Morgunblaðið - 09.05.1990, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990
19
Opinber heimsókn forsætisráðherra til Egyptalands:
Möguleikar á samstarfi
í sjávarútvegi ræddir
í viðræðum Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og egyp-
skra ráðherra í vikunni var rætt um möguleika á samstarfi þjóð-
anna á sviði sjávarútvegs og fískvinnslu. Egyptar lýstu meðal ann-
ars áhuga á að fá íslendinga til að kanna ónýtta fiskistofha í Rauða
hafinu.
Steingrímur Hermannsson er nú
í opinberri heimsókn í Egyptalandi.
Á mánudagsmorgun hitti hann
Hosni Mubarak forseta Egypta-
lands og í samtali við Morgunblaðið
sagði Steingrímur, að þeir Mubarak
hefðu rætt málefni Mið-Austur-
landa og ástandið í arabalöndunum.
„Eg lýsti því yfir að við íslending-
ar legðum mikla áherslu á að til-
veruréttur Israels væri viðurkennd-
ur, en það hafa Eyptarnir gert
framar flestum. Ég sagði honum
einnig að við treystum okkur ekki
til að viðurkenna Palestínuríki, þar
sem því hefur ekki verið markað
landsvæði, og og hann sagðist skilja
það vel.
Ég lýsti því síðan yfir, að að
þeim forsendum gefnum, þá teldum
við að viðleitni til að fá Palestínu-
menn og ísraelsmenn til að tala
saman, væri mikilvæg og að þeir
Stemgrímur
myndar fyrir
flölmiðla
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra fékk Iánaða
myndbandstökuvél hjá Om-
ari Ragnarssyni fréttamanni
Stöðvar 2, fyrir ferð sína til
Egyptalands, og lofaði hon-
um í staðinn að Stöð 2 mætti
birta myndirnar eftir ferðina.
Steingrímur sagði við Morg-
unblaðið, hann hefði fengið lán-
aða litla vél, gegn því að Stöð
2 gæti notað spólurnar þegar
hann kæmi aftur til íslands.
„Ég sagði að ef þeir gætu not-
að eitthvað af þessum myndum,
þá væri það velkomið og ef
fleiri fjölmiðlar vilja nota þær
þá mega þeir það,“ sagði
Steingrímur, og bætti við að
hann hefði tekið mikið af mynd-
um á vélina.
10 punktar, sem Mubaraks hefur
sett fram í því sambandi, og þeir 5
punktar sem James Baker utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna hefur
sett fram, væri sú lína sem þyrfti
að fara eftir,“ sagði Steingrímur.
Hann sagði að Mubarak hefði
lýst yfir miklum áhyggjum vegna
ástandsins í ísrael og að erfitt kynni
að ráða við óróleg öfl innan Pa-
lestínumanna, kæmist ekki skriður
á friðarumleitanir fljótlega.
„Hann taldi að Yasser Arafat
[leiðtogi frelsissamtaka Palestínu-
manna] væri mjög einlægur í reyna
að leysa deilumálin. Arafat hefur
samþykkt þá stefnu sem Mubarak
og Baker hafa sett. fram þótt marg-
ir Palestinumenn hafi lagst gegn
henni og á nýlegum fundi Palestínu-
manni var þessu hafnað,“ sagði
Steingrímur. Hann mun væntan-
lega hitta Arafat í Túnis um helg-
ina en fundur þeirra hafði ekki ver-
ið staðfestur endanlega í gær.
Á mánudag hitti Steingrímur
Atef Sedki forsætisráðherra
Egyptalands og fjóra aðra egypska
ráðherra. Steingrímur sagði að þar
hefði töluvert verið rætt um efna-
hagsástandið í Egyptalands og um
hugsanlegt samstarf þjóðanna.
„Nú eru afar lítil viðskipti milli
íslands og Egyptalands. En í því
sambandi virðist helst vera um að
ræða aukinn áhuga íslendinga á
að ferðast tii Egyptalands. Þá var
rætt um möguleika á samstarfi á
sviði sjávarútvegs og fiskvinnslu.
Egyptar hafa meðal annars áhuga
á að kanna nánar ónýtta fiskistofna
í Rauða hafínu og lýstu áhuga á
að fá íslendinga til þess. Auk þessa
var minnst á margt annað, svo sem
útflutning á bómull og olíu, sagði
Steingrímur.
í gær skoðuðu Steingrímur Her-
mannsson og fylgdarlið hans ýmis
fyrirtæki í Kaíró. Steingrímur sagði
að Egyptar hefðu reynt mikið til
að fá iðnað inn í landíð og veittu
ýmis skattfríðindi í því sambandi.
„Ég held að í þessu landi séu
miklir möguleikar en mér sýnist að
Noiræn þýðingaráð-
stefiia í Reykjavík
HÓPUR kennara við Háskóla íslands stendur fyrir norrænni þýðing-
aráðsteftiu dagana 10.-12. maí næstkomandi. Er þetta stærsta ráð-
steftia um þýðingar og þýðingafræði sem haldin hefúr verið hér á
landi, að því er segir í fréttatilkynningu.
Flutt verða þrettán erindi, ýmist
á ensku eða Norðurlandamálum
og eru fyrirlesarar frá öllum
Norðurlöndunum. Sérstakir gesta-
fyrirlesarar á ráðstefnunni eru
fjórir nafnkunnir þýðingafræðing-
ar frá Bretlandi og Skandinavíu.
Ráðstefnustjóri er Keld Gall Jörg-
ensen.
Dagskráin hefst kl. 10.30 alla
dagana. Fimmtudaginn 10. maí fer
hún fram í Norræna húsinu. Gesta-
fyrirlesarar þann daginn eru Susan
Bassnett frá Englandi og Sylfest
Lomheim frá Noregi. Föstudaginn
11. maí verður dagskrá í
hér hafi byggst upp mikið skrifræði
og þungur ríkisrekstur. Niður-
greiðslur eru miklar, meðal annars
er raforka, olía og bensín til al-
menningsnota greidd niður, og nú
eru skuldir landsins orðnar meiri
en þjóðartekjurnar. Opinbert gengi
gjaldmiðilsins er helmingi of lágt
skráð. Egyptar eru því komnir í
mikla kreppu en mér virðist vera
mikill vilji að vinna sig út úr þessum
vanda. Þeir eru að reyna að inn-
leiða markaðskerfi en það mun
reynast erfitt því verð á nauðsynjum
hækkar mikið í kjölfarið og stjórn-
völd óttast þann óróa sem af því
muni stafa,“ sagði Steingrímur
Hermannsson.
Morgunblaðið/Sverrir
Keppt í hjólreiðaþrautiun oggóðakstri
Árleg hjólreiðakeppni 12 ára skólabarna var haldin um helgina í
Reykjavík og á Sauðárkróki. Rétt til þátttöku áttu þeir nemendur,
sem voru efstir í umferðagetraun fyrr í vetur og fór fram í öilum
skólum landsins. í Reykjavík tóku 60 nemendur úr skólum borgarinn-
ar og nágrannasveitarfélaganna þátt í keppninni sem haldin var við
Laugarnesskólann og á Sauðárkróki komu 16 nemendur til keppni
úr Húnavatnssýslu, Skagafirði og frá Akureyri. Keppendur spreyttu
sig í hjólreiðaþrautum og góðakstri.
Aætlunarflug Flugleiða til Baltimore hafið:
Farþegar geta farið samdæg’-
urs til um 70 áfangastaða
Baltimore, frá Oddnýju S. Björgvins, blaðamanni Morgunblaðsins.
ÁÆTLUNARFLUG Flugleiða til Baltimore í Bandarikjunum og þar
með til Washington-svæðisins hófst í fyrradag og af því tileliii var
hátíðleg athöfn á Baltimore-flugvelli um kvöldið. Hvítir og bláir
borðar voru strengdir framan við Fanndísi, hina nýju Boeing 757-
þotu Flugleiða. Sigurður Helgason forsljóri Flugleiða, Steingrímur
J. Sigfússon samgönguráðherra, Melvin Steinberg vararíkissljóri
Maryland-ríkis, Stephen Zentz aðstoðarferðamálaráðherra Maryland
og Theodore Mathison flugvallarstjóri klipptu á borðana.
í móttökuathöfn sagði Sigurður
Helgason að þetta væri þriðja og
síðasta skiptið sem Flugleiðir hæfu
áætlunarflug til Washingtonsvæðis-
ins. Nú ætluðu þeir að halda því
áfram. Ingvi S. Ingvarsson, sendi-
herra íslands í Bandaríkjunum,
sagði, að íslendingar á þessu svæði
væru lengi búnir að bíða eftir þess-
um atburði. Það hefði verið erfitt
að fara um Kennedy-flugvöll í New
York sem væri eins og martröð hjá
þessum vel rekna og þægilega flug-
velli í Baltimore. Baltimore-flug-
völlur og starfsemi US-Air þar hefði
verið til mikillar fyrirmyhdar.
Með flugi Flugleiða til Baltimore
opnast eina flugtengingin á milli
Norðurlanda og höfuðborgar
Bandaríkjanna. Fyrst í stað verða
þijár ferðir í viku, en frá maílokum
verða fjórar ferðir. „Við stefnum á
daglegar ferðir eins fljótt og kostur
er,“ sagði Sigurður Helgason. „Við
bindum miklar vonir við þá samn-
inga sem við höfum gert við US-
Air um flug innan Bandaríkjanna.
Farþegar geta farið samdægurs til
70 áfangastaða með þægilegu
tengiflugi frá Baltimore. En frá
Kennedy-flugvelli nást samdægurs
tengiflug til 19 áfangastaða," sagði
Sigurður.
AKOGES-salnum, Sigtúni 3, í
samvinnu við þýðingamiðstöð IBM
og Orðabók Háskólans. Verður þar
einkum fjallað um ýmiskonar
tæknivæðingu og tölvuvinnslu í
þýðingum. Gestafyrirlesari er
Bengt Sigurd frá Svíþjóð. Laugar-
daginn 12. maí fer ráðstefnan fram
í stofu 103 í Lögbergi, húsi Há-
skóla íslands. Gestafyrirlesari er
Viggo Itjornager Pedersen frá
Danmörku. Eftir hádegi á laugar-
dag verður sérstaklega fjallað um
þýðingar íslendingasagna á erlend
mál. Ráðstefnan er öllum opin og
aðgangur er ókeypis.
Veröld býður þér
betri áfangastaði á
Mallorka
áaðeins 39.975 kr.
Veröld býöur þér frábæran aöbúnað á Mallorka í sumarleyfinu. Drifhvítar strend-
ur Alcudiaflóans meö mörgum bestu gististöðum Mallorka og frábær þjónusta
fararstjóra tryggja þér ánægjulegt sumarleyfi.
Sea Club
Þann 29. maí á Sea Club, glæsilegu nýju
hóteli á Alcudiaströndinni, kostar nú aðeins
kr. 159.900,-
fyrir fjölskylduna, hjón með tvö börn, 2-11
íra í 2 vikur. Verð pr. mann
kr. 39.975,-
Port d’Alcudia
Hðfum við fengið viðbótaríbúðir í sumar á þessum ein-
staka gisitstað. Vel búnar íbúðir, glæsilegur garður og
mikil þjónusta fyrir gesti. Verð aðieins kr. 168.000,- fyrir
fjölskylduna, hjón með tvö böm, 2-11 ára, í 2 vikur.
Verð pr. mann kr. 42.000,-
2 í íbúð kr. 67.500,-
HJA VERÖLD FÆRÐU MEIRA FYRIR PENINGANA
AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK, SÍMI: (91)622011 & 622200.
K.HJFARKWRT FIF
Síðasti pöntunardagur í næsta hluta nýs ríkissamnings til kaupa á Macintosh tölvubúnaði með verulegum afslætti er
Ú Apple-umboðið Radíóbúðin hf.
mai
Innkaupastofnun ríkisins