Morgunblaðið - 09.05.1990, Side 4

Morgunblaðið - 09.05.1990, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990 Kringlan: Atak gegn búða- hnupli hafið STARFSFÓLK verslana í Kringlunni í Reykjavík sótti í gærmorgun fræðslufund um varnir gegn búðahnupli og viðbrögð gegn því. Aður höfðu eigendur og stjórnendur verslana sótt sams konar fúnd. Með þessu hefst samræmt átak verslana í Kringlunni, öryggisgæslunnar Securitas og Lögreglunnar í Reykjavík gegn búðahnupli. Fram kom á fundinum að fleiri hafa verið staðnir að búðahnupli í Reykjavík fyrstu fjóra mánuði þessa árs en sömu mánuði í fyrra og var það fyrst og fremst talið stafa af aukinni árvekni og hertu eftirliti í versl- unum. í upplýsingabæklingi sem dreift var til starfsfólksins kemur fram að í fyrra voru búðaþjófnaðir í Reykjavík kærðir til lögreglunnar alls 119 sinnum. 40 þeirra sem voru kærðir voru á aldrinum 14 ára og yngri, 30 voru 15-16 ára, 28 voru 25-60 ára. 7 voru 61 árs eða eldri, 6 voru 18 ára, 4 voru 19-24 ára og 3 voru 17 ára. Það sem af er þessu ári hafa 60 verðið staðnir að búðaþjófnaði og kærðir til lögreglu, að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfir- lögregluþjóns, þar af 45 í Kringl- unni. Fjölgunin kemur einkum fram í Kringlunni og segir Magnús Páls- son öryggisgæslustjóri í Kringlunni hana ekki síst stafa af sérstöku átaki til varnar gegn hnupli í versl- un Hagkupa á meðan útsala stóð þar yfír. Hann segir ekkert hafa komið fram um að búðahnupl hafí færst í vöxt. Takmark þessa átaks í Kringl- unni nú er að koma í veg fyrir hnupl með fyrirbyggjandi aðgerð- um. Starfsfótkið fær leiðbeiningar Morgunblaðið/Emelía Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn upplýsir starfsfólk í Kringluuni um varnir gegn búðahnupli. t i um hvernig það geti séð að hnupl eigi sér stað og hvemig bregðast á við því. „Takmarkið er að reyna að koma í veg fyrir þjófnaði," sagði Einar Halldórsson framkvæmda- stjóri Kringlunnar. „Búðahnupl hækkar verðlag sem veldur því að hinir heiðarlegu greiða fyrir óheið- arleika annarra,“ sagði hann. VEÐURHORFUR í DAG, 9. MAÍ YFIRLIT í GÆR: Skammt austur af landinu er 1.024 mb hæð, sem þokast austur, én 985 mb lægð um 450 km suður af Hvarfi hreyf- ist hægt norður. SPÁ: Sunnan- og suðaustanátt um mest allt land, kaldi og rigning eða súld á Suður- og Vesturlandi, en gola og þurrt á Norður- og Austurlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Sunnan- o<j suðaustanátt og fremur hlýtt. Rigning eða súld sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið annars staðar. HORFUR Á FÖSTUDAG: Sunnan- og suðvestanátt og áfram frem- ur hlýtt. Smáskúrir eða dálítil súld með köflum um sunnanvert landið, en víða léttskýjað norðanlands. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hrtl veður Akureyri Reykjavík e 8 alskýjað þokaígrennd Bergen 17 skýjað Helsinki 11 skýjað Kaupmannahöfn 22 léttskýjað Narssarssuaq 11 skýjað Nuuk 0 þokafgrennd Osló 19 léttskýjað Stokkhólmur 16 léttskýjað Þórshöfn 7 afskýjað Algarve 21 léttskýjað Amsterdam 19 mistur Barcelona 19 mistur Beriin 27 skýjað Chicago 17 heiðskírt Feneyjar 21 þokumóða Frankfurt 21 hélfskýjað Glasgow 11 skýjað Hamborg 19 mistur Las Palmas vantar London 17 skýjað Los Angeles 16 alskýjað Lúxemborg 22 léttskýjaö Madrtd 24 léttskýjað Malaga 21 skýjað Mallorca 20 léttskýjað . Montreal 7 ^-alskýjað NewYork 14 léttskýjað Orlando 20 skýjað París 21 hálfskýjað Róm 19 hálfskýjað Vin 22 léttskýjað Washington 16 heiðskírt Winnipeg 3 þokumóða Hásetahluturinn á Orvari 5,2 milljónir FULLUR hásetahlutur með orlofi á frystitogaranum Örvari, sem Skag- strendingur hf. á Skagaströnd gerir út, var 5,185 milljónir á síðasta ári, og á ísfisktogaranum Arnari var hásetahluturinn 3,145 milljónir. Örvar varð þá í öðru sæti frystitogara landsins miðað við aflamagn og aflaverðmæti, og Arnar var með sjötta hæsta skiptaverðmæti á úthaldsdag af ísfisktogurum landsins. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær voru launagreiðslur Skagstrendings hf. samtals 260 pilljónir á síðasta ári, en að sögn Sveins Ingólfssonar framkvæmda- stjóra voru þá samtals um 100 manns á launaskrá hjá fyrirtækinu. „Við höfum verið með 46 fasta starfsmenn, um 20 afleysinganienn og eina 30 menn í viðbót sem fara einn og einn túr á skipunum. Háset- L ar á Órvari voru ekki á sjó nema í ’ 282 daga, en þeir gætu hafa verið skráðir í 310-330 daga. Sá sem var . allan tímann á Örvari hafði þannig * 5,185 milljónir í hlut, og á Arnari var hásetahluturinn 3,145 milljónir, i en þeir voru 240 daga á sjó og skráð- I ir í 280-300 daga.“ Vonast til að haf- ísinn hörfi í dag VONAST er til að suðaustlægar áttir byrji að hrekja hafisinn firá frá landinu í dag, miðvikudag, en hann var 25-30 sjómílur út af VestQörðum í gær, að sögn Þórs Jakobssonar deildarstjóra hafisdeildar Veðurstofu íslands. „Vestan- og suðvestanáttir hafa verið ríkjandi alllengi, þannig að hafísinn færðist nær landinu og hann hefur verið til trafala á grá- lúðuveiðislóðinni undanfarna daga,“ sagði Þór Jakobsson í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði . að hafísinn á milli íslands og Græn- * lands væri í hámarki á þessum árstíma. . Borgin styrkir Nýlistasafhið SAMÞYKKT hefúr verið í borg- arráði, að leggja fram 4,5 millj- ónir króna til kaupa á húseign Alþýðubankans við Vatnsstíg, þar sem Nýlistasafnið er til húsa, gegn því að ríkið leggi fram sömu upphæð. Að sögn Hjörleifs Kvaran fram- kvæmdastjóra lögfræði- og stjórn- sýsludeildar, fær Nýlistasafnið húsnæðið til afnota og þar með verður safninu tryggt húsnæði til frambúðar. Ágreining’ur í borgarráði um Lækjargötu 4 ÁGREININGUR varð í borgar- ráði í gær um tillögu að nýbygg- ingu, sem Hið islenska bók- menntafélaga, hyggst reisa á lóð sinni við Lækjargötu 4 og var málinu vísað til afgreiðslu borg- arstjórnar. Hjörleifur Kvaran fram- kvæmdastjóri lögfræði- og stjórn- sýsludeildar sagði, að ágreiningur sé um nýtingu lóðarinnar, en bók- menntafélagið hefur gert verk- samning við ístak hf. um fram- kvæmdir. Tillagan gerir ráð fyrir verslunarrými á jarðhæð og skrif- stofu- og íbúðarhúsnæði á efri hæðum. ^ Nefiidum Áburðarverk- smiðjuna BORGARRÁÐ hefúr samþykkt að skipa þrjá embættismenn í nefnd til viðræðna við ríkið um framtíð Áburðarverksmiðjunn- ar í Gufunesi. Nefndina skipa fyrir hönd borg- arinnar þeir, Hjörleifur Kvaran framkvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar, Þórður Þ. Þor- bjarnarson borgarverkfræðingur og Ágúst Jónsson skrifstofustjóri borgarverkfræðings. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.