Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTT1R LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990 43 íÞRúm FOLK ■ MIKIL dagskrá verður fyrir leik Vals og Víkings í úrslitum bikar- keppninnar á morgun. Dagskráin hefst kl. 20.10 er hið ósigrandi lið íþróttafréttamanna mætir úrvalsliði kraftlyftingamanna í knattspyrnu. í leikhléi verður svo vítakeppni milli Sigurðar Sveinssonar og Þor- bergs Aðalsteinssonar, nýráðins landsliðsþjálfara í handknattleik. Guðmundur Hrafnkelsson fær það lítt öfundsverða hlutverk að standa í markinu. Að leik loknum mun svo Davíð Oddson, borgar- stjóri í Reykjavík, afhenda bikarinn og fær sér til aðstoðar Ólaf Thos, framkvæmdastjóra Sjóvá- Almennra og Friðrik Jóhannsson, framkvæmdastjóra Fjárfestingafé- lags íslands. ■ ÞORBERGUR og Sigurður eiga stæi í dómnefnd sem velur mann leiksins. Oddamaður í dóm- nefndinni er Þorgils Ottar Mathie- sen, þjálfari FH. Besti leikmaður- inn fær gullúr í verðlaun frá MEBA og kvöldverð fyrir tvo á veitinga- staðnum Jónatan Livingston mávur. Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, sagði á fundi fyrir leikinn að hann vildi ekki gera upp á milli leik- manna sinna og þyrfti því líklega að kaupa lljgullúr! ■ LOKAHOF 1. deildar félag- anna verður haldið í Glym mánu- daginn 30. apríl og hefst kl. 19.00. Miðasala verður milli kl. 13.00 og 15.00 í d_ag og á morgun á skrif- stofu HSÍ í Laugardal. KORFUBOLTI IMaumt tap - gegn Englendingum 4T Islenska landsliðið í körfu- knattleik tapaði naumlega fyrir Englendinum, 81:79, í vin- áttulandsleik í London í gær- kvöldi. Staðan í hálfleik var 41:34 fyrir England. Fyrri hálfleikur var frekar slakur sóknarlega, en vömin hins vegar ágæt. I síðari hálf- leik gekk betur í sókninni og voru Islendingar nálægt því að jafna. Þeir voru með knöttinn síðustu 28 sek. leiksins en náðu ekki að skora. Guðmundur Bragason var. besti leikmaður fslenska liðsins. Falur Harðarson lék vel í fyrri hálfleik og Sigurður Ingimund- arson var sterkur í vöminni. Pétur Guðmundsson kom til móts við liðið rétt fyrir leikinn eftir níu tíma flug frá Banda- ríkjunum og háði það honum nokkuð. Stig íslands: Guðmundur Bragason 22, Guðjón Skúlason 19, Pétur Guð- mundsson 10, Sigurður Ingimundarson 9, Ivar Ásgrímsson 8, Guðni Guðnason 6, Falur Harðarson 3 og Teitur Örlygs- son 2. Liðin leika aftur í London ! dag. HANDKNATTLEIKUR / BIKARURSLIT Hornamennirnir knáu, Valdimar Grímsson úr Val og Guðmundur Guðmundsson úr Víkingi, verða í sviðsljósinu með félögum sínum í úrslitaleik bikarkeppninnar í Laugardalshöll á sunnudagskvöld. „Það getur alK gerst í einum leik“ - segirJakob Sigurðsson, Jyrirliði Vals, sem mætir Víkingum. URSLITALEIKIRNIR í Bikar- keppni HSÍ fara fram á morgun íLaugardalshöllinni. í kvenna- flokki leika kl. 16 Fram og Stjarnan og kl. 20.30 leika Víkingur og Valur í karlaflokki. Flestir spá líklega Fram og Val sigri í leikjunum, en eins og alltaf þegar um bikarleiki er að ræða, er ómögulegt áð slá einvherju föstu. Það getur allt gerst í einum leik og í bikarúrslitum hefur það ekkert að segja hvernig liðum hefur gengið um veturinn. Það er bara einn leikurinn sem skiptir máli og þá er að duga eða drepast," sagði Jakob Sigurðsson, fyrirlið Vals. Hann sagðist eiga von á jöfnum leik og treysti sér ekki til að spá „. . . nema í lokuðu umslagi, helst tveirhur,“ bætti hann. Guðmundur Guðmundsson, þjálf- ari Víkings, tók í sama streng: „Valsmönnum hefur gengið vel í vetur og ættu samkvæmt því að vera sigurstranglegri. Við erum hinsvegar að koma til, eftir slæma byijun, og ég á von á jöfnum og spennandi leik,“ sagði Guðmundur. Þótt ótrúlegt megi virðast hafa Valur og Víkingur, sem lengi hafa eldað grátt silfur saman, aldrei mæst í úrslitaleik bikarkeppninnar. Víkingar hafa sex sinnum orðið bikarmeistarar, síðast 1986 og Valsmenn tvisvar, síðast fyrir tveimur árum. Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, sagðist telja að varnarleikurinn og markvarslan ætti eftir að skipta sköpum: „Liðið sem nær að halda sig undir 20 mörkum vinnur. Vörn- in hefur mikið að segja í svona leikj- um,“ sagði hann. Fram og Stjarnan í kvennaflokki í kvennaflokki mætast Fram og Stjarnan en þessi lið börðust um sigurinn í 1. deild kvenna. Fram hafði þar betur og hefur reyndar verið nær ósigrandi undanfarin ár. En Stjarnan varð bikarmeistari í fyrra og afar ólíklegt að stúlkumar í Garðabænum vilji sleppa bikarnum strax. ÍÞRÚmR FOLK' ■ MIKIL hátíðahöld hafa verið skipulögð í Napolí fyrir helgina. Lið heimamanna þarf aðeins að ná stigi úr leik gegn Lazio á heima- velli til að tryggja sér ítalska meist- aratitilinn í knattspyrnu. Skrúð- göngur og flugeldasýningar verða í borginni, nema svo ólíklega vildi til að Napolí tapaði og AC Mílanó sigraði Bari í síðasta leik sínum í deildinni. ■ AJAX í Hollandi á einnig möguleika á að tryggja sér meist- aratitil, þrátt fyrir að enn séu tvær umferðir eftir. Liðið hefur tveggja stiga forskot á PSV Eindhoven og þarf að sigra Roda JC á heima- velli til að ná hollenska meistaratitl- inum. ■ FIORENTINA mætir Juvent- us í úrslitaleik ítölsku liðanna í UEFA-bikarnum 16. maí, en verð- ur að leika heimaleik sinn í a.m.k. 300 kílómetra fjarlægð frá heima- borg sinni, Flórens. Þetta var ákveðið á fundi UEFA í gær, vegna mikilla óláta á leik liðsins gegn Werder Bremen í undanúrslitum keppninnar. ■ CARLOS Alberto Aguilera, landsliðsmaður Uruguay í knatt- spyrnu, var handtekinn af ítölsku lögreglunni í gær. Lögreglan vildi ekki gefa upp ástæðuna fyrir hand- töku Aguilera, sem leikur með Genoa í ítölsku 1. deildinni. Aguil- era lék með HM-landsliði Uruguay gegn Vestur-Þýskalandi í Suttg- art á miðvikudag og skoraði þá fyi-sta mark Uruguay, Aguilera, sem er 25 ára, hefur gert átta mörk á tímilinu fyrir Genoa. ■ JIMMY White og Steven Hendry leika til úrslita um heims- meistaratitilinn í snóker, en keppnin hefur staðið yfir í Shefííeld í Eng- landi undanfarna daga. White sigr- aði Steve Davis , sem er sexfaldur heimsmeistari, í undanúrslitum, 16:14, í gær og Hendry, sem er aðeins 21 árs, sigraði John Par- rott, 16:11. „Það eina sem ég get sagt Jimmy til hrós er að ég lék mjög vel en hann lék enn betur,“ sagði Davis. ■ DAVID Robinson, leikmaður San Antonio Spurs, var í gær út- nefndur besti nýliðin í NBA-deild- inni. Robinson, sem er 2,05 metrar á hæð hefur, hlaut öll 92 atkvæði^ hjá bandarísku íþróttafréttamönn- um sem fjalla um NBA-körfubolt- ann. Robinson gerði að meðaltali 24,3 stig í leik í vetur og tók næst flest fráköst allra í deildinni. Spurs náði að komast í úrslitakeppnina og varð efst í miðvesturdeildinni í fyrsta sinn síðan 1983. ÚRSLIT Knattspyrna Tactic-mótið á Akureyri KA — Tindastóll..............4:2 (Kjartan Einarsson 2, Jón Grétar Jónsson 1, sjálfsm.) - (Stefán Pétursson og SverriQt, Sverrisson) Þór —Leiftur.................1:1 (Siguróli Kristjánsson) - (Ómar Torfason) KNATTSPYRNA / ENGLAND „Sárt að komast ekki í liðið“ - sagði Þorvaldur Öriygsson, sem leikur ekki með Forest á Wembley að er mjög sárt að komast ekki í liðið, en svona er fótboltinn," sagði Þorvaldur Örlygsson, sem leikur ekki með Nottingham Forest gegn Oldham í úrslitaleik ensku deildarbikarkeppninnar sem fram fer .. á Wembley á sunnudag. Brian Clough, framkvæmdastjóri Nottingham For- est, tilkynnti í gær hvaða 14 leikmenn mundu koma til með að leika úrslitaleikinn. Þorvaldur var ekki í þeim hópi. „Maður verður að sætta sig við það að sitja í stúku á sunnudaginn þó það sé erfitt. En það er ekki heims- endir það kemur annað tímabil eftir þetta og vonandi á ég eftir að fá tækifæri síðar. Það hefði óneitanlega verið gaman að vera fyrsti íslendingurinn til að leika úrslitaleik á Wembley,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagðist vera nokkuð sáttur við sitt fyrsta tímabil hjá Forest. „Eg hef fengið tækifæri og það gekk vel hjá mér til að byija með. Einn daginn er maður upp í skýjunum en næsta dag er maður niður í skítnum, þannijg er fótboltinn. En það þýðir ekkert að gefast upp. Eg á eftir tvö ár af samningi mínum og vonandi kemur minn tími hjá félaginu.“ AÐALFUNDUR BREIÐABLIKS verður haldinn í Þinghólsskóla laugardaginn 5. maí kl. 13:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundcirstörf. Félagssvæði Breiðabliks. Önnurmál. stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.