Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 21 ísrael: Yitzhak Shamir fær um- boð til stj órnarmy ndunar Jerúsalem. Reuter. FORSETI ísraels, Chaim Herzog, fól í gær starfandi for- sætisráðherra, Yitzhak Shamir, að mynda nýja ríkissljórn. Leið- togi Verkamannaflokksins, Shimon Perez, reyndi í fimm vik- ur að fá stuðnings eins þing- manns í viðbót við þá 60 sem hann hafði en það tókst ekki. Alls eiga 120 manns sæti á þing- inu, Knesset. Staða Perezar inn- an Verkamannaflokksins er nú talin veik ■ og jafnvel mögulegt að honum verði velt úr leiðtoga- Noregur: Israelar skila helm- ingi þunga vatnsins Ósló. dpa. NORÐMENN og ísraelar hafa samið um, að skilað verði aftur 10,5 tonnum af þungu vatni, sem þeir síðarneftidu keyptu af Norðmönnum og hafa notað í Dimona-kjarnorkuverinu í Negev-eyðimörkinni. Hef- ur lengi leikið grunur á, að ísraelar hafi notað þunga vatnið til kjarn- orkuvopnaframleiðslu og þeir vildu ekki leyfa Norðmönnum að ganga úr skugga um það eins og þó var kveðið á um í kaupsamningnum. Deilurnar um þunga vatnið hafa um nokkra hríð varpað skugga á samskipti stjórnvalda í Noregi og ísrael og ekki síst eftir að ísraelsk- ur kjarnorkufræðingur hélt því fram. að Dimona-vérið hefði verið notað til vopnaframleiðslu. Norð- menn seldu ísraelum 21 tonn af þungu vatni alls, 20 tonn árið 1959 og eitt tonn 1970, og fá nú aftur helminginn, 10,5 tonn. Segja ísrael- ar, að hinn helmingurinn hafi tap- ast vegna leka og uppgufunar. Lagaprófessorinn Gary Milhollin og fyrrum ráðgjafi bandarískrar nefndar, sem fylgist með útbreiðslu kjarnavopna, segir, að í upphafi sjötta áratugarins hafi ísraelar ekki vantað neitt nema þungt vatn til að geta hafið framleiðslu kjarna- vopna. Hafi þunga vatnið norska gert þeim kleift að smíða 100-200 kjarnasprengjur. Undir það hafa kunnir kjarnorkufræðingar tekið. Kína: 115 manns farast í öflugnm jarðskjálfta Peking. Reuter. ÖFLUGUR landskjálfti reið yfir Qinghai-hérað í Vestur-Kína í fyrradag og varð hann 115 manns að bana og lagði í rúst meira en 1.000 byggingar. Starfsmenn jarðskjálftastöðv- arinnar í Qinghai segja, að styrk- ur skjálftans hafi verið 6,9 stig á Richter en í hamförunum eyði- lögðust meðal annars fangabúðir og 200 fangar sluppu lausir. Hér- aðið er mjög strjálbýlt, aðallega byggt Tíbetum, og stundum kall- að „kínverska gúlagið“ vegna þess hve mikið er þar um fanga- búðir. Hlupu skriður víða úr fjöll- um í skjálftanum, sem fannst í nokkur hundruð km fjarlægð. árangri. Þá vildu skipulagðar glæpa- hreyfingar tryggja að engin breyting yrði á núverandi ástandi en 200 slík samtök væru starfandi í Sovétríkjun- um. Afleiðingin væri m.a. sú að stór- lega hefði dregið úr vöruframboði. Varningur sem áður hefði verið auð- fáanlegur sæist ekki lengur í verslun- um. Sovéska mafían og embættis- menn, sem þættu stöðu sinni ógnað, hefðu með skipulagðri skemmdar- verkastarfsemi náð að gera lífskjörin enn dapurlegri en þau voru áður. Þetta væri helsta orsök þess að vin- sældir Gorbatsjovs á heimavelli færu sífellt minnkandi. Hann hefði náð miklum árangri á vettvangi utanrík- ismála en í Sovétríkjunum sjálfum hefði ástandið sjaldan eða aldrei ver- ið verra. Vopnin mikilvægari en umhverfisvernd Johann Are sagði að um 65 pró- sent af allri.iðnframleiðslu Sovétríkj- anna tengdist herafla landsins með einum eða öðrum hætti. Verksmiðjur þær sem framleiddu hergögn og rannsóknarstofnanir á því sviði hefðu ávallt gengið fyrir bæði hvað varðaði mannafla og tækjabúnað. Iðnvæð- ingaráætlanir stjórnvalda hefðu leitt miklar hörmungar yfir sovésku þjóð- ina. Verksmiðjurnar væru öldungis úreltar og mengunin og umhverfis- spjöllin sem af þessu hefði hlotist væru slík að ekki væri unnt að tala um þau sem vandamál Sovétmanna heldur snerti þetta heimsbyggðina alla. Á meðan hergagnaiðnaðurinn nyti forgangs þyrfti almenningur t.a.m. að sætta sig við mengað drykkjarvatn vegna þess að hreins- unarstöðvar væru fáar og margar hveijar gjörsamlega gagnslausar. Kæfandi mengunarský lægju yfir borgum, og fiskstofnar væru sýktir vegna þess að eitruðum úrgangi væri dælt í höf og vötn án þess að tekið væri tillit til þeirra náttúru- spjalla sem af því hlytust. Marklaust tal um frelsið Johann Are sagði það rétt vera að rætt hefði verið um að hefja fram- leiðslu á neysluvarningi ýmsum í verksmiðjum þeim sem nú heyrðu undir Rauða herinn. Það væri að sönnu álitlegur kostur og ein leið til að bæta kjör manna en andstaðan í kerfinu væri mikil. Þingmaðurinn kvaðst telja um- ræður þær sem fram færu í Sov- étríkjunum nju um stundir um nauð- syn þess að draga úr miðstýringu efnahagslífsins fremur marklausar. „Staðreyndin er sú að í Sovétríkjun- um hafa menn engan skilning á grundvallarþáttum hins fijálsa markaðskerfis. Þetta gildir einnig um Eystrasaltsríkin. Þessa þekkingu verðum við að sækja tii útlanda auk þess sem til þurfa að koma víðtækar lagabreytingar." sessi. Hann sleit stjórnarsam- starfinu við Shamir og Likud- flokk hans vegna andstöðu Sham- irs við tillögur Bandaríkjastjórn- ar um friðarviðræður. „Vegna þeirrar reynslu sem við höfum orðið fyrir undanfarnar vikur vona ég að þetta taki ekki langan tíma en ég get ekki nefnt ákveðin tímamörk," sagði Shamir við frétta- menn eftir að hann hafði tekið við stjórnarmyndunarumboðinu. Það gildir í þijár vikur. Shamir sagðist ekki ætla að reyna að koma á ný saman stjórn á breiðum grundvelli með Jmtttöku Verkamannaflokks- ins. Ymsir smáflokkar, sem flestir boða bókstafstrú, hafa nú lykilað- stöðu þar eð báðir stóru flokkarnir biðla ákaft til þeirra um stuðning. Kröfur um breytingar á kjördæma- skipan og kosningalöggjöf, til að takmarka áhrif smáflokkanna, verða sífellt háværari meðal al- mennings vegna þessa ástands. ísraelskir hermenn skutu fjóra ' Palestínumenn til bana á hernumdu Reuter Kristnir leiðtogar í Jerúsaiem á leið frá kirkju, sem kennd er við gröf Krists og er einn helgasti staður kristinna manna á jörðinni. Kirkjudyrunum miklu i baksýn var lokað í gær til að mótmæla því að stjórnvöld hafa leyft gyðingum að setjast að í borgarhhita kris- tinna. svæðunum í gær og a.m.k. 140 særðust í harkalegustu átökum sem þar hafa orðið á árinu. Leiðtogar kristinna manna í landinu lokuðu öllum helgum stöðum kristinna í ísrael í gær til að mótmæla því að stjórnvöld hafa leyft gyðingum að setjast að í hinum kristna hluta Jerúsalemborgar. Múslimar hafa áður mótmælt nýrri búsetu gyðinga í hverfum Palestínumanna. Herzog forseti sagði í útvarpsá- varpi að ástandið í stjórnmáium og almennt í ísraelsku samfélagi hefði ekki verið jafn alvarlegt frá stofnun ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.