Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990 KÖRFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN Einkunnagjöf Morgunblaðsins: Páll og Releford bestir Patrick Releford, besti leikmaður úrvalsdeildarinnar. Páli Kolbeinsson, besti leikmaður úrslitakeppninnar. PATRICK Releford, Bandaríkja- maðurinn í iiði IMjarðvíkur, var stigahæstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í vetur, fékk einu M-i fleira en Guðjón Skúlason og Chris Behrends. í úrslitakeppninni voru ekki gef- in M en að mati íþróttafrétta- .manna Morgunblaðsins þótti Páll Kolbeinsson standa sig best í leikjum úrslitakeppninn- ar og er það í fyrsta sinn sem slíkt valferfram. Valur Ingimundarson var hæst- ur í einkunnagjöfinni í fyrra og einnig stigahæstur í deildinni. I vetur var það hinsvegar Chris Be- hrends sem gerði flest stig. Efstu menn í einkunnagjöf Morg- unblaðsins: 12 leikmenn fengu hæstu ein- kunn, 3 M \ einkunnagjöfinni, fjórir þeirra tvívegis. Páll Kolbeinsson gegn ÍBK og Tindastóli, Guðjón Skúlason gegn Haukum og Njarðvík, Guðmundur Bragason gegn Haukum og KR og Patrick Releford gegn ÍBK og ÍR. Chris Behrends fékk hæstu einkunn gegn Tindastóli, Magnús Matthíasson gegn IBK, David Grissom gegn Val, Anatólíj Kovtoúm gegn Njarðvík, Pálmar Sigurðsson gegn IBK, Bo Heyden gegn Val, Valur Ingimundarson gegn Haukum og Dan Kennard gegn Njarðvík. Patrick Releford var sá leik- * maður sem oftast fékk 2 M í einkun- nagjöfinni eða 16 sinnum. Næstir komu Chris Behrends (15), Teitur örlygsson (14), Guðjón Skúlason og Jonathan Bow (13). David Grissom var sá leikmaður sem fékk M flesta leiki í röð eða 24. Næstir voru Sandy Anderson og Chris Behrends (20), Guðjón Skúlason (19) og Guðmundur Bragason og Patrick Releford (12). Stigahæstir í einkunnagjöf Morg- unblaðsins í vetur: 42 — Patrick Releford, U_MFN. 41 — Guðjón Skúlason, IBK, Chris Behrends, Val. 38 — David Grissom, Reyni. 37 — undur Bragason, UMFG. 35 — Teitur Órlygsson, UMFN, Jonathan Bow, Haukum. 31 — Sandy Anderson, ÍBK. 30 — Valur Ingimundarson, UMI'T, Anatólíj Kovtoúm, KR. 29 — Sturla Örlygsson, UMFf. 28 — Thomas Lee, ÍR, Bo Heyden, UMFT. 24 — Páll Kolbeinsson, KR, Henning Henningsson, Haukum. 22 — Jón Örn Guðmunfsson, Þór, Dan Kennard, Þór. 20 — Magnús Guðfinnsson, ÍBK, Axel Nikulásson, KR. 19 — Konráð Óskarsson, Þór. 18 — ívar Ásgrímsson, Haukum. 17 — Björn Steffensen, ÍR, Jóhannes Sveinsson, ÍR. 16 — Falur Harðarson, ÍBK, Birgir Mikaelsson, KR, Pálmar Sig- urðsson, Haukum. 15 — Hjálmar Hallgrímsson, UMFG, Jóhannes Kristbjörnsson, UMFN, Guðni Guðnason, KR. Keflvíkingar fengu flest Af í úrvals- deildinni’ og Reynismenn fæst. Liðin í úrvalsdeildinni fengu M sem hér segir: IBK UMFN KR Haukar 135 ....126 119 118 116 UMFG 111 Valur 84 Þór 80 ÍR 79 Reynir 55 Iþióttir helgarinnar Handknattleikur Úrslitaleikimir í bikarkeppni karla og kvenna fara fram í Laugardalshöll á morg- un, sunnudag. Fram og Stjarnan leika til úrslita í kvennaflokki kl. 16.00 og Víkingur og Valur í karlaflokki kl. 20.30. Glíma Íslandsglíman verður haldin í 80. skipti í dag, laugardag. Keppnin fer fram í íþrótta- húsi KennaraháskóÍans og hefst kk. 15.00. Júdó Islandsmótið glímu drengja yngri en 15 ára og pilta 15-17 ára fer fram í íþróttahúsi Grindavíkur í dag og hefst'kl. 10.00. Knattspyrna Tveir leikir verða-.í meistaraflokki karla á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu um helg- ina og fara þeir báðir fram á gervigrasinu. KR og Víkingur leika í dag kl. 17.00 og Fram og Valur á morgun, sunnudag, kl. 17.00. ■ Þrír verða í litlu bikarkeppninni kl. 13.30 í dag. IA og Stjarnan leika á Akranesi, IBK og UBK í Keflavík og Selfoss og Haukar á Selfossi. Blak Öldungamótð í blaki fer fram í 15. sinn um helgina. Mótið fer fram í íþróttahúsinu Di- granesi í Kópavogi. Pílukast íslandsmótið í tvímenningi „501“ fer fram í félagsheimili Pílukastfélasins að Súðarvogi 7 á morgun, sunnudag. Keppnin hefst kl. 12.30. ■ í dag fer fram „Opna apríl-mótð i 501“ og hefst það kl. 13.00 á sama stað og Is- landsmótið. íþróttir fatlaðra Hængsmótið fer fram á Akureyri um helg- ina og er það jafnframt íslandsmót fatl- aðra. Þetta er í sjöunda sinn sem þetta mót fer fram og sér Lionsklúbburinn Hæng- ur um framkvæmd þess í samráði við ÍFA. Golf Fyrsta opna golfmótið á þessu ári fer fram í Grindavík á sunnudaginn. Ræst verður út frá kl. 8. íþróttir í sjónvarpi RÚV Iþróttaþátturinn í dag hefst kl. 14 með Ail England-mótinu í badminton. Um kl. 14.50 hefst enska knattspyrnan, og kl. 15.50 verða sýndar myndir frá landsleik Banda- ríkjanna og Sslands í knattspyrnu sem fram . fór í St Louis 8. apríl. Loks verður bein útsending frá Íslandsglímunni. Á sunnudaginn hefst dagskráin kl. 13.50 með beinni útsendingu frá leik Notthingham Forest og Oldham í úrslitum ensku deildar- bikarkeppninnar. Að leiknum loknum, kl. 16, hefst bein útsending frá bikarúrslita- leiknum í kvennaflokki í handknattleik, milli Fram og Stjörnunnar, og verður leikur- inn sýndur i heild. Stöð 2 íþróttaþáttur Stöðvar 2 hefst kl. 13.30 á morgun með kynningu á liðum í HM í knatt- spyrnu og rætt verður við leikmenn Vals og Víkings sem leika til úrslita i bikar- keppni HSÍ um kvöldið. Bein útsending frá Ítalíu hefst kl. 14 og sýndur verður leikur Napolí og Lazio. I leikhléi verður litið inná æfingu í jazzballet. Þegar leiknum á Ítalíu er lokið verða sýndar myndir frá Skjaldargl- imunni og frá fyrstu landsliðsæfingu Þor- bergs Aðalsteinssonar í handknattleik. Að því loknu hefst leikur vikunnar í NBA- deildinni en þar eigast við Cleveland og Detroit. BLAK 3(*=/0i= Laugardagur kl.13:55 — K ~ W„ 17, LEIKVIKA 28. apríl 1990 U X 2 Leikur 1 Arsenal - Millwall Leikur 2 Aston Villa - Norwich Leikur 3 Charlton - Sheff. Wed. Leikur 4 Chelsea - Everton Leikur 5 Liverpool - Q.P.R. Leikur 6 Luton - C. Palace Leikur 7 Man. City - Derby Leikur 8 Southampton - Coventry Leikur 9 Wimbledon - Tottenham Leikur 10 Ipswich - Blackburn Leikur 11 Newcastle - West Ham Leikur 12 Wolves - Sunderland Allar upplýsingar um getraunir vikunnar hjá : LUKKULÍNUNNI s. 991002 Ókeypis getraunaf orrit! HANDBOLTI / LIÐ 18. UMFERÐAR Pressuleikur um helgina Islenska landsliðið í blaki undirbýr ferð á smáþjóðaleikana í blaki sem haldnir verða á Möltu, 6.-14. maí og stendur fyrir Pressuleik í íþrótta- húsi Hagaskólans á morgun kl. 13. í landsliðinu eru: Jón Árnason, Leifur Harð- arson og Einar Ásgeirsson, Þrótti, Sigurður Þráinsson, Kári Kárason, Arngrímur Þorgímsson og Bjami Þórhallsson, ÍS, Stefán Jóhannesson, Stefán Magnússon og Sigurður Ólafsson, KA og Vignir Hlöðversson, HK. í pressuliðinu eru: Karl Sigurðsson, Guð- bergur Eyjólfsson, Geir Hlöðversson og Kristján M. Arason, HK, Þorvarður Sigfús- son og Gunnar Svanbergsson, IS, Sveinn Hreinsson og Jason ívarsson, Þrótti og Bjarki Guðmundsson, HSK. KNATTSPYRNA Hópferð á HM í knattspyrnu Samvinnuferðir-Landsýn hafa ákveðið að bjóða knattspyrnu- aðdáendum upp á hópferð á Heims- meistarakeppnina á Italíu í sumar. Farið verður út til Rimini 18. júní og heim aftur’9. júlí. Horft verður á alia leiki keppninnar á stór- um sjónvarpsskermum og auk þess fer hópurinn á þijá leiki, tvo leiki í milliriðlum í Torino og Genoa og einn leik í undanúrslitum í Mílanó. Ferðirnar á leikina þrjá kosta 19.500 krónur en ókeypis er fyrir einn úr fjögurra manna fjölskyldu og fjölmenhari. „Við fengum takmarkaðan fjölda miða og viljum kanna áhuga fólks. Þessi ferð verður knattspyrnuveisla fyrir áhugamenn um þessa skemmtilegu íþrótt," sagði Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.