Morgunblaðið - 09.05.1990, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAI 1990
Davíð
Oddsson
borgarstjóri
svarar
spurningum
lesenda
(Jtmm SPURT OG SVARAÐ
'cSSBÍ UM BORGARMÁL
LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS
Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista
sjálfstæðisfólks i borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 26. mai næstkom-
andi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosning-
anna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins í sima
691 187 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt
spurningar fyriri borgarstjóra sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin
birtast siðan í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda
spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um
borgarmál, ritstjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsyn-
legt er að nafn og heimilisfang spyrjanda komi fram.
Lesandi lýsti áhyggjum vegna eldislax í Elliðaám. Borgarsfjóri
telur að efla beri rannsóknir á þeim fiski sem gengur í árnar.
„Taminn“ eða villtur lax
Garðar Þórhallsson spyr:
„Ég stunda laxveiðar í Elliða;
ám eins og borgarstjórinn. í
fyrra brá svo við að 30% af
veiddum laxi í Elliðaám var
eldislax úr laxeldiskvíum í
Eiðsvík. Okkur stangveiði-
mönnum stendur ekki á sama
hvort við veiðum „tamdan“ eða
villtan lax og því spyr ég hvort
borgarstjórinn vilji ekki flytja
eða leggja niður þessar kvíar í
Eiðsvík. Við höfum mikinn
áhuga á því að halda laxastofii-
inum óspilltum.“
Svar:
Allir höfum við áhuga á því að
viðhalda og efla laxastofninn í
Elliðaánum. Flökkufiskur í ánum
er eflaust að einhveiju leyti ættað-
ur úr kvíunum í Eiðsvík. Ég hef
ástæðu til að ætla að minna beri
á því nú að fiskur sleppi úr kvíum
þar. Eldisfiskur sleppur úr kvíum
annarsstaðar í Faxaflóa einnig og
leitar hann í ár við flóann. Haf-
beitarlax leitar einnig í Elliðaárn-
ar. Ég tel því ekki að svo stöddu
að leggja beri niður fiskeldi á
sundunum en tel að efla þurfi
rannsóknir á þeim fiski sem í ám-
ar fer. Rafmagnsveitan rekur eld-
isstöð við Elliðaámar. Þýðing
hennar hefur sannað sig enn bet-
ur núna. Þarna er unnið að því
að viðhalda hinum sanna Elliðaár-
stofni. Þetta er sjálfsögð varúðar-
ráðstöfun ef fer að bera á erfðam-
engun í laxastofni Elliðaánna.
Vélhjólaakstur á
göngustígum
Anna Kristín Björnsdóttir
spyr:
„Ég bý í Neðra-Breiðholts-
hverfi og þar háttar þannig til
að gangstígar eru í miðju hverf-
inu. Á þessum gangstígum ger-
ist það oft að unglingar aka á
miklum hraða á vélhjólum
þannig að fólki stafar hætta af.
Unglingarnir halda uppteknum
hætti þótt þeim sé bent á að
þetta sé bannað. Þó hef ég
hvergi séð skilti sem banna
umferð á vélhjólum. Ég vil
spyrja borgarstjóra hvort ekki
sé hægt að setja upp skilti eða
hindranir til að draga úr þess-
um háskaakstri inni í miðju
íbúðahverfi."
Svar:
Því hefur þegar verið beint til
gatnamálastjóra að setja upp
skilti við umrædda stíga. Eigi að
hindra akstur á göngustígum
verður að setja upp víxlgrindur
þar sem ekið er inn á þá. Þessar
grindur eru óþægilegar fyrir fólk
með barnavagna og skapa einnig
erfíðleika við snjómðning. Það er
því reynt að stilla fjölda þeirra í
hóf. Lágist ástandið ekki við upp-
setningu skilta er sjálfsagt að
skoða aðstæður með það fyrir
augum að setja upp hindranir.
Hörmulegt ástand
Bláfjallavegar
Atli Örn Hilmarsson spyr:
„Vor eftir vor fá skíðamenn
og aðrir unnendur Bláfjalla-
svæðisins að kenna á hörmu-
legu ástandi afleggjarans sem
liggur frá þjóðveginum austur
fyrir flall upp í skíðalöndin. Og
það hefiir sjaldan verið verra
en nú á þessu vori, þegar loks-
ins hefiir viðrað til skíðaferða.
Er von til að hin öflugu sveitar-
félög sem þarna eiga hlut að
máli ráði bót á þessu í eitt
skipti fyrir öll með varanlegri
vegagerð? Er það ekki nauð-
synlegt til að tryggja öryggi
allra þeirra þúsunda sem sækja
þangað hvænær sem færi
gefst?“
Svar:
Vegurinn frá Sandskeiði og
suður að Straumsvík er nú talinn
til þjóðvega í þéttbýli og því á
vegum Vegagerðar ríkisins en
vegurinn frá gatnamótum þessa
vegar að skíðaskálunum er á veg-
um Bláfjallanefndar. Að BláJpalla-
nefnd standa 13 sveitarfélög og
hefur samstarf þeirra um upp-
byggingu og rekstur í Bláfjöllum
verið með miklum ágætum. Á
fundi Bláfjallanefndar 30. apríl
sl. var m.a. rætt um vegamál
bæði hvað varðar snjóruðning og
ástand vegarins nú í vetur. Blá-
fjallanefnd fól þremur aðilum að
taka upp viðræður við Vegagerð
ríkisins um á hvern hátt skuli
staðið að viðhaldi vegarins og að
gerð verði fjögra ára fram-
kvæmdaáætlun um vegamál í Blá-
fjöllum.
Óírágengin lóð við
Jöklasel
Björg Gunnarsdóttir, Fjarð-
arseli 36, spyr:
„Hvenær á að ganga frá lóð-
inni við barnaheimilið Jökla-
borg í Seljahverfi? Ég bý í
næsta nágrenni við barnaheim-
ilið en lóðin er eitt moldarbarð
sem fykur úr inn um glugga
hjá mér. Er fi-ágangur lóðar-
innar á áætlun í sumar?“
Svar:
Það er búið að ganga frá lóð
Jöklaborgar. Sjálfsagt er að at-
huga málið og láta binda jarðveg
á óbyggðu lóðinni við hliðina á
Jöklaborg.
Utanfélagsmenn
útilokaðir frá
Korpúlfsstaðavellinum
Víglundur Sigurðsson,
Frostafold 20, spyr:
„Hvar mega áhugamenn um
golf sem ekki eru félagsbundnir
stunda íþrótt sína, nú þegar
Golfklúbbur Reykjavíkur hefiir
meinað öðrum en félagsmönn-
um að leika á golfvellinum á
Korpúlfsstöðum?"
Svar:
Eftir því sem ég kemst næst
er ástæðan fyrir tímabundinni
lokun á golfvellinum við Korpúlfs-
staði sú að völlurinn er mjög
blautur og í slæmu ásigkomulagi
og þolir ekki nema lágmarks
umgang. Það mun vera ástæðan
fyrir því að völlurinn er lokaður
fyrir aðra en félaga í Golfklúbbi
Reykjavíkur. Þegar golfvellirnir í
Grafarholti og á Korpúlfsstöðum
verða tilbúnir til notkunar er öll-
um golfáhugamönnum heimilt að
leika þar gegn ákveðnu gjaldi sem
Golfklúbbur Reykjavíkur ákveður.
Félag íslenskra iðnrekenda og Hagkaup:
Átak í kynningu á ís-
lenskum iðnaðarvörum
FÉLAG íslenskra iðnrekenda og
Hagkaup efna til átaks í kynn-
ingu og sölu á íslenskum iðnaðar-
vörum á neytendavörumarkaði
undir kjörorðunum „Hagkaup á
heimavelli, íslenskir dagar maí
Tónlistarskólinn í Reykjavík
heldur tónleika í sal skólans á
Laugavegi 178 miðvikudaginn 9.
maí og hefjast þeir kl. 20.30.
Tónleikar þessir eru burtfarar-
próf Þóris Jóhannssonar, kontra-
bassaleikara, frá skólanum.
Á efnisskrá eru Sónata í a-moll
efti Heniy Eccles, Sónata fyrir
kontrabassa og píanó eftir Paul
Hindemith, Andante og Rondo eftir
Domenico Dragonetti, Elegía í
e-moll (nr. 2) eftir Giovanni Bottes-
ini og Konsert. í A-dúr eftir Sergei
Koussevitsky. Píanóleik annast
David Knowles.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
90“, cþagana 10.-19. maí næst-
komaimi í verslunum Hagkaups.
Um 70 íslensk iðnfyrirtæki munu
taka þátt í þessu átaki og kynna
vörur sínar.
Átak þetta er afrakstur sam-
Þórir Jóhannsson kontrabassa-
leikari
vinnu Félags íslenskra iðnrekenda
og Hagkaups og er liður í kynning-
arstarfí sem Félag íslenskra iðnrek-
enda hefur staðið fyrir undanfarin
tvö ár, en markmiðið með kynning-
unni er að efla iðnað í landinu með
kynningu og sölu íslenskra fram-
leiðsluvara og styrkja samstarf
verslunar og iðnaðar.
Ýmsar uppákomur verða í
tengslum við kynningarátakið, og
meðal annars munu þeir Jón Páll,
Hjalti Úrsus og Magnús Ver reyna
með sér í kraftakeppni sem fram
fer í öllum verslunum Hagkaups,
en lokakeppni fer fram í Hagkaup
í Kringlunni 19. maí kl. 11. Þá
verður einnig í gangi getraunaleik-
ur með veglegum verðlaunum, en
þau eru helgarferð fyrir tvo til
Kaupmannahafn'ar, fimm matar-
körfur fyrir 10 þúsund kr., fimm
potta- og pönnusett frá Alpan,
ásamt 200 aukavinningum frá
íslenskum gosdrykkjaframleiðend-
um.
Fimmtudaginn 10. máí kl. 16.
verður formleg opnun kynningar-
daganna, og flytja þar stutt ávörp
þeir Víglundur Þorsteinsson, for-
maður Félags íslenskra iðnrekenda
og Jón Ásbergsson, framkvæmda-
stjóri Hagkaups. Forseti íslands frú
Vigdís Finnbogadóttir mun síðan
opna kynninguna.
Burtfararpróf frá
tónlistarskólanum
íviorgunDiaoio/jbjarm
Fulltrúar Hagkaups og Félags íslenskra iðnrekenda, sem eíha til
átaks í kynningu og sölu á íslenskum iðnaðarvörum. Á myndinni eru
frá vinstri: Þorsteinn Pálsson, sölustjóri Hagkaups, Jón Ásbjörnsson,
framkvæmdastjóri Hagkaups, Víglundur Þorsteinsson, formaður
Félags íslenskra iðnrekenda og Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri
Félags íslenskra iðnrekenda.