Morgunblaðið - 09.05.1990, Side 7
Guðni Ólafsson á mikið verk
framundan við að moka ofan af
sumarbústað sínum í Selárdal.
Suðureyri:
Snjó mokað
frá sumar-
húsum í
Selárdal
Suðureyri.
NU FER vetur konung’ur að slaka
á klónni og eru eflaust margir
farnir að hugsa hlýtt til sumars-
ins. Súgfirðingar hafa átt sumar-
griðastað í Selárdal sem er í
norðanverðum -Súgandafirði, en
þar eru Qórir sumarbústaðir,
tveir eru í eigu Súgfirðingafé-
lagsins í Reykjavík en aðrir tveir
eru í cinkaeign.
Fréttaritari fór við annan mann
í Selárdal á báti þann 29. apríl til
að kanna þar aðstæður, en þangað
er aðeins fært á báti meðan allir
vegir þangað eru á kafi í snjó. Eins
og meðfylgjandi mynd sýnir vantar
ennþá uppá að sumarið nái undir-
tökunum í Selárdal, enda hafa eig-
endur staðið í ströngu síðustu mán-
uði við að moka ofan af bústöðun-
um.
- Sturla Páll
Nefnd marki
steftiu um
hagkvæm-
ari búvöru-
framleiðslu
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA
hefúr skipað nefnd fúiltrúa
stjórnvalda, samtaka bænda,
launþega og atvinnurekenda,
sem hefur það hlutverk að setja
fram tillögur um stefnumörkun
er miði að því að innlend búvöru-
framleiðsla verði hagkvæmari,
og kostnaður lækki á öllum stig-
um framleiðslunnar.
Einn liður í kjarasamningunum
sem undirritaðir voru 1. febrúar
síðastliðinn var samkomulag Stétt-
arsambands bænda, ASÍ, BSRB,
VSÍ og VMS um málefni landbún-
aðarins, en þessir aðilar voru sam-
mála um að óska eftir því að land-
búnaðarráðherra að hann skipaði
nefnd sem setti fram tillögur um
áðurnefnda stefnumörkun.
Sæti í nefndinni eiga Haukur
Halldórsson og Hákon Sigurgríms-
son frá Stéttarsambandi bænda,
Ásmundur Stefánsson frá ASÍ,
Hjörtur Eiríksson frá VMS, Þórar-
inn Þórarinsson frá VSÍ, Ögmundur
Jónasoon frá BSRB og Guðmundur
Sigþórsson frá landbúnaðarráðu-
neytinu, en hann er jafnframt for-
maður nefndarinnar.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990
Ráðstefna
um erlend
verðbréf
í HÖFÐA Á HÓTEL LOFTLEIÐUM
FIMMTUDAGINN 17. MAÍ 1990
Fimmtudaginn 17. maí gengst Fjárfestingarfélag íslands hf.
fyrir ráðstefnu um nýjar ávöxtunarleiðir á verðbréfamarkað-
inum. Eitt af meginmarkmiðum Fjárfestingarfélagsins er að
stuðla að frekari þróun á íslenskum fjármagnsmarkaði. Það
hefur nú fengið til liðs við sig ýmsa sérfróða aðila til að fjalla
um erlend verðbréfaviðskipti og varpa ljósi á þá nýju
möguleika sem slík fjárfesting getur haft í för með sér fyrir
okkur íslendinga. Sérstakir gestir ráðstefnunnar eru Sten
Westerberg frá Svíþjóð og John Sier frá Bretlandi sem báðir
hafa víðtæka reynslu af verðbréfaviðskiptum.
DAGSKRÁ RÁÐSTEFNU
8:45 Skráning, afhending gagnu og kuffi.
9:00 Setning: Tryggvi Páhson, bankastjóri lslandsbanka og
stjórnarmaður í Fjárfestingarfélagi Islands hf.
9:10 Fjárinagnsmarkaður ú tnnamótuin. Löggjöf og reglur
uin gjaldeyrisviðskipti og ijárfestingu í erlenduin
verðbréfum: Jón Sigurðsson, viðskipta- og
iðnaðarráðherra.
9:30 Hvers vegna frjálsir (járinagnsflutningar?:
Sten Weslerberg, Enskilda Fondkommission.
10:30 Kaffi.
10:45 Hvaða álirif inunu frjálsari Ijármagnsviðskipti liafa á
íslenskt efnahagslíf?: Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar.
11:30 Reynsla Isleudinga af Ijárfestingum á erlendum
(jármugnsinörkuðum: Þórður Magnússon,
framkvœmdastjóri Jjármálasviðs Eimskips.
12:00 Umrœður.
12:15 IJádegisverður (innifalinn í ráðstefnugjaldi).
13:30 Erlend verðbréf á íslenskum verðbréfamarkaði:
Gunnar Oskarsson, framkvœmdastjóri Fjárfestingar-
félags Islands hf.
14:15 Hvernig nýta erlendir fjárfestar erlend verðbréf við
sjóðastjórnun?: John Sier, Lloyds Investment Manag-
ers International.
15:15 Kaffi.
15:30 Áliættu erlendra verðbréfaviðskipta haldið í lágmarki:
John Sier, Lloyds Investment Managers International.
16:30 Iielstu leiðir til að fjárfesta í erlendum verðbréfum:
Stefán Jóhannsson, forstöðumaður fyrirtœkjaþjóhustu
Fjárfestingarfélags Islands hf.
17:00 Ráðstefnulok.
Veitingar eru í boði Fjárfestingarfélags Islands hf.
Ráðstefnugjald er 19.800 kr. ogfer skráning fram hjá
Fjárfestingarfélaginu í sima 28566.
Sjóðastjórnendur ogannað áhugafólk!
Missið ekki afþessu tækifæri.
<a>
FJÁRFESTINGARFÉIAG ÍSLANDS HF.
HAFNARSTRÆTI 28566 • KRINGLUNNI 689700 • AKUREYRI11100
7
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA