Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 11 Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík 60 ára eftirBirnu Björnsdóttur Á þessu ári eru liðin 60 ár frá stofnun Slysavarnadeildar kvenna í Reykjavík. Það mun hafa verið fyrir tilstuðlan Jóns E. Bergsveinssonar, þáverandi starfsmanns Slysavarna- félags íslands, sem kom að máli við tvær valinkunnar konur, þær Stein- unni H. Bjarnason og Ingu Láru Lárusdóttur, sem báðar sátu í stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík. Osk- aði hann eftir því að þær könnuðu hvort ekki væri vilji fyrir því hjá konunum í Reykjavík að stofna deild sem hefði það markmið að aðstoða Slysavarnafélagið og efla starfsemi þess. Þann 30. mars fór fram kynn- ingarfundur og var þar fundarstjóri frú Guðrún Jónasson, þáverandi bæjarfulltrúi í Reykjavík. Málin voru reifuð og kom fram að kour gætu ekki setið hjá og haldið að sér hönd- um þegar um væri að ræða öryggi sjómanna og bjargráð þeirra. Það varð því vilji og samhugur að stofnun þessarar deildar, því margar konur höfðu orðið að sjá á bak ástvinum af völdum sjóslysa og var deildin formlega stofnuð 28. apríl 1930 og voru stofnfélagar 100 talsins. Fyrsta stjórn deildarinnar var þannig skipuð: Frú Guðrún Jónasson formaður, frú Guðrún Brynjólfsdóttir varaformaður, frk. Inga Lára Lárus- dóttir ritari, frú Sigríður Pétursdóttir gjaldkeri, meðstjómendur vom frú Guðrún Lámsdóttir, frú Lára Schram og frú Jónína Jónatansdóttir. Það er óhætt að segja að þessar konur unnu mikið brautryðjendastarf fyrir deildina og tóku til óspilltra málanna við að safna fé til starfseminnar. Félagsstarf deildarinnar var um áraraðir hið blómlegasta og sóttu fundi allt upp í 400 konur. Haldnir voru fjölmargir skemmtifundir og einnig hafa ferðalög verið ríkur þátt- ur í félagslífinu og hafa ýmist verið farnar dagsferðir eða lengri ferðir innanlands og til annarra landa. Oft hefur deildin notið gestrisni slysa- varnadeilda úti á landsbyggðinni og hefur það verið lærdómsríkt að fá að kynnast starfi þeirra. Við von- umst til að þær gefi sér tíma til að líta við hjá okkur og eru þær hjartan- lega velkomnar. Þessar ferðir hafa treyst böndin innan deildarinnar og ekki síður aukið tengsl okkar við aðrar deildir. Segja má að með mikl- um dugnaði félagskvenna hafí tekist að halda uppi blómlegu félagslífi sem án efa hefur átt mikinn þátt í að efla áhuga á slysavarnamálum al- mennt. Slysavarnardeild kvenna í Reykja- vík hefur haft margar mætar konur í stjórn og fyrr á árum sátu flestar þeirra í yfir 20 ár í stjórn og jafnvel lengur, og vii ég nefna þær frú Guð- rúnu Jónasdóttur, sem var formaður í 29 ár eða þar til hún lést 1958. Þá tók við frú Gróa Pétursdóttir, sem var formaður í 25 ár. Skiluðu þessar konur ásamt mörgum öðrum sem hér verða ekki nefndar tvímælalaust miklu og góðu starfi. Eftir 60 ára starf má líta fram á við og sjá að það hefur margt breyst en þó er ennþá í mörg horn að líta, því Slysavarnafélag íslands tekur nú þátt í flestu á sviði björgunarmála á sjó og landi og alltaf er þörf fyrir fé til endurbyggingar skipbrotsskýla, sæluhúsa og endurnýjunar á björg- unartækjum. Það er ekki ofmælt að í gegnum árin höfum við mætt skilningi borg- arbúa, sem hafa verið tilbúnir að leggja lið í ýmsum málum þegar til þeirra er leitað. Þetta tækifæri er því kærkomið til þess að koma á framfæri kæru þakklæti til Reykvíkinga og annarra velunnara fyrir stuðning sem okkur hefur verið sýndur á undanförnum árum. Um leið vonumst við eftir áframhaldandi góðu samstarfi á ókomnum árum. Höfundur er formaður Slysavarnadeildar kvenna í Reykjavík. LOglræOingur Þo'hildu' Sandholl Fasletgnasala SuOurlandsbraut 6 Solumenn r* q "yr* o o Xi Gish Sigu'b;ornsson Oö /OJj II Sigurb/om borbergsson Opið í dag 12-14 Einbýlishús STAKKHAMRAR Nýtt fullb. 165 fm einbh. á einni hæð. Til afh. strax. Allar innr. og tæki ný. Tvöf. bílsk. Húsið ertimburh. klætt með Steiní-plötum. HJARÐARLAND - MOS. Glæsil. einbh. 304,4 fm nettó, timburh. á steyptum kj. m. tvöf. bílsk. í húsinu eru 6 svefnh, glæsil. stofur. Falleg rækt- uð lóð. Glæsil. útsýni. Verð 15,0 mlllj. HÖRGATÚN - GBÆ 127 fm timburh. á steyptum kj. Stórar stofur, Gott eldh. 2 svefnh. Gott vinnu- pláss í kj. Verö 10,5 millj. Raðhús DISARAS Mjög gott vel staðs. og vel búið raðh. 2 hæðir og kj. Góður bílsk. Fráb. út- sýni. Góður garður m. nuddpotti. Verð 15,2 millj. FÍFUSEL Gott raðh. á þremur hæðum um 200 fm. Húsið er byggt 1980. 5 svefnh. Gott bílskýli. Suðurgarður og góðar svalir. Verð 10,6 millj. Hæðir DIGRANESVEGUR Góð efri sérh. í þríbýlish. um 150 fm með glæsil. útsýni. Hæðinni fylgir 23 fm bílsk. Laus í maí. Verð 9,5 millj. VIÐ SJÓMANNASKÓLANN Góð neðri sérh. við Vatnsholt 135,4 fm nettó. Bílsk. 24,5 fm. Vönduð eign. Getur losnað fljótl. Verð 11,5 millj. 4ra herb. ASTUN - KOP. Góð 4ra herb. íb. á 3. hæð í fjölbh. Mjög góðar suðursv. Þvottah. í íb. L.aus strax. Gott lán frá húsnstj. Verð 7,7 millj. FLÚÐASEL Falleg endaíb. á 1. hæð m. aukaherb. í kj. Þvottaherb. í íb. Laus fljótl. Verð 6,5 millj. DALSEL Góð 100 fm enda-'b. á 1. hæö. Laus strax. Þvottaherb í íb. Bílskýli fylgir. Verð 6,6 millj. 3já herb. ENGJASEl Falleg 3ja herb. íb. á 2. hæð 90,1 fm. Bílskýli. Verö 6,2 millj. REYNIMELUR Falleg 3ja herb. íb. á 2. hæð. Suöursv. íb. losnar 1. júní. Verð 6,2 millj. HRAFNHÓLAR Falleg 3ja herb. íb. á 4. haeö í lyftuh. Góður bllsk. Husnstjlán fylgir, rúml. 2,8 millj. Verð 5,8 millj. VESTURBERG Falleg íb. á 6. hæö í lyftuh. 73 fm. Húsvörður. Getur losnað fljótt. Suð- vestursv. Verð 5,2 millj. GRÆNAHLÍÐ Mjög falleg 3ja herb. ib. á jarðh. m/sór- inng. Parket og nýjar innr. I eldh. Þvotta- herb. í íb. Verö 6 millj. 2ja herb. ARAHÓLAR Góö 2ja herb. íb. á 4. hæð í lyftuh. Glæs- il. útsýni. Laus fljótl. Gott húsnstjlán fylgir. Verö 5,0 millj.. .;;;.....vÆ' Tilhluthafa Samvinnubanka ISLANDS MF. A AÐALFUNDI S AM VINNUBANK A ÍSLANDS II F , SEIVl H ALDIN N VAR FÖSTUDAGINN 27. AFRÍL 1990, VAR SAMÞYKKT TIL I. A C", A ÞESS E F N - IS AÐ BANKINN SKYLDI SAMEINAST LANDSBANKA ÍSLANDS. ÁÐUR HAFÐI BANKARÁÐ LANDSBANKANS SAMÞYKKT SAMEININGUNA OG VISKIFT ARÁDHERRA VEITT LEYFI XIL AÐ HÚN FÆRI FRAM. ESS VEGNA HEFUR LaNDSBANKINN ÁKVEÐIÐ AÐ ÓSKA EFTIR KAUI’UM (INNLAUSN) Á HLUXABRÉFUM ALLRA ANNARRA HLUXHAFA I Samvinnuiiankanum, en bankinn á nO þegar xæp 75% HLUXAFJÁRSINS. ANDSBANKINN ER REIÐUBÚINN XIL AÐ GREIÐA HLUXHÖFUM 2,749 FALX NAFNVERÐ FYRIR B R ÉFIN OG MIDA KAUPIN VIÐ l.JANUAR SÍÐASXLIDINN. í ÞVl FELSX AÐ BANKINN MUN GREIDA HLUXHÖFUM VEXXl A KAUPVERDIÐ FRÁ PEIIVl XÍIVIA. • • o LLUM HLUXHÖFUM VERÐUR Á NÆSXU DÖGUM SENX BRÉF SEM HEFUR AÐ GEYMA XILBOÐ BANKANS. ÞESS E R ÖSKAÐ AD ÞEIR HLUX- HAFAR SEM VILJ A SAMÞYKKJA XILBOÐIÐ SNOl SÉR XIL NÆSXA AF- GREIÐSLUSXAÐAR LANDSBANKANS EÐA S A M V I N N U B A N K A N S XIL ÞESS AÐ LJÚKA SÖLU HLUTABRÉFANNA. ISÍ A U Ð S Y N L E GX ER ÞÁ AÐ HAFA XILBOÐSBRÉFIÐ M EÐFERÐIS. ík Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.