Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990 13 að leggja 3 kílómetra á ári. Nú skal allt klárað á næstu 6 árum. En, þeir ætla að byggja um leið íþróttahöll og skóla í Kópavogsdal fyrir mörg hundruð milljónir af eig- in fé bæjarsjóðs. Þeir hafa greini- lega fundið aðferð til þess að nota hveija krónu þrisvar í stað einu sinni. Ætlast þeir til að íbúar Kópa- vogs muni trúa þeim betur núna? Gömlu göturnar eins og þær eru í dag geta varla talist manneskju- legt umhverfi og eru í raun miklar slysagildrur. Það hlýtur því að vera forgangsverkefni í Kópavogi að ljúka við endurnýjun á gömlu göt- unum sem fyrst. Þeir eru sammála þessu sem hafa búið við þessar götur hátt í hálfa öld. Hvernig götur ætlar svo þessi meirihluti að leggja? Samkvæmt þeirri hönnun sem ég hef séð, hefur víðast gleymst að gera ráð fyrir því að fólk geti lagt bílum í götunni. Bílastæðin vantar víðast á teikning- um þeirra meirihlutamanna. Lokaorð Það hlýtur að vera krafa okkar Kópavogsbúa að bænum okkar sé vel stjórnað. Við sjálfstæðismenn teljum að sú hafi ekki verið raunin. Þess vegna skorum við á Kópavogs- búa að velta þessum vinstri meiri- hluta úr sessi. Það verður að taka upp skilvirka stjórnun á fjármálum og framkvæmdum bæjarfélagsins. Bæjarstjóri Kópavogs og A-flokkarnir hafa lýst undrun sinni á gagnrýni okkar sjálfstæðismanna og virðast taka hana sem persónu- lega móðgun við sig. Þeir eru hætt- ir að greina völdin frá eigin persón- um, sem er hættuleg staða í hvaða stjórnkerfi sem er. Þeir tímar eru liðnir að einhver geti sagt: „Ríkið, það er ég.“ Stjórnmálamenn þiggja vald sitt að Iáni frá fólkinu. Þeim ber að vinna í þeim anda, fyrir fólk- ið en ekki fyrir eigin upphefð. Ég tel að upphrópanir og sterk lýsingarorð áðurnefndra aðila kveði ekki niður gagnrýni okkar sjálf- stæðismanna í Kópavogi á stjórnun okkar bæjarfélags, heldur sýni þvert á móti að við höfum komið við auman blett þar sem illt er undir. Við sjálfstæðismenn viljum gera Kópavog að betri bæ til að búa í fyrir okkur Kópavogsbúa. Höfiindur er varaformaður VSÍ, formaður Verktakasambands íslands og fyrsti maður á lista sjálfstæðismanna íKópavogi við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. ■ FJÖLMENN sqmkoma kristnu trúfélaganna á Reykjavík- ursvæðinu, haldin í Fíladelfíukirkj- unni þann 16. apríl sl., lýsir stuðn- ingi við frumvarp til laga um tak- markanir á fóstureyðingum o.fl., sem er nýframkomið á Alþingi. ■ FUGLA VERNDARFÉLAGIÐ efnir til fuglaskoðunarferðar sunnudaginn 29. apríl. Að þessu sinni verður farið um Suðurnes. Lagt verður af stað frá Umferðar- miðstöðinni vestanverðri kl. 10.00 og ekið sem leið liggur suður með sjó. Fyrst verður hugað að flórgoð- um á Asijörn, þaðan er svo ferð- inni heitið á Garðskaga, Sand- gerði, Hafiiaberg og ef til vili víðar ef tími vinnst til. A tveimur fyrr- nefndu stöðunum er vonast til að sjá þær tegundir farfugla sem komnar eru til landsins en þeir hafa verið að koma síðustu daga. Á Hafnabergi verða svo bjargfugl- ar skoðaðir. Leiðsögumaður í ferð- inni verður Einar Þorleifsson, en enn fremur verða með í för fleiri reyndir fuglaskoðarar. H BIRTUR hefur verið eftirfar- andi A-Iisti til bæjarstjórnar- kosninga á Siglufírði. 1. Kristján L. Möller bæjarfulltrúi, 2. Ólöf Á. Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi, 3. Birgir Sigmundsson, 4. Regína Guðlaugsdóttir 5. Rögnvaldur Þórðarson 6. Arnar Ólafsspn, 7. Margrét Friðriksdóttir, 8_. Krist- inn Halldórsson, 9. Ámundi Gunnarsson, 10. Hrafnhildur Stefánsdóttir, 11. Krisfján Elías- son, 12. Þórir J. Stefánsson, 13. Ólafur Þ. Haraldsson, 14. Anton Jóhannsson, 15. Erla Ólafs, 16. Hörður Hannesson, 17. Gunnar Júliusson, 18. Jón Dýrfjörð. Eldpipar og paprika Blóm vikunnar Ágústa Björnsdóttir 162. þáttur Nú er sumarið komið, þótt vetur konungur sé ekki alveg á því að láta það hafa yfirhöndina. En við getum reynt að plata okkur sjálf örlítið og búið til gróður innan dyra, gi'óður sem ekki þrífst utan- dyra hér á landi. Við þurfum ekki einu sinni gróðurhús, bara sólríkan glugga. Um það bil þijár vikur eru síðan ég byijaði að borða innirækt- uðu kryddjurtimar mínar og eld- piparinn (chilipiparinn) skartar nú sínu fegursta og stendur með mörg ljósgræn aldin. Þetta eru plöntur frá því í fyrra, en eftir uppskeru í fyrrahaust klippti ég plönturnar niður og reyndi að láta þær vaxa upp aftur fyrir jólin. Ekki tókst það en þó sýndu þær mér þá vin- semd að gefa mér einn piparávöxt í jólagjöf. Ég var þá ekkert að þijóskast við þetta meira, heldur klippti þær niður aftur og lét þær standa á svölum stað þar til um miðjan mars. Þá setti ég þær í borðstofugluggann og það er svo sannarlega komið sumar hjá þeim, um það bera mörg ljósgræn aldin þeirra vitni. Þessar plöntur em ræktaðar upp af fræi úr eldpipar, sem ræktaður var í Garðyrkjuskó- lanum á Reykjum í Ölfusi. En fleira blómstrar en eldpipar- inn, þó ekki séu þær plöntur komn- ar eins langt — en það em frænk- ur hans paprikurnar (Campsicum). Ég hef í mörg ár ræktað paprikur í þessum sama glugga og fengið mjög góða uppskeru. Fræið er nokkuð dýrt og í fyrra ætlaði ég að spara mér að kaupa það- og tók fræ úr papriku sem ég hafði keypt. Það komu mörg blóm og síðan paprikur á plöntuna en þær vora fiatar eins og' diskur í laginu, ansi snotrar, en þannig vill maður ekki hafa paprikur. Svo að ég keypti fræ í vor, þótt dýrt sé, en hvert frækorn kostar um 45 krónur. Þau komu líka öll upp. Ég sáði þessum fræjum í mars, en hef oft sáð síðar og alltaf með góðum árangri. Eitt sinn sáði ég um haust. Um jól stóðu paprikurnar með fagurrauð aldin — fallegt jólaskraut — enda tímdum við ekki að borða þær. Víða er farið að rækta papriku hér á landi, en hún er alltaf mjög dýr og því hagstætt að rækta hana sjálfur. Plönturnar eru blaðfallegar og aldinin mjög falleg, sérstaklega eftir að þau roðna, en fyrst eru þau græn. Paprikan er mjög C- vítamínauðug og böm em sólgin í hana. Við tínum ekki mörg aldin af tijám hér á landi, en bömin hafa gaman af að tína paprikurnar í stofuglugganum mínum. Paprik- an er upprunnin í Mið- og Suður- Ameríku, en Ungveijaland, Ítalía og Spánn þurftu að bíða hennar þar til Kolumbus flutti hana til Spánar eins og svo margt annað grænmeti. En þessar þjóðir hafa verið einna duglegastar Evrópu- þjóða að nota papriku. Heyrt hef ég að paprika þýði „rauður“ á ungv'ersku, en rauðir gúllasréttir Ungveija eru heimsfrægir og i þeim er mikið af papriku. Eldpiparinn hafa íslendingar ekki enn komist upp á lag með að nota svo nokkm nemi, enda er hann „heitur". Auðveldlega má milda piparinn með því að skera æðar úr honum og tína úr honum hvert einasta fræ, einnig má sem snöggvast hella yfir hann sjóðandi vatni. Allir pottréttir, pasta og baunaréttir verða mjög góðir ef eldpipar er settur í þá. Verið óhrædd við að reyna eld- pipar, hann.venst fljótt og þá finnst okkur hann ómissandi. Kristín Gestsdóttir DAS að Reykjabyggð 18, Mosfellsbæ, ertit sýnis með öllum húsbúnaði laugardag og sunnudag kl. 13-18. Glæsilegt 2ja hæða einbýlishús með blómaskála og tvöföldum bílskúr, samtals 253 m2 á 17 millj. kr. Leiðin er merkt. Dregið í 1. flokki 4. maí. Happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.