Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 'þcá &r þ-J-Ö'L L K-Ö-K'U-N-N-I " ... að skilja blöðin ekki eftir í óreiðu. TM Rog. U.S. Pa« Off,—all righta reaarvad c 1990 Loa Angelea Times Syndicate Með morgunkafilnu Loksins hafðir þú rétt fyrir þér. Það var þjófúr ... Hann er veikur í dag sem hingað ber póstinn ... & ! 0 Fyrirspurnir um íslensk- ar ly fj aeftirlí kingar í heilsíðuauglýsingu í Morgun- blaðinu dags. 22. apríl er eftirfar- andi fullyrðing sett fram m.a. til að réttlæta þá skoðun að eftirlík- ingarlyf B sé jafngilt og uppruna- lega lyfið A: Hafðu hugfast að eftirlit með lyfjum á íslandi er með því strang- asta sem gerist í heiminum og það tryggir að öll lyf sem seld eru hér á landi standist ítrustu kröfur“. í framhaldi af þessari fullyrð- ingu vil ég spyrja eftirfarandi spurninga: 1. Er það rétt að íslenskri lyfja- eftirlíkingaverksmiðju hafi verið lokað nýlega þar sem hún upp- fyllti ekki lágmarkskröfur um framleiðsluhætti? 2. Ef svar við spurningu 1 er játandi óskast upplýsingar um það hversu mörg ár þessi verksmiðja hefur starfað. 3. Hafði verksmiðjan fullt fram- leiðsluleyfi frá bytjun? 4. Hefur umræddu einu strang- asta eftirliti í heimi verið framfylgt varðandi umrædda verksmiðju? 5. Er hinu stranga eftirliti framfylgt hjá öllum lyfjaframleið- endum hér á landi, einnig framleið- endum dýralyija (bóluefna)? 6. Telur ráðuneytið að lyf frá umræddri verksmiðju séu jafn góð (eða hafa verið) og frá frumfram- Ieiðanda? 7. Hefur komið upp tilfelli þar sem íslensk eftirlíking af þvagræsi- lyfi stóðst ekki gæðapróf og að sú uppgötvun hafi komið erlendis frá? Ég tel það nauðsynlegt að ráðu- neytið gefi skýr svör við þessum spurningum svo trúverðugleiki ráðuneytisins verði ekki dreginn í efa. Lyfjafræðingur Körfiiboltinn óplægð- ur akur í sjónvarpi Nú liggja fyrir úrslit í Úrvals- deildinni í körfuknattleik og eins og marga grunaði fór íslandsbikar- inn til KR-inga. Það kom ekki á óvart, enda hafa þeir, einir liða, haft sama þjálfarann tvö ár í röð. Þjálfara sem heldur liðinu í topp- formi og gerir miklar kröfur til leik- manna sinna. Sigur KR var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og þjálfunaraðferða Lazslo Nemeths. Til hamingju KR-ingar! Úrvalsdeildin hefur fengið all . gott rými í íþróttaumfjöllun dag- blaðanna og ljósvakamiðlanna, en allt of lítið í sjónvarpi, ef undan er skilin úrslitakeppnin sjálf. Bein- ar lýsingar þeirra félaganna Samú- els Arnar Erlingssonar og Arnars Björnssonar á Rás 2 frá leikjunum í úrslitakeppninni voru frábærar og kærkomnar unnendum körfu- boltans, sem eru fjölmargir um allt land. Þeir afsönnuðu rækilega að körfuboltinn eigi illa heima í bein- um lýsingum, þvert á móti geta snjallir lýsendur nýtt hér hlé á leiknum til að krydda gamanið með ýmsum upplýsingum og vangavelt- um. Á næsta keppnistímabili verða væntanlega þijár sjónvarpsstöðvar að bítast um hylli íþróttaunnenda, sem og annarra áhorfenda. For- svarsmönnum þeirra er hér með bent á að íslenski körfuboltinn er nánast óplægður akur í sjónvarpi og sannarlega kominn tími til að breyta um áherslur og gera knatt- leikjunum jafnara undir höfði en hingað til hefur verið gert. Björn Birgisson, Grindavík. Af geftiu tileftii Af gefnu tilefni vil ég taka fram, að þau orð gegn Víetnömunum sem höfð eru eftir Torfa Ólafssyni í dálkum Velvakanda fimmtudaginn 26. apríl eru ekki frá mér komin. Torfi Ólafsson formaður fé- lags kaþólskra leikmanna. Ómakleg umfiöllun um trúarathafnir Ástæðan fyrir því að ég sting hér niður penna er sú, að ég verð að lýsa undrun minni og reiði yfir því, hve RÚV getur lagst lágt. Því til sönnunar vitna ég í unglingaþátt- inn „Zikk-Zakk“ sem var miðviku- dag síðastliðinn að loknum kvöld- fréttum. í þeim þætti lýstu 4 ungir piltar á fermingaraldri skoðunum sínum og vógu ómaklega að ýmsum fé- lagasamtökum og trúarhópum und- ir yfirskini „listsköpunar". „List“ þessi, sem tilheyrir svonefndum „súrrealisma“ snerist einkum um ófagran munnsöfnuð og vísvitandi lygi. Þá bætti ekki úr skák að umsjónarmaður þáttarins reyndist einstaklega hlutdrægur og notaði hvert tækifærið af öðru til að koma að áróðri gegn fermingum og hvers- kyns trúarlegum athöfnum. Það er útvarpi allra landsmanna til hneisu að slíkur óhróður og svívirðingar skuli berast á öldum þess. Persónulega vil ég ekki greiða afnotagjöld til stofnunar sem eyðir peningum landsmanna í slíka þvælu sem aftur leiðir hugann að því hróp- lega misrétti sem ríkir á íslenskum fjölmiðlamarkaði og þekkist hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi. Vonast ég til þess að samtím- is því sem hætt verði útsendingum slíkrar vitleysu fái nú vonandi ein- staklingurinn í framtíðinni að njóta sín betur á öldum ljósvakans. Skattgreiðandi HÖGNI HREKKVÍSI Yíkveqi skrifar 4 „SuMift k.ettir Eieu meiFNif? af klókopr/ic/.. . HÖGNI ER HR/FINM AP RAF/VI/\SKJSBOR ." Ivikunni var aðalfundur Bifreiða- skoðunar íslands haldinn. Þar var lagður fram áætlaður rekstrar- reikningur þessa árs og er þar gert ráð fyrir 42 milljóna króna hagn- aði. Morgunblaðið greinir frá þessu og jafnframt að á síðasta ári hafi hagnaður fyrirtækisins verið um 40 milljónir. Ef hér væri um venju- legt fyrirtæki að ræða væru þetta gleðilegar fréttir, en því er ekki til að dreifa. Bifreiðaskoðun íslands er einokunarfyrirtæki sem getur gefið út þær gjaldskrár sem því henta, til að standa undir rekstrin- um, hversu vitlaus sem hann e.t.v. kynni að vera. Skoðunarkostnaður bifreiða hefur aukist. gífurlega eftir að Bifreiðaskoðun íslands hf. hóf starfsemi sína og er hann nú langt- um meiri en tíðkast í nágrannalönd- um okkar. Enda er fyrirtækið m.a. búið að kaupa glæsilegt húsnæði yfir sig. Allt þetta ber vitni um afleiðingar einokunar. Bifreiðaeftir- lit ríkisins var vissulega meingallað fyrirbæri á sínum tíma og mikil þörf á nýju fyrirkomulagi. Rætt var m.a. um að bifreiðaverkstæðin tækju við skoðuninni að einhveiju leyti. Þann kost ætti að taka aftur til vandlegrar athugunar með það í huga að aflétta einokun Bifreiða- skoðunarinnar. xxx ann 15. maí nk. opnast hús- bréfakerfið öllum almenningi, en hingað til hefur lánsréttur í því kerfi verið bundinn við þá sem voru komnir með lánsloforð í hendur í gamla kerfinu. Víkveiji hefur fylgst grannt með fasteignamarkaðnum að undanförnu og sér greinileg merki þess að eftirspurn er mjög vaxandi. Þeir sem ætla sér að kaupa samkvæmt húsbréfakerfi eftir 15. maí er komnir á kreik. Fáir eru til- búnir til að kveða uppúr með það, hvaða áhrif þessa aukna eftirspurn murii hafa. Líklegt verður þó að telja að hún leiði til hærra fast- eignaverðs og aukið fjármagn í umferð leiðir yfirleitt af sér þenslu og verðbólgu. Þegar þetta bætist við þá staðreynd að peningamagn í umferð jókst um 42% á einu ári,' frá febrúar 1889 til febrúar 1990, virðist ljóst að mikil hætta er á verðbólguskriðu. Stjórnvöld hafa reyndar boðað breytingar á stjórn- un peningamála, til að hamla gegn þenslu, án þess þó að nokkuð liggi þar fyrir. Skuldugir launþegar fylgjast skiljanlega grannt með þessari þróun mála, hagsmunir þeirra liggja fyrst og fremst í því að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Afkoma þeirra og greiðsluáætlanir eru í húfi. xxx Símaþjónusta Húsnæðisstofnun- ar er greinilega léleg. Mjög oft er á tali og þegar loks samband næst er yfirleitt erfitt að fá sam- band við einstakar deildir. Það er varla hægt að ætlast til þess, að þeir sem þurfa á upplýsingum að halda frá stofnuninni komi ætíð í eigin persónu, heldur ætti að duga að hringja eitt símtal í mörgum til- vikum. Víkveiji ráðleggur stjórn- endum stofnunarinnar eindregið að auka og bæta símáþjónustuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.