Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990 AF INNLENDUM VETTVANGI GUÐMUNDUR SV. HERMANNS- SON OG ÓU BJÖRN KÁRASON Baráttan um formennsku í Versl- unarbankanum leidd til lykta Aðalfundur Yerslunarbankans verður haldinn í dag. Skriflegt samkomulag var gert um að Gísli V. Einarsson verði næsti formaður bankaráðs Islandsbanka HLUTHAFAR eignarhaldsfélags Verslunarbankans mæta á aðal- fiind í dag með fátt annað í huga en að taka þátt í atkvæðagreiðslu um það hver verður næsti formað- ur stjórnar félagsins. Gísli V. Ein- arsson, sem kjörinn var formaður íyrir tveimur árum, gefur kost á sér í endurkjörs, en róðurinn verður þungur fyrir hann. Allir stærstu hluthafar Verslunarbank- ans, sem nú hefúr hætt allri bankastarfsemi, hafa ákveðið að styðja Harald Haraldsson til for- mennsku, en hann veitir Félagi íslenskra stórkaupmanna forystu og er forstjóri Andra hf. En jafh- vel þótt Haraldur eigi stuðning flestra stærstu hluthafanna vísan, er ekki víst að það dugi honum. Kosning formanns stjórnar eign- arhaldsfélagsins er mikilvæg vegna þess að hún kann að hafa áhrif á það hver verður eftirmað- ur Ásmundar Stefánssonar sem formaður bankaráðs íslands- banka. Fyrir liggur skriflegt sam- komulag um að það verði Gísli V. Einarsson, en Iðnaðarbankinn og Alþýðubankinn telja sig ekki bundna af því samkomulagi. „Þetta er ein kvika,“ sagði heim- ildarmaður þegar hann var spurður að því hvernig staða mála væri inn- an eignarhaldsfélags Verslunar- bankans og íslandsbanka og þessi orð lýsa líklega ástandinu vel. Ekk- ert er hægt að fullyrða um úrslit kosninga til formanns og stjómar Verslunarbankans á aðalfundi hans í dag. Eitt er ljóst: Tveir menn sækj- ast eftir formennsku. Gísli V. Ein- arsson, núverandi formaður, og Har- aldur Haraldsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna. Sú hefð hefur skapast á aðalfund- um Verslunarbankans að förmenn samtaka verslunarinnar, þ.e. Félags íslenskra stórkaupmanna, Kaup- mannasamtaka íslands, og Verslun- arráðs íslands, leggi fram tillögu um formann og stjómarmenn á aðal- fundi Verslunarbankans. Þessi hefð verður í heiðri höfð á fundinum í dag, þar sem gerð verður tillaga um að Haraldur Haraldsson verði næsti formaður og að með honum í stjóm verði kjörnir Einar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Sjóvá-Almennra og Þorvaldur Guðmundsson í Síld og Fisk. Að óbreyttum samþykktum fyrir eignarhaldsfélagið munu þessir menn allir hljóta kosningu. Haraldur Haraldsson sagði í samtali í gær að hann myndi, ef kjörinn formaður, sækjast eftir því að verða næsti for- maður bankaráðs íslandsbanka. En leikar, kunna að skipast á annan veg en fyrirhugað er. Breytingar á samþykktum Fyrir aðalfundinn verða lagðar fram tillögur um brejdingar á sam- þykktum eignarha'.dsfélagsins. Flest- ar breytingamar eru sjálfsagðar og taka aðeins mið af þeim breytingum sem orðið hafa í kjölfar sameiningar Verslunarbankans, Iðnaðarbankans, Alþýðubankans og Útvegsbankans í íslandsbanka. En ein breyting skipt- ir mestu máli og hún snýr að ákvæði til bráðabirgða: „Á aðalfundi félags- ins árið 1990 skal kjósa þrjá aðal- menn og þijá til vara í stjóm félags- ins til eins árs í stað þeirra stjómar- manna sem ganga eiga úr stjórn. Haraldur Haraldsson, Jóhann J. Ólafsson og Guðjón Oddsson, efndu til sérstaks blaðamannafundar í gær til að greina frá því að allt hlutafé Stöðvar 2 væri greitt. Þeir þrímenningar munu í dag leggja fram tillögu í nafni samtaka verslunarinnar að Harald- ur verði næsti formaður eignarhaldsfélags Verslunarbankans. Gísli V. Einarsson, núverandi formaður, mun hins vegar sækjast eftir endurkjöri. - Kjörtímabil annarra stjómarmanna verður óbreytt til aðalfundar 1991.“ Stjóm eignarhaldsfélagsins stend- ur einhuga, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að þessum breyt,- ingartillögum. Hér skiptir þrennt máli. í fyrsta lagi að lagt er til að allir stjómarmenn verði kjörnir í einu til eins árs í senn, en helmingur stjómarmanna (utan formanns) er kjörinn á hveiju ári til tveggja ára í senn. í annan stað er lagt til að formaður verði ekki kjörinn beinni kosningu á aðalfundi heldur að stjóm skipti með sér verkum, ólíkt því sem nú er, þar sem formaður er kjörinn af aðalfundi. Og í þriðja lagi er bráða- birgðaákvæðið sem áður er nefnt, þar sem lagt er til að breytingamar öðlist þegar gildi. Þetta mun án efa valda miklum deilum á aðalfundin- um, eins og vikið verður að. Gísli V. Einarsson mun að líkind- um ekki eiga möguleika á því að ná endurkjöri sem formaður ef valið stendur á milli hans og Haraldar Haraldssonar. Ef bráðabirgðaákvæð- ið tekur giídi er annað upp á teningn- um, þar sem ekki verður kosið á milli þeirra sérstaklega heldur verða væntanlega ijórir menn í kjöri í þau þijú sæti sem losna í stjóm félags- ins, þ.e. Gísli, Haraldur, Þorvaldur Guðmundsson og Einar Sveinsson. Og ef margfeldiskosning verður við- höfð á Gísli góða möguleika á því að ná kjöri. Þar með eru möguleikar hans til að ná aftur formannssætinu ágætir, þar sem hann gæti tryggt sér meirihluta í stjórn og þar með styrkt stöðu sína í kapphlaupinu um formennsku bankaráðs í íslands- banka. Væntanlega mun veruleg and- staða koma fram við þetta bráða- birgðaákvæði og líklegt að það verði borið sérstaklega upp til atkvæða og fellt, enda þarf a.m.k. 7a atkvæða á aðalfundinum til að samþykkja breytingar. Þannig er Ijóst að Gísli getur ekki reitt sig á að þetta nái fram. Það hlýtur hins vegar að vera umhugsunarefni fyrir hluthafa Verslunarbankans ef breytingartil- lögur sem allir stjómarmenn bank- ans standa einhuga að, ná ekki fram að ganga. Haraldur studdur af stærstu hluthöfunum Eins og áður segir munu flestir stærstu hluthafar Verslunarbankans styðja Harald sem næsta formann. Lífeyrissjóður verslunarmanna er langstærsti hluthafmn og stjóm hans hefur ákveðið að styðja þann sem fulltrúar verslunarinnar leggja til að verði næsti formaður og hann er Haraldur. Sömu sögu er að segja um Sjóvá-Almennar, Eimskip og Sameinaða verktaka. Þessir fjórir aðilar ráða yfir alls um 34% hlutafj- ,ár. En Gísli á einnig sína stuðnings- menn. Þannig munu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, Orri Vigfússon og fjöldskylda hans styðja Gísla og sömu sögu er að segja um Þorvald Guðmundsson. Auk þess hefur Gísli yfir að ráða eigin atkvæð- um og fjöldskyldu sinnar. Okkur telst svo til að Gísli mæti til aðal- fundarins með a.m.k. 14% heildar- hlutafjár. Og þar sem að líkindum munu ekki allir hluthafar mæta á fundinn eða hafa fulltrúa þar, vegur þetta enn þyngra. Fullyrða má að Gísli sé nær öruggur að ná kosningu í stjórn ef bráðabirgðaákvæðið verð- ur samþykkt og margfeldiskosning fer fram. Og þar með á Gísli góða möguleika á að halda formannssæt- inu, eins og áður segir, enda eru Orri Vigfússon og Guðmundur H. Garðarsson, gamall einkavinur Gísla, og að líkum Þorvaldur Guð- mundsson í stjórn. Það er hins vegar ljóst að veruleg- ar deiiur munu verða uppi á aðal- fundinum vegna bráðabirgðaákvæð- isins og ekki ljóst hvort það standist lagalega að breytingar öðlist þegar giidi. I samþykktum Verslunarbahk- ans stendur og það er samhljóða lögum um hlutafélög: „Samþykkt um breytingu á samþykktum félags- ins skal tilkynna til hlutafélagaskrár þegar í stað og eigi öðlast breyting- in gildi fyrr en hún hefir verið skráð.“ Þeir lögfræðingar sem rætt var við voru ekki tilbúnir til að kveða upp um það hvort það stangaðist við lög að bráðabirgðaákvæðið tæki þegar gildi. Á það var bent að því hefði ekki verið fylgt strangt eftir og ef hluthafafundur væri haldinn á virkum degi væri ekkert einfaldara en að gera hlé á fjindinum á meðan hlutafélagaskrá væri tilkynnt um breytingarnar. Eins væri hægt að fresta fundi Verslunarbankans fram yfír helgi, þótt slíkt sé ólíklegt. Samið um formennsku Gísla í íslandsbanka Mikil óánægja er með Gísla sem formann eignarhaldsfélags Verslun- arbankans, ekki aðeins innan félags- ins heldur og ekki síður hjá forystu- mönnum Iðnaðarbankans og Al- þýðubankans. Og hjá síðarnefnda aðilanum hefur orðið gjörbreyting á frá fyrrihluta síðasta árs. Verslunarbankinn og Alþýðu- bankinn áttu forystu um að einka- bankarnir gerðu sameiginlegt tilboð í Útvegsbankann. Iðnaðarbankinn kom ekki inn í samvinnu þessara tveggja banka fyrr en veruleg hreyf- ing var orðin á málunum. í upphafi var góð og náin samvinna milli Verslunarbankans og Alþýðubank- ans en það breyttist. í júlí á síðasta ári fór að örla á örðugleikum í samstarfi milli Brynj- ólfs Bjarnasonar, formanns banka- ráðs Iðnaðarbankans og Ásmundar Stefánssonar, formanns bankaráðs Alþýðubankans, annars vegar og Gísla V. Einarssonar hins vegar. I ágúst var samstarfið orðið mjög stirt og ljóst að ekki ríkti trúnaður á milli tvímenninganna og Gísla. Það sem olli örðugleikunum var fyrst og fremst spurningin um stjórnskipulag og verkaskiptingu bankaráðs. Ákveðið var að formaður banka- stjórnar yrði Valur Valsson næstu Stöð 2: Eignarhaldsfélag Verslunarbankans í ábyrgðum fyrir viðskiptaskuldum Jóhann J. Ólafsson segir að hlutafé sé að fiillu greitt ÁTÖKIN um yfirráð Stöðvar 2 hafa haft veruleg áhrif á sögu Eignar- haldsfélags Verslunarbankans undanfarna mánuði. Johann J. Ólafsson, segir að hlutafé nýju hluthafanna sé að ftillu greitt. Verslunarbankinn lagði allt kapp á að staða Stöðvar 2 gagnvart bank- anum yrði viðunandi um síðustu ára- mót. Vegna gífurlegra skulda Stöðv- ar 2 við bankann var óttast að Versl- unarbankinn bæri skarðan hlut frá borði við inngönguna í Íslandsbanka. Þeirri rimmu lauk á gamlársdag síðasta árs og hefur verið lýst ítar- lega hér í blaðinu en þann dag var gerður samningur milli Eignarhalds- félags Verslunarbankans og eigenda Stöðvar 2, þeirra Jóns Óttars Ragn- arssonar, Hans Kristjáns Ámasonar og Ólafs H. Jónssonar, að auka hlut- afé Stöðvar 2 úr 5,5 milljónum í 400 milljónir. Eigendumir samþykktu að kaupa 150 milljóna króna hlut til viðbótar en Eignarhaldsfélag Versl- unarbanka tók að sér að selja hluta- bréf fyrir 250 milljónir króna. Þann 9. janúar skrifuðu Haraldur Haraldsson, Jóhann J. Ólafsson, Guðjón Oddsson og Jón Ólafsson sig fyrir 150 milljóna króna hlut, og seldu síðar hluta af honum. Eignar- haldsfélagið hélteftir 100 milljónum. Jafnframt gerðu þessir aðilar með sér hluthafasamning þar sem segir að hlutaféð verði greitt ekki síðar en 15. janúar. Ákvæði er í samningn- um um gagnkvæman 14 daga for- kaupsrétt á hlutabréfunum og að staðið verði sameiginlega að tilnefn- ingu í stjórn félagsins við stjómar- kjör á hluthafafundi. Samningurinn gildir til 1. maí 1992. Skömmu síðar samþykkti bráða- birgðastjóm Stöðvar 2 að auka hlut- aféð um 100 milljónir til viðbótar og 17. janúar skrifuðu sömu aðilar, og áður höfðu keypt 150 milljónirnar, sig fyrir þessum 100 milljónum. Þeir Jón Óttar og Hans Kristján Árnason lýstu því þá yfir að forsendur hluta- fjárloforðs þeirra væru brostnar. Fimm dögum síðar var kjörin ný stjóm í íslenska sjónvarpsfélaginu. Jóhann J. Ólafsson, Haraldur Har- aldsson og Jón Ólafsson voru kjömir úr hópi nýrra eigenda, Orri Vigfús- son frá Verslunarbanka og Ólafur H. Jónsson úr hópi fyrri aðaleigenda. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins mun Haraldur Haraldsson segja sig úr stjóm Stöðvar 2 í dag á stjóm- arfundi sem haldinn verður fyrir að- alfund Eignarhaldsfélag Verslunar- bankans. Þetta mun raunar vera eitt af skilyrðum fyrir stuðningi nokkurra stærstu hluthafa Verslunarbankans við Harald í formannsembættið. Fyrri aðaleigendur, ásamt hópi fyrirtækja og einstaklinga, stóðu skil á 150 milljóna króna hlutaíjárlo- forði sínu í byijun febrúar. Á þessum tíma var orðið ljóst að erfiðleikar Stöðvar 2 vom jafnvél

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.