Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 Átak um landgræðsluskóga 1990: Leitað eflir stuðn- ingi landsmanna Skoðanakönnun bendir til þess að 70% landsmanna styðji átakið Nesjavaliavirkjun: 15-20 milljónir til und- irbúnings 2. áfanga UM HELGINA verður leitað til landsmanna um stuðning við Atak um landgræðsluskóga 1990. Allt að 2.000 manns munu taka þátt í sölu „grænu greinarinnar11. Félagasamtök og áhugahópar hafa sameinað krafta sína til þess að unnt verði að bjóða öllum lands- mönnum að sýna stuðning sinn. „Eins og málin standa núna, blasir það náttúrulega við að odd- viti listans gerir ráð fyrir að til hans verði leitað, ef til þess kemur. En það er ekkert þar með sagt að það verði niðurstaðan," sagði Olína á blaðamannafundi Nýs vettvangs í gær. — Gerir þú semsagt ráð fýrir að til þín verði leitað um að verða borgarstjóri ef þið vinnið kosning- arnar? ✓ „Eg geri ráð fyrir því, en hitt er annað mál, að það er kannski ýmis- legt sem þarf að skoða í þeirri mynd. Ég er ekki að segja að ég ætli að verða borgarstjóri ef við fellum meirihlutann." Endanlegur framboðslisti Nýs vettvangs var kynntur í gær. Fram- bjóðendurnir þrjátíu, sem listann skipa, munu mynda borgarmálaráð, Reynir Freyr Ólafsson Grindavík: Skipverjans enn saknað Leit haldið áfram í dag Grindavík. ÁRANGURSLAUS leit var í gærdag af skipverjanum sem tók út af Hafliða GK 140 sl. fimmtudag. Fjörur voru gengnar við Grindavík og leit verður haldið áfram um helg- ina. Maðurinn sem saknað er heit- ir Reynir Freyr Ólafsson, til heipnilis á Mánagötu 27 í Grindavík. Reynir er 18 ára og býr í foreldrahúsum. FÓ Félagar í íþróttafélögum bjóða merkið til sölu á Ákureyri, í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðum úti á landi. Skógræktarfé- lög sjá víða um skipulagningu og framkvæmd söiunnar á sínum fé- lagssvæðum í samvinnu við Lions-, Kiwanis- og Rotaryhreyfingarnar eftir aðstæðum á hveijum stað. Þá sem móta mun stefnu framboðsins frekar en nú er orðið. Þar á meðal mun borgarmálaráðið væntanlega taka afstöðu til þess, hver verður borgarstjóraefni Nýs vettvangs. Sjá fi*ásögn af blaðamannafundi og framboðslista á bls. 24. JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segist á næstu dögum munu leggja til að kallaður verði saman fyrir sjöunda maí leið- togafúndur Fríverzlunarbanda- lags Evrópu, EFTA. Þetta eru við- brögð utanríkisráðherra vegna ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins um að fresta Rannsóknarlögregla ríkisins hefur sleppt úr haldi mönnunum fimm, sem handteknir voru að- faranótt fimmtudags og á fimmtudag vegna rannsóknar á morðinu i Stóragerði. Rann- sóknarlögreglan hefur rætt við fiölda manns vegna málsins og enn eru henni að berast ábend- ingar frá fólki. Eftir ódæðisverkið var bifreið hins látna ekið frá bensínstöðinni að stæði við Vesturgötu 3, þar sem lögreglan fann hana. Morgunblað- ið skýrði frá því í gær að vitni hafi séð tvo menn við bifreiðina á stæðinu og skoðað myndasafn rannsóknarlögreglunnar. Ekki fékkst staðfest að borin hefðu verið kennsl á ákveðna menn. Rannsóknarlögreglan handtók fimm menn, einn aðfaranótt fimmtudags og fjóra á fimmtudag- inn. Ekki var lögð fram krafa um gæsluvarðhald yfír neinum þeirra og hefur þeim nú öllum verið sleppt úr haldi. Engar frekari handtökur höfðu átt sér stað seint í gærkvöldi. annast félagar ungmennafélaganna merkjasöluna víða til sveita. Kven- félög og skátar hafa einnig tekið að sér að selja greinina á nokkrum stöðum. Auk þess munu skólabörn og áhugamannahópar leggja hönd á plóginn. Höfuðstöðvar söfnunarinnar verða á Ránargötu 18 á skrifstofu Skógræktarfélags íslands og Skóg- ræktar ríkisins og á Stöð 2. í skoðanakönnun Gallup á íslandi um stuðning við Átak um land- græðsluskóga 1990, kemur fram að 70% landsmanna hyggjast styðja átakið, 2% sögðust þegar hafa stutt það og 28% sögðust ekki ætla að styðja það. Leitað var til 1.000 manna úr- taks 15 ára og eldri á öllu landinu. Könnuð voru margvísleg atriði varðandi hug fólks til skógræktar og landgræðslu. Meðal annars var spurt: „Hversu mikið gildi telur þú að átak af þessu tagi hafi fyrir uppgræðslu landsins?“ Beðið var um að menn gæfu átakinu einkunn á bilinu 0 til 10, þar sem 0 þýddi að það hefði lítið gildi og 10 að það hefði mjög mikið gildi. Þegar með- aleinkunn allra svara var reiknuð kom í ljós að hún var 8,8. Sjá miðopnu. útgáfu umboðs til að semja við EFTA um evrópskt efnahags- svæði, EES. „Þessi ákvörðun framkvæmda- stjórnarinnar kom mér ekki á óvart. í ferð okkar Steingríms Hermanns- sonar til Brussel í fyrri viku kom það á daginn að þetta mál var í Þórir Oddsson vararannsóknar- lögreglustjóri sagði í gærkvöldi, að áfram yrði unnið eftir alls kon- ar vísbehdingum sem hefðu borist. Aðalfundur Skeljungs: Félagið gert að almennings- ingshlutafélagi AÐALFUNDUR Skeljungs hf., sem haldinn var í gær, ákvað að breyta samþykktum félagsins þannig, að allar hömlur með við- skipti á hlutabréfiim í félaginu féllu niður. Hluthafar fyrir aðal- fiind voru 120 talsins. Heildarsala félagsips á árinu 1989 var 4.783 milljónir króna og jókst frá fyrra ári um 29%. Hagnað- ur af rekstri Skeljungs varð 52,4 milljónir króna. Á fundi stjórnar í kjölfar aðal- fundar var Indriði Pálsson kjörinn stjórnarformaður. Á fundi í stjórn Veitustofnana í gær var hitaveitusljóra Reykjavíkur heimilað að veija 15-20 milljónum króna til undir- búnings og hönnunar 2. áfanga Nesjavallavirkjunar. uppnámi, jafnvel í hættu,“ sagði Jón Baldvin í samtali við Morgunblaðið. „Þá sagði Delors, forseti fram- kvæmdastjómar, það fullum fetum að hann teldi ekki líkur á að hann gæti fengið endanlegt umboð ráð- herraráðsins, fyrr en EFTA hefði gert hreint fyrir sínum dyrum varð- andi tillögur, sem voru mótaðar á fyrra ári um að styrkja EFTA sem sameiginlegt samninga- og stjórn- tæki EFTA-ríkjanna.“ Jón Baldvin segir að í fyrsta lagi þurfi EFTA að tala einni röddu, en að baki því búi að EFTA-ríkin móti sameiginlega stefnu sína til mála áður _en þau koma til samninga við EB. í öðru lagi verði það að vera tryggt að túlkun væntanlegs samn- ings, eftirlit með honum, fram- kvæmd hans og lausn deilumála séu leyst með jafnöruggum hætti og sé innan EB. Þetta kalli á eftirlits- stofnun á vegum EFTA og dómstól á vegum bandalagsins í tengslum við Evrópudómstólinn. Jón Baldvin sagði að þessar tillögur lægju fyrir eftir vinnu EFTA á síðasta ári, en hefðu bara ekki verið framkvæmd- ar. „Seinna atriðið er það að við höfum lent með þetta mál sem skot- spón í valdabaráttu Evrópuþingsins við framkvæmdastjómina,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að fram- kvæmdastjómin yrði að leggja samningana við EFTA til endan- legrar staðfestingar í þinginu, og þar með hefði þingið fengið það vald, sem það hefði hingað til skort. „Nýtt þing undir nýrri forystu ákvað að gera EFTA-málið að próf- steini á sjálfstæðisbaráttu sína gegn framkvæmdastjórninni. Okk- ákvörðun hefur ekki verið tekin um að hefja framkvæmdir við 2. áfanga, sem tæki tvö ár í fram- kvæmd. Nesjavallavirkjun mun framleiða 200 megavött af varma- orku þegar fyrstu tveir áfangamir verða komnir í notkun. Kostnaður við 2. áfanga Nesja- vallavirkjunar er áætlaður um 600 milljónir króna. ur Steingrími var sagt að Evrópu- þingið hefði verið fullvissað um það af framkvæmdastjóminni að um- boðið yrði ekki veitt endanlega fyrr en Evrópubandalagsþingið hefði haft málið tii nákvæmrar umfjöllun- ar. Það mun ekki gerast fyrr en í vikunni 14.-18. maí. Ef utanríkis- málanefnd Evrópuþingsins verður ósátt við orðalag umboðs sam- kvæmt tillögu framkvæmdastjórn- ar, tel ég allar líkur benda til að þeir muni leggja þetta fyrrir þingið sjálft, að vísu fyrir luktum dyrum," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að þetta þýddi alltént það að málið tefðist, en það gæti líka þýtt að þing EB væri komið með þau tök á málinu að það gæti sett framkvæmdastjóminni stólinn fyrir dyrnar með orðalag umboðs- ins, þannig að það yrði óaðgengi- legt fyrir EFTA. „Þetta býður heim þeirri hættu að þetta sé fyrir bí, hafi farið forgörðum," sagði Jón Baldvin. „Ég vil samt ekki slá því föstu að svo sé. Þetta er töf, og það er nógu slæmt, af því að samn- ingsumboðið verður að minnsta kosti ekki veitt á fyrri hluta þessa árs, alltént ekki fyrr en 18. júní og ekki fyrr en eftir að EFTA-ríkin hafa haldið leiðtogafund sinn, sem er á dagskrá 12.-14. júní. Jón Baldvin sagðist eftir Brussel- för sína hafa haldið til viðræðna við Ingvar Carlsson, utanríkisráð- herra Svíþjóðar. Þar hefði hann lagt til að kallaður yrði saman ráðherra- eða leiðtogafundur EFTA til að láta á það reyna hvort EFTA-ríkin væm tilbúin að ganga frá ákvörðun um eftirlitsstofnunina eða dómstólinn. Þetta vildi Jón Baldvin að gerðist fyrir sjöunda maí, en þá kemur ráðherraráðsfundur EFTA næst saman. Borgarstjóraefiii Nýs vettvangs: Geri ráð fyrir að til mín verði leitað - segir Ólína Þorvarðardóttir ÓLÍNA Þorvarðardóttir, efsti maður á lista Nýs vettvangs, segist telja eðlilegt að til sín verði leitað um að taka að sér starf borgar- stjóra, fari framboðið með sigur af hólmi í borgarstjórnarkosningun- um. Áformað er að 1. áfangi Nesja- vallavirkjunar verði að fullu kominn í notkun næsta vor. Endanleg Framkvæmdasljórn EB frestar samningsumboði vegna EES: Víl kalla saman leiðtogaíund EFTA á næstu tíu dögum - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Mönnunum sleppt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.