Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990 27 Morgunblaðið/Jón Birgir VMA-nemar dimittera Nemar í Verkmenntaskólanum á Akureyri gerðu sér glaðan dag í gær og dimitteruðu, en nú eru próf að hefjast í skólan- um. Safnast var saman við skólann á Eyrarlandsholti kl. 6 í gærmorgun, þar gáfu nemar skólameistara sínum, Bernharð Haraldssyni, að bragða graut og þakkaði hann fyrir sig með því að gefa nemum kjarngott lýsi. Síðan voru kennarar heim- sóttir eins og venja er til. Iþróttasalur Sjálfsbjargar leigður fyrir Síðuskóla BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefu%. samþykkt samning á milli bæjar- ins og Sjálfsbjargar, félags fatl- aðra á Akureyri um leigu á íþrótta- sal og búningsaðstöðu að Bjargi, húsi félagins að Bugðusíðu 1. Húsnæðið er leigt til tíu ára og er það ætlað til íþróttakennslu fyrir Síðuskóla. H.S. vörumiðar sf.: Prenta umtalsvert magn límmiða á Svartadauðaflöskur UMTALSVERT magn límmiða á „Black Death“-flöskur sem fram- leitt er í Lúxemborg af Valgeiri Sigurðssyni verður prentað hjá H.S. vörumiðum sf. á Akureyri. Fyrstu miðarnir voru prentaðir í gær, en um tveggja mánaða undirbúningur liggur að baki áður en prentunin gat hafist, Mikil vinna er framundan hjá fyrirtækinu og verður að bæta við starfsmanni vegna mikilla verkefiia, m.a. vegna prentunar „Svarta dauða“miðanna. Auk þess sem vaktavinna verður að líkindum tekin upp. Hörður Svanbergsson prentari hjá H.S. vörumiðum sagði að Val- geir Sigurðsson veitinga- og at- hafnamaður í Lúxemborg hefði gagngert komið til Akureyrar í febrúar síðastliðnum til að ræða um prentun á límmiðunum og hefðu þá tekist samningar um að fyrir- tækið annaðist alla prentun á þeim, væri það samkeppnishæft í verði. Áður hafa miðar á flöskumar verið prentaðir í Sviss og Hollandi, en að sögn Harðar gat hann boðið betra verð og var þá gengið frá samningum. „Þetta er mjög stórt verkefni og það hefur í för með sér að við munum bæta við einum starfs- manni auk þess sem mér þykir líklegt að taka þurfi upp vaktavinnu hjá fyrirtækinu," sagði Hörður, en nú starfa hjá fyrirtækinu fjórir starfsmenn. Svartadauðaflöskurnar, eða Black Death eru seldar víða um heim og sagði Hörður að um veru- legt magn límmiða væri að ræða sem fyrirtæki hans mun prenta. Miðamir eru prentaðir á silfur- pappír og eru þeir upphleyptir, en Hörður sagði það að líkindum í fyrsta sinn sem upphleyptir sjálflímandi miðar væru prentaðir á íslandi. Fyrstu miðarnir voru Morgunblaðið/Rúnar Antonsson prentaðir í gær og hafa miðar þeg- ar verið sendir út til Valgeirs f Lúxemborg. H.S. vömmiðar er rúmlega 20 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki, sem rekið er f kjallaranum hjá þeim hjónum Herði og Hildu Árnadóttir við Hamarsstíg. Fyrirtækið prentar m.a. alla límmiða fyrir ÁTVR auk fjölda annarra stórra fyrirtækja í Reykjavík og víða um land. í kjöl- far samningsins við Valgeir Sig- urðsson prentar fyrirtækið nú í fyrsta sinn límmiða fyrir aðila í útlöndum, en auk þess hefur á veg- um fyrirtækisins mikið verið prent- að fyrir erlendan markað. Til sölu verksmiðju- og iðnaðarlóð á góðum stað. Stærð lóðar 4.369 fm. Grunnur 1.100 fm. Búið að steypa sökkla. Gluggar og stál geta fylgt, einnig teikningar. EIGNAKJOR Fasteignasala, Hafnarstræti 108, sími 96-26441. Opið frá kl. 14-18. Ert þú búin(n) að fá bér bessar bækur? LZ0 , Þorps- leyndarmál K^te Mrrlnrthri *T ALLT STAKAR SOGUR ásutgáfan FAANLEGAR 41PAKKA A KR. 1.750, á sumarliústim í dagog fl Seltjarnarnesi Lundi hf., sölu og markaðsfyrirtŒki, Bygggörðum 7, Pósthólf 249, 172 Seltjarnames. Sími 612400. Telefax: 354-1-612140. Sýnt verður hús af gerðinni GISELfl fl ÍSLANDI og verður húsið sýnt fullbúið með innréttingum og húsgögnum. Húsin er hægt að afgreiða ó 4 byggingarstigum og boðið er upp ó hagstæða greiðsluskilmóla. A Akureyri við Tryggvabraut 10 BYNOR Glerárgötu 30, 600 Akureyri, Box 614. Sími 96-26449, verkstæði 96-26276. Opið um helgina (rá kl. 13.00-18.00 á báðum stððum. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.