Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 41
Þessir hringdu
Myndbandi stolið
Sonja hringdi frá heimili sínu í
Stóragerði og sagði að póstkassi
hennar hefði vedð í lamasessi
um hríð og þá hefðu óprúttnir
náungar einhverjir stundað það
að stela dagblöðum hennar. En
það var ekki það versta segir
Sonja, heldur að aðilar þessir
hirtu átekna vídeóspólu sem sett
hafði verið í kassann og Sonju
var afar kær. Skoraði hún á þá
að skila spólunni eða ef einhver
vissi um afdrif hennar að láta
sig vita í síma 34549. Sonja
notaði tækifærið og kvartaði
undan of miklum knattspymu-
fréttum á íþróttasíðum, sagði
að meiri rými ætti að leggja
undir fregnir af minni félögum
úti á landsbyggðinni, slíkt virk-
aði hvetjandi á allt starf á slíkum
stöðum.
Kettlingafull á flandri
Kattareigandi að Þorfmnsgötu
12 sló á þráðinn og sagði að
kisan sín, svört og kettlingafull
læða hefði sloppið út á sunnudag
og ekki sést síðan. Hún ætti von
á sér innan fárra daga og því
brýnt að koma henni í hús, enda
er um innikött að ræða. 1 ná-
grenninu eru margir skúrar og
vildi kattareigandi fara þess á
leit við skúreigendur að þeir
svipuðust um í kofum sínum og
létu vita ef þeir yrðu einhvers
vísari. Síminn er 19366.
Næla týndist
Kona hringdi og hafði týnt nælu
úr smiðju Jens og var frá þessu
greint í dálkinum fyrir nokkrum
dögum. Þá féll hins vegar niður
símanúmer eigandans sem er
71590. Nælan er eins og blað
með hvítri kúlu neðst.
Jón J. Jakobsson hringdi og vildi
þakka Elfu Björgu Gunnarsdótt-
ur fyrir pistil hennar í Morgun-
blaðinu fyrir skömmu um ágæti
hákarlalýsis • og fleira um þá
vöru. Jón sagðist hafa alist upp
vestur á Ströndum og faðir sinn
hafi þar verið hákalraformaður.
Aldrei hafi lýsi verið álitið annað
en holl neysluvara og byggði
fólk þar á reynslu sinni og til-
fínningu. Hann undraðist því að
öfl í þjóðfélaginu legðu stein í
götu á innflutningi þessarar
vöru frá Svíþjóð og vildi að gerð
yrði opinberlega grein fyrir for-
sendunum.
Týndi úri m/slitinni ól
Karlmaður hringdi og hafði týnt
karlmannsúri á slitinni leðuról.
Líklega í miðbænum. Finnandi
vinsamlegast hringið í síma
19480 og láti vita.
Ekki hugsað mikið um
börnin
Amma hringdi og sagði sögu
sem hún taldi óskaplega ljóta.
Hún segir frá: „Eitt bamabarna
minna var einn af drengjunum
sem voru á sviðinu er fegurðar-
drottning íslands var valin á
dögunum og lifði hann sig svo
sannarlega inn í hlutverkið eins
og nærri má geta. Ég var heima
að passa annað barnabarn og
fylgdist með í sjónvarpi. Klukk-
an hálfeitt kom drengurinn heim
gersamlega úrvinda bæði af
þreytu og ekki síst hungri. Hann
bað strax um mat því hann
væri svo svangur. Ég varð undr-
andi, þarna hafði hann verið í
fleiri klukkustundir, og spurði
hann hvort bömin hefðu ekkert
fengið að borða. Jú, þau höfðu
fengið pínulítið djús. Ég átti
ekki til orð. Þarna í húsinu voru
allir að borða, en börnin fengu
ekki matarörðu. Þetta þykir mér
skjóta svolítið skökku við þar
sem markmið þessara fegurð-
arsamkeppna er yfirlýst að
hugsa sem best um börnin, en
svo bara gleymast þau í öllum
látunum."
Af gefni tilefni er þess sérstak-
lega óskað að sem flestir skrifi
í Velvakanda undir nafni. Ekki
verða birt nafnlaus bréf sem
eru gagmýni, ádeilur eða árás-
ir á nafngreint fólk. - Ritstj.
IVY
VERHLAIINABOK
jriOiílj'.iíi
líiUJ:
í pokahorninu er sagan um hann Didda.
Hann er heldur væskilslegur drengur
og strítt í skólanum. í draumum sínum
er hann hins vegar hetja. En honum
nægja ekki dagdraumarnir, hann vill að þeir
rætist. Diddi tekur á öllu sem hann á
og í ljós kemur að þessi drengur á sitthváð
í pokahorninu sem kemur öðrum á óvart!
í pokahorninu er Pimmta sagan sem
hlýtur íslensku barnabókaverðlaunin.
Höfundur hennar er Karl Helgason
og er þetta fyrsta skáldsaga hans.
Áður útkomnar verðlaunabækur-.
1986: Kmil og Skundi cftir Guðmund Ólalsson.
1987: l'ranskbrauð nieð sullu ellir Kiislínu Sleinsdóltur.
1988. Fugl í búri eltlr Krlstínu Loftsdóltur.
1989: Álagadalurinn eftir lleiði Baldursdóttur.
HELGAFELL
Síðumúla 6
Sími 688 300
HVÍTA HÚSfÐ / SÍA