Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 ■ SÝNING verður opnuð í Gróttu laugardaginn 28. apríl kl. 13.30 undir yfírskriftinni Maður og umhverfi. Að sýningunni standa Náttúruverndarráð og _ Mynd- lista- og handíðaskóli Islands. Nemendur í grafík og fjöltækni við MHÍ sýna myndverk sem þeir hafa unnið í tengslum við þemað. Þetta er fjórða og síðasta sýning á niður- stöðum samstarfsverkefna sem unnin hafa verið í tilefni af 50 ára afmæli skólans. Vita- og hafna- málaskrifstofan hefur góðfúslega veitt leyfi til afnota af Gróttuvita þar sem hluta sýningarinnar er komið fyrir. Einnig sýna nemendur nokkur útiverk. ■ / TILEFNI 40 ára afmætís Húsavíkurbæjar var opnuð á skírdag samsýning í Safnahúsinu á Húsavík og sýna þar 10 listamenn húsvískir eða þingeyskrar ættar. Á hátíðafundi bæjarstjórnar Húsavíkur hinn 31. janúar sl. sam- þykkti bæjarstjómin í tilefni 40 ára afmælis bæjarins að stofna sjóð til kaupa á listaverkum. Aðal afmælishöldin eru ákveðin laugardaginn 28. apríl og í sam- bandi við þau verður yfirlitssýning á verkum Ásgríms Jónssonar, sem er þingeyskrar ættar. - Fréttaritari ■ KÓR Fjölbrautaskóla Suður- -Hflands heldur vortónleika ásamt Barnakór Selfosskirkju 28. apríl klukkan 15.00. Á efnisskránni em lög frá mörg- um þjóðlöndum og mismunandi tímum. Auk kóranna koma fram á tónleikunum Jenný Gunnarsdóttir söngvari og Þórlaug Bjamadóttir píanóleikari. Stjómandi kórs Fjöl- brautaskólans er Jón Ingi Sigtir- mundsson og Barnakór Selfoss- kirkju síjómaf Giúmur Gyifason. Sig. Jóns. '■ „DRAUMUR í fjórum litum“ er heiti yfirlitssýningar í Listasafni íslands á verkum finnska myndlist- armannsins Olli Lyytikáinens sem lést langt fyrir aldur fram árið 1987, 37 ára gamall. Hér er um að ræða farandsýningu sem heim- sækir öll Norðurlöndin og er sýning- in skipulögð af Amos Anderson- safninu í Helsingfors, með mikil- vægum stuðningi frá Norræna menningarsjóðnum. Lyytikáinen var sjálflærður myndlistarmaður og hóf feril sinn sem teiknari í lok 7. áratugarins. Framan af lagði hann rækt við teiknun andlitsmynda af þekktu fólki sem hann vann með litblýanti ■^og túski. Um áramótin 1972-73 lagði Lyytikáinen upp í stutta ferð til Afríku og átti sú ferð eftir að hafa afgerandi áhrif á list hans. ■ PHILIPPE Ricard, franskur myndlistarmaður, sem búsettur er á Akranesi, opnar listsýningu í Bókhlöðunni á Akranesi í dag, laug- ardaginn 28. aprfl, kl. 14.00. Á sýningunni verða listaverk úr myndvefnaði og einnig nokkuð úr spjaldvefnaði. Philippe er franskur en hefur verið búsettur hér á landi í rúm tíu ár og stundað hér ýmis störf og nú er hann vistarstjóri á heimavist Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi. Hann lærði mynd- vefnað hjá Guðrúnu Vigfúsdóttur á ísafirði og hefur haldið nokkrar sýningar á verkum sínum og auk þess tekið þátt í samsýningum. Sýningin verður opin kl. 14-18 um helgina en aðra daga kl. 20-22. Henni iýkur 3. maí nk. - J.G. ■ KVENNADEILD Skagfírð- ingafélagsins í Reykjavík verður með hlutaveltu og veislukaffi í Drangey, Síðumúla 35, þriðjudag- inn 1. maí nk. kl. 14.00 til eflíngar . starfsemi sinni. Kvennadeildin, sem starfað hefur í rúm 25 ár, hefur einkum styrkt líknar- og menning- armál heima í héraði, t.d. nú síðast viðgerð á altarisbrík Hóladóm- kirkju. Að þessu sinni er ætlunin að gefa til sambýlis fyrir þroska- hefta, sem verið er að stofnsetja fyrir Skagafjarðar- og Húnavatns- ‘ sýslur. Vona félagskonur, að sem flestir sjái sér fært að koma í veislu- kaffið í Drangey 1. maí og styrkja með því gott málefni. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á ísafirði: Lýsir fiirðu á vinnu- brögðum formanns MORGUNBLAÐINU hefur borlst eftirfarandi athugasemt frá sfjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Isafirði. „Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna á ísafirði lýsir furðu sinni á vinnubrögðum Guðmundar Þórð- arsonar, formanns Sjálfstæðisfélags ísafjarðar, þar sem hann ber ósann- indi á borð fyrir almenning í Morg- unblaðinu 26. apríl síðastliðinn. Stjóm fulltrúaráðsins lýsir því yfir, að aldrei hefur verið haft sam- band við einn eða neinn úr stjórn- inni, né af listanum, beint eða fyrir milligöngu annarra. Það skal tekið fram að Sigrún C. Halldórsdóttir, sem nú hefur lýst yfir stuðningi við Sjálfstætt fram- boð, hlaut 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins. Kjörnefnd, sem Kol- brún Halldórsdóttir átti meðal ann- ars sæti í, stillti Sigrúnu upp í 3. Hætt við sér- íramboð í Bolungarvík Isafirði. HÆTT hefur verið við sérfram- boð sjálfstæðismanna í Bolung- arvík. Víðir Benediktsson, sem vann að undirbúningi framboðsins. segir að þstía sé þeirra framlag til sátta við þá sem ráða í Sjálfstæðisflokknum á staðnum. Nú sé að sjá hvort tek- ið verði í þá sáttahönd og á meðan segist Víðir ekki styðja lista Sjálf- stæðisflokksins. Víðir sagði að menn væru enn mjög óánægðir með það hvernig uppstillingu á lista Sjálfstæðis- flokksins var háttað. Úlfar. ■ ÓLAFUR Ragnar Grímsson Ijármálaráðherra boðar á næstu vikum til funda víðsvegar um landið og eru fyrstu fundirnir haldnir nú um helgina. Tilgangur fundaferðar- innar er að veita upplýsingar um stöðuna í ríkisfjármálum og al- mennum efnahagsmálum, þegar erfiðleikatímabil undanfarinna missera er að baki. Einnig verður fjallað um ný viðhorf í íslenskum þjóðmálum og helstu verkefni næstu ára. Fyrstu furtdirnir af fyrir- huguðum tólf til fjórtán fundum verða á Sauðárkróki laugardaginn 28. apríl kl. 16.00 í Safnaðarheimil- inu, á Dalvík sunnudaginn 29. apríl kl. 14.00 í Víkurröst, á Akureyri sunnudaginn 29. apríl kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu, í Ólafsvík mánudag- inn 30. apríl kl. 20.30 í Klifi og á Akranesi fimmtudaginn 3. maí kl. 20.30 á Hótel Akranesi. ■ HIÐ íslenska náttúrufræðifé- lag heldur opinn fræðslufund mánudagjnn 30. apríl nk. Fundur- inn verður í Odda, hugvísindahúsi háskólans, í stofu 101 og hefst kl. 20.30. Á fundinum mun Bryiyólfúr Jónsson, framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags íslands, segja frá hug- myndum um landgræðsluskóga. ■ TÓNLEIKAR á vegum Tón- listarskóla Hafnarljarðar verða haldnir í Hafnarborg þriðjudaginn 1. maí kl. 15.30. Þetta eru fjórðu tónleikarnir í tónleikaröð sem þess- ir aðilar hafa staðið saman að og hefur verið húsfyllir á þeim öllum. Á tónleikunum nk. þriðjudag kemur fram kvartett Carls Möller og leikur jass. Carl Möller er landsþekktur fyrir píanóleik sinn með öllum þekktustu jasshljóðfæraleikurum landsins. Auk Carls skipa kvartett- inn: Ari Einarsson gítarleikari, Eggert Pálsson slagverksleikari og Þórður Högnason bassaleikari. Á tónleikunum koma einnig fram Stefán Ómar Jakobsson básúnuleik- ari og nokkrir fiðlunemendur tón- listarskólans. sæti. Á fulltrúaráðsfundi, sem ákvað lista Sjálfstæðisflokksins, dró Sigrún framboð sitt til baka. Framboðslist- inn var samþykktur í heild sinni, mótatkvæðalaust, og Guðmundur Þórðarson greiddi honum atkvæði. Stjórn fulltrúaráðsins hefur engan áhuga á því að standa í deilum við fólk sem ekki unir lýðræðislegum vinnubrögðum, en vill að rétt sé frá málum skýrt.“ Morgunblaðið/Bjarni Frá blaðamannafundi Nýs vettvangs. Frá vinstri: Kristín Á. Ólafsdótt- ir, Bjarni P. Magnússon og Ólína Þorvarðardóttir. Baráttumál Nýs vettvangs: Stefimm að því að minnka streitu íbúa borg*arinnar - segir Kristín Á. Ölafsdóttir FRAMBJÓÐENDUR Nýs vettvangs kynntu stefnumál sín fyrir borgar- stjórnarkosningarnar á blaðamannafundi í Iðnó í gær. Þar kom með- al annars fram í máli Kristínar Á. Ólafsdóttur, borgarfúlltrúa Alþýðu- bandalagsins, að H-listinn vill minnka streitu borgarbúa með því að auka mjög alla félagslega þjónustu við þá, meðal annars fiölga dagvist- arrýmum í borginni um 1.800, komist Nýr vettvangur til valda í kosn- ingunum. Frambjóðendurnir lögðu áherzlu á að Nýr vettvangur væri „hitt framboðið" í kosningunum, eini kosturinn fyrir utan Sjálfstæðis- flokkinn. Helztu baráttumál H-listans verða dagvistarmál, öldrunarmál, husr nSéOisihái og Uihhveríismái, auk þess að auka lýðræði og bæta stjórnunar- hætti í borginni, að sögn Ragnheiðar Davíðsdóttur, formanns Nýs vett- vangs. Kristín Á. Ólafsdóttir, sem skipar annað sæti framboðslistans, sagði að H-listinn hefði einsett sér að taka á málum með mýkt og hlýju. „Þar eigum við til dæmis við það að við ætlum að vinna að því að minnka streitu hér í Reykjavík. Við viljum stuðla að minna stressi hjá fólki og þar með meiri vellíðan og betri heilsu," sagði Kristín. „Þetta geta borgaryfirvöld gert, meðal ann- ars með því að koma á nútímaþjón- ustu við venjulegt fólk í borginni." Kristín sagði að þjónusta borgar- innar væri nú árum eða áratugum á eftir tímanum, en úr því hygðist Nýr vettvangur bæta. „Við teljum að við getum á þennan hátt gefið fólki tækifæri til að njóta meiri lífsgleði daglega dags,“ sagði Kristín. Er hún var beðin að útfæra nánar tillögur Nýs vettvangs í þess- um málum, til dæmis um fjölgun þjónustuíbúða og dvalarheimila aldr- aðra eða dagvistarrýma, sagði hún meða! annars að Nýr vettvangur stefndi að því að anna 1.800 bama biðlista með fjölgun dagvistarheim- ila á næsta kjörtímabili, kæmist hann til valda. Einnig þyrfti að gefa fleiri foreldrum en nú væri, kost á að sækja um dagheimilisvist fyrir börn sín, en nú væru það aðeins foreldrar í svokölluðum forgangs- hópum, sem það fengju. Ólína Þor- varðardóttir, sem skipar fyrsta sæti listans, sagði að einnig bæri að hugsa um börnin á aldrinum 6-10 ára og stefna að einsetnum skóla. Guðrún Jónsdóttir arkitekt, sem skipar fjórða sæti listans, sagði að stefna Nýs vettvangs væri að lækka fasteignagjöld í gamla miðbænum. Hún vildi ekki svara því, hvernig fara ætti að því að koma slíkri lækk- un á, en sagði að leita “þyrfti leiða til þess. Þá sagði hún að listinn vildi hvorki leggja fyrirhugaða Fossvogs- braut né Hlíðarfót við Öskjuhlíð. Aðspurð hvernig H-listinn vildi þá leysa umferðarvanda borgarinnar, sagði hún að bæta þyrfti annað gatnakerfi borgarinnar, en sagði að í því efni yrði að bíða tillagna frá Andie Macdowell og Peter Gallagher í í kvikmyndinni „Kynlíf, lygi og myndbönd" . Bíóborgin: Kvikmyndin „Kynlíf, lygi og myndbönd“ fi’umsýnd BÍÓBORGIN hefúr tekið til sýn- inga kvikmyndina „Kynlíf, lygi og myndbönd" (Sex, lies and video- tapes) með James Spader, Peter Gallagher, Andie Macdowell og Laura San Giacomo í aðalhlut- verkum. Leikstjóri er Steven Sod- erbergh. Myndin fjallar um barnlausu hjón- in Ann og John. Ann gengur til sál- fræðings því hún er haldin þeirri áráttu að hafa áhyggjur af hlutum sem hún getur ekki haft nokkur áhrif á. John stendur í ástarsam- bandi við mágkonu sína Cynthiu. Gamall skólabróðir, Graham, kemur inn í myndina, þegar hann fær að gista hjá þeim um tíma. Hann tekur sér síðan herbergi á leigu og þangað heimsækir Ann hann. Þar kemst hún að því að hann á mikið magn af myndböndum um konur, sem lýsa kynlífsreynslu sinni. Ann er ekki í rónni, fyrr en hún hefur fengið Gra- ham til að taka upp frásögn hennar. (Úr fréttatilkynningu) Vegagerð ríkisins. Bjarni P. Magn- ússon, í þriðja sæti listans, sagði að listinn vildi bæta almenningssam- göngur en leggja minni áherzlu á einkabflinn. Hrafn Jökulsson, í fimmta sæti listans, sagði að H-listinn vildi gera átak í umhverfismálum, og meðal annars flýta byggingu skólpdælu- stöðva, þannig að henni yrði lokið á næsta kjörtímabili, en ekki næstu 10 árurn, eins og áætiað heíur vér- ið. Þá vill Nýr vettvangur að leitað verði leiða til að hreinsa skólp. Er frambjóðendur voru spurðir hvar fá ætti fé til allra þessara fram- kvæmda og hvar ætti að skera niður á móti auknum framlögum til ýmissa málaflokka, sagði Bjarni P. Magnús- son að meðal annars mætti hægja á framkyæmdum við Ráðhúsið. Kristín Á. Ólafsdóttir sagði að Reykjavlk væri eitt ríkasta sveitarfé- lag í landinum. „Það er engin hætta á að fjárskortur standi borgarstjórn fyrir þrifum. Þetta er bara spurning um það í hvað við veijum þessum fjármunum. Við ætlum ekki að vera eins óskaplega brött í að gera alla fínu, flottu hlutina einu, eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að gera. Við erum ekkert á móti þessum stórverkefnum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ráðizt í, en við vilj- um dreifa þeim á lengri tíma, svo hægt sé að gera ýmislegt annað, sem þarf til að fólki líði betur,“ sagði Kristín. Á fundinum var kynntur endan- legur framboðslisti Nýs vettvangs fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Hann skipa eftirtaldir: 1. Ólína Þor- varðardóttir bókinenntafræðingur, 2. Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfull- trúi, 3. Bjarni P. Magnússon borgar- fulltrúi, 4. Guðrún Jónsdóttir arki- tekt, 5. Hrafn Jökulsson rithöfund- ur, 6. Ásgeir Hannes Eiríksson al- þingismaður, 7. Gísli Helgason tón- listarmaður, 8. Aðalsteinn Hallsson fulltrúi, 9. Pálmi Gestsson leikari, 10. Kristín Dýrfjörð Birgisdóttir fóstra, 11. Sigurður Rúnar Magnús- son hafnarverkamaður, 12. Ásbjörn Morthens tónlistarmaður, 13. Rut L. Magnússon tónlistarmaður, 14. Reynir Ingibjartsson framkvæmda- stjóri, 15. Helgi Bjömsson leikari, 16. Árni Indriðason kennari, 17. Aðalheiður Fransdóttir verkakona, 18. Björn Einarsson erindreki, 19. Kristrún Guðmundsdóttir banka- starfsmaður, 20. Gunnar H. Gunn- arsson verkfræðingur, 21. Halldóra Jónsdóttir menntaskólanemi, 22. Kristín B. Jóhannsdóttir fóstrunemi, 23. Haraldur Finnsson skólastjóri, 24. Vilhjálmur Árnason heimspek- ingur, 25. Skjöldur Þorgrímsson sjó- maður, 26. Guðrún Ómarsdóttir hjúkrunarfræðingur, 27. Ragnheið- ur Davíðsdóttir ritstjóri, 28. Magnús H. Magnússon fyrrv. ráðherra, 29. Magnús Torfi Ólafsson fyrrv. ráð- herra og 30. Guðrún Jónsdóttir fé- lagsráðgjafi. Að sögn Ragnheiðar Davíðsdóttur, formanns Nýs vett- vangs, hefur um það bil helmingur- inn af þessu fólki aldrei tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.