Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 Enn um bæjarmál í Kópavogi eftir Gunnar Birgisson Undanfarnar vikur hafa fulltrúar vinstri flokkanna í Kópavogi, ásamt bæjarstjóranum, Kristjáni Guð- mundssyni, gagnrýnt skrif undirrit- aðs um málefni Kópavogs. Þar hafa þeir notað orð eins og ófrægingar- aðför, róg, illmælgi, óhróður og níð svo eitthvað sé nefnt. Rökin gegn gagnrýni okkar sjáifstæðismanna eru þó léttvæg og aðalvopnin eru stóryrði og upphróparnir. Bæjarstjórinn og fulltrúar A-flokkanna lýsa undrun sinni á gagnrýninni. Það er ekki nema von, því að ég held að þeir geri sér ekki grein fyrir ástandinu. Þeir virðast lifa í öðrum heimi, heimi óraunveru- leikans, Útópíu, þegar við viljum ræða stöðu bæjarsjóðs Kópavogs. Helst er að sjá að við komum við kviku í haldi þeirra sjálfra, dirf- umst við að hafa eigin skoðanir á stjórnarháttum þeirra. Grípa þeir þá til fúkyrðaflaums í stað rök- ræðna. Það vakti athygli mína að bæjar- stjóri Kópavogsbúa gekk til liðs við talsmenn meirihlutans, dásamaði góða stöðu bæjarsjóðs og allar gerð- ir meirihluta bæjarstjórnar í grein í Morgunblaðinu 18. apríl síðastlið- inn. Bæjarstjóri allra Kópavogsbúa ætti að vera yfir alla pólitík hafinn, enda maður fremur dagfarsprúður og vel látinn, sem reynir alla jafnan að vinna verk sín af kostgæfni. Enda ætlumst við Kópavogsbúar til þess, með tilliti til þess að bæjar- stjórinn í Kópavogi er með hæst- launuðu embættismönnum lands- ins, meira að segja betur launaður en borgarstjórinn í Reykjavík. Fjármálin Bæjarstjórinn og A-flokkarnir hrósa sér af góðri fjárhagsstöðu Kópavogs. Það gera þeir kannski í trausti þess að fyrir aðra sé mjög erfitt að ráða í raunverulega stöðu fjármála hjá Kópavogskaupstað. Aðeins liggur fyrir mjög gróft bráðabirgðauppgjör og uppgjör fyr- ir síðasta ár liggur enn ekki fyrir og ekki neinar horfur á því fyrr en eftir kosningar. Því vaknar sú spurning hvort þessir menn séu að fela eitthvað? Eða hvernig sé háttað vinnubrögðum við bókhald og fjár- málastjórn bæjarins? í atvinnu- rekstri myndu þessi vinnubrögð ekki ganga. Það er þó ljóst, að heildarskuldir bæjarins eru að nálgast 1.400 millj- ónir króna á meðan sameiginlegar tekjur Kópavogs eru um 1.250 millj- ónir króna. Meirihlutinn hefur talið til eigna miklar innstæður hjá ríkinu og háar ijárhæðir útistandandi af gjöldum hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Því miður eru þetta að miklu leyti hillingar. Afskrifa má mikinn hluta ógreiddra gjalda'vegna gjaldþrota fyrirtækja og einstaklinga. Inneign- in hjá' ríkinu er einhliða túlkun þeirra meirihlutamanna. Nettó- skuldir eru því mun hærri en gefið hefur verið upp af meirihlutanum, 59,6% að sögn oddvita Alþýðu- flokksins, Guðmundar Oddssonar. Bæjarstjórinn og A-flokkarnir bera gjarnan saman skuldir og eign- ir Kópavogs og telja. stöðuna afar góða. Slíkur samanburður er auð- vitað út í hött. Hver ætli muni kaupa götur, gangstéttir, skóla, sundlaugar eða vatnslagnir? Þá spyr ég: Hvernig ætli fjárhagsstaða Hofsóss sé samkvæmt þessari samlíkingu? Yfir hvetju voru menn að æsa sig í þeim fallega bæ? Skuldir bæjarfélags hljóta að miðast við tekjur. Óseljanlegar eignir eru léttvægar þegar greiðslu- fall á skuldum getur dunið yfir. Einn milljarður gjaldfellur á Kópa- vog á næsta kjörtímabili. Verður það ekkert til að hafa áhyggjur af? Fjármagnskostnaður Samkvæmt upplýsingum frá bæjarsjóði er fjármagnskostnaður bæjarfélagsins nokkrir tugir millj- óna sem í reynd myndi þýða að skuldir hlytu að vera litlar. Af 1.400 milljóna króna skuld þarf að greiða að minnsta kosti 10% vexti, eða 140 milljónir króna, og verðbætur á þessu ári gætu numið öðru eins, það er vextir og verðbætur samtals um 300 milljónir króna. En, hvaða blekkingar notar þá meirihlutinn? Það er sáraeinfalt. Þeir færa fjármagnskostnaðinn yfir á höfuðstólinn, það er að segja þeir bæta honum við skuldirnar, saman- ber afbrigði í reglum sveitarfélaga um bókhald og reikningsskil. Þetta þýðir að þeir draga fjármagnskostn- aðinn frá uppfærslu verðmætis eigna Kópavogs, sem eru gríðarlega miklar samkvæmt bókhaldinu. Þannig sýna þeir sambærilega fjár- magnskostnaðartölu við önnur sveitafélög, eins og sjá má í Hand- bók sveitarfélaga fyrir 1989. Þetta er þó síðasta árið sem slíkar blekk- ingar eru leyfðar því búið er að samþykkja á vettvangi sveitarfé- laga að -011 sveitarfélög skuli færa bókhald - sem sama hætti. Framkvæmdir Eitt af aðalsmerkjum meirihlut- ans í framkvæmdum er að hefja vinsælar framkvæmdir en ljúka ekki neinu. Þessar hálfkláruðu framkvæmdir standa þarna án nokkurrar arðgjafar. Ef skulda- söfnun síðustu 4 árin er skoðuð á móti framkvæmdum á sama tíma, þá lætur nærri að þetta standi á jöfnu. Slegin hafa því verið lán fyr- ir nánast öllum framkvæmdum á kjörtímabilinu. Hvað er þá að? Duga kannski ekki tekjur bæjarins lengur fyrir rekstri félagsmálabæjarins Kópavogs? A árinu 1990 fuilyrðir bæjar- stjóri, að 560 milljónir króna séu til framkvæmda. En, þessi ágæti maður gleymir gremilega, að það þarf að greiða afborganir af lánum, HÁSKOUBIÖ llMilililililHhl'nÍMl 2 21 40 FORSÝNING laugardaginn 28. apríl kl. 17 $HIRLfY VALfNTINE Eftir Willy Russell Leikendur: Pauline Collins, Tom Conti. Leikstjóri: Lewis Gilbert. „Ein mest töfrandi knkmynd síðarí ára“ - Marilyn Beck, SYNDICATED COLUMNIST Allur ágóði rennur til baráttu gegn fíkniefnum. Kór Kársnesskóla syngur áður en sýning hefst. Jddi LMVMQOUUfl ~7 Simi 83566 JÖFUR ■ bim, 03500 %£ SILFURSILÍ) nnrmg TÍMARIT UM FERÐAMÁL RAÐGARÐUR SIKX<NlXAklX. KIKSIKAKKAIX.K X trí ln Sturla Snorrason rafverktaki, Verslunin Vogaver, Ólafur Þorsteinsson, Pepsí, MiÖnes sf, Kredit- kort, Stillir, MITA Ijósritunarvélar, Ljósbrot rafverktaki, Pétursklaustur veitingahús, Véla- og skipaþjónustan, Málning, Tösku og hanskabúöin, T.P. & co., Trygging hf, HestamaÖurinn, Úr- val-Utsýn, Búnaöarbanki íslands, Ljósmyndarinn í Mjódd, íslandsbanki í Mjódd, Lögfrœðiskrif- stofa Suðurnesja sf, Pólar, Háaleitis Apótek, Verslunin Austurstrœti 17, Securitas, Coca Cola, Baula, Rafvörur hf, Hollustuvernd ríkisins. >mmm mOKBOm / Gunnar Birgisson „Skuldir bæjarfélags hljóta að miðast við tekjur. Óseljanlegar eignir eru léttvægar þegar greiðslufall á skuldum getur dunið yfir. Einn milljarður gjaldfellur á Kópavog á næsta kjörtímabili. Verður það ekkert til að hafa áhyggjur af?“ og þær nema um 160 milljónum króna í ár, svo og áður talinn fjár- magnskostnað, samtals um 460 milljónir króna. En, þessu er bjarg- að fyrir horn eins og ævinlega með því að slá ný lán til að borga af gömlum. Fólk framtíðarinnar í Kópavogi skal svo borga. Af því virðast hvorki bæjarstjórinn né bæjarstjórnarmeirihlutinn hafa minnstu áhyggjur og búa því sælir áfram í sinni Utópíu. Endurnýjun gömlu gatnanna er ekki hátt uppi á óskalista bæjar- stjórans og A-flokkanna. Á síðasta kjörtímabili var einungis lokið við 3 kílómetra af 22 kílómetrum, eða 750 metra á ári, svo að það verður komið vel inn í nýja öld áður en endurnýjun gömlu gatnanna verður lokið með þessu verklagi. A-flokk- arnir hafa fyrir hverjar kosningar lofað stórátaki í gatnagerð, en efnd- irnar eru þó ekki meiri en þessar. Fyrir kosningarnar nú gefa þeir enn út gatnagerðarloforð, þeir ætla Kveldúlfskór- inn í Borgar- nesi syngur í Hólmavík Borgarnesi. Kveldúlfskórinn frá Borgar- nesi mun halda tónleika í Hólmavíkurkirkju sunnudaginn 29. apríl kl. 17. Á efnisskránni er meðal annars stórverkið „Messa Schuberts" og þar að auki blönduð dagskrá af þekktum innlendum og erlendum verkum. Kveldúlfskórinn er 35 manna blandaður kór. Stjórnandi kórsins er Ingibjörg Þorsteinsdóttir og undirleikari er Guðný Erla Guð- mundsdóttir. - TKÞ ■ ALÞÝÐUFLOKKURINN hef- ur birt framboðslista sinn á Akra- nesi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. í níu efstu sætunum eru eftirtald- ir: 1. Gísli Einarsson, verkstjóri. 2. Ingvar Ingvarsson, yfirkennari. 3. Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. 4. Drop- laug Róbertsdóttir, aðstoðarstúlka. 5. Ingibjörg J. Ingólfsdóttir, banka- starfsmaður. 6. Hafsteinn Baldurs- son, rennismiður. 7. Sigurjón Hann- esson, trésmíðameistari. 8. Guð- mundur Garðarsson, ljósmyndari. 9. Björn Guðmundsson, trésmiður. Alþýðuflokkurinn hlaut tvo bæjarfull- trúa kjörna í kosningunum 1986, þá Gísla Einarsson og Ingvar Ingvars- son. - J.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.