Morgunblaðið - 09.05.1990, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.05.1990, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990 21 Alþjóðleg umhverfísráðstefiia sett í Noregi: Við vitum nóg til þess að geta haf- ist strax handa — sagði Gro Harlem Brundtland um uppblástur og útrýmingu skóganna Björgvin. Reuter. GRO Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs, setti í gær alþjóðlega umhverfismálaráðstefiiu í Björgvin. Hún hvatti ríkisstjórnir til að beita sér af afli til að stuðla að umhverfisvernd. „Hraði eyðingar- innar á skógum, uppblásturinn og útrýming tegunda eru vaxandi vandamál. Við ráðum þegar yfir nægri vitneskju til að hefjast handa — og það af krafti,“ sagði Brundtland. Hún veitti á sinum tíma for- stöðu alþjóðlegri umhverfisnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna. Full- trúar umhverfissinna létu í ljós óánægju yfir því að i drögum að álykt- un ráðherra frá þátttökuríkjunum skorti ákvæði um bindandi lagasetn- ingu. hverfisráðherra, Páll Líndal, ráðu- neytisstjóri, Jón Sveinsson, aðstoð- armaður forsætisráðherra og Gunn- ar G. Schram, prófessor. Líbanon: Segir lausn gíslamálsins ekki í sjónmáli Beirút. Reuter. FORYSTUMAÐUR í Hizbollah („Flokki guðs“) í Líbanon, Huss- ein Mousawi, gaf til kynna í gær að ólíklegt væri að fimmtán Vest- urlandabúar, sem eru í gíslingu í landinu, yrðu látnir lausir á árinu. Kenndi hann „þvergirð- ingi“ Bandaríkjastjórnar um. Mousawi bætti við að ekki kæmi til greina að hreyfingin sleppti sex ísraelskum hermönnum, sem hún hefur í haldi, ef arabískir fangar yrðu látnir lausir úr ísraelskum fangelsum. Mannræningjarnir í Líbanon, sem taldir eru styðja Hiz- bollah, hafa lagt ríka áherslu á að arabískir fangar í ísrael, sem skipta hundruðum, yrðu látnir lausir. ísra- elar segja slíkt hins vegar útilokað verði hermönnunum ekki sleppt. Jan P. Syse, forsætisráðherra Noregs, tók undir hvatningarorð Brundtland í ávarpsorðum sínum. Umhverfisnefnd SÞ gaf út Brundt- land-skýrsluna svonefndu árið 1987 þar sem varað var við gróðurhúsa- áhrifunum er valdið gætu skyndi- legri hækkun á hitastigi á jörðunni. Alls eru fulltrúar frá 34 þjóðum á ráðstefnunni í Björgvin og er hún ein af fjórum undirbúningsráðstefn- um fyrir alþjóðaþing um málið í Brasilíu 1992. Niðurstaða Björg- vinjar-ráðstefnunnar verður síðan lögð fyrir fund umhverfisráðherra og annarra embættismanna frá ríkjunum sem koma saman dagana 14. — 16. maí. Hvorki Bandaríkin né Bretland senda ráðherra á ráð- stefnuna; bæði ríkin vilja kanna gróðurhúsaáhrifin nánar áður en gripið verði til alþjóðlegra aðgerða. Nokkrir fulltrúar eru vantrúaðir á árangur. „Mörg af skjölum ráð- stefnunnar hefðu getað verið rituð fyrir tíu árum,“ sagði Lester Brown, framkvæmdastjóri Worldwatch- stofnunarinnar í Washington. „Verði ekki gerðar grundvallarbreytingar á þeim getur ráðstefnan orðið gagns- laus,“ sagði hann í viðtali við norska ríkjsútvarpið. í fréttatilkynningu frá umhverfis- ráðuneytinu segir að ráðstefnuna muni sitja af hálfu ríkisstjórnar ís- lands Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, Júlíus Sólnes, um- Reuter 45 árliðin frá uppgjöf nasista Þess var minnst víða um heim í gær að 45 ár voru liðin frá uppgjöf Þjóðveija í heimsstyijöldinni síðari en þar með var formlega bundinn endi á valdaskeið Adolfs Hitlers og fylgismanna hans. Leiðtogar gyðinga komu saman í Vestur-Berlín til að minnast þeirra er týndu lífi í útrýmingarbúðum nasista en myndin var tekin í París er Francois Mitterrand lagði blómsveig að gröf óþekkta hermannsins og heiðr- aði þar með minningu þeirra er féllu fyrir föðurlandið. SKOBÆR, Laugavegi 97 Sumartilboð á öllum skóm 20% afsláttur 40% afsláttur af öllum leðurstígvélum í nokkra daga. Póstsendum. Sími 624030. BILATORG BETRIBÍLASALA NÓATÚN 2 - SfMt 621033 SAAB 9000 CD TURBO ’88 Rauðbrúnn. Leðursæti. Topplúga. 5 gíra toppbíll. Ekinn 27 þús/km. Verð kr. 2.100 þús. Skipti/ skuldabréf. MERCEDES BENZ 190E >87 Steingrár. Ekinn 70 þús/km. Verð kr. 1.750 þús. Skipti/skuldabréf. uiuuumr AUDI 80 18s ’88 Vínrauður. Fallegur og vel útbúinn bíll. Ekinn 45 þús/km. Verð kr. 1.420 þús. Skipti/skuldabréf. CITROÉN AX 11 TRS ’89 Hvítur. Ekinn 10 þús/km. Verð kr. 595 þús. Skipti á Pajero '89, '90. SAAB 900 TURBO ’87 Grásans. Rafdr. rúður. Topplúga. Álfelgur. Ekinn 25 þús/km. Verð kr. 1.250 þús. Skipti/skuldabréf. FORD SIERRA ST '86 Vínrauður. Sjálfskiptur. Ekinn 63 þús/km. Verð kr. 690 þús. Skipti/skuldabréf. cicn IIWI TOYOTA 4RUNNER EFI '86 Grár. Einn með öllu. Einn sá falleg- asti á landinu. Ekinn 42 þús/km. Verð kr. 1.850 þús. Skipti. TOYOTA COROLLA ST '89 Steingrár. Ekinn 16 þús/km. Verð kr. 1.150 þús. MERCURY TOPAS '88 Hvítur. Ekinn 16 þús/km. Verð kr. 1.100 þús. Skipti/skuldabréf. CITROÉN BX 19 GTI Rauður. Einn með öllu. Ekinn 44 þús/km. Verð kr. 1.190 þús. Skipti/skuldabréf. VOLVO 745 TURBO ST '86 Grár. Ekinn 31 þús. Verð kr. 1.450 þús. Skipti/skuldabréf. HONDA PRELUDE EX '88 Rauður. 5 gíra. Ekinn 40 þús/km. Verð kr. 1.180 þús. Skipti/skulda- bréf. BMW 520i SE '88 Einn með öllu. Grænsans. Ekinn 49 þús/km. Verð kr. 1.580 þús. Skipti/skuldabréf. TOYOTA LANDCRUISER Turbo. Diesel. Grásans. Upphækk- aður. Læstur. Drif 488. Lækkaður millikassi. 200 litra olíutankur Ekinn 80 þús/km. Verð kr. 3.500 þús. Skipti/skuldabréf. Höf um kaupcmda að Toyota Landcruiser '89 og Subaru '89 BILATORG BETRIBÍLASALA NÓATÚN 2-SfMI 621033 Ný söluskrá komin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.