Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 95. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Litháar ljá máls á laga- breytingum Moskvu. Reuter, dpa. LEIÐTOGAR Litháens sögðust í gær reiðubúnir að breyta nokkr- um lögum, sem sett hafa verið á litháíska þinginu frá því það lýsti yfir sjálfstæði landsins, ef það gæti orðið til þess að Sovétmenn féllust á að ganga til samninga. Níkolaj Ryzhkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, hafði lýst því yfir að Sovétmenn hæfú ekki við- ræður við Litháa fyrr en lögin yrðu afturkölluð. Leiðtogarnir sögðu hins vegar að ekki kæmi til greina að ganga að kröfum Ryzhkovs og annarra sovéskra ráðamanna um að Litháar féllu frá sjálfstæðisyfirlýsingu sinni frá II. mars. Romuaidas Ozolas, aðstoðarfor- sætisráðherra Litháens, sagði á blaðamannafundi í Vilnius, höfuð- borg landsins, að til greina kæmi að breyta lögum, sem litháíska þing- ið hefur sett varðandi borgararétt- indi Litháa, afnám herskyldu og eignir, sem kommúnistar hollir stjórninni í Moskvu hafa gert tilkall til. Vytautas Landsbergis, forseti Lit- háens, fagnaði í gær bréfi, sem hon- um barst frá Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, og Francois Mitterrand Frakklandsforseta, þar sem hvatt er til samningaviðræðna og skorað á leiðtoga Litháa að sýna þolinmæði í samskiptum við Sovét- menn. Landsbergis sagði að bréfið væri í raun viðurkenning á því að sjálfstæðisbarátta Litháa væri milliríkjadeila en ekki innanríkismál Sovétmanna. Talsmaður litháíska þingsins, Haris Sobacius, sagði að vörubíl- stjórar af rússnesku bergi brotnir hefðu lokað götum og brúm í Vilnius á mesta umferðartíma í gærmorgun. Þeir væru andvígir sjálfstæði Lithá- ens og hefðu gripið til þessara að- gerða að undirlagi fámenns hóps innan kommúnistaflokks landsins. Bifreiðarnar voru dregnar í burtu eftir klukkustund. Sobacius sagði ennfremur að sovésk stjórnvöld hefðu stöðvað flutninga á lyfjum og barnamat til Eystrasaltslandsins. Morgunblaðið/RAX Atak um landgræðsluskóga 1990 Félagasamtök og áhugahópar leita um helgina eftir stuðningi íslendinga við Atak um landgræðsluskóga 1990. Verður landsmönnum gefinn kost- ur á að kaupa merki átaksins, „grænu greinina", og sjá allt að 2.000 manns um söluna. Sjá frétt á bls. 2 og frásagnir á miðopnu. Viðræður EB og EFTA: Framkvæmdasljóni EB frestar ákvörðun uni samningsumboð Agreining’urinn innan stoftiunarinnar um málið sagður meiri en vænst var Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópubandalagsins (EB) hefúr enn einu sinni frestað því að taka ákvörðun um umboð til samn- Skattabreytingar í Noregi; Stefiit að einum, flötum skatti og fækkun firádráttarliða Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. NÚ á þessu vori ætlar norska stjórnin að leggja frarn frumvarp um nýtt skattkerfí, sem á að deila byrðunum réttlátlegar niður en það gamla, jafnt hvað varðar fyrirtæki sem einstaklinga. Ekki hefur enn verið skýrt frá skattalagabreytingunni í smáat- riðum en vitað er, að stefnt er að einum, flötum skatti á alla," 25-30%, en hæsta skattþrepið verður 45-50%. Vegna þessa munu beinir skattar lækka veru- lega en á móti kernur, að ýmsir frádráttarliðir falla niður. Reglu- legur sparnaður verður til dæmis ekki frádráttarbær frá tekjum fyrir skatt og það sama á við um ijárfestingu í hlutabréfasjóðum. Þá bendir flest til, að vaxtagjöld verði ekki frádráttarbær nema að litlu leyti. Getur það raunar kom- ið sér illa fyrir þá, sem hafa ný- lega fest kaup á húsnæði. Búist er við, að nýju lögin taki gildi 1. janúar 1991 og virðist almenn samstaða um málið á þingi. Verkamannaflokkurinn og Framfaraflokkurinn hafa sam- þykkt það í höfuðatriðum og allir flokkar eru á einu máli um, að gamla kerfið sé orðið gjörómögu- legt. Frádráttarliðafrumskógur- inn veldur því, að þeir, sem mest- ar tekjur hafa, greiða minnst í skatt. Það eru þó einkum fyrirtækin, sem hafa hagnast mest á núver- andi kerfi þótt í raun sé aðeins um stundarhagnað að ræða. Þau hafa nefnilega miðað fjárfestingar við skattalegan hagnað en ekki raunverulega hagsmuni fyrirtæk- isins í bráð og lengd. inga við Fríverslunarbandalag Evrópu (EFTA) um evrópskt efinahagssvæði (EES). Var auka- fúndur íramkvæmdastjórnar- innar í gær árangurslaus að þessu leyti. Er því borið við að Frans Andriessen, sem fer með samningamálin á vegum EB, hafi tafist á ferðalagi frá Banda- ríkjunum og komið of seint til fundarins. Heimildarmenn telja ágreining um viðræðurnar við EFTA innan æðstu stoínunar EB meiri en vænst hafði verið. Málið verður tekið fyrir að nýju í framkvæmdastjórninni eftir tvær vikur. Þegar Frans Andriessen kom til fundarins í gær voru 40 mínút- ur eftir af venjulegum fundartíma og er ljóst, að EFTA-viðræðurnar komust á dagskrá hans. Sam- kvæmt heimildum innan EB eru framkvæmdastjórarnir óánægðir vegna seinagangs EFTA-ríkjanna við að efla sameiginlegar stofnan- ir sínar. Taka þeir þannig undir með Jacques Delors, forseta fram- kvæmdastjórnarinnar, sem einnig hefur gagnrýnt óskir F ríverslunar- bandalagsins um aðild að ákvörð- unum EB, sem varða evrópska efnahagssvæðið. Þá þykja EFTA- ríkin hafa of marga fyrirvara vegna þeirra reglna sem eiga að gilda innan evrópska efnahags- svæðisins. Hansbjörg Renk, talsmaður EFTA í Genf, vísaði þessari gagn- rýni frá EB á bug á blaðamanna- fundi í gær. EFTA hefði þegar stigið skref til að styrkja stofnan- ir sínar og aðildarríki kæmu fram sem ein heild í viðræðunum. Ástæðulaust væri að koma nýjum stofnunum á fót fyrr en vitað væri að þeirra væri þörf innan evrópska efnahagssvæðisins. EFTA óskaði ekki eftir undanþág- um en hins vegar hefði verið tekin saman listi yfir vandamálasvið sem þyrfti að ræða sérstaklega við EB. Sjá frétt um viðbrögð Jóns Baldvins Hannibalssonar ut- anríkisráðherra á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.