Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 30. MARZ 1990 4K Laufey hringdi: „Ég fór fyrir nokkru að skoða Fæðingarheimili Reykjavíkur. Þar eru mikil þrengsli og hlýtur þetta að vera áhyggjuefni fyrir Reykvíkinga. Það hefur allt verið fullt á fæðingardeild Landspítal- að undanfömu. Einfaldasta lausnin væri að taka fleiri hæðir í notkun hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur og bæta þannig úr brýnni þörf.“ Faðirvor Jóhann Þórólfsson hringdi: „Ég er ekki sáttur við eina setningu í Faðirvorinu: „Leið oss ekki í freisni.“ Ég trú því ekki að Guð leiði nokkum mann í freisni. Gæti ekki einhver prestur útskýrt þetta fyrir mér.“ Úr Gyllt kvenúr tapaðist í Mið- bænum sl. laugardagskvöld. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Guðrúnu í síma 42355. Árekstur Ökumaður á rauðum Excort sem að keyrt var á laugardag- snótt á móts við Hljómskálann er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 40076. Hanskar Brúnir leðurhanskar töpuðust á Hótel íslandi laugardaginn 24. mars. Finnandi vinsamlegast hringi í Áslaugu í síma 641566. Fjöltefli á Nesinu Af óviðráðanlegum ástæðum fellur fjölteflið við sovésku skákmeistarana, sem fyrirhugað var í kvöld í Valhúsaskóla á vegum MÍR og Taflfélags Seltjarnarness, niður. Félagsstjórnirnar. Gætum hunda okkar Til Velvakanda. Það er frekar þreytandi orðið að lesa í dagblöðum, síendurtekin skrif um kæruleysi hundaeigenda, — að þeir þrífi ekki eftir hunda sína eða láti þá hlaupa á eftir bílum, til að viðra þá. Ef hundarnir ættu góða húsbændur myndi þetta aldrei sjást. En hvað er að? Getum við ekki farið eftir lögum og reglum? Hvað eru mörg vinnuslys á ári eða um- ferðarslys, sem rekja má til kæru- leysis? Margir hundaeigendur eni sjálfsagt þar á meðal af því að þeir eru kærulausir. Á að dæma alla unglinga, eftir örfáum ólátaseggjum sem valda spjöllum út um alla borg, eða er hægt að dæma alla hundaeigendur eftir örfáum lélegum hundaeigend- um? Hundaeigendur: Tökum höndum saman og sýnum hundi okkar virð- ingu en ekki kæruleysi. Kynnum kosti hundsins, sem er tryggasti vinur mannsins. Góðir hreinræktað- ir hundar eru okkur mönnunum mikils virði, bæði sem fjárhundar, varðhundar, leitarhundar o.m.fl. Hreindýr naganidur trjágróður EgiUstMum. HREINDÝR hafa valdið voruleg- um skemmdum á tijégróðri á Héraði og eyðilagt heilu skógar- lundina. Hafa dýrin verið í byggð að undanfbrnu svo hundruðum skiptir og sækja þá mikið í trjá- gjóðyr cnda eru jarðbönn viðast. I undirbúningi eru tilraunir með girðingar með einum streng, en á hann eru hengdar veifur úr ál- pappir scm dýrin fælast. Það eru einkum ungt lerki og aspir, sem dýrin naga. Skóg- ræktarmenn á Héraði eru áhyggju- fullir vegna þessa. Hallast margir að því að minnka þurfi stofninn. f vor hefst átak í ræktun nytjaskóga á Héraði og óttast menn að það starf verði unnið fyrir gýg finnist ekki lausn á málinu. Skógræktarmenn hafa ekki haft Morgunbladið/Bjöm Sveinsaon Hreindýrin sækja á ung tré sem gróðursett voru fyrir tíu árum eða siðar. Á innfelldu myndinni stofn á ungu lerki eflir að dýrin hafa nagað hann. árangur því dýrin koma jafnharðan aftur. Margir eru vantrúaðir á að rafmagnsgirðingar geri mikið ( Látum skynsemina ráða T Til Velvakanda. Þess sjást víða merki að mann- fólkið hér á landi er komið úrtengsl- um við náttúruna og kann ekki lengur skil á hinu flókna samspili hennar. Eigi er að undra þar sem stór hluti þjóðarinnar elst nú upp á malbikinu, ígerviveröld sem sköpuð er af mönnum. Börnin halda sjálf- sagt mörg að mjólkin komi úr verk- smiðjum rétt eins og ropvatnið. Svona takmörkuð þekking á um- hverfinu er áhygguefni. Þetta kemur mér í hug þegar ég les greinar eftir ýmsa friðunarmenn sem vilja friða allt milli himins og jarðar og helst banna allar veiðar. Þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir að friðun er ekki alltaf til góðs en getur oft valdið miklu tjóni í náttú- runni. Hugsum okkur bara ef mink- urinn væri friðaður! Hvernig yrði fulgalífið eftir nokkur ár? Hið sama gildir um refinn. Hvað myndi ger- ast ef hann fengi að fjölga sér hömlulaust? Þetta yrði heldur ekki gott fyrir dýrin sjálf, því ef þeim Hvað með íslenska fjárhundinn? Höfum við staðið okkur sem skyldi, með ræktun hans eða er hann að deyja út á íslandi? Öðru máli gegnir um íslenska hestinn, þar sem vel er staðið að kynningu bæði hér á landi og erlendis. Stuðlum frekar að sem flestir geti eignast hund. Hundurinn sem fagnar þér við heimkomu að loknum vinnudegi, eflir heilsu þína með góðum gönguferðum og síðast en ekki síst, enginn er einn eða ein- mana sem á góðan hund, þar áttu vin bæði í sorg og í gleði. Hundaeigandi Þrílitir 9. kt. hringar kr. 2.500.- 4.500. Stafahálsmen 14. kt. demant 1. punktur kr. 2.100.- án festi. 3ón Slpunilsson Skarf$rípov8rzlan LAUGAVEG 5 - 101 REYKJAVÍK SÍMI 13383 íjölgaði úr hófi myndi kostur þeirra þrengjast að sama skapi og þau myndu svelta í hel hundruðum saman og líða þannig harðan dauð- daga. Fyrir nokkru birtist frétt að austan í Morgunblaðinu þar sem greint var frá því að hreindýr skemmdu trjágróður með því að naga hann. Þetta sýnir að dýrin eru of mörg og þau eru illa haldin. Þeim ætti að fækka en jafnframt ætti að sjá til þess að þau dýr sem eftir yrðu fengju eitthvað í svanginn þegar snjóalög koma í veg fyrir beit. Mætti vel hugsa sér að nota tekjurnar af veiðunum til að standa undir þessu verkefni. Skynsemin er okkar besta vegar- nesti en ofstæki er einmitt and- stæða hennar. Hæfileg nýting veiði- dýra er rétta leiðin en alfriðun leið- ir aðeins til vandræða og röskunnar í náttúrunni. Þess vegna eiga of- stækismenn ekki að ráða ferðinni í þessum málum. Refaskytta Auglýsing frá Orlofssjóði VR ORLOFSHÚS VR Dvalarleyfi Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VR sumarið 1990. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 9. hæð í síðasta lagi 20. apríl 1990. Orlofshús eru á eftirtöldum stöðum: Ölfusborgum Húsafelli í Borgarfirði Svignaskarði í Borgarfirði lllugastöðum í Fnjóskadal Vatnsfirði, Barðaströnd Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu íbúðir á Akureyri Flúðum Miðhúsum, Biskupstungum Aöeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum átíma- bilinu 28. maí til 17. september sitja fyrir dvalarleyfum. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi fyrir 18. maí n.k. fellur úthlutun úrgildi. Dregið verður milli umsækjendaef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 5. maí n.k. kl. 14 og hafa umsækj- endur rétt til að vera viðstaddir. Sérstök athygli er vakin á því að umsókinir verða að berast skrifstofu VR í síðasta lagi föstudaginn 20. apríl n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 9. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.