Morgunblaðið - 09.05.1990, Side 3

Morgunblaðið - 09.05.1990, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990 3 Ljósmynd/Jón Svavarsson a \ f É Þqú börn slösuðust í gær þegar reiðhjól, sem þau þrímenntu á, skall á mótorhjóli á Elliðavatnsvegi. Slysið varð síðdegis í gær, skammt frá hliðinu að Heiðmörk. Hjólin voru að mætast þegar slysið varð. Börn- in, sem eru á aldrinum 8-10 ára, slösuðust ekki alvarlega, en hlutu þó af beinbrot, skurði og skrámur. Okumaður mótorhjólsins slapp ómeidd- ur. Arnarflug innan- lands hf.: Akvörðun um flugvéla- kaup tekin í vikunni ARNARFLUG innanlands hf. mun taka ákvörðun um það á næstunni hvort ný flugvél verður keypt til notkunar í innanlands- flugi félagsins, en fyrirhuguðum kaupum þess á Dornier-vél í byrj- un ársins var frestað vegna eig- endaskipta í félaginu. Að sögn Árna Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Arnarflugs inn- anlands hf., hefur verið unnið að ákveðinni endurskipulagningu á rekstri félagsins síðan eigenda- skiptin áttu sér stað, en henni væri ekki að fullu lokið. Hann sagðist þó gera ráð fyrir að ný flugvél yrði keypt, en endanleg ákvörðun um það yrði væntanlega tekin fljótlega. Menntamálaráðu- neytið: Skýrsla frá Krossgötum, vörn gegn vímu: Kostnaður við einn fíkni- efíiasiúkling milljón á ári BEINN kostnaður samfélagsins vegna eins fíkniefnasjúklings er rúmlega ein milljón króna á ári. A þriggja ára timabili var kost.n- aður vegna meðferðar 172 þús- und krónur, vegna sjúkrahúss- dvalar 70 þúsund krónur, aðstoð frá Félagsmálastofnun var 155 þúsund, önnur fjárhagsaðstoð rúmar 600 þúsund krónur og kostnaður vegna fangelsisdvalar rúm ein og hálf milljón. Þessar upplýsingar er að finna í Dínamíti stolið DÍNAMÍTI var stolið úr vinnu- skúr við Borgarholt og uppgötv- aðist innbrotið á mánudagsmorg- un. Sprengieíhið hefur ekki fúnd- ist, en lögreglan hefúr þungar áhyggjur af því að það sé í hönd- um þeirra sem ekki kunna með að fara. Þjófarnir höfðu á brott með sér 5-10 stykki af 140 gramma túbum. Hvellhettur voru ekki á staðnum. skýrslu, sem unnin var af samtök- unum „Krossgötum, vörn gegn vímu“, í janúar síðastliðnum og gefin hefur verið út af Landlæknis- embættinu. Skýrslan byggir á við- tali við skjólstæðing samtakanná um fíkniefnaneyslu hans árin 1986, 1987 og 1988. Maður þessi hefur ekki neytt fíkniefna í eitt ár og stundar nú atvinnu. í skýrslunni kemur fram, að á þessu þriggja ára tímabili reykti hann hass daglega, neytti einnig áfengis og notaði ró- andi lyf og geðlyf. Kostnaður á mánuði vegna hassreykinganna var um 31.500 krónur og áfengiskostn- aður 18.800 krónur. Geðlyfin fékk hann endurgjaldslaust hjá kunn- ingjum, en fyrir lyfseðla á róandi lyf greiddi hann 1.200 krónur á mánuði. Sjúkrasamlagið greiddi annan kostnað við lyfin. Alls var neyslukostnaður hans á ári hverju um 600 þúsund krónur, eða rúm- lega 1,8 milljón á þremur árum. Maðurinn stundaði enga atvinnu, en fjármagnaði neyslu sína með því að smygla inn og selja efni. Þá stundaði hann ávísanafals og braust einu sinni inn. Hann fékk fram- færsluaðstoð hjá Félagsmálastofn- un, samtals 155 þúsund krónur. Peningana notaði hann í lyfseðla- kaup, áfengi og mat, ef afgangur var. I tvö ár fékk hann aðstoð hjá Félagsmálastofnun erlendis, sem var síðan greidd af íslenska ríkinu, samtals rúmar 600 þúsund krónur. Maðurinn fór einu sinni í meðferð erlendis í tvo mánuði og til saman- burðar rná nefna að full meðferð hjá SÁÁ kostar 172 þúsund krón- ur. Vegna ofdrykkju lamaðist hann á fótum og var á sjúkrahúsi í viku. Kostnaður var 35 þúsund krónur. Maðurinn dvaldist tvisvar á Litla-Hrauni og var kostnaður við dvöl hans rúmlega 1,5 milljón. Hann skuldar um 50 þúsund krónur í skatta, 90 þúsund í banka og aðrar skuldir hans nema 50 þúsundum. Samtals er kostnaður þjóðfélags- ins vegna mannsins talinn um þrjár milljónir króna á þremur árum. Þá er í skýrslunni áætluð töpuð vinnu- laun, framleiðslutap, rúmlega 1,6 Verslunarhús Rammagerðarinnar á baklóðinni við Hafnarstræti 19, sem Reykjavíkurborg hefúr fest kaup á. Að sögn Hjörleifs Kvaran framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar, verða húsin sem þar standa rifin og Hafnarstræti tengt Tryggvagötu. standa. Borgin hefur þegar fest kaup á Hafnarstræti 21, Verslun- arhúsnæði Zimsen og húsnæði Borgarbílastöðvarinnai' og munu framkvæmdir vegna tengingarinn- ar heijast í haust. milljón. Bent er á að maðurinn hafi að vísu greitt rúmar 600 þúsund krónur til ríkisins við áfengiskaup, en skattgreiðslur séu engar. Þá er ónefndur kostnaður vegna dóms og löggæslu, auk kostnaðar sjúkra- samlagsins vegna lyfjakaupa mannsins. „Einnig skal nefnt það tjón, sem einstaklingurinn hefur valdið öðrum ungmennum, með inn- flutningi og sölu á fíkniefnum, en það tjón verður ekki metið til fjár,“ segir í niðurlagsorðum skýrslunnar. Daggjöld fyr- ir listaverk UNGIR myndlistamenn munu framvegis fá tækifæri til að sýna verk sín á veggjum menntamála- ráðuneytisins, gegn greiðslu daggjalda. Er þetta í fyrsta sinn sem greitt er daggjald lyrir lista- verk hér á landi. í frétt frá ráðuneytinu segir, að stefnt sé að nýrri sýningu á tveggja rnánaða fresti og munu þau Hrafn- hildur Sehram listfræðingur og Bjarni Daníelsson skólastjóri Mynd- lista- og handíðaskóla íslands lið- sinna við val á listamönnum. Daníel Magnússon er fyrsti listamaðurinn sem sýnir í ráðuneytinu og stendur sýning á lágmyndum hans fram í lok júní. Nemendur í Myndlista- og handíðaskóla íslands sýna einnig sérstakt kennsluverkefni, sem skól- inn hefur þróað. Hæstiréttur: Notfærði sér ellisljó- leika manns til að kom- ast yfir eigur hans KONA um sextugt hefúr í Hæstarétti verið dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa notfært sér ellisljóleika, einmanaleika og ósjálf- stæði manns um áttrætt til að komast yfir tvær íbúðir í eigu hans og um eina milljón af sparifé hans. Refsingin fellur niður að tveimur árum liðnum, haldi konan almennt skilorð. Hæstiréttur mildaði dóm sakadóms Reykjavikur, þar sem konan var dæmd í fimm mánaða fang- elsi, skilorðsbundið í þrjú ár. Konan hafði kynnst mannmum þegar hún var unglingur, en hann bjó þá um tíma með móður hennar. Kynni tókust með þeim á ný um Ijörutíu árum síðar. Á tíu daga tíma- bili afsalaði maðurinn sér tveimur íbúðum til konunnar og dótturdóttur hennar og fékk engar greiðslur fyr- ir. Þá var um ein milljón króna af sparifé hans færð á reikning kon- unnar. Loks fór maðurinn til borgar- fógeta í fylgd konunnar og ánafnaði henni þriðjung eigna sinna éftir sinn dag. Sakadómur komst að þeirri niður- stöðu að konunni hefði mátt vera ljóst að maðurinn gat vegna ellisljó- leika ekki tekið ákvarðanir um fjár- mál sín og engin ástæða til gjaf- mildi hans í hennar garð hafði kom- • ið fram. Hæstiréttur staðfesti dóm sakadóms, þó með þeim breytingum að stytta fangelsisdóminn um einn mánuð og stytta skilorðstímabil úr þremur árum í tvö. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Guðmundur Jónsson, Benedikt Blöndal, Bjarni K. Bjarna- son og Haraldur Henrysson og Gunnar M. Gunnarsson, settur hæstaréttardómari. Vísitalan inn- an marka kjara- samning-anna VÍSITALA framfærslukostnaðar, miðað við verðlag í maíbyrjun, reyndist vera 144,4 stig, en í kjarasamningunum sem gerðir voru í febrúar sl. var gert ráð fyrir að framfærsluvísitalan i maí yrði ekki hærri en 144,5 stig. Síðustu 12 mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 18,1%. Undanfarna þijá mánuði hef- ur vísitalan hækkað um 2,1% og jafngildir sú hækkun 8,5% verðbólgu á heilu ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.