Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 15 Friðun hálendisins eftir Gunnar G. Schram Átakið um landgræðsluskóga leiðir hugann að því að gróðureyð- ingin er mesta umhverfisvandamál okkar íslendinga í dag. Frá upp- hafi byggðar í iandinu hefur gi’óður- lendi á stærð við Danmörku eyðst, en það jafngildir 40.000 ferkíló- metrum. Skógar landsins voru þá um 24.000 ferkílómetrar að stærð. Nú þekja þeir aðeins 1.250 ferkíló- metra. Þessar einföldu en uggvænlegu tölur segja meira í þessum efnum en löng blaðagrein. Hugmyndin að baki átakinu um landgræðsluskóga er merkileg. í fyrsta sinn sameina Skógræktin og Landgræðslan á þennan hátt mátt sinn og megin að sama markmiði. Um 2 milljónir skógarplantna verða gróðursettar í óræktaða útjörð til þess að græða upp landið, byggja upp jarðveg og hindra þannig upp- blástur og vatnsrof. Þessu stórhuga áformi tengjast hugmyndirnar um friðun hálendis- ins og stofnun þjóðgarðs þar. LANDGRÆQSLUSKÓGAR ATAK 1990 tölulega litlu máli. En hvernig á þá að standa að því verki að friða hálendið? í fyrsta lagi kemur til greina að gera það að þjóðgarði. Til þess er heimild í náttúruverndarlögunum frá 1971 og á grundvelli þeirra hefur verið stofnað til þjóðgarða í Skaftafelli og í Jökulsárgljúfrum. Hér fylgir þó sá bögguil skammrifi hvað fram- kvæmdina varðar að ekki er heim- ilt að gera landsvæði að þjóðgarði nema að það sé ríkiseign. Hiuti hálendisins er talinn vera í eigu lögbýla eða þar er um að ræða lög- helguð réttindi þeirra, svo sem upp- rekstrar- og beitarrétt á afréttum. Heimild til stoftiunar friðlands Raunhæfari möguleiki er hins vegar að lýsa hálendið friðland. Lög heimila Náttúruverndarráði að friða í heild landsvæði sem mikilvægt er að varðveita sakir sérstaks lands- lags, gróðurfars eða dýralífs. Það er þessi heimild sem notuð hefur verið til þess að friða nú þegar nokkra staði á hálendinu svo sem Þjórsárver, Lónsöræfi, Esjufjöll og Friðland að Fjallabaki, auk. Horn- stranda. í þessu tilviki er ekki gerð sú krafa að landið sé ríkiseign, en eftir friðlýsinguna má enginn, hvorki landeigendur, ábúendur eða aðrir, raska þar landi eða gróður- fari sem í bága við hana fer og hægt er að takmarka þar umferð sem landspjöllum veldur eins og þurfa þykir. Hér er því þeirri spurningu varp- að fram hvort ekki sé tímabært að lýsa hálendið friðland samkvæmt þessum ótvíræðu lagaheimildum til verndar og uppgræðslu, en jafn- framt yrði virtur réttur bænda á Gunnar G. Schram afréttum sem ekki gengi gegn þess- um markmiðum. Til þessa verks þarf engin ný lög. Heimildirnar eru þegar fyrir hendi í Nattúruverndar- lögunum. (Hér má skjóta inn í til fróðleiks að grannar okkar Græn- lendingar standa okkur feti framar í þessum efnum. Nokkur ár eru síðan þeir lýstu því yfir að allt landið, utan byggða, væri verndað svæði, þjóðgarður.) Náttúraspjöll vegna aksturs utan vega á hálendinu aukast ár frá ári. Ef hálendið yrði lýst friðland væri Viðkvæmustu svæði landsins Það er einmitt á hálendinu sem ástandið er einna verst í þessum efnum. Mikill hluti þess eru auðnir og jöklar en þar er einnig að finna vinjar og gróðurlendi sem er í mik- illi í sívaxandi hættu vegna hömlu- lítillar beitar og ágangs sívaxandi ijölda ferðamanna. Það er því orðið fyliilega tímabært að hugmyndun- um um friðun hálendis íslands verði hrint í framkvæmd. Tvennt mælir sérstaklega með því að það verði gert; hvergi er gróðurþekja landsins viðkvæmari en einmitt þar og efna- hagslega skiptá bithagarnir þar til- ... verksummerki manna. __verksummerki ferfætlinga fyrir tilstilli manna. „Það er því orðið fylli- lega tímabært að hug- myndunum um friðun hálendis Islands verði hrint í framkvæmd. Tvennt mælir sérstak- lega með því að það verði gert; hvergi er gróðurþekja landsins viðkvæmari en einmitt þar og eftiahagslega skipta bithagarnir þar tiltölulega litlu máli.“ miklum mun auðveldara að ráðast að rótum þess vanda en nú er. Löngu er tímabært að endurskoða þær reglur sem nú gilda um eftirlit með skipulögðum hópferðum er- lendra aðila til íslands í atvinnu- skyni, en þær eru frá árinu 1983. Ferðamálastjóri, Birgir Þorgilsson, hefur nýlega varpað fram þeirri athyglisverðu hugmynd að ef há- lendið yrði gert að þjóðgarði eða friðlandi væri eðlilegt að tekið yrði gjald af ökutækjum sem inn í það færu, svo sem víða tíðkast erlendis, og við það yrði eftirlit og löggæsla öll auðveldari. Fyrst og fremst myndi það eiga við torfærubílaflota þeirra erlendu ferðamannaútgerða, sem í dag nýta sér gögn og gæði landsins án nokkurs endurgjalds. Meginatriði þessa máls alls er þó það að landgræðsluskógaátakið 1990 minnir okkur á það að við sem nú byggjum landið berum á því ábyrgð, öll sem einn, og það er okkar hlutverk að skila því grænna og gróðursælla í hendur þeirra sem það munu erfa. Höfundur er í samstarfshópi Átaks 1990. , *p: ■ ;_ WBSBEmMBBm AEG Kynning á AEG í dag 10% afsláttur af öllum tækjum Auk þess mörg freistandi tilboð í gangi. Tildæmis: AEG þvottavél 1200 sn. pr/mín Kr.69.900,- stgr. AEG borvél 400 W Kr. 5.998,- stgr. örbylgjuofn 11 lítra Kr. 13.900,-stgr. + eldfast mót frá Corning i kaupbæti. KRINGLUNNI S ( M I 689400 AFKOST ENDING GÆÐI , aiiíiRi luincsmA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.