Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 Minning: Guðveig Guðmunds- dóttir, Borgarnesi Gunnarsdóttur og á hún tvö börn af fyrra hjónabandi, þau búa í Svíþjóð. Kolbrún Valdimarsdóttir, gift þeim sem þessar línur ritar, búa í Nýjabæ, V-Eyjaijöllum, eigum sex böm. Katrín, gift Jóni Pálma Páls- syni, eiga þijú börn og búa á Akra- nesi. Valdís, gift Oddi Helga Jóns- syni, eiga þijú börn, búa á Hvols- velli. Grétar Steinn, giftur Guðfinnu Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú börn og búa í New York. Grétar átti einn son áður en hann giftist með Sóleyju Jörundsdóttur, Kópa- vogi. Kristín Erna gift Baldri Ólafs- syni eiga tvo syni og búa á Hvol- svelli. Sigrún Björk, gift Óskari Kristinssyni, eiga eina dóttur, búa í Dísukoti Þykkvabæ. Sigi-ún átti einn dreng áður en hún giftist með Birni Grétari Sigurðssyni, Lamba- læk. Sigurlaug Hanna, unnusti hennar er Hallgrímur Birkisson frá Stokkseyri og er hún enn í föður- húsum. Guðjón Baldur Valdimars- son, giftur Vilborgu Magnúsdóttur, þau búa á Selfossi og eiga fimm börn, Magnús, giftur Brynju Mar- vinsdóttur, búa á Selfossi, eiga eina dóttur. Helga Árný, gift Tryggva Ágústssyni, eiga þijú börn og búa á Selfossi. Valdimar, giftur Ragn- hildi Björk Karlsdóttur, eiga tvær dætur og búa á Selfossi. Ómar Þór, giftur Höllu Baldurs- dóttur, eiga eina dóttir og búa á Selfossi. Jón Valur, unnusta hans Sigrún Jónsdóttir. Jón er enn í föðurhúsum. Þessi nafnalisti gæti verið lengri ef Siguijóni Steinþóri syni þeirra hefði auðnast líf og heilsa en hann fæddist 6. júní 1929 en dó 19. febr- úar 1930. Það sést af framanrituðu að afkomendur Valdimars og Sig- rúnar em orðnir æði margir, og enn er sígild ljóðlínan úr sálminum: Kynslóðir koma, kynslóðir fara allar sömu ævigöng. Valdimar hefur nú lokið sinni ævigöngu en hún hófst 10. júlí 1893 í Smiðsnesi í Grímsnesi. For- eldrar Valdimars voru Katrín Geirs- dóttir frá Eyvík og Stefán Jónsson frá Arnarbæli. En í Smiðsnesi var Katrín í skjóli Sveins Jónssonar smiðs og Halldóru konu hans, þau fluttu síðar á Seyðisfjörð. Það er dálítið merkilegt að þessi hjón sem veita Valdimar skjól og hlíf fyrst eftir að hann kemur í þennan heim, skuli vera langafi og langamma Ólafar í Laugardælum, sem varð svo nánast hans verndarengill í ell- inni. Þau Ólöf og Valdimar voru búin að þekkjast lengi þegar þau uppgötvuðu þessa merkilegu stað- reynd. Ég verð að játa það að æskuárum Valdimars er ég ekki svo kunnugur að ég þori að fara grant út í að lýsa þeim, ég veit þó að hann var kannski ekki beint pantaður til þessa jarðlífs. Hann ólst að mestu upp í Arnar- bæli hjá föður sínum en mun lítið hafa haft af móður sinni að segja því sé staða einstæðrar móður slæm í dag þá hefur hún ekki verið betri árið 1893, það hefur verið fátt um bjargir, Katrín flutti til Ameríku, hún giftist manni ættuðum af Langanesi, og áttu þau einn son, engin kynni mun Valdimar hafa haft af þessum bróður sínum. Stef- án faðir Valdimars lést af slysförum árið 1913 og reyndi þá strax á Valdimar að standa með fóstru sinni, Þóru Jónsdóttur, í búskapn- um, er hún var orðin ekkja með fjögur börn, hálfsystkini Valdimars, en þau voru Sigurbjörg, Siguijón, Stefán og Teodór en hann dó sex ára úr barnaveiki. Eignuðust þau annan son og var hann skírður Teodór. Öll eru þessi hálfsystkini Valdimars látin nema Siguijón. Þóra gekk Valdimar í móðurstað og átti Valdimar heimili í Arnar- bæli fram á fullorðinsár í hópi systkina. Þóra giftist öðru sinni, Sveini Jónssyni, og eignuðust þau tvær dætur, Guðbjörgu og Stefaníu, sem Valdimar talaði alltaf um sem systur sínar, þær eru báðar á lífi. Ég fer nú að leggja pennann frá mér en að lokum þökkum við Kol- brún og börn okkar margar góðar stundir og ekki síst margvíslega hjálp á fyrstu búskaparárum okkar hér í Nýjabæ en með bjástri okkar fylgdist hann af miklum áhuga. Við biðjum góðan Guð að blessa komu þessa mæta manns til betri heima. Leifúr Einarsson í dag 28. apríl er til moldar bor- inn elskulegur afi okkar Valdimar Stefánsson. Okkur langar að þakka honum allt sem hann hefur gefið okkur. Hann hefur kennt okkur svo ótal margt í lífinu, lítillæti, hlýju, vin- áttu og góðvild. Okkur er það ógleymanlegt hvað hann tók litlu barnabarnabörnunum með mikilli gleði og hvað birti yfir honum þeg- ar við komum með hvítvoðungana okkar og fengum að leggja þá í rúmið hans. Þetta og margt fleira viljum við þakka elsku afa okkar. Katrín Leifsdóttir, Valdís Leifsdóttir, Grétar Steinn Leifsson, Kristín Erna Leifsdóttir, Sigrún Björg Leifsdóttir og Sigurlaug Hanna Leifsdóttir. Fædd 2. október 1916 Dáin 21. apríl 1990 Laugardaginn .21. þ.m., þegar grimm élin hvolfdust yfir bæinn okkar, andaðist tengdamóðir mín elskuleg á heimili sínu hér í bæ. Langar mig að minnast hennar með fáeinum orðum. Ástæður höguðu því þannig að fyrstu búskaparár mín naut ég handleiðslu hennar og ieiðsagnar á litla fjallbænum sem henni var æ síðan svo kær. Þar sýndi hún mér fáfróðu borg- arbarninu staka þolinmæði og hlýju og kenndi mér undirstöðuatriði við bústörfin úti og inni sem hafa kom- ið sér vel. Aðdáunarvert var að sjá hve ráðagóð hún var og natin við umönnun við skepnurnar ef eitt- hvað amaði að. Oft var lífgað við vesælt lamb í eldhúsinu á Grenjum, jafnvel full- orðin ær sem farið hafði ofan í eins og gerist og gengur í sveitinni. Vann hún þessi störf af miklu öryggi og stafaði af henni þessi trausta hlýja sem allir fundu sem kynntust henni. Þá var ljóst að málleysingjar og allir þeir sem minnimáttar voru áttu hug hennar allan. Hún var náttúrubarn og unni tijám og gi'óðri og lítið dæmi um það er þegar hún tók lítinn kvist á kærum stað í Grenjalandi og gróð- ursetti í garðinum sínum á Hvols- velli. Nú er þetta stórt og fallegt reynitré á þriðja metra hátt. Þá voru rósir hennar yndi og uppáhald og hafði hún komið sér upp fallegum rósarunnum undir stofuglugganum í Ánahlíðinni hér í Borgamesi þar sem þau Jónas hugðust eyða elliárunum. Þessi myndarlega og dugmikla kona með fallegu bláu augun var hlédræg og ómannblendin að eðlis- fari ákaflega heimakær og hæglát, en þó ákveðin er því var að skipta. Góða vini eignaðist hún og var hláturmild og glöð í sínum hópi. Veiga var fædd á Flesjustöðum í Kolbeinsstaðahrepp 2. október 1916 og voru foreldrar hennar Ágústa Olafsdóttir og Guðmundur Eyjólfsson. Systkinin voru fjögur. Bróðir hennar, Skarphéðinn Kristinn, lést árið 1976, en eftir lifa systur henn- ar, Katrín býr í Tröðum í Hraun- hrepp og Elín býr í Borgarnesi. Föður sinn missti Veiga er hún var 12 ára og var eftir það með móðir sinni í vinnumennsku hér og þar. Árið 1931 er Veiga var 15 ára gerðist móðir hennar ráðskona hjá Guðmundi Guðmundssyni hér í Borgarnesi, reyndist hann þeim systkinum sem besti faðir og þeirra börnum góður afi. Var Veiga í vinnumennsku á sumrin eins og algengt var, þá var hún einnig vinnukona í Brautar- holti í Dölum í þrjú ár, eftir það fer hún í kaupavinnu að Bóndhól í Borgarhrepp og þar kynnist hún eftirlifandi manni sínum Jónasi Gunnlaugssyni. Stofnuðu þau heimili 1937 og með þrautseigju og dugnaði komu þau upp stórum barnahópi. Þrettán börn eignuðust þau á tuttugu og tveimur árum en tólf komust á legg því einn son misstu þau í æsku aðeins sjö ára gamlan. Börn þeirra eru: elst Fjóla, býr í Reykjavík, hennar maki er Garðar Kjartansson; þá Lilja býr hér í Borg- arnesi hennar maki er Birgir Gísla- son; næstur í röðinni var Oddur sem þau misstu; þá Guðmundur, hans maki er Guðný Guðmundsdóttir, þau búa í Keflavík; næstur er Ár- mann býr í Borgarnesi, hans maki er Sigríður Finnbogadóttir, sú sem þetta ritar; síðan kemur Jónas sem býr á Skagaströnd, hans maki er Erla Theódórsdóttir; þá Oddur, býr í Grindavík, hans maki er Jóna Jónsdóttir; síðan kemur Björk, sem er búsett á Hvolsvelli, hennar maki er Sigurbjörn Skarphéðinsson; þá Heiða Rós, einnig búsett í Reykjavík, hennar maki er Her- mann U. Emilsson; Guðrún er næst, hún býr á Mel í Hrunamannahreppi og er hennar maki Þoi'kell Guð- brandsson; þá Bjarki, hans maki er Kristjana Guðmundsdóttir og búa þau í Búðardal; yngst er svo Guðríð- ur hún býr í Kópavogi og er hennar maki Albert Ómar Guðbrandsson. Eru barnabörnin orðin fjörutíu og eitt en barnabarnabörnin eru níu. Auðvelt er að ímynda sér að hörð hefur lífsbaráttan verið með svo stóran barnahóp á þessum erfiðu Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞORGERÐAR GUÐRÐÚNAR SVEINSDÓTTUR húsmóður í Vatnsdal, Fljótshlíð. Guð blessi ykkur öll. Elvar Andrésson, Kjartan Andrésson, Magnús Andrésson, Sveinn Andrésson, Sigurður Andrésson, Ólafur Andrésson, Sigurleif Andrésdóttir, Guðríður Andrésdóttir, Matthildur Andrésdóttir, Elísabet Andrésdóttir, Þormar Andrésson, Auður Karlsdóttir, Svanhvít Guðmundsdóttir, Ólaffa Sveinsdóttir, Sigurður Gíslason, Eiríkur Ágústsson, Dofri Eysteinsson, Tryggvi Ingólfsson, Sigurlín Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 1 Innilegar þakkir færum við öllum ■ þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS D. BALDVINSSONAR, Blönduósi. Gunda Jóhannsdóttir, Paul Jóhannsson, Elín Ellertsdóttir, Sigmund Jóhannsson, Anne Jóhannsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Einar Evensen, Þorsteinn G. Húnfjörð, Kristín Jóhannsdóttir, Oddný Jóhannsdóttir, Thorleif Jóhannsson, Kolbrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ■ PRÓFESSOR Edvard Befring heldur fyrirlestur í Norræna húsinu mánudaginn 30. apríl kl. 20.30 um fyrirhugaðan alþjóðlegan mennta- skóla í Fjalar í Noregi, þeirri byggð sem Ingólfur Arnarson kom frá. Þessi skóli yrði einn af „United World Colleges", en þeir eru nokkr- ir víðsvegar um heiminn og lögð er áhersla á alhliða menntun, sem kæmi sér vel í störfum í þágu Rauða krossins og annarra alþjóðlegra hjálparstofnana og á sviði þróunar- aðstoðar í þriðja heiminum. Edvard Befring er prófessor og rannsókn- arstjóri við Sérkennaraháskóla norska ríkisins í Osló, en þar var hann rektor 1976-1987. Hann hefur skrifað mikið um uppeldisfræði og kennslu. Hann vann að yfirgrips- mikilli rannsókn með íslenskum námsmönnum í Reykjavík 1975- 1976, sem nefndist „Unga fólkið í Reykjavík“. Þá hefur hann haft umsjón með menntun fjölda íslenskra sérkennara. Fyrirlestur- inn er öllum opinn. ■ NVSV, Náttúruverndarfélag Suðvesturlands, gengst fyrir sjó- ferðum um helgina. í dag, laugar- dag, kl. 13.30 verður farið í sjóferð nr. 4, SkerjaQörð. Kl. 16.40 verður farið í sjóferð nr. 7, Út í eyjar á Kollafirði. Á morgun, sunnudag, verður farið í ferð nr. 2, Kollaljörð kl. 10.30. Kl. 13.30 verður farið upp í Hvalljörð, ferð nr. 5. í allar ferðirnar verður farið frá Grófar- bryggju (þar' sem Akraborgin leggst að). Úpplýsingar verða gefn- ar á Grófarbryggju hálftíma fyrir brottför. Frítt er í ferðirnar fyrir börn sjö ára og yngri, hálft gjald fyrir átta til sextán ára. (Fréttatilkynning) ■ GUÐRÚN Kristjánsdóttir, lektor í barnahjúkrun, flytur fyr- irlestur um heilbrigðisskilning ungl- inga á vegum námsbrautar í hjúkr- unarfræði í Háskóla íslands í setu- stofu á 1. hæð í Eirbergi, Eiríks- götu 34, mánudaginn 30. apríl kl. 12.00. Framsagan er kynning á hluta rannsóknar á heilbrigðis- og veikindahugmyndum 66 unglinga á aldrinum 14-18 ára. Tilgangur rannsóknarinnar er m.a. að kanna hugmyndir og skilning unglinga á heilbrigði, á því hvað það þýði að þeirra mati að vera heilbrigður, hvort þau telji sig vera heilbrigð, hvort þau hræðist veikindi, hvort þau yfirleitt hugsi um heilbrigði sitt og loks hverjar þau telji vera helstu ástæðurnar fyrir heilbrigði og hvort þau telji sig geta ráðið einhverju þar um. Helstu niðurstöð- ur eru kynntar og bornar saman við niðurstöður sambærilegra at- hugana hérlendis og erlendis. Enn- fremur er fjallað um gildi slíkra rannsókna fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra sem vinna að velferð og heilbrigði barna og unglinga. árum, og mikið þurft á sig að leggja til að endar næðu saman. Bjuggi þau á nokkrum stöðum í eða vic Borgarnes þar til árið 1960 að þau fluttu að Grenjum í Álftaneshreppi Höfðu þau skipti á jörðinni og húsi sem þau höfðu byggt í Borgarnesi. Þar bjuggu þau í nær áratug er þá flytja þau aftur í Borgarnes. Höfðu þau hug á að eignast hús- næði hér en ekkert álitlegt var ti sölu þá og lóðir erfiðar og dýrai ef þau vildu byggja. Atvikin höguðu því þannig til ac er þau voru eitt sinn sem oftar heimsókn hjá dóttur sinni á Hvols- velli kom til tals hve ódýrar lóðii voru þar enda auðveldar mjög vinnu. Árið 1973 fluttu þau síðai þangað í sitt myndarlega hús of undu þar hag sínum vel. En hugurinn var þó alltaf vestui á Mýrum og óskuðu þau bæði efti) að eyða elliárunum á þeim slóðum. ' Það vai' svo um haustið 1987 ac þau gátu flutt í litla húsið sitt vic Ánahlíðina. Veiga hafði átt við veik indi að stríða um árabil en þó koir kallið svo snöggt og kveðjustundir er sár. Ég bið góðan Guð að blessa og hugga Jónas og alla hennar afkom- endur og vini sem eiga um sárt ac binda. Þá er mér ljúft að þakka hið hlýja þel er hún sýndi mér ávallt. Megi minning hennar geymasl um aldur og ævi. Sigga Finnskai sumarkápur Litir: Karrígult, mosagrænt. Stærðir: 36-52. v/Laugalæk. S. 33755. jj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.