Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990 3H0r$nnM*fetfe Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Brugðist við batanum Dr. Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri kemst þannig að orði í ræðu sinni á ársfundi bankans í fyrradag, að óhætt virðist að fullyrða „að fyrstu batamerkin eftir efnahagslægð síðasta árs séu farin að koma fram“. Þetta er varlega orðað en þarna gætir þó bjartsýni, þótt Jóhannes telji nauðsynlegt að slá einnig þennan varnagla: „Of snemmt virðist þó vera að draga þá ályktun, að hér sé enn um nokkra teljandi upp- sveiflu eftirspurnar að ræða.“ Hann telur ekki ástæðu til „djúptækra aðgerða“ en bætir við: „Jafnframt er rétt að minnast þess, að sá stöðug- leiki, sem náðst hefur, er að verulegu leyti ávöxtur þess, að þjóðarbúskapurinn hefur að undanförnu gengið í gegnum djúpa efnahagslægð, sem dregið hefur úr vilja og getu fyrirtækja og einstaklinga til fjárfestingar og neyslu. Við slíkar aðstæður er stjórn eftir- spumar tiltölulega litlum vand- kvæðum bundin. Meira mun hins vegar reyna á hagstjórn á síðari stigum hagsveiflunnar, einkum þegar fer að batna í ári og eftirspurn að aukast, t.d. vegna raunverulegrar upp- sveiflu í sjávarútvegi eða nýrra stóriðjuframkvæmda. Það er því mikilvægt, að sá tími sem nú gefst vegna kjarasamning- anna verði notaður sem best til varanlegra endurbóta í hag- stjórn hér á landi, þannig að til lengdar megi tryggja svip- aðan stöðugleika í þróun verð- lags og tekna hér á landi og annars staðar í Evrópu.“ Vegna þess hvemig pen- inga- og lánamarkaðurinn hef- ur þróast á undanfömum árum, þar sem markaðsöflin hafa fengið að láta meira að sér kveða en áður, er unnt að beita nýjum tækjum til að við- halda stöðugleika þrátt fyrir uppsveiflu. Jóhannes Nordal telur, að afskipti ríkisins af starfsemi lánamarkaðsins séu enn of mikil. Hann vill að eignaraðild ríkisins að bönkum og fjárfestingarlánasjóðum verði minnkuð og einnig dregið úr ríkisábyrgð á verulegum hluta þess fjármagns, sem afl- að er til fjárfestingar fyrir- tækja og einstaklinga. Einnig vill hann skapa skilyrði til að hlutabréfamarkaður geti þró- ast með eðlilegum hætti. Spyrja má, hvort líklegt sé að núverandi ríkisstjórn eða stuðningsmenn hennar á þingi séu ginnkeyptir fyrir lausnum af þessu tagi. Svarið er því miður neikvætt. Þær raddir hafa raunar verið háværar í stjórnarliðinu sem segja, að frelsið á lánamarkaðinum sé nú þegar of mikið. í öðru lagi telur Jóhannes Nordal brýnt að afnema höft, sem enn eru á fjármagnsflutn- ingum milli fslands og annarra landa. Þar sé í senn nauðsyn- legt að brúa bilið gagnvart öðrum Vestur-Evrópuþjóðum og kalla á þann aukna aga á íslenska hagstjórn sem af því myndi leiða, að fá erlenda sam- keppni með þessum hætti. Er líklegt að núverandi ríkisstjórn taki af skarið í þessu efni? Því miður er svarið neikvætt. í þriðja lagi telur Jóhannes Nordal jafnvægi í ríkisbú- skapnum, það er hallalausan rekstur ríkissjóðs, eitt mikil- vægasta markmiðið, sem stefna þurfi að í efnahagsmál- um. Þá vill hann koma í veg fyrir að halli á ríkissjóði hafí bein áhrif á peningaþenslu í landinu með því að banna að hallinn verði fjármagnaður með erlendum lánum eða skuldasöfnun í Seðlabankan- um; „þannig að ríkissjóður neyðist til þess að sjá fyrir rekstrarfjárþörf sinni innan ársins alfarið með sölu verð- bréfa og ríkisvíxla á innlendum peningamarkaði,“ eins og segir í ræðu Jóhannesar Nordals. Með öðrum orðum telur hann skynsamlegra að láta neikvæð áhrif hallans á ríkissjóði koma fram í háum vöxtum innan lands en peningaþenslu vegna seðlaprentunar eða erlendra lána til óarðbærra hluta. Er líklegt að núverandi ríkisstjórn þoli þá hækkun vaxta sem af þessu myndi leiða? Eða er líklegt að ríkisstjórnin nái þeim tökum á stjórn ríkisfjármála, að þörf ríkissjóðs fyrir lánsfé minnki af þeim sökum? Því miður eru svörin við báðum þessum spurningum neikvæð. Við erum á leið upp úr efna- hagslægðinni. Við þurfum að bregðast á réttan hátt við bat- anum. Urræðin sem Jóhannes Nordal nefnir eru skynsamleg og í samræmi við kröfur tímans. Okkur vantar hins veg- ar ríkisstjórn með þingstyrk til að grípa til þeirra. Það er tími til að flar- lægja slysagildru eftir Þorstein Pálsson Þingstörfín einkennast nú mjög af því að komið er undir lok þing- halds. Á vorin er alla jafnan handa- gangur í öskjunni. Þetta vor er engin undantekning frá öðrum að því leyti. Svo sem eðlilegt er hefur upp- lausnin á vinstri væng stjórnmála mjög sett svip_ sinn á störf ríkis- stjórnarinnar. Átökin á milli flokk- anna og innan þeirra endurspeglast í störfum Alþingis. Ríkisstjórninni er því mikið kappsmál að losna við þingið. Hún óttast að gagmýni stjórnarandstöðunnar veiki- ríkis- stjórnarflokkana ef þinghaldið dregst fram undir sveitarstjórnar- kosningar í næsta mánuði. Óumdeilt er að frumvarpið um stjórn fískveiða er viðamesta mál sem lagt hefur verið fyrir þetta þing. Ekkert mál skiptir hagsmuni þjóðarinnar til lengri tíma meira máli. Eðlilegt er því að það sé fyrir- ferðarmikið í störfum Álþingis. Fiskveiðistjórnun orðin að hrossakaupamáli í þessari viku hafa farið fram víðtæk hrossakaup á milli stjórnar- flokkanna um þetta mikilvægasta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar. Segja má að sjávarútvegsráðherra hafi tekið þann kost að skattleggja velrekin útgerðarfyrirtæki til þess að framlengja líf ríkisstjórnarinnar um nokkra mánuði. Það hefur verið talið tiltölulega saklaust og fyrst og frémst broslegt þegar ríkisstjómin hefur verið að kaupa sér framhaldslíf með stofnun ráðuneytis án verkefna. Að vísu kostuðu þau hrossakaup nokkra tugi milljóna í beinum útgjöldum og leiddu ennfremur til þess að margir milljarðar voru lagðir í nýj- um sköttum á almenning í landinu. Hitt er öllu alvarlegra þegar jafn þýðingarmikið mál eins og stjórn fiskveiða er dregið inn í hrossa- kaupamiðstöð stjórnarflokkanna. Þar er verið að tefla um miklu stærri hagsmuni en svo að unnt sé að fara með það með þeim hætti. En vinnubrögðin virðast vera þau sömu hvort heldur verið er að véla um jeppa fyrir Júlla eða stjórn físk- veiða. Horfið frá vönduðum undirbúningi Á undanförnum árum hefur verið staðið að undirbúningi þeirrar lög- gjafar um stjórn fískveiða sem jafn- an hefur verið sett til bráðabirgða í hvert sinn með mjög vönduðum hætti. Svo var einnig um það frum- varp sem lagt var fram í byijun þessa árs á Alþingi af.hálfu sjávar- útvegsráðherra. Það er nú fyrst í þessari viku að hann bregður út af vananum um vönduð vinnubrögð og gerir jafn mikilvægt mál að hrossakaupaviðfangsefni. Venjan hefur verið sú að frum- vörp um þetta efni hafa verið undir- búin í samráðsnefnd þar sem allar starfsgreinar í sjávarútvegi hafa komið að verki ásamt fulltrúum stjórnmálaflokka. Þing helstu sam- taka í sjávarútvegi hafa síðan átt þess kost að ljalla um frumvörpin áður en þau kæmu til afgreiðslu á Alþingi. \ Nú er hins vegar tekin í flýti ákvörðun um að gjörbreyta fyrir- komulagi fískveiðiskipunar og tengja hana nýjum sjóði sem á að hafa það tvíþætta hlutverk að vera annars vegar fyrsta skref að auð- lindaskatti og hins vegar verkfæri ti! geðþóttaákvarðana og mismun- unar. Þar á að taka frá þeirr, sem hagkvæmastan rekstur hafa og færa til hinna. Nægur tími Vegna ágreinings stjórnarflokk- anna hefur frumvarpið um stjórn fískveiða legið því sem næst óhreyft og órætt í þingnefnd þar til allra síðustu daga. Eðlilegt væri við þessar aðstæður að gefa bæði þeim sem starfa í sjáv- arútvegi og þingflokkum meira ráð- rúm til þess að fjalla um þá stöðu sem upp er komin eftir að ríkis- stjórnin tók þá ákvörðun að henda þessari sprengju inn í viðkvæmar umræður um fiskveiðistjórnina. Núgildandi löggjöf rennur ekki úr gildi fyrr en um næstu áramót. Enn er því nægur tími til stefnu til þess að vanda málsmeðferð og gefa öllum kost á ítarlegri umfjöllun. Alþingi gæti sem hægast komið saman mánuði fyrr í haust en venja er til þess að fjalla um þetta mál einvörðungu eftir rækilega athugun og umijöllun í stjórnmálaflokkum og á vettvangi hagsmunaaðila. Steftia Sjálfstæðisflokksins Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins sl. haust var mörkuð skýr stefna af hálfu flokksins í þessum efnuni. Flokkurinn vill styðja skipan fisk- LambhaQl v. Bolunoarvlk Kópaskei I Þlstilflrði Ássandun Skógarbrekl v. Nup p Ólafsfjörðui Spákonufellj Skagaströnd Vatnahverfl v. Blöndu’oi Sendafell v. Þinoeyri dúdalur Vopnafjörður. • Tálknafjöri Patrekafjðrð Hólar f Hjaltadal Hólmavll Brúarásskólii Barmahllð# á Reykjanesi Mefgerðismelar Saurar Ljárskógar Stykkishólmur Búðardalur Hallbjarnareyri Hrossholt Rótarmannatorldf v. Gullfoss Réttarnes i Bolholt Þorláks! "Selskógur StdTa Dlmonj Skógáfi 4 í Mýrdal Raufarhöfn v. Ólafsvlk / holt v. _____ 7 Borgarnes^v^ L HrePPur 1 Lyfr 4 Sarpur ® \j / t Selhagi AmhamaS^4 V«ras,aðir Rjúpnahæð ^ HamralM GrunnuvötnpyL Ölfus-lná j \,r'4 vatn T Úlfljótsvatn I Smalaholt J —/ Á CölHollir i I r' Djúpivogur Skóoy og Haukafell v. Höfn Stapi Sólbrekkur Álfaborg/ Borgarf. eystra SeygSfjöröur ikkjufell^ L EqíIssJLJ ^^fjeskaupstaður Kqltfjleiruháls , ^-rÁjskifjðrður Reyðarfjörð* , Fáskrúðsfjórður^} Stöðvarfjörður Breiðdalsvik Uorgunbladtö/ GÓI Atak við landgræðsluskóga 1990 Fé safiiað til skógræktar um helgina „Undirbúningur að fjársöfnuninni hefur staðið allt síðastliðið ár og töluvert þegar safnast," sagði Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógrækt- arfélags Islands, í samtali við Morgunblaðið, en landsmenn mega eiga von á heimsóknum söfnunarfólks um helgina, þar sem þeim verður boðinn barmmerkið „græna greinin“ til kaups. Afrakstrinum verður varið til að klæða landið skógi. Hulda sagði að bæði einstaklingar og fyrirtæki hefðu gefið loforð um framlög, en fyrsta framlagið hefði borist frá Eimskipafélagi Istands í upphafí árs 1989, 7,5 milljónir og það hefði gefið fjársöfnuninni vængi. Fénu sem safnast verður varið til ræktunar á rúmlega einni milljón tijáplantna, aðallega birkiplantna, en einnig lerkis, bergfuru og víðis.. Mestur hluti kostnaðarins liggi í ræktun og kaupum á plöntum, en einnig fylgi kostnaður því að koma plöntunum og áburði á gróðursetn- ingarstaðina víða um land og því að smíða verkfæri til gróðursetning- arinnar. Hulda sagði að það yrði lögð áhersla á að vanda vel til gróðursetn- ingarinnar, vegna þess að verið væri að gróðursetja í rýrt land, en Hugmyndin sé sú að reyna að koma skógi á fót sem víðast um landið, enda sé þessi ekki hvað síst þörf þar sem ekkert skóglendi sé fyrir. Þrenns konar áburður verði notaður, húsdýraáburður, tilbúinn áburður og ný tegund sem kallist seinleystur áburður sem hafi áhrif til lengri tíma. Fagfólk verði til staðar og hjálpi fólki við gróðursetninguna þegar þar að kemur í júní og júlí, en frá því verði nánar skýrt síðar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990 23 Þorsteinn Pálsson „Með þessu frumvarpi er stigið fyrsta skrefíð í þeim efiium og helstu formælendur auðlinda- skatts hafa þegar lýst yfir ánægju sinni vegna áfangasigurs. En í fáum orðum má segja að auð- lindaskattsleiðin feli í sér meiri ríkisafskipti en kerfi framseljan- legra aflaheimilda.“ veiðistjórnunar með framseljanleg- urr>. aflaheimildum þar til jafnvægi hefur fengist millí sóknár fískiskipa i og afrakstursgetu fiskistofnana. En þegar því marki yrði náð tækju menn ákvarðanir að nýju um skipan þessara mála. Fullyrða má að engin önnur leið er fær í þessu efni sem fullnægir betur þeim höfuðskilyrðum að tryggja sem best athafnafrelsi þeirra sem í sjávarútvegi standa jafnframt því sem fiskistofnarnir væru verndaðir fyrir ofveiði og stuðlað yrði að sem mestri hag- kvæmi í veiðum. Þessi grundvallar- stefna hefur legið fyrir af hálfu sjálfstæðismanna þó að einstök framkvæmdaatriði kunni að hafa verið álitaefni af okkar hálfu eins og annarra. En auðvitað hefur ekki farið hjá því í svo viðkvæmu hagsmunamáli að innan Sjálfstæðisflokksins eins og annarra flokka eru einstaklingar sem hafa haft efasemdir eða eru jafnvel í andstöðu við afheimildar- skipunina. En það breytir ekki því að á landsfundinum tókst víðtæk samstaða um stefnumörkun í meg- inatriðum sem flokkurinn hefur fylgt síðan. Ráðherra vildi ekki samstarf við stjórnarandstöðu Flest bendir því til þess að sjávar- útvegsráðherrann hefði getað náð víðtækri samstöðu á Alþingi um það frumvarp sem hann lagði fram í byijun þessa árs. Á því þurfti þó að gera nokkrar breytingar varð- andi framkvæmdaatriði sem sjálf- stæðismenn höfðu vakið athygli á. En sjávarútvegsráðherra kaus að leita aidrei eftir slíku víðtæku sam- starfi um framgang þessa máls og það er fyrir þá sök sem það endar nú í þeim hrossakaupum sem orðin éni að veryleika, Þau ha.fa leitt til þess að ný grundvallarsjónarmið eru komin upp á borðið. Aukin ríkisafskipti Miklár umræður hafa farið fram um auðlindaskatt. Með þessu frum- varpi er stigið fyrsta skrefíð í þeim efnum og helstu formælendur auð- lindaskatts hafa þegar Iýst yfír ánægju sinni vegna áfangasigurs. En í fáum orðum má segja að auð- lindaskattsleiðin feli í sér meiri ríkisafskipti en kerfí framseljan- legra aflaheimilda. Það er því eðli- lega tekist hart á um grundvallar- breytingar eins og hér er farið af stað með þó að enn sé það í smáum stíl. Að hinu leytinu á nýi sjóðurinn að taka aflaheimildir frá skipum til geðþóttaúthlutunar af ýmsu tagi. Slíkt fyrirkomulag vinnur gegn hagræðingarmarkmiði eðlilegrar fiskveiðistjórnunar. Það opnar gátt- ir fyrir mismunun og pólitíska spill- ingu. En fyrst og fremst miðar það að því að veikja vel rekin fyrirtæki til þess að þjóna hinum sem lakar standa. Leiðir til meiri vanda Spyija má hvaða byggðastefna felist í því að taka aflaheimildir frá Vestmannaeyjum og ísafirði eða Eyfirðingum og Eskfirðingum til geðþóttaúthlutunar. Er byggðinni í landinu eitthvað betur borgið með því að taka aflaheimildir frá Höfn í Hornafirði til þess að færa yfír á Djúpavog? Þannig má lengi spyija. Þegar búið er að stofna sjóð sem þennan, er augljóslega mun draga úr hagkvæmni veiðanna, er hætt við að umfang sjóðsins verði smám saman aukið. Það er tekið frá þeim sem standa sig. Fleiri komast því í vanda og þurfa á aðstoð geðþótta- úthlutunar að halda. Menn sjá í hvert óefni getur stefnt. Ábyrg afstaða í ljósi þess að enn er nægur tími; til stefnu er fyllsta ástæða til að fara að engu óðslega og gefa mönn- um nú frekara ráðrúm til umhugs- unar. Það þjónar ekki hagsmunum sjávarútvegsins að efna nú til stór- átaka um mál sem þetta. Ef Al- þingi yrði þvingað til að samþykkja sjóðstofnun af þessu tagi í skynd- ingu og eyðileggja fískveiðistjórn- unarskipunina með þeim hætti er fullljóst að krafan um afnám sjóðs- ins yrði eitt helsta mál næstu kosn- inga. Þar með væri sjávarútvegur- - inn að óþörfu dreginn inn í stór-. pólitísk átök næstu mánaða. Sjávarútvegurinn þarf vissulega á því að halda að á þessu ári verði ákveðin skipan fiskveiðistjórnunar til nokkurrar frambúðar eða þar til menn hafa náð eðlilegu jafnvægi. Sú staða sem nú er komin upp mun á hinn bóginn leiða til áframhald- andi óvissu. Það hefði verið æski- legt að afgreiða frumvarp um stjórn fískveiða nú í vor. En með því að þessi nýja staða er komin upp er óhjákvæmilegt að nota þann rúma tíma sem er til stefnu til frekari umþóttunar í þeirri von að ná megi breiðri samstöðu um framtíðarskip- an þessara mála. Við höfum tíma til þess að fjar ^ lægja þá slysagildru sem nýi geð- þóttasjóðurinn felur í sér. Engin önnur afstaða er ábyrg en að nýta tímann vel. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. 1.200 milljóna króna greiðslur til fi’ystingar úr Verðjöfiiunarsjóði: Staðfestingarlög samræmast ekki yfirlýsingum stjórnvalda - segir í svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn Kristins Péturssonar alþingismanns DEILD fyrir frystar afurðir í Verðjöfhunarsjóði fiskiðnaðarins var heimilað með lögum að taka lán, 800 milljónir króna og 400 milljón- ir, hjá Seðlabanka með ríkisábyrgð til þess að greiða til frystingarinn- ar. Sjávarútvegsráðherra og forsætisráðherra hafa báðir lýst því yfír opinberlega að ftystingin verði ekki látin endurgreiða fiárhæðina. Ríkisendurskoðun segir í svari við fyrirspurn Kristins Péturssonar alþingismanns að sá vilji stjórnvalda endurspeglist ekki í ákvæðum laga um þessar lántökuheimildir og því sé eðlilegt að gjaldfæra ekki skuldirnar við ríkissjóð fyrr en ábyrgðin fellur á ríkissjóð, það er í fyrsta lagi 1991 og 1992, nema til komi ný ákvörðun Alþingis. Kristinn Pétursson spurði á hvern hátt færa beri ríkisábyrgðir sem veittar eru með lögum frá Alþingi í reikningsskilum ríkissjóðs. í sam- tali við Morgunblaðið sagðist Krist- inn ítrekað hafa gagnrýnt það, að greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði fisk- iðnaðarins til frystingarinnar árin 1988 og 1989 skuli ekki hafa verið gjaldfærðar í ríkisbókhaldi, í ljósi yfirlýsinga ráðherranna um að frystingin verði ekki látin endur- greiða fjárhæðina, sem Kristinn segir nema með Jjármagnskostnaði um 1.500 milljónum króna. Kristinn vísar til umræðna um Jjáraukalög þar sem fjármálaráð- herra sagði að lagaheimild væri fyrir þessari málsmeðferð samanber bráðabirgðalög 1988, sem sam- þykkt hafi verið á Alþingi síðar. „Deildir Alþingis hafa ekki heimild til að ákveða fjárlög ársins 1992, en í nefndum bráðabirgðalögum er gert ráð fyrir að skuldin falli þá á ríkissjóð. Öll fiskvinnslufyrirtækin hafa tekjufært greiðslur þessar sem beinar tekjur og þar með sem sína eign og þess vegna geta tveir aðil- ar, það er frystingin og ríkissjóður, ekki bókað þetta sem eign,“ segir Kristinn. „Forsenda þess að ná megi stjórn á ríkisJjármálum er að bókhald ríkissjóðs sé fært í samræmi við veruleikann og með þeirri ná- kvæmni, að bókhaldið sé marktækt upplýsingatæki til markvissrar stjórnunar í ríkisJjármálum og pen- ingamálum. íslenskir atvinnuvegir geta engan veginn staðið undir eðli- legum kröfum um bætt lífskjör í landinu, nema rekstur ríkissjóðs verði tekinn föstum tökum og hætt að fjármagna hallann með seðla- prentun," segir hann. Ríkisendurskoðun segir í svari Sýnum hug okkar í verki Kveðja frá forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Landgræðslusjóðs Nú er að hefjast eitt mesta átak í landgræðslu og skógrækt frá upphafi vegar hérlendis. Þessu verkefni, Landgræðsluskógum — átaki 1990, er ætlað að valda straumhvörfum í gróðursögu landsins. Takmark okkar er að rækta upp nýja skógá á 75 stöðum um land allt. Þessa viðleitni ættu allir landsmenn að styðja, og klæða þannig gróðursnauð svæði í grænan búning gróskunnar. Aðeins með sameiginlegu átaki getum við skilað komandi kynslóðum grænni og fegurri ættjörð. Sýnum hug okkar í verki — styðjum Landgræðsluskóga — átak 1990. sínu að ekki beri að gjaldfæra skuldir deildarinnar í ríkisreikningi fyrr en á árunum 1991 og 1992 og þá ef ábyrgðir falla á ríkissjóð.^ Þar segir: „Þegar frumvarp til laga um staðfestingarlög vegna bráða- birgðalaga nr. 83/1988 lá fyrir Al- þingi kom það fram hjá stjórnvöld- um að ekki væri til þess ætlast að deild fyrir frystar afurðir í Verð- jöfnunarsjóði fískiðnaðarins endur- greiddi 800 milljóna króna lánið. Sá vilji stjórnvalda endurspeglast ekki í ákvæðum framangreindra laga, Hafi það verið skýlaus ætlun stjórnvalda að láta allt lánið falla á ríkissjóð, hefði þurft að breyta frumvarpi til staðfestingarlaga í meðförum Alþingis til að svo mætti verða og þá hefði andvirði slíkrar lántöku átt að færa sem framlag A-hluta ríkissjóðs til Verðjöfnunar-^- sjóðs fískiðnaðarins á lántökuári til gjalda í ríkisreikningi og fjárlögum. Svo var ekki gert.“ Mikil að- sókn að sýn- ingu Braga MJÖG mikil aðsókn hefiir verið að sýningu Braga Hannessonar sem nú stendur yfir í Gallerí Borg, Pósthússtræti. Á milli 5 og 7 þúsund manns hafa nú þegar séð sýninguna en nú fer í hönd síðasta sýningarhelgi. Sýning- unni lýkur 1. inaí. A sýningu Braga eru 39 myndir, allt nýjar olíumyndhv og eru 25 myndir seldar. Um helgina og þriðjudaginn 1. maí er opið frá kl. 14.00 til 18.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.