt, ekki sízt ef stjórnvöld fylgja þessum umræð- um eftir með nauðsynlegri lög- gjöf, sem vekur traust og tiltrú á hlutabréfamarkaðnum. í þessum umræðum hefur tölu- vert verið rætt um Flugleiðir og það er ekki í fyrsta sinn, sem svipt- ingar verða um hlutabréfaeign og flug á íslandi. Nú er sú kynslóð, sem kom við sögu við endurreisn Loftleiða fyrir tæpum fjórum ára- tugum að draga sig í hlé smátt og smátt. Þess vegna voru það mikil tímamót um daginn, þegar Kristinn Olsen, flugstjóri, lét af störfum, sem stjórnarmaður í Flugleiðumm, en hann var einn helzti þátttakandi í þeirri byltingu, sem gerð var í Loftleiðum á þeim tíma. Annar maður, sem einnig var lykilmaður í þeim átökum, er Sig- urður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða, sem var einn þeirra, sem skipulagði óvænt hlutabréfa- kaup í Loftleiðum, sem leiddu til stjórnarbyltingar í félaginu. Og í stjórn Flugleiða situr Kristjana Milla Thorsteinsson, ekkja Alfreðs Elíassonar, fiugstjóra og forstjóra Loftleiða, sem var helzti forystu- maður Loftleiða á þeim tíma. Þau Sigurður Ilelgason og Kristjana Milla eru því ekki alveg ókunnug sviptingum og átökum á milli hluthafa um völd og áhrif í millilandaflugi! xxx Aþeim tíma voru Loftleiða- menn eins konar utangarðs- menn í fluginu. Þá var Flugfélag íslands undir forystu Arnar 0. Johnson. Fyrir u.þ.b. tveimur ára- tugum, þegar veldi Loftleiða var sem mest flutti Örn fræga ræðu við komu nýrrar flugvélar Flugfé- lagsins til landsins — ef Víkverji man rétt — þar sem hann varaði við því, að fjáraflamenn væru að reyna að leggja undir sig Flugfé- lagið. Þessir fjáraflamenn voru Loftleiðamenn, sem þá höfðu nóg af peningum handa á milli og Örn taldi, að hefðu uppi tilburði til þess að kaupa upp hlutabréf í Flugfélaginu. Þessi ræða Arnar O. Johnson kom í veg fyrir, að meira yrðu úr þeim áformum. xxx að hefur yfirleitt verið rólegja í kríngum Eimskipafélag ís- lands, Svo var þó ekki í upphafi. í ævisögu Thors Jensens, sem Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morg- unblaðsins skrifaði, kemur fra-m mikill sársauki Thors yfir því að ná ekki kosningu í_ fyrstu stjórn Eimskipafélagsins. í bókinni segir m.a.: „Ég hafði litið á mig sem íslending í þrjátíu ár. Kannski fann ég það aldrei betur en ein- mitt nú, er ég var í Höfn og litið var á mig þar sem hinn eindregn- asta andstæðing' gamla verzlun- arólagsins, sem Danir vildu halda í. En ég náði ekki kosningu í stjórn Eimskipafélagsins . . . Skömmu eftir að ég koni heim úr utanför- inni gaf ég 6.400 krónur af hluta- bréfum mínum í Eimskipafélaginu til sjóðsstofnunar við Vífilsstaða- hæli og átti arðurinn að renna til styrktar fátækum sjúklingum þar.“ xxx Sú var tíðin, að hlutabréf í Eim- skipafélaginu voru ekki jafn eftirsótt og nú. En samt var pass- að upp á þau! Fyrir rúmum tveim- ur áratugum vildi Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem þá var að byrja að kaupa hlutabréf kaupa bréf, sem þá voru til sölu, fyrir 5 milljónir króna á þágildandi verð- lagi. En stjórn Eimskipafélagsins bannaði það og sagði að Lífeyris- sjóðurinn mætti kaupa fyrir eina milljón!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.