Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 Uft ÁRBÆJARPRESTAKALL: Út- varpsguðsþjónusta kl. 11 í tilefni af alþjóðlegri bænaviku fyrir föngum og þeim mannlegu raun- um sem fylgja afbrotum. Sr. Ólaf- ur Jens Sigurðsson, fangaprest- ur, prédikar, sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar fyrir altari. Þorvaldur Halldórsson syngur. Barnasamkoma á sama tíma. Fermingarguðsþjónusta með alt- arisgöngu kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Fyrirbænastund í Árbæj- arkirkju miðvikudag kl. 16.30. Stundin helguð alþjóðlegri bænaviku fyrir föngum. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. (Ath. breyttan messutíma.) Organisti Daníel Jónasson. Þriðjudag kl. 18.30, bænaguðsþjónusta. Sr. Gísli Jón- asson. BÚSTAÐAKIRKJA: Síðasta barnamessa í vetur kl. 11. Helgi- stund í kirkju og skemmtun í safnaðarheimilinu, veitingar. Foreldrum sérstaklega boðið með börnunum. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sr. Pálmi Matthías- son. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma ísafnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: í dag, laugardag: Vorferð kirkjuskólans. Lagt af stað frá Dómkirkjunni kl. 11. Haukur Ingi Jónasson. Sunnu- dagsmessa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn Hunger Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Miðvikudag 2. maí kl. 17.30. Bænastund. Prestarnir. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Magnús Björnsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Um- sjón Ragnheiður Sverrisdóttir. Barnakór Hólabrekkuskóla kem- ur í heimsókn. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Guðmundur Karl Ágústs- son. Organisti Guðný M. Magn- úsdóttir. Sóknarprestar. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Skáta- og fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Allir velkomnir. Organ- isti Sigríður Jónsdóttir. Sr. Vigfús Þór Árnason. GRENSÁSKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Eldri börnin uppi í kirkj- unni, yngri börnin niðri. Messa kl. 14. Organisti Árni Arinbjarnar- son. Fyrirbænir eftir messu. Kirkjukaffi í Grensási þriðjudag kl. 14. Laugardag kl. 10. Biblíu- lesturog bænastund. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þeir sem vilja bílfar hringi í Hallgrímskirkju í síma 10745 eða 621475-Tónleik- ar Listvinafélags Hallgrímskirkju kl. 17. Þriðjudag: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. BORGARSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. Birgir Ágústsson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgun- messa kl. 10. Sr. Tómas Sveins- son. Vorferðalag sunnudaga- skólans til Þingvalla. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 11. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL: Ferming- arguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 13.30. Organisti David Knowles. Sr. Kristján Einar Þor- varðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Fjöl- skylduguðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11. Nemendur úr Tón- listarskóla Kópavogs leika á þverflautur, fiðlu og selló. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Kl. 11-15 vorferðalag Óskastundar barn- anna á Þingvöll. Sr. Þórhallur Heimisson. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Dúfa Einars- dóttir og Inga Þóra Geirlaugs- dóttir syngja tvísöng. Organisti kirkjunnar Ann Toril Lindstad kveður söfnuð og kirkju. Eftir messu verður aðalfundur Lau- garnessafnaðar í safnaðarheimili kirkjunnar. Venjuleg aðalfundar- störf. Kyrrðarstund í hádeginu á fimmtudögum, orgelleikur, fyrir- bænir, altarisganga. Sóknar- prestur. NESKIRKJA: Ferðalag sunnu- dagaskólans til Hveragerðis. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 11. Guðsþjónusta kj. 14. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Munið kirkjubílinn. Miðvikudag 2. maí. Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJAKIRKJA: í dag, laugardag: Ferðalag barnastarfsinstil Eyrar- bakka. Farið frá kirkjunni kl. 11. Sunnudag 29. apríl: Guðsþjón- usta kl. 14, altarisganga. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. SÉLTJARNARNESKIRKJA: Ferming kl. 10.30. Barnaguðs- þjónusta á neðri hæð kirkjunnar hefst kl. 11. Börnin gangi inn norðan megin. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir. Fyrir- bænastund í tilefni alþjóðlegrar bænaviku fyrir föngum, miðviku- dag og föstudag kl. 17, í umsjá Jóhanns Guðmundssonar. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Al- menn guðsþjónusta kl. 14. Heim- sókn í Bólstaðarhlíð 43. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- guðsþjónusta kl. 11.00. Síðasta barnaguðsþjónustan á þessari önn. Guðsþjónusta kl. 14.00. Miðvikudagur 2. maí: Morgun- andakt kl. 7.30. Orgelleikari Pav- el Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA Landakoti: Lág- Guðspjall dagsins: Ég er góði hirðirinn. Jóh. 10. messa kl. 8.30. Stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18, nema á laugar- dögum, þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN FHad- elfía: í dag, laugardag: Almenn guðsþjónusta kl. 20.30. Ræðu- maður lan Green frá Englandi. Almenn guðsþjónusta sunnudag kl. 20. Ræðumaður er lan Green frá Englandi. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Hjálpræðissam- koma kl. 20 í umsjá flokksforingj- anna. FÆREYSKA sjómannaheimilið Brautarholti 29: Samkoma kl. 17. KFUM & KFUK: Samkoma Amt- mannsstíg 2b kl. 20.30. Afmælis- dagur KFUK. Upphafsorð: Rósa Einarsdóttir. Ræðumaður: Málfríður Finnbogadóttir. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Prófastur Kjalarnesprófasts- dæmis, sr. Bragi Friðriksson, setur nýkjörinn sóknarprest, Jón Þorsteinsson, inn í embætti, en hann prédikar. Fráfarandi sókn- arprestur sr. Birgir aðstoðar við messugjörðina. Kirkjukór Lága- fellssóknar syngur. Organisti Guðmundur Omar Óskarsson. Eftir messu fer fram kaffisam- sæti í safnaðarheimili kirkjunnar. Sóknarnefnd Lágafellssóknar. GARÐAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Börn úr Flata- skóla taka þátt í áthöfninni. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 10. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Beðið fyrir föngum. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Vor- ferðalag barnastundarinnar. Lagt af stað kl. 13. Farin fjöruí' ferð um Suðurnes. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11. Aðalsafnaðarfund- ur strax að lokinni messu. Sr. Þorvaldur Karl Helgason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Fermdur verður Sum- arliði Þór Jónsson, Baldursgötu 12, Keflavík. Organisti Örn Falkn- er. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Ferm- ingarmessa og altarisganga kl. 14. Sr. Örn Bárður Jónsson. HVALSNESKIRKJA: Fermingar- guðsþjónustur kl. 10.30 og kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhanns- son. KAÞÓLSKA kapellan, Hafnar- götu 71: Messa kl. 16 á sunnu- dögum. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta kl. 11. Fyrirþæna- guðsþjónusta mánudag kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Altar- isganga sama dag kl. 19.30 fyrir fermingarbörn og aðstandendur þeirra. Organisti Einar Örn Ein- arsson. _ ■ AÐALFUNDUR Félags um skjalastjórn verður haldinn mánu- daginn 30. apríl kl. 17 í Verzlunar- skóla íslands, Ofanleiti 1, Reykjavík. Á dagskrá eru venjuieg aðalfundarstörf en að þeim loknum flytur Höskuldur Frímannsson, forstöðumaður rekstrarráðgjafar- deildar SKÝRR erindi: „Skjala- 'stjórn í keðju verðmætasköpunar hjá fyrirtækjum." Áhugafólk um skjíjláStjórn er. yelkpmið á funijinn.. ■ SELKÓRINN heldur árlega vortónleika sína 1. maí nk. í Sel- tjarnarneskirkju og hefjast þeir kl. 17.00. Kórinn var stofnaður árið 1968 og eru þetta því 22. vortón- leikar hans. Kórinn hefur komið fram í útvarpi og sjónvarpi og farið söngfarir hérlendis og erlendis, nú síðastliðið vor til Norðurlandanna. Á efnisskrá kórsins í vor eru iög frá endurreisnartíma, rómantísk jjýsk og -noiTam tpjdjst pg, islqr.sk nútímaverk, þ. á m. flytur kórinn verkið „Siglir dýra súðin mín“ eftir Hallgrím Helgason við kvæði Ein- ars Benediktssonar, en þetta verk, sem Hallgrímur samdi árið 1947, mun ekki hafa heyrst áður hér á landi, einungis mun Odense Kamm- erkor hafa flutt það fyrir fjölda- mörgum árum. Formaður Selkórs- ins er Guðrún Hafsleinsdóttir en stjórnandi er Friðrik Guðni Þór- síWffw- Hjúkrunarfræðinemar Háskólans: Stunda verklegt nám í fyrsta sinn utan Akureyrar FYRSTA árs nemar í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri stunda nú í fyrsta sinn verklegt nám utan Akureyrar, en á síðustu árum hafa allir nemarnir stundað verklega námið í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Nemarnir eru nú óvenjumargir og því var leitað til sjúkrahúsa utan bæjarins hvar nemunum hefur verið afar vel tekið, enda skortur á hjúkrunarfræðingum á landsbyggðinni. Af um 400 félögum í Félagi háskólameiintaðra hjúkrunarfræðinga eru ein- ungis 26 með lögheimili utan höfúðborgarsvæðisins. Margrét Tómasdóttir forstöðu- maður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri sagði að nemar stun- duðu verklegt nám í fyrsta sinn utan Akureyrar og kæmi það til þar sem þeir væru fleiri en áður. Alls eru 18 nemar í fullu námi á fyrsta ári í hjúkrunarfræði. Nem- arnir komust ekki allir að á FSA og eru þrír í verklegu námi á Krist- nesspítali, tveir á sjúkrahúsinu á Húsavík, einn á Isafirði og tveir á Landspítalanum. „Nemunum hefur verið afar vel tekið, fólk er ánægt með að geta kynnt þeim staðinn og aðstöðuna, en út um allt land er mikill skortur á hj ú k ru n arfræði ngu m, “ sagði Margrét Tómasdóttir. Hún sagði að af um 400 félögum í Félagi há- skólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga, þ.e. hjúkrunarfræðinga sem útskrifaðir eru frá Háskóla Islands, væru einungis 26 búsettir á lands- byggðinni. Einhver hluti félags- manna væri erlendis, en stærsti hluti þeirra byggi og starfaði á höfuðborgarsvæðinu. Margrét sagði að á sjúkrahúsum á iandsbyggðinni væru einnig mun færri stöðugildi að jafnaði ef miðað væri við sjúkrahúsin á höfðuborgar- svæðinu. Hún nefndi sem dæmi að á sjúkrahúsinu á Húsavík væru rúm fyrir 62 sjúklinga, en leyfi væri fyrir 16 stöðum hjúkrunarfræðinga. Inni í þeirri tölu væru hjúkrunarfor- stjóri og hjúkrunarfræðingar á þjónustudeildum, þannig að í raun væru einungis 10 hjúkrunarfræð- ingar að störfum við aðhlynningu. Almennur fundur um aðalskipulag Skipulagsnefnd Akureyrar held- ur almennan borgarafund á mánu- dagskvöld, 30. apríl, kl. 20.30 á Möðruvöllum, húsi Menntaskólans á Akureyri. Kynnt verður tillaga að aðalskipulagi Akureyrar 1987- 2007. Eftir kynninguna verða um- ræður og mun skipulagsnefnd og Finnur Birgisson arkitekt sitja fyrir svörum. (Fréttatilkynning) ÚTIHURÐIR Mikið úrval. Sýnjngaihurðir á staðnum. Tró-x búðin, Smiðjuvegi 30, s. 670777, Brúnás, Ármúla 17, Rvík, s. 84585 og 84461, Tré-x, Iðavöllum 6, Keflavík, s. 92-14700, TrésmiAjan Börkur, Frosta- götu 2, Akureyri, s. 96-21909. „Landsbyggðin hefur setið eftir þegar heimildir eru veittar fyrir stöðum og á næstu árum þarf að vinna markvisst að því að fjölga stöðum hjúkrunarfræðinga á lands- byggðinni, því fólk þar á sömu kröfu og þeir sem búa á höfuðborgar- svæðinu á að njóta góðrar hjúkr- unarþjónustu,“ sagði Margrét. Hólavatn: Innritun hafin INNRITUN í sumarbúðir KFUM og K að Hólavatni er að hefjast og fer hún farm á skrifstofu sum- arbúðanni í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð, mánudaga til miðvikudaga frá 17-19. Sumarbúðirnar hafa verið starf- andi að Hólavatni í 25 ár nú í sum- ar, en starfsemin hófst árið 1965. Markmið sumarbúðastarfsins er að íslenskir krakkar kynnist kristinni trú, heyri fagnaðarerindið og fái jafnframt tækifæri til að dvelja á fögrum stað í góðu og uppbyggiiegu umhverfi. Tónlistarskólinn: Þrennir tón- leikar í næstu viku ÞRENNIR tónleikar verða haldn- ir á vegum Tónlistarskólans í næstu viku. Margrét Stefánsdóttir sem er að ljúka 8. stigs prófi í flautuleik mun leika á sal skólans á mánudag kl. 17.30 ásamt Dorotu Manczyk píanóleikara. Tónleikarnir eru liður í lokaprófi Margrétar. Árlegir vortónleikar forskóla- deildar Tónlistarskólans verða í Akureyrarkirkju 1. maí og heijast þeir kl. 13.30. Þar koma fram um 70 börn á aldrinum 3-8 ára og flytja þau margskonar tónlist. Tónleikar söngdeildar verða í Lóni fimmtudagskvöldið 3. maí kl. 20.30. -----♦ ♦ ♦.... Síðasta sýning á Dagbókinni Leikfélag Öngulsstaðahrepps hefur að undanförnu sýnt leikritið Dagbókina hans Dadda eftir Sue Townsend, við góðar undirtektir í Freyvangi. Leiðindaveður og ófærð hafa spillt fyrir, en leikfélagið hefur þrátt fyrir það haldið nokkuð sínu striki og verður 8. og jafnframt síðasta sýning á sunnudagskvöld í Freyvangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.