Morgunblaðið - 09.05.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.05.1990, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990 Útsýnishúsið á Öskjuhlíð eftir Pál Gíslason Síðastliðið ár hefur blasað við íbúum höfuðborgarsvæðisins víðs vegar að meiri háttar framkvæmdir eru í gangi í Öskjuhlíð. Þar hefur nú risið myndarlegt útsýnishús á vegum Hitaveitu Reykjavíkur, sem mun fullgert á miðju næsta ári. Hitaveita Reykjavíkur fékk þessa lóð á Öskjuhlíð til umráða fyrir meira en 40 árum til þess að reisa þar safngeyma fyrir heitt vatn á leið þess frá Reykjum í hús Reyk- víkinga. Þó að gagnsemi þessa væri öllum ljós og sæti í fyrirrúmi, var forystu- mönnum Hitaveitunnar ofarlega í huga að gera betur við þessa eftir- sóttustu lóð í borgarlandinu. Beitti Hitaveitan sér fyrir ræktun í hlíðun- um í kringum geymana, svo að víða er þar nú fallegur skógur, þrátt fyrir að ekki séu skilyrði sem best. Fljótlega var farið að hugsa um að byggja útsýnis- og veitingahús ofan á geymana og liggja fyrir mörg drög að teikningum og ýmsar hagkvæmnisathuganir voru gerðar, en ekkert varð úr framkvæmdum. Útsýnishús hannað Fyrir nokkrum árum var sýnt að endurnýja þurfti gömlu geymana eftir 40 ára notkun, en þeir voru úr steinsteypu. Þá sáu menn að hagkvæmt yrði að hanna í sam- bandi við það útsýnishús milii og ofan á geymana. Yrði það prýði staðarins og um leið stolt og skylda Hitaveitunnar að gera vel við Öskjuhlíðina, sem hún hefur haft til umráða í tæpa hálfa öld. lýú var hafist handa á ný með teikningar og Ingimundur Sveins- son arkitekt og samstarfsmenn hans fengnir til að gera nýjar teikn- ingar af húsi þama. Er skemmst frá að segja að strax var almenn hrifning af hugmyndum og hönnun Ingimundar og félaga, svo að ákveðið var að ráðast í þess- ar framkvæmdir jafnhliða byggingu nýrra hitavatnsgeyma, en þeir mynda umgjörð um grunn útsýnis- hússins. Ljóst var að eðlilegast væri að í þessu húsi ætti að veita tækifæri til að njóta hins besta útsýnis yfir Reykjavík og nágrenni, en jafn- framt að sýna hvað heitavatnið getur valdið byltingu í ræktun, sem breytir umhverfmu. Það var því ákveðið að hafa milli geymanna rými fyrir „vetrargarð" með suð- rænum gróðri. Það var því tilefni til að gera þetta hús að meiriháttar stað fyrir ferðamenn. „Perlan“ Þegar hafa menn farið að kalla húsið Perluna vegna byggingar- lagsins. Þetta er þó ekki ákveðið ennþá. Gengið verður inn í húsið að austan og þá komið inn í salinn eða „vetrargarðinn“ milli geym- anna. Lofthæð þar er 10 metrar og því gott rými fyrir ýmsan gróð- ur, rennandi vatn og blómaangan. Þar verður því hinn ákjósanlegasti staður fýrir ýmsa menningarstarf- semi svo sem tónleika, sýningar, svo sem höggmyndasýningar, fundi og alls konar uppákomur. Undir „vetrargarðinum" er kjall- ari, þar sem er aðstaða fyrir minni fundi og ráðstefnuhald auk tækja- búnaðar hússins. Upp úr „vetrar- garðinum" er komið inn í hvolfhýs- ið, sem verður á tveimur hæðum. Hvolfþakið er úr gleri en hvílir á stálbitum, sem eru holir og rennur Páll Gíslason „Fyrir nokkrum árum var sýnt að endurnýja þurfti gömlu geymana eftir 40 ára notkun, en þeir voru úr stein- steypu. Þá sáu menn að hagkvæmt yrði að hanna í sambandi við það útsýnishús milli og ofan á geymana.“ um þá heitt eða kalt vatn eftir því hvort þörf er á hita eða kulda. Á neðri hæð hvolfhýsisins er gengið út á útsýnispall, en inni er á þeirri hæð rými til þjónustu við ferða- menn, svo sem upplýsingar alls konar, kynning á Hitaveitu Reykja- víkur og öðrum fyrirtækjum borg- arinnar og fleira. Á efstu hæð er svo veitingastaður, sem mun rúma um 200-250 manns. Gestir munu sitja á palli út við glerhvolfið til að njóta útsýnis sem best. Mun pallur- inn snúast hægt í hring á.u.þ.b. 1 Rannsóknastofíiun fískiðnaðarins: Massagreinir mælir lífí*æna efnamegmmi í sjávarlífverum Snefilefnadeild Rannsóknarstofhunar fiskiðnaðarins hefur eignast tæki, sem gerir kleift að heQa áreiðanlegar rannsóknir á lífrænni efiia- megnun í sjávarlífverum. Tæki þetta kallast massagreinir. I frétt frá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins segir, að gera eigi viða- mikla úttekt á lífrænni mengun og þungmálmamengun í lífverum og seti í norðaustur-Atlantshafi sam- kvæmt rannsóknaáætlun 13 þjóða. Einnig verða mæld næringarsölt í sjó. Markmið áætlunarinnar eru að meta hugsanlega áhættu af neyslu sjávarfangs, meta óæskileg áhrif mengunar á lífríki sjávar og vist- kerfi, kanna núverandi mengun sjáv- ar og fylgjast með breytingum þar á og loks að meta áhrif samræmdra aðgerða gegn losun mengunarefna í hafíð. Siglingamálastjóri er formaður nefndar sem sér um verkefnisstjórn- un á rannsóknunum kringum Ísland. Auk Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins, sem framkvæmir allar mælingar á lífrænum efnum og stærstan hluta af mælingum þung- málma, eru Hafrannsóknarstofnun og Geislavarnir ríkisins þátttakend- ur. í fréttinni segir, að mjög mikil áhersla sé lögð á að mælingar séu samanburðarhæfar milli þjóða og að sannanlega réttum upplýsingum um niðurstöður sé komið til réttra aðila. Þetta sé í fyrsta sinn sem slíkra gagna um lífræna efnamengun á Islandsmiðum sé safnað á kerfis- bundinn hátt. klst. Gefst því gestum gott tæki- færi til að njóta útsýnis í allar áttir. Byija til dæmis ferðina og máltíðina með Akrafjalli, síðan blasir Esjan við, Bláfjöllin, Reykja- nesið og séð út til Snæfellsnesjök- uls, þegar heiðskírt er. Umdeilt mannvirki Eftir. að framkvæmdir hófust tóku minnihlutaflokksmenn I borg- arstjórn að telja úr með fram- kvæmdum. Upphófust nú alls konar úrtölur, sem snerust upp í að þeir fóru að nota uppnefni svo sem skopparakringla og fleira um þessa myndarlegu framkvæmd. Öllum mátti þó vera ljóst að þessi bygging yrði Hitaveitu Reykjavíkur og borg- inni til hins mesta sóma og talið sérkenni Reykjavíkur ef til vill ekki ólíkt og Eiffelturninn er í París. Áróðrinum hefur verið haldið á lofti allt til síðustu mánaða. Þá taldi forstöðumaður dægurmálaút- varps Rásar 2 að ekki kæmi til með að sjást neitt að ráði út um glugga hússins, því glerið væri svo dökkt! Öll þessi andstaða við „Perluna" í Öskjuhlíðinni hefur ekki haft nein áhrif á gang byggingarfram- kvæmda. Er áætlað að ljúka við húsið á miðju næsta ári. Gestir velkomnir Á „Degi jarðar“ kom stór hópur manna til að skoða húsið og var athyglisvert að sjá ánægjuandlit gestanna þegar þeir nutu útsýnis- ins. Fjölmargir hafa síðan leitað eftir því að fá að koma þarna upp og var húsið opið sunnudaginn 6. maí, en þar sem framkvæmdir við inn- réttingar eru í fullum gangi, hefur verið ákveðið að hafa húsið opið almenningi oftar um helgar í sumar og mun Hitaveitan auglýsa það nánar. Reykvíkingar! Þegar nú er geng- ið til kosninga, er rétt að minnast þess hveijir framkvæma og hveijir telja það sitt aðalhlutverk að telja úr. Höfundur er læknir og borgarfulltrúi í Reykja vík. Hann skipar 8. sætið á framboðslista sjálfstæðismanna við borgarstjórnarkosningarnar 26. maí. MEÐAL ANNARRA ORÐA Þrír menn eftirNjörðP. Njarðvík Fyrir augum okkar hafa þrír menn stigið fram úr mannfjölda heimsins með svo eftirminnilegum hætti, að enginn hugsandi maður getur komist hjá því að ígrunda dæmi þeirra. Þetta eru ólíkir menn að útliti, uppruna og viðhorfum, og þeir koma fram við svo ólíkar aðstæður að fátt sýnist tengja þá saman. Þeir eru hvítir og svartur — Rússi, Tékki og Suður-Afríku- maður — vísindamaður, skáld og pólitískur baráttumaður. Þeir eru Andrei Shakharov, Václav Havel og Nelson Mandela. Þótt þeir séu svona ólíkir, efast ég um að nokkr- um þyki undarlegt að þeir séu nefndir í sömu andrá. Við tengjum þá ósjálfrátt saman vegna þess að þeir hafa allir barist fyrir mannrétt- indum, fyrir reisn manneskjunnar, og haft til að bera hugrekki sann- færingar sinnar. Sú barátta hefur kostað þá ofsóknir, niðurlægingu og fangelsanir. Þeir hafa þurft að lifa þá þversögn að barátta fyrir mannréttindum kostar missi mann- réttinda, að barátta fyrir reisn manneskjunnar kostar niðurlæg- ingu hennar og að barátta fyrir frelsi kostar fangelsi. Þeir hafa allir fórnað lífsþægindum sínum og persónulegum hagsmunum fyrir sannfæringu sína. Allir hafa þeir staðið frammi fyrir þeirri mannlegu freistingu að þegja og hlýða og kaupa við því persónulegt frelsi úr prísund. Allir hafa þeir staðist slíka freistingu. Fyrir bragðið hafa þeir allir haldið innri reisn sinni þrátt fyrir ytri niðurlægingu. Fyrir bragðið urðu þeir kúgurum sínum yfirsterkari þrátt fyrir ófrelsi sitt, af því að þeir héldu innri sátt við sjálfa sig og þar með andlegu frelsi. Og loks kom að því að þeir voru látnir lausir án skilyrða. Hvað knýr slíka menn áfram? Það hygg ég að sé erfitt fyrir okkur að skilja, sem erum vön að líta á lífs- gæði sem sjálfsagðan hlut. En ósköp sýnist nú hversdagsamstur okkar og eltingaleikur við hégóm- leikann einhvem veginn léttvægt hjá fullkomnu liðsinni þessara manna við sannfæringu sína. Andrei Sakharov Sakharov var í fremstu röð sovéskra vísindamanna, kjarneðl- isfræðingur, og vísindastörf hans því nátengd sjálfum hernaðarmætti þessa víðlenda ríkis. Hann var í sovésku vísindaakademíunni og hlaðinn heiðri. í stuttu máli óska- bam leiðtoganna með tryggða framabraut, forréttindamaður í landi þar sem forréttindi eru lykill að öllum dyrum. Öllu þessu kastaði hann frá sér, af því að hann gat ekki horft upp á ranglætið í kring- um sig. Venjulega er það hinn kúgaði sjálfur sem berst gegn kúg- uram sínum. En í dæmi Sakharovs gekk forréttindamaðurinn inn í raðir hinna kúguðu sjálfviljugur. Slík fóm er ekki auðveld. Sakharov skildi að vegna frægðar sinnar átti hann rödd sem var hlustað á, hann átti aðgang að fjölmiðlum heims- ins, og þannig gaf hann hinum kúguðu einnig rödd, sem athygli heimsins vildi hlusta á. En um leið var hann sjálfur ofurseldur kúgun þeirra sem áður hömpuðu honum. Við vitum hvað af þessu hlaust: ofsóknir og útlegð í eigin landi. Einbeitni hans bilaði aldrei þrátt fyrir vonbrigði og sjúkdóma. Mig granar að kona hans Elena Bonner hafi átt mikinn hlut í því. Og svo fór að hið sterka vald stjórnarher- ranna í Kreml lét, undan einurð Sakharovs. Hann fékk að snúa aft- ur til Moskvu, varð á ný félagi í vísindaakademíunni og meira að segja kosinn á þing. Persónulegur sigur hans var tryggður. Því miður lifði hann ekki að sjá í landi sínu raunveralegt lýðræði, sem byggist á frelsi, mannréttindum og siðferði. Václav Havel í þessum pistlum hefur áður verið vikið að Václav Havel (Sið- ferði í framkvæmd, 6.9. 1989). Hann var ekki neinn forréttinda- maður í sínu landi, þegar hann stóð að stofnun mannréttindahreyfing- arinnar Carta 77. Hann var rithöf- undur, og rithöfundar eru ekki for- réttindamenn. En þeir eiga rödd. Sú rödd er valdsherram oft mikill þyrnir í augum, enda fékk Havel að kenna á því. En hann lét fang- elsanir ekki buga sig. Kona hans Olga á trúlega sinn þátt í því. Um það má lesa í fangelsisbréfum hans í bókinni Bréf til Olgu, sem veitir sýn inn í hugarheim baráttumanns, sem ekki er reiðubúinn að láta þagga niður í sér. Framhaldið þekkjum við. Hann var ekki ein- ungis látinn laus, heldur átti bar- átta hans og félaga hans eftir að leiða til hruns þess stjómkerfis, sem þeir glímdu við. Og Havel var kallaður til að gegna æðsta emb- ætti þjóðar sinnar. í Newsweek (30. apríl 1990) er allítarleg grein um Václav Havel, þar sem reynt er að meta störf hans sem forseta. Havel er hetja, segir Newsweek, en er hann góður forseti? Úr þeirri grein finnst mér skína helst til algengt yfirlæti fjöl- miðlamanna ríkra og voldugra þjóða, sem þykjast geta lagt mat á alla heimsins hluti út frá viðhorf- um síns eigin heimsveldis. Bandarí- skir blaðamenn geta ekkert um það sagt hvers konar forseti er góður fyrir Tékkóslóvakíu, fremur en þeir gætu sagt Til um það hvort forseti Islands stendur sig vel. Það er þeim satt að segja óviðkomandi. í dæmi Havels verða menn að skilja, að þjóð á slíkum tímamótum sem nú eru, verður að finna sína eigin leið. Havel lítur svo á að stjórnmál eigi að vera siðferði í framkvæmd, að siðgæði hljóti að vera grundvöllur þess að mannleg reisn fái notið sín í daglegu lífi. Er ekki skiljanlegt að Tékkar og Slóvakar hugsi svo? Nelson Mandela Nelson Mandela var frá upphafi baráttumaður og einn af leiðtogum African National Congress. Grund- völlur þeirrar hreyfingar er mann- réttindi, krafa um það að litið sé á svarta menn í Suður-Afríku sem fólk en ekki hunda. Fyrir slíka kröfu sat Mandela í fangelsi í 27 ár. Lítum yfir okkar eigin ævi. Fyrir 27 áram lauk ég háskóla- prófi. Ég á erfitt með að hugsa þá hugsun til enda hvað í því felst að sitja í fangelsi allan þann tíma. Hvað eftir annað átti Mandela þess kost að losna úr prísundinni, ef hann bara tæki aftur ákveðnar yfirlýsingar, gerði dálitla málamiðl- un við kúgara sína. En Nelson Mandela léði aldrei máls á því. Og loks var svo komið að það var engu líkara en harðstjóm hvíta minni- hlutans í Pretoria sæti sjálf í fang- elsi fanga síns, en hann héldi örlög- um þeirra í hendi sér. Þá hafði de Klerk skynsemi til að láta Mandela lausan. Nú skyldi maður ætla að það væri beiskur og bugaður maður sem gengi út úr svo langri prís- und. En það er öðru nær. Kannski hefur kona hans Winnie Mandela átt sinn þátt í því. Þegar hann steig aftur út á vettvang dagsins brosti hann mildu, kyrrlátu brosi, og í fyrsta ávarpi sínu baðst hann undan því að vera kallaður spámað- ur og hetja. Á sömu stundu hélt barátta hans áfram, barátta sem verður ekki síður erfið en barátta Eystrasaltsríkjanna fyrir sjálfstæði sínu. Bandaríska vikuritið The New Yorker bendir á í athyglisverðri grein nýlega (26. febrúar 1990), að í Suður-Afríku mætist í hnot- skurn öll grundvallarátök heimsins: milli ríkra' og fátækra, hvítra og svartra, iðnríkja og vanþróaðra landa. Við þetta má bæta: milli fyrirlitningar og kröfu um mann- lega reisn. Vonandi fær Mandela að lifa þann dag, þegar málstaður hans sigrar. Hvað getum við svo lært af for- dæmi þessara þriggja manna? Kannski eitthvað um raunveruleg verðmæti mannlegrar tilveru. Auð- ugir era þessir menn í andlegri reisn sinni. Og fátækara væri mannkynið ef þeir væru ekki á meðal okkar og í hugsun okkar. Höfundur er ritböiundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.