Morgunblaðið - 09.05.1990, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAI 1990
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Lettar á leið
til sjálfstæðis
Framtíð heilsuvem
stöðvarinnar er enr
*
Isíðustu viku tók lettneska
þingið ákvörðun um sjálf-
stæði Lettlands og slit á sam-
bandinu við Sovétríkin. Lett-
ar hafa ákveðið að fara aðra
leið en Litháar. Markmið
beggja er hið sama, að end-
urvekja sjálfstæðið sem var
fótum troðið með griðasátt-
mála þeirra Hitlers og
Stalíns. Röðin kemur síðan
brátt að Eistlendingum,
þriðju Eystrasaltsþjóðinni,
sem einnig hefur einsett sér
að segja skilið við Moskvu-
valdið.
Mikhaíl Gorbatsjov, for-
seti Sovétríkjanna, stefndi
greinilega að því eftir sjálf-
stæðisyfirlýsingu Litháa að
reka fleyg á milli Eystra-
saltsríkjanna, deila og
drottna eins og rómversku
keisararnir forðum. Sam-
þykkt lettneska þingsins
sýnir að þessi stjórnlist ber
ekki þann árangur sem að
var stefnt. Eystrasaltsríkin
ætla að standa saman, þótt
þau kunni að velja ólíkar leið-
ir til sjálfstæðis.
Morgunblaðið hefur oft
hvatt til þess að íslenska
ríkisstjórnin viðurkenni sjálf-
stæði Litháens með ótvíræð-
um hætti. Ríkisstjórnin hefur
því miður látið við það sitja
að vísa til viðurkenningar frá
upphafi þriðja áratugarins.
Nú þarf hún að skýra afstöðu
sína til Lettlands. Gagnvart
Lettum eins og Litháum ætt-
um við íslendingar að telja
okkur sæmd af því að verða
í hópi hinna fyrstu sem viður-
kenna nýtt sjálfstæði og full-
veldi þjóðarinnar.
Fyrir skömmu var hér á
landi Eistlendingurinn Jo-
hann Are, þingmaður í
Æðsta ráði Sovétríkjanna.
Hann sagði hiklaust að þjóð
sín myndi taka ákvarðanir
um sjálfstæði undan
Moskvuvaldinu, þegar það
yrði talið skynsamlegt. Hann
sagði einnig, þegar hann var
spurður, hvaða þjóðir Eist-
lendingar teldu sig standa
næst, að það væru Norður-
landaþjóðirnar. Lettland og
Eistland standa Norðurlönd-
um að ýmsu leyti nær en
Litháen, þar sem á mikilvæg-
um skeiðum sögu sinnar hafa
þau verið sameinuð Svíþjóð
og að hluta Noregi. Litháar
litu fyrr á öldum miklu frem-
ur í suður og austur en í
norður og vestur.
Um langt árabil hafa
íslensk skip siglt til hafna í
Eystrasaltslöndunum og má
þar sérstaklega nefna Vent-
spils í Lettlandi. Hefur marg-
ur farmurinn af fiski verið
fluttur þangað. Ef að líkum
lætur munu Kremlveijar
beita Letta efnahagsþving-
unum eins og Litháa. So-
véskum herskipum var sem
kunnugt er beitt til að bægja
skipum á leið til Litháens frá
höfnum þar. Var þetta gert
til þess að sýna að Moskvu-
valdinu væri full alvara með
hótunum um flutningabann
á Litháa. Þá komu upp hug-
myndir um að Norðurlanda-
þjóðir létu á þetta bann reyna
með því að senda skip til
Litháens. Að því varð ekki.
Ættum við íslendingar ekki
að láta reyna á það gagnvart
Lettum, hvort við getum sent
fisk með skipi þangað, þrátt
fyrir þvinganir Kremlveija?
Sovéska nýlenduveldið
stendur nú á brauðfótum.
Eystrasaltsþjóðirnar hafa
staðið í fremstu röð þeirra
þjóða sem mynda Sovétríkin
bæði að því er varðar al-
menna menntun, tæknikunn-
áttu og framleiðslu á mat-
vælum. Allar þjóðirnar þijár
hafa flutt út matvæli. Nú
hafa Litháar ákveðið áð
svara Kremlveijum í sömu
mynt og draga úr kjötsölu
til Moskvu. Þar er mikill
skortur á kjöti og mjólk og
þolinmæði almennings er
takmörk sett, eins og kom í
ljós þegar hróp voru gerð að
þeim sem stóðu á hyllingar-
svölum grafhýsis Leníns á
Rauða torginu 1. maí síðast-
liðinn. Frekari skortur á
lífsnauðsynjum verður að-
eins til þess að auka á spennu
í höfuðborg Sovétríkjanna. I
kommúnistaríkjunum i
Austur-Evrópu voru það
mótmæli almennings á göt-
um úti, sem urðu einræðis-
herrunum að falli.
eftir ÓlafF.
Magnússon
í viðtali við Þjóðviljann þann 3.
maí sl. segir Guðmundur Bjarnason,
heilbrigðisráðherra, að mótmæli við
lokun Heilsuverndarstöðvarinnar í
Reykjavík séu byggð á misskiln-
ingi. „Aldrei hafi staðið til að ioka
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
þannig að starfsfólki verði sagt upp
og starfsemi lögð niður eins og ein-
stakir læknar og fleiri hafi haldið
fram.“
Mótmæli starfsfólksins
og „einstakra lækna“
Á fjölmennum fundi starfsmanna
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur
30. apríl sl. var svohljóðandi tillaga
samþykkt samhljóða: „Fundur
starfsmanna Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur mótmælir harðlega til-
lögum um að leggja niður starfsemi
stöðvarinnar eins og fram kemur í
tillögum heilbriðis- og trygginga-
nefndar efri deildar Alþingis. Hlut-
ur heilsuverndarstöðvarinnar í
heilsuverndarþjónustu við Reyk-
víkinga er a.m.k. 2A af skipulagðri
heiisuvernd og heimahjúkrun og
augljóst er að í náinni framtíð hefur
enginn annar aðili bolmagn til að
sinna þessari þjónustu þótt haldið
verði áfram uppbyggingu heilsu-
gæslustöðva í Reykjavík. Ef leggja
á heilsuverndarstöðina niður á
næsta ári jafngildir það því að
leggja niður þessa starfsemi. Gegn-
ir furðu að slík tillaga komi fram.
Á heilsuverndarstöðinni vinna um
240 manns og þar fá a.m.k. 60%
Reykvíkinga heilsuverndarþjón-
ustu. Fundurinn skorar á þingmenn
Reykjavíkur að beita sér gegn þess-
um hugmyndum."
Undirritaður hefur lýst þeirri
JÓN Magnússon hrl., lögmaður
Ragnars Kjartanssonar fyrrum
stjórnarformanns Hafskips, hóf í
gær varnarræðu sína, sem áætlað
er að ljúki á fimmtudag. Hann
krefst sýknu af öllum kröfum
ákæruvaldsins. Jón Magnússon
rakti í upphafi ræðu sinnar að-
dragandann að gjaldþroti Haf-
skips og samskipti félagsins við
Útvegsbankann á þeim tíma. Hann
sagði að skiptaráðendur og bú-
stjórar hefðu komið að málinu með
mótaðar skoðanir á því að um
væri að ræða mesta sakamál í
sögu lýðveldisins. Þeim hefði að
vissu leyti verið vorkunn i þeirri
afstöðu ef litið væri til þess um-
hverfís og þeirra aðstæðna sem
ríktu er greiðslustöðvun og gjald-
þrot dundu yfir Hafskip.
í þessu sambandi vitnaði lögmað-
urinn til umræðna á Alþingi 14. nóv-
ember 1984, fjórum dögum fyrir
greiðslustöðvun félagsins, sem hann
sagði að hefðu fyrst og fremst beinst
að persónu Alberts Guðmundssonar
og einnig hefðu komið fram fullyrð-
ingar og tilgátur frá einstökum þing-
mönnum um ólögmætt og saknæmt
atferli forráðamanna Hafskips. Lög-
maðurinn rakti ummæii Kristínar
Kvaran, þáverandi þingmanns, sem
nánast hefði fullyrt í þingræðu að í
gangi hefði verið tvöfalt bókhald hjá
fyrirtækinu og leitt að því líkur að
ársreikningar þess síðastliðin 3-4 ár
væru falsaðir. Jón Magnússon vitn-
aði til fordæmandi ummæla fleiri
þingmanna, meðal annars Svavars
skoðun sinni, bæði í bréfi til alþing-
ismanna 12. desember sl. og í ný-
legri Morgunblaðsgrein undir heit-
inu „Höldum Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur", að enga þá starf-
semi, sem á heilsuverndarstöðinni
er rekin, eigi að leggja niður. Þvert
á móti eigi að efla hana og bæta.
Álrani ungbarna- og
mæðravernd á
heilsuverndarstöðinni
I heilsugæsluskipulaginu á öll
heilsuvernd og meira að segja öll
heilbrigðisþjónusta að fara fram á
heilsugæslustöðvum, eftir því sem
við á. Þetta er ágætt markmið fyr-
ir dreifbýlið en bæði út í hött og
óframkvæmanlegt í Reykjavík.
Frumvarp heilbrigðisráðherra um
heilbrigðisþjónustu tekur ekki
nægjanlegt tillit til sérstöðu
Reykjavíkur í þessum efnum, þar
sem mikið framboð er á sérhæfðri
læknisþjónustu bæði á vegum
einkaaðila og hins opinbera.
Allir hljóta að styðja þá megin-
stefnu að íbúar Reykjavíkur eigi
kost á heilbrigðisþjónustu og heilsu-
vernd í námunda við heimili sitt og
vinda þarf að því bráðan bug, að
koma þessari þjónustu á legg í út-
hverfum borgarinnar, einkum í
Grafarvoginum.
En ljóst er, að heilsugæslustöðv-
ar taka aldrei alfarið við hlutverki
heilsuverndarstöðvarinnar í þessum
efnum og það hlýtur að vera krafa
Reykvíkinga að þeir sem þess óska
geti áfram notið heilsuverndarþjón-
ustu í Heilsuverndarstöð Reykjavík-
ur eins og borgarbúar hafa átt kost
á um árabil.
Sérhæfð þjónusta á
heilsuverndarstöðinni
Sérhæfð þjónusta á heilsuvernd-
arstöðinni er m.a. berklavarnir, at-
Gestssonar og Jón Baldvins Hannib-
alssonar, sem sagt hefði að það lægi
ljóst fyrir að fyrirtækið hefði veitt
bankanum rangar upplýsingar. Þá
vék lögmaðurinn að því að daginn
eftir þessar umræður, 15. nóvember
1984, hefði í frétt í Morgunblaðinu
verið reifuð tilgáta um að félagið
kynni að leita eftir greiðslustöðvun.
Hann sagði þessa frétt hafa skapað
mikinn óróa, ekki síst erlendis og
hefðu fyrirspurnir streymt til félags-
ins Um stöðu þess og framtíð. Þetta
hafi leitt til þess, að greiðslustöðvun,
sem ekki hafi verið á dagskrá, hafi
orðið óhjákvæmileg fyrir Hafskip.
Eftiuðust á kostnað
þjóðarbankans
Eftir gjaldþrot félagsins hefðu mál
þess komið aftur inn í sali Alþingis
í utandagskrárumræðum, að frum-
kvæði Ólafs Ragnars Grímssonar,
nú fjármálaráðherra en þá varaþing-
manns, sem hefði meðal annars sagt
að margt benti til að forstjórar og
stjórnendur Hafskips, eigendur og
aðrir forráðamenn, hafi notað þau
lán sem veitt hafi verið úr Útvegs-
bankanum, þjóðarbankanum eins og
varaþingmaðurinn hefði orðað það,
til þess að flytja fjármagn í stórum
stíl frá Hafskipi og yfir til skúffufyr-
irtækja í eigu þessara sömu stjórn-
enda. Þegar upp verði staðið bendi
margt til þess að þessir menn, sem
fólkið í landinu þurfi að borga hundr-
uð milljóna fyrir, verði mun ríkari
en þeir liafi verið í upphafi vegna
þess að þeir hafi misnotað þjóðarban-
vinnusjúkdómavarnir, húð- og kyn-
sjúkdómavarnir auk þróunarstarfs
í heilsuvernd og samræmingai'verk-
efna. Þegar hafa verið færð rök
fyrir því að þessari þjónustu er
ekki hægt að dreifa um borgina.
Slíkt hefði í för með sér mun lak-
ari og dýrari þjónustu, að ógleymd-
um stofnkostnaði sem við bættist.
Hver misskilur hvern?
Heilbrigðisráðherra talar um
mótmæli vegna misskilnings. Bæði
í fundarályktun starfsmanna
heilsuverndarstöðvarinnar og í
grein undirritaðs í Morgunblaðinu
1. maí sl. var vitnað í lagafrumvarp
heilbrigðisráðherra um heilbrigðis-
þjónustu. Þar sagði nánast orðrétt
að ráðherraskipuð stjórn heilsu-
verndarstöðvarinnar skyldi leggja
niður starfsemi stöðvarinnar eigi
síðar en 1. janúar 1992. Hér er
ekki um neinn misskilning að ræða,
en síðan kemur í ljós að túlkun
ráðherrans er öðruvísi en orðalag
frumvarpsins að hans eigin sögn. I
sjónvarpsviðtali 1. maí sl. viður-
kennir hann þó, að líklega þurfi að
breyta orðalagi eitthvað. Orðalags-
breytingin tekur því miður ekki af
allan vafa um framtíð heilsuvernd-
arstöðvarinnar. Við skulum hafa
orðrétt eftir frumvarpinu, sem nú
er orðið að lögum. „Ráðherra skal
skipa þriggja manna stjórn Heilsu-
verndarstöðvarinnar í Reykjavík.
Formaður skal skipaður án tilnefn-
ingar, einn skal skipaður skv. til-
lögu Reykjavíkurborgar og einn
skv. tillögu tryggingaráðs. Stjórnin
skal í umboði heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra annast rekstur
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur
og gera í samráði við héraðslækni
og stjórnir heilsugæsluumdæmanna
í Reykjavíkurhéraði tillögur um
Hafskip yfir til annarra fyrirtækja.
Hver stjórnenda hafi samkvæmt
gagnkvæmum samningi stutt annan
í að færa fjármagnið til og hafi þetta
leitt til þess að hið virta endurskoð-
unarfyrirtæki Cooper’s og Lybrant
hafi sagt sig úr viðskiptum við Haf-
skipsmenn vegna svindls og rang-
færslna. Lögmaðurinn sagði að fleiri
þingmenn, svo sem Jon Baldvin
Hannibalsson, Steingrímur J. Sigfús-
son og Steingrímur Hermannsson
hefðu látið falla ummæli í svipuðum
anda á þessum tíma þegar fyrirtæk-
ið hafði verið gjaldþrota í viku og
engin rannsókn af neinu tagi hafði
farið fram. Þá rakti hann umfjöllun
fjölmiðla um sama leyti sem ein-
kennst hefði af stóryrtum fullyrðing-
um og rangfærslum um sviksamlegt
athæfi og dylgjum í pólitískum til-
gangi. Hann sagði að í þessu um-
hverfi pólitískra nornaveiða og fyrir-
fram dóma hafi Hafskipsmálið koinið
til kasta skiptaréttar.
Ummæli stjórnmálamanna
vörðuðu veg- rannsóknar
Flestir þeirra sem nú skipi æðstu
trúnaðarstörf í ríkisstjórn landsins
hafi verið meðal þeirra sem í blaða-
greinum og á Alþingi hafi borið
Hafskipsmenn og bankastjórn Út-
vegsbankans þungum sökum og
kveðið upp dóma í málinu. Því sé
engin furða að þeir sem að rannsókn
málsins komu í upphafi hafi að hluta
til verið undir áhrifum þess gjörn-
ingaveðurs. Vinnubrögð og skýrsla
Hafskipsmál:
Knúðir í gjaldþrot í gjö
veðri pólitískra noma
- segir Jón Magnússon hrl., verjandi Ragnars Kjartanssonar
kann til að dæla fjármagni í gegnum