Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.03.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1990 31 ÞINGBREF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Evrópuráðið Aðild íslands að Evrópuráðinu var samþykkt árið 1950. Síðan hafa verið settir um 130 Evrópusáttmálar, flestir um réttindmál einstaklinga, en mikilvægastur þeirra er mannréttindasáttmálinn. Evrópuráðinu og Evrópubandalaginu er stundum ruglað saman. Þetta eru þó ólikar stofhanir um margt. Evrópuráðið er samstarfs- vettvangur 23 þjóða. Þing þess eru sótt af fulltrúum þjóðþinga. Evrópubandalagið er bandalag 12 ríkja. Þing þess er kjörið í bein- um kosningum. I. Fyrir skemmstu var lögð fram á Alþingi skýrsla um 41. þing Evrópuráðsins frá íslenzku sendi- nefndinni á þinginu, en formaður hennar er Ragnhildur Helgadóttir (S-Rv). Þar kennir margra grasa, sem vænta má. Ný Evrópa, sem er í mótun, setti svip á þinghaldið flestu fremur. í yfirlýsingu um framtíðarverkefni segir m.a.: „Evrópa stendur nú frammi fyr- ■ mikilvægri þróun. Evrópubanda- lagið er að ljúka við gerð sameigin- legs evrópsks markaðar. Evrópu- bandalagið og EFTA-löndin sex eru að vinna að víðara evrópsku efnahagssvæði. í Austur-Evrópu hafa sum löndin tekið upp stefnu afvopnunar og endurbóta sem skapa nýtt svið fyrir viðræður og samstarf. Þessi þróun krefst þess af Evrópuráðinu að það ítreki og þrói sitt eigið hlutverk." II. Þing Evrópuráðsins, sem á síðasta starfsári minntist 40 ára afmælis ráðsins, var fjórskipt: í mai-, í júlí-, í september- og jan- úarmánuðum sl. í skýrslunni segir: „Á afmælisdaginn var þó einn atburður gleðilegastur frá sjónar- miði íslendinga séð, og raunar flestra Evrópuráðsmanna, en það var hin formiega innganga Finn- lands í ráðið. Þar með voru öll lýð- ræðisríki álfunnar orðin fullgildir aðilar að Evrópuráðinu/1 Það segir og sitt um þær breyt- ingar, sem eiga sér stað í Evrópu, að bæði Lech Walesa, forvígismað- ur pólskrar mannréttinda- og sjálf- stæðishreyfingar, og Gorbatsjov, Sovétleiðtogi, vóru meðal gesta og ræðumanna Evrópuráðsins, að vísu ekki samtímis. Á þriðja hluta þingsins vóru og gestasendinefndir frá Ungverjalandi, Póllandi, Sov- étríkjunum og Júgóslavíu. III. Sem sýnishorn af umfjöllunar- og/eða alyktunarefnum Evrópu- ráðsins má nefna: 1) framtíð Evr- ópuráðsins, 2) málefni flóttamanna í Mið- og Austur-Evrópu, 3) félags- málasáttmáli, 4) verndun guðs- húsa, 4) svæðaskipulag í álfunni með sérstöku tilliti til umhverfis- verndar, 5) evrópsk samvinna á sviði skóla- og menningarmála, 6) staða þjóðernisminnihluta, 7) stækkun hins evrópska efnahags- svæðis til suðurs (Kýpur, Málta, Júgóslavía, Tyrkland), 8) veður- farsbreyting vegna breytinga á ósonlagi, 9) fjarskipti í Evrópu, 10) vaxandi umferð í lofthelgi og við flugvelli Evrópuríkja. Upptalning þessi er hvergi nærri tæmandi, en sýnir þó að Evrópur- áðið er sameiginlegur vettvangur Evrópuríkja til að fjalla um og samræma sjónarmið á hinum margvíslegustu sviðum. IV. Sú öra Evrópuþróun, sem yfir gengur beggja megin hrynjandi járntjalds, hefur að sjálfsögðu áhrif á framtíð ráðsins, þótt of snemmt sé að spá í þau spil hér og nú. Stofnskrá Evrópuráðsins frá 1949 er byggð á þeirri trú stofn- enda, að nánari tengsl Evrópuríkja styrki lýðræði, mannréttindi og frið í okkar heimshluta. í inngangi stofnskrárinnar segir að aðild- arríkin „staðfesti á ný trú sína á þau verðmæti, andleg og siðferði- leg, sem eru hin sameiginlega arf- leifð þessara þjóða, og hin sönnu upptök einstaklingsfrelsis, stjórn- málalegs ftjálsræðis og skipunar laga og réttar“, eins og segir í skýrslunni. Þegar Ísland gerðist aðili að Evrópuráðinu var rökstuðningur- inn sá að „ísland eigi ekki að sitja hjá í samstarfi lýðræðis- og menn- ingarríkja álfunnar. Er þess og að vænta er stundir líða fram að Evr- ópuráðið geti orðið öflugt tæki til að greiða fyrir framkvæmd þeirra hugsjóna er það hefur sett sér að markmiði." Það vefst ekki fyrir neinum að Evrópuráðið hefur þjónað þörfum tilgangi. Það hefur hins vegar fall- ið nokkuð í skuggann af öðru Evr- ópusamstarfi, einkum EB og EFTA. Hvern veg sem samstarf Evrópuþjóða þróast næsta áratug- inn stendur það upp úr og er óhagganlegt, að fátt, ef nokkuð, kemur til með að hafa meiri utan- aðkomandi áhrif á íslenzka framtíð. Meintar njósnir á Miðnesheiði: Meiri reisn yfir þ ví að ræða hernaðarógnina í Litháen - sagði Þorsteinn Pálsson Það væri meiri reisn yfir Alþingi og ríkisstjórnarflokkunum í dag ef við værum hér og nú að ræða sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóð- anna og hernaðarógn Sovétríkjanna í Litháen, sagði Þorsteinn Páls- son (S-Sl) á þingi í gær, þegar Hjörleifúr Guttormsson (Abl-Al) hóf utandagskrárumræður um Qarskiptahleranir og meintar njósnir varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli. Það vóru fréttir ríkisútvarpsins í fyrra- kvöld um hlerunarloftnet FRD-10 og meintar, njósnir sem þingmaður- inn gerði að umtalsefiii. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði að hann myndi láta kanna, hvort einhver fótur væri fyrir þessum fréttaflutningi. Hjörleifiir Guttormsson (Abl- Al) sagði að fréttaritari Ríkisút- varpsins í Bandaríkjunum Jón Ás- geir Sigurðsson hafi fyrir því frétta- heimildir að hér á landi sé starf- semi, tengd Öryggismálastofnun Bandaríkjanna, sem væri sjálfstæð njósnastofnun. Á Miðnesheiði væri hlerunarloftnet sem geri þessum aðilum kleift að hlera loftskeyti skipa á Norður-Atlantshafi. Þessi bandaríska stofnun ráði yfir tækni til að hlera símtöl svo að segja hvar sem er. Mál er að linni, sagði Hjörleifur, að Bandaríkjamenn misnoti aðstöðu sína hér á landi. Hann krafði ut- anríkisráðherra sagna um, hvern veg hann myndi bregðast við frétta- flutningi þessum. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði það ekkert leyndarmál að hér væri starfrækt eftirlitsstöð, sem gæti numið boð frá farkostum í og yfir sjó á eftir- litssvæðinu. Slíkt efirlit færi fram með vitund og samþykki íslenzkra stjórnvalda. Hins vegar væri hér ekki staðsett, sér vitandi, FRD-10 hlerunarloftnet. Hér færu ekki fram, sér vitandi, neins konar borg- aralegar eða persónulegar njósnir. Ráðherra sagði hins vegar að hann myndi kanna, af tilefni fréttar RÚV, hvað hæft væri í þessum frá- sögnum, þ.m.t. hvort búnaður af þessu tagi væri hér til staðar, og ræða málið nánar síðar, væntanlega í umræðu um skýrslu sína um ut- anríkismál, sem er á dagskrá þings- ins nk. fimmtudag. Karl Steinar Guðnason (A-Rn) rifjaði upp fréttafárviðri RÚV fyrir nokkru, þar sem reynt hafi verið að gera hlut Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar, formanns Alþýðuflokks- ins, að varnarsamstarfi vestrænna ríkja tortryggilegan. Allur hafi þessi fréttaflutningur verið á röng- um forsendum. Þingmaðurinn sagði það merg málsins að Atlantshafs- bandalagið og varnarsamningurinn hafi vel reynzt og þjónað sínum til- gangi. Öðru máli gegni um þá kúg- un kommúnismans í Austur-Evr- ópu, sem nú blasi við öllum. Þorsteinn Pálsson (S-Sl) sagði að meiri reisn væri yfir Alþingi og stjórnarliðinu ef við ræddum nú sjálfstæðisbaráttu smáríkjanna við Eystrasalt og hernaðarógn Sovét- ríkjanna í Litháen en að eltast við óstaðfestar fréttir af þessu tagi. Upphlaup sem það, sem hér væri efnt til, væri gamalkunnugt. Það sýndi að Alþýðubandalagið hafi ekkert breytzt í afstöðu til öryggis- Wéiagslíf □ SINDRI 59902737 = 3. I.O.O.F. Rb.1 = 1393278 - 9.I. □ Fjölnir 59892737 - 1 Frl. O EDDA 59902737 = 1 □ HAMAR 59903277 - Tónl. Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson og Brenda Harper halda skyggni- lýsingafund í dag þriðjudaginn 27. mars, kl. 20.30 í Skútunni, Dalshrauni 14, Hafnarfirði. Hús- ið opnað kl. 19.30. Miðar seldir við innganginn. AD-KFUK Fundur í kvöld kl. 20 á Amt- mannsstíg 2b. Aðalfundur KFUK og Hlíðarmeyja. Fram fara venjuleg aðalfundarstörf. Ath.: Fundurinn hefst kl. 20. og varnarmála. Það sýndi og að ríkisstjórnin væri þverklofin í ör- yggis- og varnarmálum. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) sagði óviðunandi, ef hér væri rekin njósnastarfsemi af því tagi sem frétt RÚV hafi látið að liggja. Nauð- synlegt væri að kanna málið ofan í kjölinn, eins og utanríkisráðherra hafí heitið að gera. Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði að umrædd bandarísk stofnun stundaði m.a. borgaralegar njósnir. Nauðsynlegt væri að kanna málið rækilega og fá upplýst, hvort og þá hvenær íslenzkt stjórnvald hefði leyft slíka starfsemi. Eiður Guðnason (A-Vl) riijaði upp nokkurra ára hasarfrétt RUV, hafða eftir fréttaheimildum erlend- is, að hér á landi væru geymd kjarnavopn. Málinu hafi verið fylgt eftir með miklu fjaðrafoki, m.a. utandagskrárumræðu á Alþingi, eins og einnig væri gert nú. Allt hafi þetta reynst tilbúningur einn og heimildarmaðurinn um síðir beð- jlýsingar FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Miðvikudagur28. mars Kvöldvaka Á slóðum Fjalla-Eyvind- arog Höllu Ferðafélagið efnir til kvöldvöku miðvikudaginn 28. mars í Sókn- arsalnum, Skipholti 50a. Ath.: Kvöldvakan hefst stundvíslega kl. 20.30. „Á slóðum Fjalla- Eyvindar" er heiti þessarar kvöldvöku. Árni Björnsson og Grétar Eiríksson rekja í máli og myndum æviferil Fjalla-Eyvindar og Höllu konu hans. Hér gefst tækifæri til þess að sjá á mynd- um þá staði í óbyggðum, sem frægasti útilegumaður islands valdi sér til dvalar á flótta undan réttvísinni og um leið sögu hans. Að loknum flutningi þessa efnis verður létt myndagetraun. Allir velkomnir, félagsmenn og aðrir. Munið að mæta tíman- lega. Veitingar í umsjá félags- manna f hléi á kr. 300. Aðgangur kr. 200. Ferðafélag Islands. ist afsökunar á frumhlaupi sínu. Hreggviður Jónsson (FH) sagði varhugavert að þingmenn væru að hlaupa eftir óábyggilegum fréttum. Dæmið sem Eiður hafi nefnt væri víti til varnaðar. Jóhann Einvarðsson (F-Rn), formaður utanríkismálanefndar þingsins, sagði það eðli máls að eftirlitsstöð héldi upp eftirliti með umferð um og yfir sínu eftirlits- svæði. Fráleitt væri hins vegar að tala um persónunjósnir. Ef utanrík- isráðherra hygðist kanna hvort slík starfsemi ætti sér stað hér á landi, þyrfti sú athugun að ná til fleiri en eins aðila, m.a. fjölmennasta erlenda sendiráðsins í Reykjavík, þess við Túngötuna. Steingrímur J. Sigfiísson sam- gönguráðherra sagði að Banda- ríkjamenn hefðu misnotað aðstöðu sína hér á landi. Það ættum við ekki lengur að líða. Guðrún Agnarsdóttir (SK-Rv) sagði nauðsynlegt að ganga úr skugga um, hvort starfsemi af því tagi, sem frétt RUV hefði greint frá, færi fram hér á landi. Hjörleifiir Guttormsson þakk- aði viðbrögð utanríkisráðherra, sem heitið hefði að kanna málið og ræða frekar í umræðu um utanríkismála- skýrslu síðar í vikunni. Þorsteinn Pálsson sagði Al- þýðubandalagið og ráðherra þess kengfasta í gömlu öryggismálaum- ræðunni. Þeir hefðu engu gleymt og ekkert lært. Ljóst væri og að ríkisstjórnin væri engan veginn samstiga í afstöðu sinni til þessa mikilvæga málaflokks. Jóhann Einvarðsson sagðist hafa í höndum þau bandarísk blöðj sem fréttamaður hefði vitnað til. I texta fréttafrásagnar þeirra væri hvergi minnst á ísland. Landið væri hins vegar sett inn á kort, sem frásögninni fylgdi. Jón Baldvin Hannibalsson minnti á að ríkisstjórnin hefði þegar sent utanríkisráðherra Sovétríkj- anna áskorun um að beita ekki hervaldi í Litháen en ganga þess í stað til samningaviðræðna. t Hjartkeer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA CARLSDÓTTIR frá Stöðvarfirði, Smáratúni 8, Keflavík, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur laugardaginn 24. mars. Útförferfram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. mars kl. 14.00. Erna Gunnarsdóttir, Ólafur Þorvaldsson, Jane Petra Gunnarsdóttir, Jón Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t MóÖir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐMUIMDSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis í Fellsmúla 11, lést í Vífilsstaðaspítala sunnudaginn 25. mars. Bergþóra Jensen, Gunnlaugur Jónsson, Helgi Ólafsson, Stella Þorláksdóttir, Steinunn Ólafsdóttir, Hreinn Helgason, Elmar Ólafsson, Agnes Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, JENS FRIÐRIK JÓHANNESSON bifvélavirki, Brávallagötu 42, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 29. mars kl. 13.30. Jóhannes Ragnar Jensson, Hulda Jensdóttir, Helena Jensdóttir, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.